Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 72

Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 Aurskriðurnar á Olafsfirði Þrjár dælur höfðu alls ekkí undan - segja Þorsteinn Þorvaldsson og Svava Jóhannesdóttir ÞAÐ ERU ekki einungis skriðuföll sem hafa valdið tjóni hér á Ólafsfirði þvi vatnselgurinn hefur borist inn í kjallara fjölda húsa. Víða hefur vatnsyfirborð þeirra verið ’/2 metri í gær og í fyrra- dag gat viða að líta fólk sem dældi út úr húsum sínum auk þess sem menn báru vatn út úr húsum í bölum og fötum. Svava Jóhann- nesdóttir og Þorsteinn Þorvaldsson höfðu unnið við að dæla vatni " út úr kjallara húss við Garðaveg þegar Morgunblaðsmenn bar að. Eigendur hússins eru fjarverandi og var Svövu og Þorsteini gert við- vart um flóð á laugardaginn. Yfir- borð vatnsins var orðið það hátt að flæddi inn í húsið, einnig kom vatn upp um klósett í kjallara. „Við vor- um með þijár dælur í gangi, en þær höfðu alls ekki undan. Við höfum haft vaktaskipti við dælurnar í tvo sólarhringa nema þegar við brugð- um okkur frá í klukkutíma á sunnu- dag. Á þeim tíma fylltist allt aftur. Vatnið rennur inn meðfram veggj- unum og eru gólf og veggir mikið skemmdir," sagði Þorsteinn. Svava og Þorsteinn eru bæði búsett í hlíðinni þar sem skriðumar féllu. „Við vorum að dæla vatni þegar skriðurnar féllu, en við viss- um að krakkamir vom að leika sér uppí hlíðinni skömmu áður. Við hlupum strax uppeftir til að gá að þeim en þau vom þá óhult innan- dyra.“ Þau sögðu bæjarbúa vera furðu- rólega og menn hefðu reynt að aðstoða hver annan. Fæstir hefðu farið til vinnu og fáum hefði orðið svefnsamt nóttina eftir skriðuföllin. Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson Aurskriður féllu úr Tindaöxl, fjalli sunnan við Ólafsfjörð, og ofan í byggðina, einkum Túngötu og Heiðarveg. Flugbrautin er lengst til vinstri á myndinni. Morgunblaðið/Þorkell Agnar við bUana sem fóru með fyrri skriðunni. Hann var ásamt konu og bróðurdóttur í þeim hvíta en ' hinn á bróðir hans. Sá var mannlaus þegar skriðan féll. Hann er nú talinn ónýtur. „Þegar um hægist kem- ur óhugurinn yfir okkuru -sagði Agnar Árnason „ÉG VAR niðri í kjaUara þegar kallað var á mig og mér sagt að fara út úr húsinu þar sem skriða væri að faUa niður hlíðina. Það fyrsta sem mér datt í hug var að grípa það barn sem næst mér var og koma okkur burt á bUnum. Eg náði að keyra nokkra metra áður en skriðan skaU á bílnum. Þá átti ég um einn tU tvo metra ófarna til að komast hjá henni,“ sagði Agnar Árnason. Stærsta skriðan bar bíl sem hann var í ásamt konu og bróðurdóttur á garðstólpa þar sem bíllinn stöðvaðist. Skriðan lenti á afturhluta bílsins og sneri honum svo hann rann afturábak niður hlfðina. Mátti engu muna að bíllinn færi tvisvar sinnum á hliðina.“ „Bfllinn seig hægt niður á við en það kom ekki mikið fát á mig. Ég gætti þess að opna enga glugga, því þó að ég sæi örlítið út um fram- rúðuna vissi ég ekki hversu hátt skriðan næði upp á hliðar bflsins. Bróðurdóttur mín sem er sex ára spurði þá skyndilega sallaróleg af hveiju ég notaði ekki talstöðina sem var í bflnum. Ég gerði það og leið strax betur þegar mér var svarað úr bfl sem stóð niður í bæ. Sá sem svaraði spurði mig hvar ég væri og náði fljótlega að koma auga á mig. Hann sagði mér að vera alveg róleg- ur þar sem bfllinn væri ofan á skrið- unni. Ég beið smástund og fór síðan upp um sóllúguna og náði hinum út,“ sagði Agnar. Agnar var staddur hjá foreldrum sínum ásamt Qórum fullorðnum og fimm börnum þegar þau urðu vör við skriðuna. Sagði hann að verst hefði verið að vita ekki hvað hefði orðið um son sinn en hann varð eftir inni þegar skriðan féll. Þá mátti litlu muna að skriðan færi á sendiferðabfl með búslóð Agnars og fjölskyldu. „Við héldum ró okkar þrátt fyrir þetta og hófum strax að flytja dót út úr kjallaranum. í dag höfum við tekið til hendinni með sjálfboðaliðunum. Það þýðir ekkert annað en að hjálpa til þegar svona lagað gerist. En svo þegar um hægist, kemur óhugurinn yfir okkur.“ 1NNLENT Héldum að húsið færi í skriðunni - segja Hanna Maronsdóttir og Nanna Arnadóttir „VIÐ SAUM skriðuna steypast eins öldu niður hliðina og líktist helst öldugangi í stórsjó og virtist falla fremur hægt. Okkur sýnd- ist skriðan vera um 80 metra breið og sex til átta metra há sögðu þær mæðgur Hanna Maronsdóttir og Nanna Árnadóttir, sem voru í öðru tveggja húsa við Hlíðarveg sem skriðan féU á milli.“ Þær voru ásamt fjölskyldu sinni, fimm bömum og þremur fullorðn- um, inni í húsinu á Hlíðarvegi er drunur heyrðust og hávaðinn var ærandi. „Maðurinn minn hélt að húsið mundi fara í skriðunni en hún splundraðist á vegi fyrir ofan það og lenti á milli húsa. Hann sagði okkur að hlaupa norður fyr- ir húsið. Skriðan fór hjá um leið og við komum út á tröppur. Aur- inn sléttist yfír húsið og til hlið- ar,“ sagði Hanna. Þær mæðgur sögðu hina full- orðnu hafa gripið sitt bam hvert en eitt bamabama Hönnu, Stefán Atli Agnarsson 2V2, árs varð eftir inni í húsinu. Hljóp Nanna inn og náði í hann en drengurinn var þá orðin mjög hræddur. „Hann talar enn um moldina fyrir utan,“ sagði Nanna. Fjölskyldan yfirgaf húsið þegar. Mikill aur fór inn á neðstu hæðina en þær mæðgur sögðust ekki gera sér grein fyrir skemmdunum. „Okkur varð ekki svefnsamt í nótt og við titmm svolítið," sagði Hanna. Hún sagðist óttast frekari skriður. Auk þess þyrði hún ekki að hugsa til þess hvað gerðist þegar færi að snjóa. Þær sögðust hafa tekið eftir því fyrr um daginn að óvenju margir vora á ferli. „Það grípur mann svo undarleg tilfínning, maður veit ekki hvað maður gerir. Fólk æðir kannski af stað án ástæðu. Maðurinn minn tók eftir þvi þegar hann kom út að hann hafði haldið á bók allan tímann,“ sagði Hanna. ÓLAFSFJÖRÐUR í einangrun Vegurinn um Ólafsfjarðar- múla lokaðist af skriðuföllum á laugardag og er enn lokaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.