Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 43

Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 43
f MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 30.' ÁGÚST 1988 43 * Isskápur knúinn sólarorku Kaupmannahöfn. Frá Grími Friögeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins. HANNAÐUR hefur verið í Dan- mörku ísskápur knúinn sólar- orku til notkunar á heilsugæslu- stöðvum í löndum þar sem orka er lítt fáanleg. Nú þegar eru fullgerðar fjórar frumgerðir af skápum þessum og tvær af þeim verða sendar til Indlands á næst- unni til reynslu í eitt til tvö ár. ísskápamir eru hannaðir af Tækniháskóla Danmerkur (DTH), þar sem fjöldi Islendinga nemur verkfræði, og fyrirtækinu Vestfrost í Esbjerg. ísskápana á aðallega að nota á heilsugæslustöðvum þar sem kæl- ing á bóluefni er mikið vandamál. Enginn vill spá um það að svo stöddu hversu stór markaður bíður þessa danska ísskáps. En bæði vísindamenn DTH, forsvarsmenn Vestffost-fyrirtækisins og sérfræð- ingar í útflutningsmálum iðnaðar- ins binda miklar vonir við þennan nýja ísskáp. FAXAÐ — Dæmigerð auglýsing sem sýna á hina margvíslegu notkunarmöguleika faxtækja eða fjarljósritara. Samskipti Telefax-tæknin breiðist hratt út ÞAÐ eru engin ný sannindi fyrir íslensk fyrirtæki að fax-vélar eða fjarljósritarar séu þarfaþing. Slík tæki eru þegar í fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum, þó að e.t.v. megi segja að þessi gagnlegi búnaður hafi af einhveijum ástæðum aldrei náð sama flugi í sölu og t.d. einmenningstölvur eða farsímar. En það kann þó enn að eiga eftir að breytast. Nýlega birtist skemmtileg grein um hina margvíslegustu notkunarmöguleika fax-tækjanna í bandaríska fréttatímaritinu Newsweek og fer hún hér á eftir í endursögn: Það er ekki alltaf auðvelt fyrir slökkviliðsmennina í Japan að fínna eldinn sem þeir eiga að siökkva. Mörg hverfí eru eins og völundarhús og margar götur borgarinnar eru nafnlausar. í Hikone, 96 km norður af Os- aka, og í nokkrum öðrum borgum hafa ráðamenn leyst þetta vanda- mál. Neyðarvaktmenn skrá síma- númer brennandi húss inn í tölv- una. Tölvan kallar fram úr minninu kort af hverfínu sem húsið er í. Síðan er þetta kort sent með fax- vél til slökkviliðsmannanna og bílamir fara brunandi út um dym- ar. í London var matsölufyrirtæki Roberts Gabrieles eins og kaffit- ería menntaskólanema í hádeginu (allir að flýta sér) en svo er ekki lengur. Á hveijum morgni sendir Gabriele „fax“ með hádegismat- seðli til nokkurra banka í borg- inni. Þar er valið af matseðli og pantanir sendar til baka með fax- vél. Þetta rafeindaferðalag stendur í þijátíu sekúndur, engin læti — engar pulsur með kartöflumús þegar viðskiptavinurinn hefur pantað roast-beef. Fax-vélin hefur verið á neyt- endamarkaði í tuttugu ár en nýj- asta tækniþróun hefur haft í för með sér stórlækkað verð og hraða framþróun. Árið 1980 kostaði meðal fax-vél 10.000 dollara og sendingartími var sex mínútur en núna er vélin á 2.000 dollara og sendingartíminn þijátíu sekúndur. Fyrir þetta verð er fax-vélin orðin vel viðráðanleg litlum fyrirtækjum,. í Kyushu í Japan, hefur Dazaifu Tenmangu hofíð lengi boðið bænir (sem kosta 1.100 kr. stk.) handa nemendum sem þreyja inntökupróf í erlenda skóla. Frá 1985 hafa nemendumir fengið bænimar sendar með fax-vél. Vegna verðlækkunar á fax- vélum hefur sala stóraukist. Japan- ir, sem framleiða megnið af öllum fax-vélum, áætla á þessu ári að salan verði u.þ.b. þijár milljónir tækja og að veltan muni ná þrem milljörðum dollara. Salan í Banda- ríkjunum tvöfaldaðist á síðastliðnu ári og mun tvöfaldast aftur á þessu ári. Spáð er að árleg sala aukist um tuttugu prósent fram á fyrri hluta tíunda áratugarins. Áætluð sala á Evrópumarkaði þetta ár er um áttahundruð þúsund tæki. „Við vinnum mikla yfírvinnu til að full- nægja eftirspurn," segir Serena Serafini í Tecno-Penta, einn stærsti seljandi skrifstofutækja í Róm. Fax-sendingar em núna ein ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að miðla upplýsingum innan bæjar eða um alla veröld. Það myndi kosta 22 dollara og tæki 20 mínút- ur að senda 70 orða skeyti frá New York til London; með hraðpósti 25 dollara og sólarhring; en með „faxi“ aðeins 3 dollara og innan við mínútu. Til að senda „fax“ þarf enga sérþekkingu og kostnaður er aðal- lega símakostnaður. „Faxið er pappírssími," segir Nancy Colon, markaðsstjóri Fax-Phone Canon í Bandaríkjunum. „Allstaðar þar sem er sími er hægt að senda og taka við fax-skilaboðum.“ En „fax“ hefur fjölbreyttari notkunar- möguleika en sími. Með því er hægt að senda handrituð skilaboð, teikningar, línurit og jafnvel ljós- myndir. Möguleikar „faxins" hafa kynt undir hugmyndaflugi margra. Frá bandaríska flughemum, sem notar „fax“ til að senda kort og veður- upplýsingar til notkunar í hemaði, til kínversk-bandaríska arkítekts- ins I.M. Pei. Þegar Pei hannaði nýja glerpíramídann, sem er skrauthlið Louvre-listasafnsins í París, átti vinnufélagi hans í París, Yam Weymouth, í erfíðleikum með gleijun pýramídans. Weymouth og Tim Eliassen, verkfræðingur í Massachusetts, byijuðu að senda hvor öðrum teikningar af pýramíd- anum í fax-vél. Fax-vélin gerði þeim kleift að vinna hönnunina sín á milli yfír Atlantshafíð og stytti tímann sem þurfti til að leysa vandamálin um marga mánuði. Hönnuðurinn Jonathan Joseph í Tókýó segir: „Ég vissi ekki að ég þyrfti á fax-vél að halda fyrr en ég var búinn að kaupa hana og nú ot hún ómissandi." Utbreiðsla fax-vélarinnar hefur leitt af sér margs konar þjónustu, t.d skrár yfír fax-þjónustu fyrir þá sem vilja hafa afnot af fax-vél og kort í einkatölvur sem gerir tölvunotendum kleift að senda og taka á móti fax-skilaboðum. Marg- ar fax-vélar nýtast líka sem venju- legir símar eða ljósritunarvélar. Einnig eru fáanlegar fax-vélar sem hægt er að tengja við sígarettu- kveikjara í bil. I kringum 1990 mun þó enn fullkomnari vél halda innreið sína á markaðinn. Hún mun geta sent veðurkort eða efnahags- skýrslu í kringum hnöttinn á að- eins tveimur sekúndum. „Þetta eru fyrstu dagar fax-vélarinnar,“ segir Stephen Owen, sem er hönnuður í James Capel and co. í London. „Við erum ekki byijaðir að sjá alla möguleikana.“ Þetta eru uppörv- andi orð fyrir fax-vélaframleiðend- ur og notendur. í heimi hraða og viðskipta munu fréttimar fara hratt. Alþjóöaviðskipti Volvo semur við Japani VORUBILADEILD Volvo hefur gert samning við japanska bílafram- leiðandann Isuzu um samstarf þessara aðila við sölu á Volvo— vörubílum í Japan. Volvo er næststærsti framleiðandi vörubíla í heiminum og verður fyrsti evrópski vörubílaframleiðandinn sem gerir alvarlega tilraun til að komast inn á Japansmarkað. Forsvars- menn fyrirtækjanna tveggja hafa einnig upplýst að þau hafi samið um samstarf á fleiri sviðum en gefa ekki upp hvers eðlis það verður. „Eina leiðin til að komast inn á komist að samkomulagi við jap- japanska markaðinn er að vera í anskt fyrirtæki um sölu á Volvo samstarfi við innlendan framleið- fólksbílum í Japan og vonast for- anda,“ sagði Sten Langenius for- ráðamenn þess til að vera famir stjóri vörubíladeildar Volvo. Að að selja um 6.000 bíla á ári í upp- hans sögn eru Mercedes Benz verk- hafi næsta áratugar. Mjög erfiðlega. smiðjumar í V-Þýskalandi einnig hefur gengið að selja evrópska bíia að reyna að komast að svipuðu í Japan og em það helst v-þýsku samkomulagi við annan japanskan BMW bílaverksmiðjumar sem hafa vörubílaframleiðanda. náð þokkalegum árangri á Japans- Fólksbíladeild Volvo hefur einnig markaði. RÆÐUMENNSKAOG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarf undur verður haldinn fimmtudaginn 1. septmeber kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðiðgeturhjálpaðþérað: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þértekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 O STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM % Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin * Dvöl er heimil á millilendingastööum án aukagjalds. Til dæmis er hægt að koma við í Glasgow á leið til Kaup- mannahafnar og í Osló á leiðinni til baka. FLUGLEIÐIf -fyrírþfg- —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.