Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 73

Morgunblaðið - 30.08.1988, Side 73
Ci-f 'MÖRGUNBLÁÐIÐ, Þ'RIÐJODAGUR gQ. ÁGÚST 1988 73 Bílarnir flutu sem korktappar -sagði Valdimar Steingrímsson VALDIMAR Steingrímsson vega- eftirlitsmaður var að koma að bænum er hann sá skríðuna falla. „Ég var aðganga frá bráðabirgða göngustíg inní firði þegar ég sá skriðuna falla og bílana fljóta sem korktappa ofan á.“ Valdimar kallaði á konu sína í gegnum talstöð til að athuga hvort allt væri í lagi. Ég fór svo inn í fjörð til að sækja son minn sem keyrði lágheiðina og fór eins nálægt bænum og hægt var. Skriður höfðu fallið á veginn og gekk sonur minn yfir þær. Þannig komust einnig fleiri hingað í gær. Valdimar sagði gífurlegt starf fyr- ir höndum við að opna vegi. Tekist hefði að opna lágheiðarmegin til bráðabirgða. Enn væri fjöldi gatna í bænum óruddar svo og vegir hinum megin í fírðinum að ógleymdum veg- inum í Ólafsíjarðarmúla Er Morgunblaðsmenn bar að aðfaranótt mánudagsins, voru flest húsin umflotin vatni og dælur höfðu ekki undan. Handmokstur dugir skammt gegn leðjunni og stórtækari tæki því kærkomin við moksturinn. Aðkoman skelfileg - segir Halldór Blöndal Hugsaði allan tímann að þetta gæti ekki verið - segir Bryndís Björnsdóttir HALLDÓR BLÖNDAL, alþing- ismaður, kom til Ólafsfjarðar eftir hádegi í gær. „Aðkoman var skelfileg og eignatjónið er mikið. En það var rnikil mildi að enginn skyldi slasast eða deyja af völdum þessara nátt- úruhamfara og fyrir það erum við öll þakklát," sagði Halldór í samtali við Morgunbiaðið. „Gunnþór Sveinbjörnsson, skip- stjóri, skaut mér til Ólafsíjarðar á Sænesinu. Þegar ég kom þangað eftir hádegi í gær hafði stytt upp, en aðkoman var skelfileg. Mikil eignaspjöll hafa orðið, sem í sum- um tilvikum er hægt að bæta, en í öðrum ekki. Þar má nefna lóðir við húsin upp við Hlíðarveg, sem hafa gjörsamlega eyðilagst, og íbúamir hafa lagt mikla elju í kannski svo áratugum skiptir," sagði Halldór. „Strax og óveðrinu hefur slotað verður auðvitað að heija endur- reisnarstarfíð og meta skemmdir. Og þá kemur til kasta Viðlaga- sjóðs og þjóðfélagsins að leggja hönd á plóginn með Ólafsfirðing- um, eins og jafnan þegar mikið tjón verður af völdum náttúruham- fara,“ sagði Halldór Blöndal að lokum. BRYNDÍS Björnsdóttir sem býr í því húsi við Hlíðarveg sem talið er að verst hafi orðið úti í skriðu- föllunum var ein heima með tveggja mánaða gamlan son sinn er fyrri skríðan féll hjá húsinu. Það varð henni til happs að hún kom svo seint út úr húsinu að hún náði ekki lengra en út á tröppur er skriðan skall hjá, tvístraðist og féll sitt hvoru meg- in við húsið. Segist Bryndís hafa hugsað allan tímann að þetta gæti ekki verið að gerast. „Ég var í eldhúsinu sem snýr frá hlíðinni og með útvarpið í gangi, ég heyrði því seint í skriðunni, en heyrði fyrst dynki og áttaði mig þá strax á því hvað var að gerast. Ég hljóp útá tröppur en komst ekki lengra vegna aurs og gijóts. Fjölda fólks bar þegar að til að athuga hvort ekki væri allt í lagi með okk- ur,“ sagði Bryndís. Hún segist hafa haldið ró sinni allan tímann og fljótlega farið aftur inn í húsið enda áttað sig á að þar væri þau óhult. Skömmu síðar yfir- gáfu allir íbúar í hlíðinni heimili sín. Skriðan fór inn í þvottahúsið og bílskúrinn. En Bryndís segist ekki geta gert sér grein fyrir hversu miklar skemmdimar væru. Aðspurð „Ég var stödd á efri hæðinni ásamt dóttur minni þegar við heyrð-. um skyndilega drunur. Okkur varð litið út og sáum þá bílinn og lóðina fara af stað,“ sagði Sigríður. Sig- urður brá sér skömmu seinna út ásamt fleirum þegar skriðan var fallin til að moka aurnum burt. Þeir voru nýkomnir inn frá því verki þegar síðari skriðan féll. „Við stóð- um alveg stjörf við stofugluggann og horfðum á skriðuna steypast niður hlíðina. En svo áttuðum við sagðist hún ekki hafa óttast snúa aftur heim, en sagðist pó líklega verða hrædd ef það tæki að rigna mikið aftur. okkur á því að við urðum að koma okkur frá glugganum," sagði Sigríður. Nokkuð af vatni og mold fór inn í húsið en hún sagði mokstj^ ur sonar síns án efa hafa forðað frekari skemmdum. Texti: Urður Gunnarsdóttir Myndir: Þorkell Þorkelsson Vegurinn um Múlann fór alveg í sundur og stórtækar vélar dugðu þar lítið. Aurskriðurnar eyðilögu nær alveg lóðirnar, sem þær fóru yfir og verður mikið verk og tímafrekt að koma þeim í samt lag. Margra mánaða vinna framundan -segir Sigríður Vilhjálmsdóttir MÆÐGININ Sigríður Vilhjálmsdóttir og Sigurður Kristinsson búa við Hombrekkuveg, en stærstu skriðumar féliu á garð þeirra. Var um hálfs metra þykkt lag af aur í garðinum og fjöldi sjálfboðaUða þar til að aðstoða þau mæðgin. Sigríður sagði það guðslán en taldi margra mánaða vinnu við hreinsun framundan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.