Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 70

Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 mr\m f ,/Viábúir>n,tilbúinA.. nú - --! " Þjóðin hagnast á einokun Islenskra aðalverktaka Bankinn afsagði alla víxla- súpuna eins og hún lagði sig... Með morgunkaffínu Hvað gerir það til þó ég segi þeim í saumaklúbbn- um frá þessu með hana frænku þína? Þetta getur verið kjaftasaga ... HÖGNI HREKKVÍSI Til Velvakanda. Verktakasamband íslands hefur komið af stað miklum umræðum um rétt Islenskra aðalverktaka sf. til að sitja einir að framkvæmdum fyrir bandaríska herinn og frétta- menn sjónvarpsstöðvanna hafa tek- ið málið fyrir og reynt að blása það upp eins og þeir mögulega geta. Meira að segja saka þeir óbeint okkar háttvirta utanríkisráðherra um að þiggja mútur í formi veiði- ferðar með stjóm fyrirtækisins. Því miður get ég ekki séð neitt óeðlilegt við það, þótt utanríkisráð- herra hafí verið boðið, þar sem hann og stjórnarformaður Islenskra aðalverktaka eru báðir framsóknar- menn og því sjálfsagt góðir kunn- ingjar. Eg er viss um, að engum hefði þótt þetta boð neitt athuga- vert ef Verktakasambandið hefði ekki verið að opna munninn svona stuttu eftir að margumrædd veiði- ferð var farinn. Og svo er það með einokun ís- lenskra aðalverktaka. Hvers vegna ættum við að leyfa stómm og smáum verktökum að bítast um þetta og þar af leiðandi að láta Bandaríkjamenn kannski borga miklu minna fyrir verkin en þeir gera nú? Líklegt þykir mér að þeir fengju þessar framkvæmdir á alltof lágu verði, því það er augljóst, að margir verktakar myndu semja af sér í ákafanum við að bjóða best, og svo þyrftu skattborgaramir að borga brúsann þegar þessi verk- takafyrirtæki fæm á hausinn. Við megum ekki gleyma því að ríkið sjálft á 25% í íslenskum aðal- verktökum og fær því greiddan arð í samræmi við það. Ég þori að full- yrða, að einkageirinn muni aldrei skila sem svarar þessum arði til ríkisins, hvorki í sköttum né öðmm gjöldum. Það virðist líka alveg gleymast, að hugsa fyrir því hvað yrði um þá um 600 starfsmenn, sem vinna hjá fyrirtækinu ef það yrði lagt niður. Ég held að við ættum að hafa hemil á stolti okkar og þjóðarremb- ingi og láta Bandaríkjamenn borga vel fyrir að hafa afnot af landinu okkar. Við höfum ekki ennþá reynt að reka þá burt og ég hugsa að við getum aldrei gert það, vegna þess að við emm aðeins 250 þúsund manna þjóð og við emm efnahags- lega háð Bandaríkjunum. Þá munar ekkert um að hóta að beita okkur smá efnahagsþvingunum ef við för- um eitthvað að raska ró þeirra, og ég er hrædd um að efnahagskerfí okkar þoli hvorki efnahags- né við- skiptaþvinganir af neinu tagi, nógu valt er það fyrir. Við ættum að reyna að nota okk- ur vem hersins hér á landi betur og láta þá kaupa af okkur allt kjöt sem þeir nota, en þeir flytja það nú sjálfír inn í landið. Við eigum ömgglega nóg af þessum afurðum handa þeim, og ég vorkenni ekki bandaríska ríkinu að niðurgreiða kjötið ofan í hermenn sína og fjöl- skyldur þeirra, ef það er of dýrt á því verði, sem íslendingar þurfa að kaupa það á. Það hlýtur að vera hagkvæmara fyrir Islendinga að selja hemum kjötið, heldur en að niðurgreiða það ofan í danska þegna. María. Ábyrgðarleysi Ólafs Ragnars Til Velvakanda. Mikið íjaðrafok hefur orðið í §öl- miðlum vegna þeirra orða Ólafs Ragnars Grímssonar, að eitt eða jafnvel tvö af fjárfestingarfélögun- um á „gráa markaðnum" svo kall- aða, geti í raun ekki staðið skil á því fé, sem þær hafa ábyrgst. Þetta em stór orð, því fjöldi fólks hefur falið þessum fyrirtækjum að ávaxta sparifé sitt. Því mætti ætla, að stjómmálamaður sem vill láta taka sig alvarlega — og jafnvel í heimspólitíkinni — léti ekki svona fullyrðingamar frá sér fara, nema sýna um leið fram á, að þær stydd- ust við áreiðanlegar heimildir. Þetta hefur Ólafí hins vegar al- veg láðst að gera. Hann vísar bara til þess, að einhveijir ótilgreindir einstaklingar hafí gefíð Efnahags- málanefnd Alþýðubandalagsins þessar upplýsingar. Það hljómar aldeilis traustvekjandi. Eins og þetta mál hefur þróast, þá fínnst mér Ólafi bera skylda til að segja við hvaða fyrirtæki hann á og hvaðan þessar upplýsingar em komnar. Geti hann ekki stutt full- yrðingar sýnar og sýnt fram á sann- leiksgildi þeirra, þá ber honum að taka þessi stóm orð til baka. Sparifjáreigandi. Víkverji skrifar /, pú GA&BAR /ni<5 EKK), HÖGNl ! " 3-ir Víkveiji átti leið um Akureyri fyrir nokkmm dögum. Athygli vakti, að svo virðist, sem bæði vör- ur og þjónusta séu á hagstæðara verði þar en hér í Reykjavík. í KEA mátti t.d. sjá karlmannaskó, sem kostuðu um 4500 krónur en sam- bærilegir skór í skóverzlunum í Reykjavík kosta a.m.k. 6000 krón- ur. Þá veitti Víkveiji því athygli, að herraklipping var mun ódýrari á Akureyri en í Reykjavík. Þess skal að vísu getið, að verð á klippingu mun vera töluvert breytilegt eftir rakarastofum í höfuðborginni. Hár- skeri á Akureyri sagði aðspurður, að sennilega væm Akureyringar alltaf eitthvað á eftir í hækkunum. Nú má vel vera, að ýmis konar kostnaður, svo sem við húsnæði sé lægri á Akureyri en í Reykjavík. En Víkveiji hefur nú nefnt þijú dæmi um áberandi verðmun milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hér í þessum dálki var fyrir nokkm bent á ótrúlegan verðmun á pem í fram- ljós á bíl milli fyrirtækja í Reykjavík og á Akureyri. Hver sem ástæðan er fyrir þessum verðmun ætti hann alla vega að stuðla að því, að fólk haldi við bú- setu úti á landi en flytji ekki til Reykjavíkur, þar sem verð á vöm og þjónustu verður stöðugt hærra. XXX Annars er gott hljóð í norðan- mönnum um þessar mundir. Einn af viðmælendum Víkveija sagði, að sennilega væri atvinnulíf við Eyjafjörð þannig samansett, að þeir fyrir norðan njóti ekki top- panna í góðæri en fari heldur ekki lengst niður í öldudalinn, þegar kreppir að. Alla vega fer ekki á milli mála, að byggðin við Eyjafjörð blómstrar mjög um þessar mundir. XXX egar hið nýja bílasímakerfí kom til sögunnar var þvi hald- ið fram, að ekki væri hægt að hlusta samtöl - kerfíð væri lokað. Langt er síðan í ljós kom, að svo er ekki og raunar furðulegt, að símayfírvöld skulu halda öðm fram. Hins vegar er það svo, að fólk átt- ar sig ekki nægilega vel á þessu og talar því í bílasíma eins og um lokað kerfí væri að ræða. Fyrir nokkmm dögum kom ungur maður á ritstjóm Morgunblaðsins og afhenti segulbandsspólu, en hann hafði tekið upp samtal milli tveggja áhrifamanna í stjómmálum og atvinnulífí um aðsteðjandi vanda í efnahagslífí þjóðarinnar. Dæmi sem þetta ætti að verða til þess, að fólk tali alls ekki um viðkvæm mál í bílasíma - mál, sem ekki er ætlast til að verði útvarpað til al- þjóðar. Það er svo annað mál, að þetta er auðvitað mikill galli á bíla- símakerfinu og fróðlegt að vita, hvort Póstur og sími telur sig hafa möguleika á að bæta úr þessu. XXX * Iþessu sambandi er rétt að minná á, að síminn hefur selt þráðlausa síma, sem sagðir eru lokaðir. Em þeir það?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.