Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 4

Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBÉR 1988 Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Verndar: Eining' um afgreiðslu mála Fimm menn gengu af fimdi áður en fiindarstörf hófiist Framhaidsaðalfundur félagasamtakanna Verndar var haldinn á fimmtudagskvöld og sóttu hann 118 manns. Jóna Gróa Sigurðardótt- ir var endurkjörin formaður samtakanna á aðalstjórnarfundi, sem haldinn var eftir aðalfundinn. Að sögn Jónu Gróu ríkti eining um afgreiðslu mála á fundinum, en áður en aðalfundarstörf hófust gengu þeir af fundi, Guðmundur J. Guðmundsson, Ásgeir Hannes Eiríksson og fimm eða sex menn að auki. „Guðmundur J. Guðmundsson kvaddi sér hljóðs áður en gengið var til dagskrár og lýsti yfir sárind- um sínum og Guðmundar Áma Stefánssonar yfir því að þeir töldu sig ekki hafa fengið tækifæri til að sætta hinar svokölluðu tvær stjómir Vemdar," sagði Jóna Gróa í samtali við Morgunblaðið. „Þessi sárindi virðast byggð á einhveijum misskilningi þar sem fógetaréttur hafði órskurðað á þá leið að upp- reisnarstjómin væri markleysa og þeim, sem hugðust hrifsa til sín félagið, tókst það ekki.“ Jóna Gróa sagði að Guðmundur hefði að lokinni ræðu sinni sagt sig úr aðalstjóm Vemdar, gengið úr sal og honum hefðu fylgt Asgeir VEÐUR Hannes Eiríksson og fimm eða sex menn aðrir, þar af þrír skjólstæð- ingar Verndar, sem gerst hefðu brotlegir við húsreglur á heimili samtakanna fyrir skömmu. „Aðalfundarstörfin gengu síðan vel og það var eining um alla af- greiðslu mála,“ sagði Jóna Gróa. Hún sagði að á fundinum hefði verið lesið upp bréf frá Hönnu Jo- hannessen, þar sem hún óskaði þess að gefa ekki kost á sér til~ endurkjörs í framkvæmdastjóm samtakanna, vegna þess að sonur hennar, Haraldur Johannessen hdl., hefði verið skipaður forstjóri hinnar nýju fangelsismálastofnunar ríkis- ins, sem tæki til starfa um næstu áramót. „Fundarmenn risu úr sæt- um og hylltu Hönnu lengi og inni- lega,“ sagði Jóna Gróa. Jóna Gróa sagðist hafa flutt skýrslu stjómar _um liðið starfsár á aðalfúndinum. „Égtel þessa skýrslu lýsa öflugu starfi," sagði hún. „Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og æ fleiri leita til Vemdar. Álagið á starfsfólki okkar hefur því verið mikið og miðað við þá þjónustu sem veitt er, held ég að óhætt sé að fullyrða að við séum undirmönnuð, ef svo má að orði komast. Það var ljóst að meginerfiðleik- amir á þessu starfsári yrðu við að brúa rekstrarkostnaðinn og standa skil á greiðslum vegna heimilis sam- takanna að Laugateig 19. Stand- setning lóðarinnar, vextir og af- borganir vega þar þyngst og róður- inn er þungur. Það er þó ánægju- legt að geta þess að sambúðin við nágrannana er eins góð og hún getur verið og húsið og lóðin falla vel inn í götumyndina. I maí héldum við vígsluhátíð í tilefni þess að heim- I/EÐURHORFUR I DAG, 10. DESEMBER 1988 YFIRLIT { GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á vestur-, suðaustur-, suður- og suðvesturdjúpi. Um 150 km norður af Horni er 986 mb laegð sem þokast norðnorðaustur, en um 600 km austur af Nýfundnalandi er 993ja mb vax- andi lægð, sem hreyfast mun fyrst norður og siðan norðaustur. Verður hún á sunnanverðu Grænlandshafi um miðjan dag á morgun. Kólna mun í veðri i kvöld og nótt, en tekur aftur að hlýna þegar líður á morguninn. SPÁ: (fyrramálið verður norðan- eða norðvestanátt á landinu með óljum á annesjum norðanlands en þykknar fljótlega upp með austan eða suðaustan- átt um sunnan- og vestanvert landiö og fer að hlýna í bili. Snjókoma eða slydda suðvestanlands undir hádegi, og síðdegis færist úrkomusvæðið lengra inn á landið með vaxandi austanátt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Norðvestanátt, líklega allhvöss um suðvestan- og vestanvert landið, norðan- og vestanlands verða él, en bjart verður um aust- HOR^Ur'a m'aNUDAG: Suðvestan-átt, víða stinningskaldi um suð-vestan og vestanvert landið, en heidur hægari annarsstaðar. Sunnan og vestan- lands verður súid eða rigning, en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 2—4 stig. TAKN: Heidskírt Léttskýjað Gk Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -jq< Hitastig: 10 gráður á Celsíus \7 Skúrir V Él = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur P? Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 5 skúr Ravkiavík S haolél Bergen 4 úrkoma Helsinki 4-1 snjóél Kaupmannah. 4 skýjað Narssarssuaq +13 lóttskýjað Nuuk +9 skýjað Osió 3 léttskýjað Stokkhólmur léttskýjað B ftkýpA Algarve 16 Heiðskírt Amsterdam 9 skýjað Barcelona 11 léttskýjað Beriin 5 skýjað Chicago +7 snjóél Feneyjar 2 skýjað Frankfurt 6 þokumóða Glasgow 11 rlgning Hamborg 6 skýjað Las Palmas 22 rykmistur London 12 skýjað Los Angeles 16 heiðskfrt Lúxemborg 7 skýjað Madríd 8 léttskýjað Malaga 14 heiðskirt Mallorca 14 skýjað Montreal +10 skýjað New York 0 alskýjað Orlando 16 þokumóða París 9 súld Róm 10 skýjað San Diego 19 heiðskírt Vfn 4 rigning Washington 3 snjókoma Winnipeg +22 heiðskírt ilið var fullbúið og það var mikil gleðistund fyrir okkur,“ sagði Jóna Gróa. Hún sagði að á síðasta ári hefðu 40 manns komið til dvalar á heimil- inu, sá elsti 58 ára en sá yngsti 21 árs. Af- þessum 40 hefðu 15 verið á heimilinu áður. Jóna Gróa sagði að samtökin hefðu unnið mikið starf í fangelsum á starfsárinu. Félagsmálafulltrúi Vemdar heimsækti þau reglulega og veitti föngum aðstoð og ráðgjöf. Þá aðstoðaði Vernd fanga við að semja um skuldir, leita leiðréttingar á sköttum og útvegaði þeim vinnu. „AA-menn hafa skipulagt AA- fundi tvisvar í viku á árinu og það er óhætt að fullyrða að það starf hefur skilað árangri," sagði Jóna Gróa. „Þetta starf hefur verið skipulagt í samvinnu við félags- málafulltrúa Vemdar. Þá er mikið og gott samstarf milli fangelsanna, skilorðseftirlits ríkisins og Vemdar, enda væri Vemd ómögulegt að vinna sitt starf nema svo væri.“ Jóna Gróa nefndi einnig Vemdar- blaðið, sem væri aðaltekjulind sam- takanna og birti fræðandi greinar um málefni þau, sem samtökin ynnu að, og árlegan jólafagnað, sem haldinn væri á aðfangadag. Þar kæmi fólk, sem ekki ætti í önnur hús að venda, fengi jólamat oggjaf- ir og hlýddi á helgistund. Stjóm Vemdar skipa nú um 40 manns, auk Jónu Gróu. Fram- kvæmdastjórn skipa Hrafn Pálsson, Siguijón Kristjánsson, Stella Magn- úsdóttir og Ottó Öm Pétursson. Varamenn eru Sigríður Heiðberg, Hróbjartur Lúthersson, Jón Dalbú Hróbjartsson, Þórhallur Runólfsson og Áslaug Cassata. Jóna Gróa Sigurðardóttir, form- aður Veradar. Aðalstjóm skipa Áreiíus Níels- son, Ámi Johnsen, Axel Kvaran, Birgir Isleifur Gunnarsson, Björn Einarsson, Bragi Sigurðsson, Bryn- leifur Steingrímsson, Edda Gísla- dóttir, Elísabet Hauksdóttir, Friðrik Sophusson, Guðmundur Ámi Stef- ánsson, Halldór Einarsson, Her- mann Gunnarsson, Ingibjörg Bjömsdóttir, Jón Bjarman, Jón Guðbergsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Kristján Guðmundsson, Már Egilsson, Margrét Sigurðardóttir, Ólafur Hauksson, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Sigríður Valdimars- dóttir, Sigurður Guðmundsson, Sjöfn Sigurbjömsdóttir, Sveinn Skúlason, Unnur Jónasdóttir, Þor- steinn Guðlaugsson og Þorsteinn Sveinsson. Varamenn í aðalstjóm em Ásgrímur Þ. Lúðvíksson, Frank Cassata, Sigríður Hannesdóttir, Guðrún Beck og Helga Guðmunds- dóttir. Viðskiptaþvinganir geta skaðað sameigin- lega öryggishagsmuni Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JÓN Baldvin Hannibalsson átti í gærmorgnn viðræður við Leo Tin- demanns, utanríkisráðherra Belgíu, í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel. Á fundinum ræddu ráðherramir samskipti íslands og Evrópubandalagsins og áherslur í væntanlegum samning- um EB og íslendinga. Jón Baldvin kvaðst hafa gert Tindemanns grein fyrir vaxandi mikilvægi viðskipta íslendinga við EB, sérstaklega eftir inngöngu Spánar og Portúgals í bandalagið. Þeir hefðu rætt fríverslunarsam- komulagið frá 1972 en á þeim tíma hefði svokallaður GATT-kvóti á saltfiski nægt vegna innflutnings frá Islandi. Við inngöngu Spánar og Portúgals hefði þetta gjörbreyst og útfluttur saltfiskur frá íslandi lenti í vaxandi mæli í hærri tollum. Af margvíslegum ástæðum væm þau atriði í fískveiðistefnu EB sem varða aðgang að fískimiðum fyrir aðgang að mörkuðum óaðgengileg fyrir íslendinga. Þar kæmu til bæði efnahagslegar forsendur og ástand fískistofna við ísland. Jón Baldvin sagðist hafa bent Tindemanns á, þar sem þeir vom báðir á fundi hjá Atlantshafsbandalaginu, að skiln- ingur meginlandsbúa í Evrópu á gildi og mikilvægi íslands í þessu vamarsamstarfí hefði ákveðin tengsl við viðskiptamálefni. Sam- kvæmt 8. gr. Atlantshafssáttmál- ans væri það eitt af hlutverkum Atlantshafsbandalagsins að ryðja úr vegi ágreiningsefnum á efna- hags- og viðskiptasviði sem yrðu til þess að hindra pólitíska sam- stöðu. Við væmm hér að ræða um mál sem væri svo stórt miðað við íslenska þjóðarhagsmuni að ef ís- lendingar yrðu útilokaðir frá eðli- legum viðskiptatengslum og jafn- réttisstöðu á mörkuðum í Evrópu þá hlyti það að hafa alvarlegar pólitískar afleiðingar og þá hugsan- lega einnig hvað varðar hlut Islend- inga að varnarsamstarfí þjóðanna. Jón Baldvin sagði að Tindemanns hefði tekið vel í erindi hans og hann hefði rifjað það upp að á sínum tíma hefðu Belgar samið við íslendinga án erfiðleika. Hann hafi heitið því að koma þessu áleiðis til belgíska sjávarútvegsráðherrans. Jón Bald- vin kvaðst telja að þessar viðræður hefðu verið mjög gagnlegar og til stæði að taka fljótlega upp viðræð- ur við frönsk og spænsk stjómvöld. Jón Baldvin hélt frá Bmssel í gær áleiðis til Parísar þar sem hann mun sitja kvöldverðarboð Mitterrands Frakklandsforseta. Jón Baldvin til Póllands JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra og frú fara í opinbera heimsókn til Póllands dagana 12. til .14. desember nk. í boði Tadeuz Olechowski, ut- annkisráðherar Póllands. Á meðan heimsókninni stendur mun utanríkisráðherra eiga fund með Mieczyslaw F. Rakowski for- sætisráðherra og Dominik Jastrzebski utanríkisviðskiptaráð- herra. í fréttatilkynninnngu frá ut- anríkisráðuneytinu segir að hann muni einnig, meðal annarra, hitta forseta pólska þingsins og Jemz- elski hershöfðingja. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.