Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 76

Morgunblaðið - 30.08.1988, Page 76
 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Ríkisendurskoðun: Afsláttur af skattskuldum er ólöglegur Ríkisendurskoðun hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf þar sem fram kemur það álit stofnun- arinnar að afsláttur, sem ráðu- neytið hyggst veita á greiðslu skattskulda, stangist á við lög. Ríkisendurskoðun fékk send til umsóknar drög að reglugerð um uppgjör á gömlum skattskuldum launafólks, en þar er gert ráð fyrir að veittur verði allt að 30% afsláttur ef skuldin er greidd fyrir næstu áramót. Morgunblaðið fékk það staðfest hjá Ríkisendurskoðun, að bréf þessa efnis hefði verið sent fjármálaráðu- neytinu í gær. Ekki tókst að ná i tali af fjármálaráðherra en Snorri Olsen deildarstjóri í fjármálaráðu- neytinu hafði ekki séð bréf Ríkis- endurskoðunar, þegar Morgunblað- ið leitaði til hans. Snorri sagði að reglugerðardrög- in hefðu verið kynnt innheimtu- mönnum ríkissjóðs, sveitarfélögum sem hefðu sameiginlega innheimtu með ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ríkisendurskoðun og Ríkisbókhaldi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var rætt. um það í fjár- málaráðuneytinu að setja bráða- birgðalög sem heimiluðu samninga um afslátt af skattskuldum, um leið og bráðabirgðalög um efna- hagsaðgerðir voru sett sl. föstudag. Snorri Olsen sagði að ríkissjóður hefði undanfarin ár samið við ýmsa um uppgjör skattskulda, ef talið var að með slíku væri verið að tryggja kröfuna og þar með hagsmuni ríkis- sjóðs. x*~irr% • 'Jj* ~ %' Aurskriðumar féllu fyrst á efstu húsnum í bænum, en mddu sér svo leið á milli þeirra niður í gegn um bæinn, sem fyrst á eftir var nær allur á kafi í aur Og vatni. Morgunblaðið/Þorkell Ólafsfjörður: Tugmilljóna tjón vegna skríðufalla og vatnsflóða Ólafsfirði. Frá Urði Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins ENN er hættuástand á Ólafsfirði sem lýst var yfir á sunnudag þeg- ar tvær stórar skriður féllu á kaupstaðinn. Fór önnur þeirra á tvö hús og í tvo húsagarða. Hreif hún auk þess með sér tvo bíla og Frá undirskrift kaupsamningsins I Höfða. Morgunblaðið/RAX Samningnr um sölu Granda undirritaður DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, og fulltrúar fjögurra fyrir- tækja undirrituðu í gær samn- ing um sölu á hlut borgarsjóðs Reykjavíkur i Granda hf. Kaup- verð hlutabréfanna er 500 milljónir króna og greiðast fyrstu 50 milljónimar við fram- sal bréfanna þann 5. október næstkomandi. Aðrar 50 milljónir greiðast 15. febrúar 1989 og þær 400 milljón- ir sem eftir eru á 8 árum, verð- tryggðar, rneð 3,5% vöxtum. Nafnverð hlutabréfanna er 241 milljón króna, sem er rúmlega 78% af hlutafé Granda hf. Af hálfu kaupenda rituðu undir kaupsamninginn þeir Ámi Vil- hjálmsson fyrir hönd Hvals hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, Bragi Hannesson fyrir hönd Hampiðjunnar hf. og Benedikt Sveinsson fyrir hönd Sjóvátrygg- ingarfélags íslands. Borgarstjóri undirritaði samninginn með fyrir- vara um samþykki borgarráðs. var þrennt í öðmm en hinn mann- laus. Auk þess féllu óte^jandi minni skriður beggja vegna fjarð- arins í miklu vatnsveðri sem geng- ið hefur yfir frá því aðfaranótt laugardags. Vegir að bænum grófust í sundur og flugvöllurinn lokaðist vegna vatnselgsins en nú hefur tekist að opna Ólafsfjarðar- veg eystri. Ljóst er að tugmilljóna tjón hefur orðið, að sögn Bjaraa Grímssonar bæjarstjóra. Aðfaranótt laugardags fór að rigna fyrir alvöru á Ólafsfirði. Flæddi þá þegar inn í nokkur hús. Rigndi allan laugardaginn og jókst vatns- veðrið mikið aðfaranótt sunnudags. Lækir í hlíðum uxu mikið og báru með sér gtjót og aur. Einnig safnað- ist gífurlega mikið vatn í hlíðinni fyrir ofan bæinn og var laust grjót undir. Lýsti Bjami Grímsson hlíðinni eins og blautum svampi á lausu gijóti sem skriði af stað þegar farg- ið væri orðið nógu mikið. Fyrsta aurskriðan sem vitað er um féll klukkan 11.30 á sunnudags- morgun. Hún náði ekki niður að húsunum. Síðdegis féll fjöldi smá- skriða, en klukkan 15.30 féll stærsta skriðan á tvö hús við Hlíðarveg. í leiðinni hreif hún með sér tvo bíla. Var þrennt í öðrum og sluppu allir ómeiddir. Hinn bílinn var mannlaus og er hann talinn ónýtur. „Það er hreint ótrúlegt að enginn skildi slas- ast í skriðunum, því til dæmis voru ungaböm úti í vögnum örfáum mínútum áður en skriðan féll,“ sagði Bjami. Skriðan var um 80 metrar á breidd og um sex metra há. Hún féll niður alla hlfðina og endaði i Fjörunni, aðalgötu bæjarins. Flæddi tjömin yfir bakka sína og fóru götur í elsta hluta bæjarins á flot. Almannavamamefnd hófst þegar handa við að rýma þau fimmtíu hús sem standa efst í brekkunni fyrir ofan aðalgötuna. Er talið að um 200 íbúar hafi þurft að leita sér gistingar hjá ættingjum og vinum, auk þess sem um 20 manns dvöldu í grunn- skólanum. Seinni skriðan, sem náði niður að húsunum, féll klukkan 18.45 við hlið þeirrar fyrri. Samtals mynda þær um 150 metra breitt sár í hlíðinni. „Það gekk ótrúlega vel að rýma húsin. Menn voru á vakt allt í kringum svæðið, sem var girt af. Oll óþörf umferð var bönnuð og fólk sýndi mikin skilning að rýma þyrfti húsin," sagði Sigurður Bjömsson formaður almannavarnamefndar. Þá féll gijótskriða úr Gvendarskál í, Ólafsfjarðarmúla á pallbíll sem þrennt var í. Er bíllinn mikið skemmdur. Einnig fór skriða yfir athafnasvæði Kraftverks hf. og er 60 tonna ýta nú á kafi í aur. Skriður féllu í hvetju gili hinumeg- in í firðinum. Komst aur í vatnsból annarar tveggja hitaveitna í fírðin- um, en vatni er nú veitt úr Bursta- brekkudal til bæjarins þannig að vatn skortir ekki. Skriður féllu einn- ig á flugvöllinn, hesthús, golfvöll og tún á bæjum innar í sveitinni svo fátt eitt sé nefnt. Á sunnudagskvöld stytti upp að mestu. Var þegar hafist handa við að dæla vatni og aur út úr húsum og af götum. Þeirri vinnu var haldið áfram í gær og voru velflestar götur orðnar færar. „Aldrei áður hefur neitt gerst í líkingu við þessi ósköp. Engan grunaði að þetta gæti gerst. Fólki var mjög brugðið, sem lýsti sér í því að óvenju margir voru á ferli og mátti minnstu muna að bílaum- ferð tefði fyrir aðgerðum almanna- varna," sagði Sigurður Bjömsson. Engar skiður féllu í gærdag, en vakt var haldið áfram hjá almanna- vömum. í gær var vegurinn að bæn- um af Lágheiði opnaður að nýju, en um helgina var aðeins fært sjóleiðina í Ólafsfjörð. íbúar húsanna sem rýmd voru á sunnudag fengu að vitja heimila sinna í gær en ekki var talið óhætt að þeir hefðu þar nætursetu. Sjá nánar á bls. 72 og 73

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.