Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 67

Morgunblaðið - 23.08.1988, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 6 Kröfur Alþýðubandalagsins: Vilja bráðabirgðalög á fjármagnsmarkaðinn EFNAHAGSNTEFND Alþýðu- bandalagsins hefur sent við- skiptaráðherra, fyrir hönd ríkis stjórnarinnar, bréf þar sem far- ið er fram á að tafarlaust verði komið á auknu eftirliti með fjár- mögnunarfyrirtækjum. Alþýðu- bandalagsmenn leggja meðal annars tii að fyrir mánaðamót verði sett bráðabirgðalög, þar sem bannað verði að fjármögn- unarfyrirtæki eignist hlut í óskyldum atvinnurekstri. Fyrirlestur um tungu- málakennslu HÉR Á landi er staddur Dave Allan, forstöðumaður Bell School of Languages í Norwich á Eng- landi, í boði Félags enskukenn- ara, endurmenntunar HÍ og KHÍ. Hér heldur hann námskeið fyrir enskukennara og hann mun einn- ig halda almennan fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands við Stakkahlið miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20.30. Fyrirlesturinn mun m.a. fjalla um eðli tungumálakennslu almennt, hlutverk tungumálsins, stöðu mál- fræði í kennslunni og hvernig mála- kunnátta er metin og sýnd verða dæmi til skýringa. Dave Allan hefur að baki langa reynslu í menntun tungumálakenn- ara og hefur starfað víða um lönd. Sl. sumar sótti hópur íslenskra enskukennara námskeið í Bell School í Norwich. „Á grundvelli þeirra upplýsinga sem efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins hefur aflað teljum við ástæður til að ætla að eitt og jafn- vel fleirir af þeim íjármagnsfyrir- tækjum sem nú starfa á „gráa markaðnum" kunni að komast í þrot og fjármunir þess fólks sem fyrirtækið hefur fengið til ávöxt- unar séu þar með ekki örugglega tryggðir," segir orðrétt í bréfi Al- þýðubandalagsins. „Efnahags- nefndin telur því mikið hættuspil fyrir stjómvöld að einhvem tímann á næsta vetri fáist heimildir til að tryggja nauðsynlegt eftiriit með starfsemi fjármagnsfyrirtækj- anna.“ Efnahagsnefndin beinir síðan þeim kröfum til ríkisstjómarinnar að bankaeftirlitið verði þegar látið skoða ýtarlega starfsem allra fjár- magnsfyrirtækja á „gráa mark- aðnum" og þá sérstaklega tengsl þeirra við önnur fyrirtæki og ör- yggi þess fjár sem þau ávaxta. Þá er lagt til að bráðabirgðalög verði sett strax um starfsemi fyrir- tækjanna, en ekki beðið eftir því að Alþingi setji lög á næsta vetri. „Alþýðubandalagið er fyrir sitt leyti reiðubúið að taka þátt í undir- búningi slíkra bráðabirgðalaga til að tryggja að bankaeftirlitið geti þegar á næstu vikum framkvæmt hið nauðsynlega eftirlit. Það er hættulegt að bíða marga mánuð eftir því að bankaeftirlitið fái slíkar rannsóknarheimildir. Auk þess að veita rannsóknarheimildir þurfa bráðabirgðalögin að skylda alla ávöxtunaraðila á gráa mark- aðinum að fara í þá flármálalegu heilbrigðisskoðun sem hér er gerð tillaga um,“ segir í bréfinu. Að auki leggja Alþýðubanda- lagsmenn til að löggjöf um starf- semi allra fjármagnsfyrirtækja verði undirbúin með hraði og strax skipuð samstarfsnefnd allra þing- flokka um málið svo Alþingi geti sett lögin strax' í þingbyrjun. Loks vilja nefndarmenn að sett verði á fót „sérstök ráðgjafarþjónusta við einstaklinga og fyrirtæki sem sér- staklega hafa orðið fyrir barðinu á okurlánastarfsemi." Svars við kröfum þessum óska þeir í vikunni. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Hreinn Guðmundsson listmálari við málverk í sýningarsalnum. Vogar: Málverka- sýning í — þjónustu- miðstöðinni Vogiun. í TILEFNI þess að skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps hafa flutt í nýju þjónustumiðstöðina að Iðndal 2 { Vogum hefur Hreinn Guðmundsson listmálari opnað málverkasýningu á göngum þjón- ustumiðstöðvarinnar. Verður sýningin opin frá 17.—2&r ágúst, að báðum dögum meðtöldum. Sýningin verður opin frá kl. 14.00— 22.00 um heigar, en frá kl. 19.00— 22.00 virka daga. Sýningin er fyrsta einkasýning listmálarans, en hann hefur áður tekið þátt í samsýningum Baðstof- unnar. Á sýningunni eru alls 30 myndir. - EG Ljóðanámskeið haldið fyrir söngvara og undirleikara^ Ljóðanámskeið fyrir söngvara og undirleikara verður á vegum Charles Spencer í Tónlistarskól- anum i Reykjavík dagana 3. til 10. september. Charles Spencer fæddist árið 1957 í Yorkshire í Bretlandi og stundaði nám við Konunglegu tón- listarakademluna í Lundúnum. Auk þess tók hann þátt í meistaranám- skeiðum hjá Chopin-sérfræðingnum Vlado Periemutter og undirleikar- anum Geoffrey Parsons. Framhaldsnám stundaði hann við Tónlistarakademíu Vínarborgar, en þar lauk hann prófí við samhljóma lof kennara og prófdómenda og voru honum af því tilefni veitt verð- laun austurríska lýðveldisins fyrir listræna yfirburði. Hann gerðist síðan sjálfur kennari við aka- demíuna í Vínarborg og sinnti því starfí frá 1979-1986. Hann hefur komið fram í Eng- landi, Austurríki, Sviss, Austur- og Vestur-Þýskalandi, á Kanaríeyjum, Kýpur, í Finnlandi, Svíþjóð og Frakklandi, í Portúgal, á Itálíu, í Japan og hefur nú sem stendur nýlega lokið tónleikaferð um Bandaríkin með söngkonunni Jessye Norman. Auk tónleikahalds hefur hann leikið undir á meistara-söngnám- skeiðum hjá Martinu Arroyo, Senu Jurinac og Elisabetu Schwarzkopf. Hann leikur einnig að staðaldri undir hjá söngvurum á borð við Christu Ludwig, Carolyn Watkin- son, Helgu Muller-Molinari, Peter Schreier, Gundulu Janowitz og John Shirley Quirk. Frá 1984 hefur hann haldið meistaranámskeið fyrir ljóðasöngv- ara og undirleikara á vegum Al- þjóðlegu sumarakademíunnar við Mozarteum í Salzburg: í Japan og í Reykjavík. Charles Spencer hefur nýlega verið gerður prófessor í ljóðatúlkun við „Hochschule fur Musik“ í Frankfurt í Vestur-Þýska- landi. Charles Spencer heldur Ijóða- námskeið fyrir söngvara og und- irleikara i Tónlistarskóia Reykjavíkur í september. Upplýsingar og innritun á nám- skeiðið er í símum 611262 og 688611. (Fréttatilkynning) Svanhvít Egilsdóttir heldur söngnámskeið Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Siglufjörður: Bæjarbúum boðið til veislu að Hóli Siglufirði. íþróttabandalag Siglufjarð- ar hafði umsjón með dagskrá á lokadegi afmælisviku Siglu- fjarðar síðast liðinn laugardag. Veður var mjög gott og margt gert til skemmtunar. Knatt- spyrnufélag Siglufjarðar keppti við Breiðablik í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Heimamenn töpuðu 2:3. íþróttabandalagið bauð Sigl- firðingum og aðkomufólki til grillveislu að Hóli og munu um 2000 manns hafa þegið gott boð og mætt til veislunnar. „VIÐ erum hæstánægðir með hátíðarhöldin," sagði Runólfur Birgisson, formaður íþrótta- bandalags Siglufjarðar. „Veður var eiris og best verður á kosið og allt fór vel fram. Okkur þótti reyndar súrt í broti að tapa leikn- um gegn Breiðabliki, en það þýð- ir ekki að láta slíkt á sig fá. Nýi íþróttavöllurinn að Hóli hefur reynst mjög vel og óhætt að full- yrða að hér verði hægt að halda fjölmenn mót í framtíðinni.“ Að sögn Runólfs voru um 2000 manns á svæðinu þegar mest var. Að lokinni grillveislunni var kveiktur varðeldur og haldið áfram með harmonikkuleik og söng fram eftir kvöldi. Hátíðar- höldunum lauk síðan með og flug- eldasýningu sem íþróttabanda- lagið sá um. -Matthías. Söngnámskeið á vegum Svan- hvítar Egilsdóttur verður í bús- næði Tónlistarskólans í Reykjavík dagana 28. ágúst til 9. september. Þetta er fjórða námskeiðið á veg- um Svanhvítar hér á landi. Svanhvít, sem er Hafnfirðingur að uppruna, byijaði snemma nám í píanóleik, lærði söng hjá Franz Mixa og síðar í Leipzig, Vín og Graz. Eftir stríð hélt hún námi sínu áfram í Mílanó og Salzburg. Um 1960 var hún ráðin prófessor við Tónlistar- háskólann í Vínarborg þar sem hún hefur starfað síðan. Svanhvít hefur haldið Qölmörg námskeið víða um heim, t.d. í Jap- an, Finnlandi, á Taiwan og síðastlið- in tvö sumur í „Mozarteum" í Salz- burg auk námskeiðanna á íslandi. Undirleikari á námskeiðinu er Adrian de Wit. Hann fæddist í Hol- landi 1952, lærði píanóleik, semb- alléik og hljómsveitarstjóm í heima- landi sínu. Hann lauk námi í Tónlist- arháskólanum „Mozarteum" í Salz- burg hjá píanóleikaranum Erica Friser. De Wit hefur spilað á fjölmörgum tónleikum í Evrópu, bæpi sem ein- leikari og undirleikari, einnig í út- varps- og sjónvarpsupptökum, m.a. með söngkonunni Edda Moser. Hann var um nokkurra ára skeið meðlimur ýmissa hollenskra sinfóníuhljóm- Svanhvít Egilsdóttir heldur söngnámskeið í Tónlistarskólan- um i Reykjavík á næstunni. sveita, m.a. Fílharmóníuhljómsveitar Amsterdamborgar. Árið 1984 sneri hann aftur til Salzburgar þar sem hann var ráðinn kennari við „Moz- arteum" sem undirleikari og aðstoð- armaður við óperuhlutverkakennslu. De Wit er meðlimur Austurríska nútímatónlistarfélagsins. Upplýsmgar og innritun á nám- skeiðið er í símum 688611 og 611262. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.