Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 54

Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Reykjavíkurmaraþon 1988 Metþátttaka þrátt fyrir kalsaveður REYKJAVÍKUR maraþon 1988 fór fram á sunnudag og var um mettþáttöku að ræða. AIls hlupu rúmlega 1300 hlauparar. Þúsund manns í skemmtiskokki sem er 6,5 kílómetrar, um 200 í hálfmara- þoni (21 km.) og 120 skráðu sig til keppni í maraþoni (42 km.). Leið- inlegt veður setti mark sitt á hlaupið að þessu sinni enda voru tímarnir nú nokkru lakari en áður. Þetta er í fjórða sinn sem á hlaupaleiðunum og hlauparamir Reykjavíkur maraþon fer fram og hvattir til dáða. var það fyrst haldið 21. ágúst 1984. Fólk á öllum aldri tók þátt í skemmtiskokkinu enda er miðað við að sú vegalengd hæfi sem flestum. Þar tóku einnig tveir fatlaðir menn þátt, sem „hlupu“ hringinn í hjóla- stól. Fjöldi fólks var samankominn í miðbænum til að fylgjast með, einnig var margt um manninn víða Sigurvegari í maraþoni varð júgóslavneskur keppandi, Borut Podgomic, en í kvennaflokki sigraði danska stúlkan Connie Ericson. Sigurvegari í skemmtiskokkinu varð Már Hermannson sem einnig sigraði í fyrra. Sigurvegari í hálf- maraþoni varð Bretinn Barry Walt- ers. GuGu START *—nÚGí£IDI* * •tVRJAVÍK mjkiS** Morgunblaðið/RAX Metþátttaka var í Reykjavíkur Maraþoni á sunnudag. Um 1300 keppendur voru skráðir til keppni í ýmsar vegalengdir. Hér sést fjöldinn leggja af stað úr Lækjargötu. Vil ekki hlaupa í heitu veðri Jugóslavinn Borut Podgomic kom fyrstur í mark í maraþoni á tímanum 2.27,27. Hann hefur ekki tekið þátt í Reykjavíkur maraþoni áður, en alls hefur hann sex sinnum hlaupið mara- þon. Þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar í maraþonhlaupi. „Þetta var mjög erfitt enda er tíminn ekki góður. Það var mikill mótvindur á minnsta kosti 15 kíló- metra kafla. Ég hljóp einn mestan hluta leiðarinnar." Hveraig er að hlaupa á ís- landi? _ „Það er gott að hlaupa hér. í Jugóslavíu er nú um 35- hiti og það er ekki hægt að hlaupa mara- þon þar. Ég vil helst ekki hlaupa maraþon í heitu veðri. Allt yfir 20 • er of heitt fyrir mig.“ Hefur þú komið til íslands áður? „Nei, þetta er í fyrsta sinn og vonandi ekki síðasta." Ætlar þú kannski að hlaupa á næsta ári? „Já, það vil ég gjaman." Morgunblaðið/Einar Falur Barry Walters frá Englandi vann hálfmaraþonið. Andstæðingarmr beygðu skyndilega Englendingurinn Barry Walters, sem sigraði í hálfmaraþoni, var hér á Islandi í fyrsta sinn. Hann starfar hjá British Airways og stundar hlaup í sínum frístund- um. Barry Walters var spurður hvort hlaupið hefði verið erfitt. „Nei.ekki svo. Vindurinn gerði mér þó erfítt fyrir. Það er gjörólíkt að hlaupa hér og á Englandi, mun kaldara hér en á sama árstíma á Englandi. Svona veður er heima á fyrstu mánuðum ársins. Aðstæður til að hlaupa hér eru samt mjög góðar og þetta var gott hlaup." Fékkstu mikla keppni á leið- inni? . „Snemma í hlaupinu var ég með- al fremstu manna og þá varð ég dálítið ringlaður því margir fóru fram úr mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta vom skemmtiskokkarar. Ég jók því hrað- an til að halda í við þá en þá beygðu þeir skyndilega af leið. Eina sem ég hef við þetta hlaup að athuga er að mér fínnst að ræsa hefði mátt hálfmaraþonið á undan maraþoninu því hlauparar í hálf- maraþoni hafa tilhneigingu til að hlaupa hraðar í upphafí hlaupsins en þeir sem hlaupa maraþon. Það myndaðist því á kafla hálfgerður flöskuháls," sagði Barry Walters sem lýsti yfír miklum áhuga á að taka þátt í hlaupinu að ári. Morgunblaðið/Einar Falur Borut Podgornic frá Júgóslavíu sigraði í Reykjavíkur maraþoni 1988. Hér er hann við Höfða. Morgunblaðið/Einar Falur Connie Ericson frá Danmörku, sigurvegari í maraþonhlaupi kvenna. Annan hringinn hljóp ég alein CONNIE Ericson frá Danmörku kom fyrst kvenna í mark í mara- þonhlaupinu. Hún er 36 ára göm- ul og á bestan tíma 2.50,00. „Hlaupið var mjög erfitt því vindur- inn var mikill. Annan hringinn hljóp ég alein og hafði því ekki mikla keppni. Þess vegna er tíminn svo slakur. En miðað við aðstæður er ég afar ánægð með sigurinn. Er þetta í fyrsta sinn sem þú keppir hér á landi? „Já, en ég vonast til að koma hingað aftur. Það er gott að hlaupa hér.“ Ánægður með tímann SIGHVATUR Dýri Guðmunds- son kom fyrstur íslendinga í mark í maraþoni á 8. besta tímanum. Sighvatur er lands- kunnur hlaupari úr FH og einn af bestu Ianghlaupurum landins. „Það var mikill vindur og það munar talsvert miklu. Ég hljóp núna með það fyrir augun að taka þetta frekar létt, nokkurs konar trimm því ég hef lítið æft undan- farið. Ég er í litlu formi til að hlaupa þessa vegalengd. Ég tók því rólega í seinni hringnum þegar ég fékk vindinn í fangið. Hefði ég tekið meira á hefði ég þurft að stoppa til að jafna mig.“ Ertu ánægður með tímann? „Já, það er ég. Ég bjóst ekki við þessum tíma jafnvel þó veðrið hefði verið betra." Er erfitt að hlaupa í rign- ingu? „Nei, það munaði ekki mikið um rigninguna. Vindurinn var verri. Það fór ekki að rigna fyrr en undir lokin.“ Hefuður tekið þátt í Morgunblaðið/Einar Falur Sighvatur Dýri Guðmundsson kemur fyrstur íslendinga í mark í maraþonhlaupi á tímanum 2.42,44. Reykjavíkur maraþoni frá upp- hafi? „Nei, égmissti af hlaupinu 1985 vegna meiðsla. Éghef alltaf hlaup- ið heilt maraþon." „Tekurðu þátt næsta ár? „Það verður bara að koma í ljós. Það borgar sig ekki að lofa neinu,“ sagði Sighvatur Dýri Guðmunds- son. ■ ÍIT?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.