Morgunblaðið - 30.08.1988, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 30.08.1988, Qupperneq 75
-ÓtíáGukéÍLkÓÍÐ,- ÍÍíMitJÍÍAÍéUK ^Ö.-ÁtíÓST-1988................-...................-...................75 Ohapp á Isafjarðarflugvelli: Ovæntur víndsveipur feykti flugvélinni til ísafirði. ÓVÆNTUR vindsveipur olli því að Fokker-flugvél Flugleiða var nærri farin út af flugbrautinni á ísafjarðarflugvelli um níuleytið í gærmorgun. Snarræði og hæfni flugstjóra vélarinnar má líklega þakka að ekki fór verr en að báðir hjólbarðarnir undir hægri væng sprungu. Ágætis veður var á ísafirði þegar vélin kom inn til lendingar, norð- austan vindur og sæmilega bjart. Þegar vélin kom yfir suðurenda flugbrautarinnar til lendingar fékk hún óvæntan vindsveip aftur undir sig. Við það stöðvaðist lækkunin og náði flugstjórinn, Magnús Frið- riksson, ekki að koma vélinni niður á flugbrautina fyrr en hún var kom- in nokkuð langt inn á brautina. Sjálf lendingin tókst þó afarvel eins og sjá mátti á hjólförum vélar- innar. Þar sem hætta var á að vél- in ryrini norður af brautinni varð flugstjórinn að beita öllu hemlaafli vélarinnar en við það sprungu báð- ir hjólbarðamir undir hægri væng. Vélin sveigði lítillega við þetta, fyrst til vinstri en síðan yfir til hægri og stöðvaðist tvö til þrjúhundruð metra frá brautarenda. Farþegar, sem rætt var við, urðu ekki varir við neitt óvenjulegt og kom það jafnvel sumum á óvart að þurfa að yfirgefa vélina þar sem hún stöðvaðist en bílar sóttu far- þegana þangað. Flugvirkjar frá Flugleiðum komu með vél frá flugfélaginu Emir með hjól til skiptanna og hélt vélin til Reykjavíkur fullhlaðin farþegum um eittleytið í gær. - Úlfar • • Olvaðir í óhöppum ÖKUMENN sem grunaðir eru um ölvun komu við sögu í nokkrum umferðaróhöppum um helgina. Bíll valt við Reyki í Mosfellssveit að morgni sunnudagsins. Ekki urðu slys á fólki en ökumaður er grunað- ur um ölvun. Tveir bílar lentu í árekstri við sölutuminn Staldrið í Breiðholti að kvöldi laugardagsins. Annar öku- maðurinn er grunaður um ölvun. Vegna eldsneytisleka úr bílunum varð slökkviliðið að koma á vett- vang með dælubíl. Bíl var ekið út af Suðurlandsvegi við Mánahlíð að kvöldi laugardags- ins. Okumanninn sakaði ekki en hann er grunaður um ölvun. Bíll valt í Skógarhlíð um klukkan hálftólf á sunnudag. Ökumaður slapp við meiðsli en er grunaður um ölvun. Skákþing íslands: Jón og Margeir heyja einvígi um titilinn Hannes Hlífar alþjóðlegur meistari SKÁKÞINGI íslands lauk á laugardag. Jón L. Árnason og Mar- geir Pétursson urðu efstir og jafnir. Þeir þurfa að heyja fjög- urra skáka einvígi um íslandsmeistaratitilinn, en vegna anna þeirra beggja getur ekki af þvi orðið fyrr en seinna í haust. Hannes Hlífar Stefánsson tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil og hafnaði í þnðja sæti. Margeir og Jón unnu báðir átta skákir og gerðu jafntefli í þrem- ur. Hannes Hlífar var með átta vinninga. Hann tapaði fyrir Karli Þorsteins og Margeiri, náði jafn- tefli gegn Jóni og Þresti Þórhalis- syni en lagði sjö mótherja að velli. Hann er sextán ára að aldri og yngstur alþjóðlegra meistara á íslandi. Aðrir sem bera þennan titil hérlendis eru Sævar Bjama- son, Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson. Jón L. er á förum til Sovétríkj- anna á skákmót um miðja vikuna og Margeir undirbýr sig nú fyrir alþjóðlegt skákmót Stöðvar tvö sem haldið verður í haust. Það mun því líða nokkur tími þar tii einvígi þeirra fer fram og úr því fæst skorið hvort Margeir heldur titlinum. Hann féll Margeiri í skaut á Gmndarfírði árið 1986 og í annað sinn á Akureyri í fyrra. Karl Þorsteins varð í fjórða sæti með 7*/2 vinning, Þröstur Þórhallsson í fímmta með 6 vinn- inga, Ágúst S. Karlsson og Ró- bert Harðarsson í 6-7 sæti með 5V2 vinning, Jóhannes Ágústsson í áttunda með ijóra vinninga, Davíð Ólafsson í níunda með 3V2 vinning, Ásgeir Þ. Ámason og Benedikt Jónasson i 10-11 með 2V2 vinning og Þráinn Vigfússon í tólfta sæti með tvo vinninga. Skákmenn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 V s 1 Jón L. Árnason 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1 1 1 1 1 91 2 1-2 2 Jóhannes Ágústsson 0 1 0 0 0 1 0 0 1/2 1/2 1 4 8 3 Þröstur Þórhallsson % 0 1/2 1/2 0 1/2 1 1/2 1 1/2 1 6 5 4 Hannes H. Stefánss. y2 1 1/2 0 0 1 1 1 1 1 1 8 3 5 Margeir Pétursson y2 1 1/2 1 1/2 1 1 1 1 1 1 9/2 1-2 6 Karl Þorsteins 0 1 1 1 % 1 1/2 0 1 1 1/p 7/2 4 7 Ásgeir Þ. Árnason 0 0 % 0 0 0 1 0 1 0 0 2/2 10-11 8 Benedikt Jónasson 0 1 0 0 0 y2 0 lo 0 1 0 2/2 10-11 9 Ágúst S. Karlsson 0 1 1/2 0 0 1 1 li 1 0 0 9/2 6-7 10 Þráinn Vigfússon 0 1/2 0 0 0 0 0 1 0 I1/? 0 2 12 11 Davíö Ólafsson 0 1/2 1/2 0 0 0 1 0 1 1/2 0 3/2 9 12 Róbert Haröarsson 0 0 0 0 0 1/2 1 1 1 1 ll \&2 6-7 Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Flugstjórinn, Magnús Friðriksson, náði að stöðva Fokker-vélina tvö til þijúhundruð metrum frá brautarenda og má þakka snarræði hans að ekki fór verr. Farþegar urðu þó ekki varir við neitt og kom þeim á óvart þegar þeir þurftu að yf irgefa vélina þegar hún staðnæmdist. Ritaraskólinn Innritun stendur nú yfir í allar námsbrautir Ritaraskólans. Námsgreinar á 1. ári ■ Enska 1 eða bókfærsla 1 ■ íslenska ■ Reikningur 1 ■ Tölvunotkun I ■ Vélritun ■ Tollskýrslugerð ■ Lög og formálar ■ Skjalavarsla ■ Símsvörun ■ Starfsráðgjöf ■ Verðbréfamarkaður Hægt er að velja um þrjá mismunandi dagtíma. Ritaraskólinn samanstendur af tveimur sjálfstæðum námsárum. í lok fyrsta námsárs útskrifast nemendur með Ritaraskólapróf. Ef nemendur standast kröfur skólans í lok fyrsta námsárs og staðist öll próf, geta þeir hafið nám á framhaldsbrautunum. Framhaldsnámið skiptist í tvær sjálfstæðar námsbrautir, sölu- og fjármálabraut, sem hvor um sig er eitt skólaár. Námsgreinar á sölubraut ■ Enska 2 ■ Reikningur 2 ■ Tölfræði ■ Tölvunotkunn III ■ Markaðsfræði ■ Sölutækni ■ Stjórnun ■ Verslunarréttur Námsgreinar á Qármálabraut ■ Bókfærsla 2 ■ Reikningur 2 ■ Tölfræði ■ Tölvunotkunn II ■ Tölvubókhald ■ Rekstrarhagfræði ■ Reikningshald ■ Stjórnun ■ Verslunarréttur Mímir Ananaustum 15 Sími: 10004 & 21655
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.