Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.08.1988, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 64 Ný verslun með hrekkjavörur ÞEIR sem hafa gaman af að gera at í vinum og kunningjum með saklausum hrekkjum ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í versluninni Hrekkjusví- nið. Hun opnaði 12. ágúst sl. við Laugaveg 8 í Reykjavík. Reyndar er ekki víst að öllum finnist gaman að finna flugu í kaffibollanum eða fá sprengju með teinu. Jafnvel þó aðeins sé um græskulaust grín að ræða. Hrekkj- usvínið hefur líka fleira á boðstóln- um sem er aðeins til skemmtunar og ætti ekki að koma illa við neinn. Má þar nefna gaffal, útbúinn sér- staklega til að snæða spaghetti, gleraugu af ýmsu tagi og hnífapör fyrir þá sem ætla í megrun. Margrét Gísladóttir, afgreiðslu- stúlka og Petrína Bergvinsdóttir, sem leysir hana af, sögðu að mik- ið hefði verið að gera frá því búð- in opnaði sl. föstudag. Mest sögðu þær að seldist af ýmsu smádóti eins og kláðadufti, íýlusprengjum, tyggjói og sápu sem gefur lit og plastskordýrum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal íslensku skiptinemarnir voru glaðir i bragði á sunnudaginn þegar þeir biðu þess að leggja af stað vest- ur um haf til Bandaríkjanna til dvalar í 1 ár. Þrjátíu skiptinemar til Bandaríkí anna Kpflavík. Keflavfk. „ÉG HAFÐI ákaflega gott af dvöl minni sem skiptinemi í Bandaríkjunum á sínum tíma,“ sagði Vigdís Rafnsdóttir farar- stjóri 29 ungmenna sem voru á leið vestur um haf til Banda- ríkjanna sem skiptinemar á veg- um AFS á íslandi. Skiptinemarn- ir eru á aldrinum 16—18 ára og dvelja á bandariskum heimilum í 1 ár. Vigdís er Akureyringur og for- maður Akureyrardeildar AFS. Hún sagðist hafa átt þess kost að dvelja sem skiptinemi í Bandaríkjunum fýrir nokkrum árum og hefði dvölin verið sér lærdómsrík á margvísleg- an hátt. „Þar lærði ég að meta eig- ið land og hversu gott er að búa á Islandi og einnig losna við for- dórna," sagði Vigdís ennfremur. Hópurinn flaug til New York og ætlaði að dvelja á heimavistarskóla á Long Island í 4 daga til að und- irbúa dvölina vestra. Síðan skilja leiðir og hver fer til sinnar fjöl- skyldu. Vigdís sagðj áð hún ætlaði að heimsækja sína fjölskyldu í leið- inni og búa hjá henni í nokkra daga, en hún byggi í Clifton Park, Albany í New York. _ gg Vigdís Rafnsdóttir formaður Akureyrardeildar AFS á íslandi sem var fararstjóri hópsins. Heimshlaupið ’88: Leitað að fulltrú- um fyrir Island HEIMSHLAUPIÐ ’88 fer fram 11. september næstkomandi um allan heim. Það eru „Sport Aid“ -samtökin sem standa að hlaup- inu, en Rauði kross íslands sér um framkvæmd þess hér á landi. Birna Stefnisdóttir, deildar- stjóri hjá Rauða krossinum, seg- ir að efnt sé til hlaupsins í þágu barna um allan heim. 80% af ágóðanum verði varið til al- þjóðlegs verkefnis Rauða kross- ins, sem kallast „Child aiive“, sem miði að því að hjálpa sjúkum börnum í þróunarlöndunum auk fyrirbyggjandi aðgerða eins og bólusetninga. 20% ágóðans rennur svo til verkefna í hveiju þáttökulandi fyrir sig og mun Rauða kross húsið, sem er neyð- arathvarf fyrir böm og ungl- inga, njóta góðs af hér á landi. Tvö börn frá hveiju þátttökul- andi, stelpa og strákur, munu hlaupa fyrsta spölinn í New York frá aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna og er leitin að fulltrúum íslands að hefjast. Krakkar fæddir 1974 eða 1975 koma til álita við val á fulltrúum íslands og biður Rauði krossinn fólk um að láta sig vita af krökkum á þessum aldri, sem það telur vera verðuga fulltrúa. Póstleggja skal tilnefningar með upplýsingum um nafn, heimili, aldur, síma og ástæð- ur tilnefningar til Rauða krossins við Rauðarárstíg fýrir föstudaginn 26. ágúst eða hringja þær inn í síma 623170. Ekki er skilyrði að krakkamir stundi hlaup eða aðrar íþróttir. „Þetta verður ógleymanlegt ævintýri fyrir þá krakka sem vald- ir verða,“ sagði Birna í samtali við Morgunblaðið. „Búist er við að hlaupið verði í rúmlega 120 löndum og verða fulltrúar þeirra allra við upphaf hlaupsins í New York.“ Það er áætlað að um 30 milljónir manna hlaupi um allan heim og vonast aðstandendur hlaupsins til þess, að um 20 þúsund manns hlaupi hér á landi, en síðast hlupu um 17 þúsund. Frjálsíþróttasamband íslands skipuleggur hlaupið sjálft og lagði Bima áherslu á að það væri fýrir alla, ekki bara íþróttamenn, enda væri ekki um keppnj að ræða. „Það vinna allir í þessu hlaupi og ég hvet alla til að taka þátt í því og leggja góðu máli lið,“. sagði Birna. Sjónvarpað verður beint frá hlaupinu víða um heim og var Reykjavík valin ásamt 19 öðrum borgum, sem sjónvarpað verður beint frá. Leiðrétting- í FÉETT á blaðsíðu 4 síðastliðinn laugardag var farið rangt með nafn Garðars Kjartanssonar sem bjargað var um borð í Enok AK er Villi AK sökk norðvestur af Akranesi síðastliðinn föstudags- morgun. Blaðið biðst velvirðing- ar á mistökunum. Morgunblaðið/Sverrir Þau eru ófá hrekkjusvínin ef marka má myndina, sem tekin var í Hrekkjusvíninu. Morgunblaðið/Bjarni Vestur-íslendingurinn Óli Narfason afhendir Kristni Hallssyni gjöfina. Sjóður til styrktar efnileg- um söngnemum stofnaður VESTUR-ÍSLENSK kona, Anna Karólína Nordal hefur gefið fé til stofnunar sjóðs sem styrkja á efnilega söngnema. í sjóðs- stjórn hafa verið skipaðir þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kristinn Hallsson. Vestur- íslendingurinn Óli Narfason afhenti þeim gjöfina í Bessa- staðakirkju siðastliðinn sunnu- dag. Að sögn Júlíusar Vífils er gjöfin til minningar um foreldra Onnu, Lárus Bjama og Rósu Davíðs- dóttur Nordal sem fluttust vestur um haf rétt fyrir aldamótin. Anna er fædd í Kanada 1902 og lærði söng sem ung kona en varð að ,hætta námi vegna efnaskorts. Með Anna K. Nordal. stofnun styrktarsjóðs vill hún hjálpa efnilegum en félitlum söng- nemum. Anna hefur leikið á orgel við messur en draumur hennar um að verða sópransöngkona rættist aldrei. Anna talar lýtalausa íslensku og hefur sent sjóðsstjóminni ævi- skrá sína. Þar segir meðal annars frá þeim þrengingum og erfiðleik- um sem margir Islendingar, til að mynda foreldrar Önnu, áttu við að etja fyrstu árin eftir komuna til Kanada. Júlíus Vífill sagði að stofnfram- lag Önnu næmi um 570 þúsundum króna og yrði það fé ávaxtað. Ávöxtunarféð yrði síðan notað til styrkveitinga en nánari tilhögun hefði ekki verið ákveðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.