Morgunblaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988
9
WmWlm
JLiyUUAvl
•r
F00598581
Vi'
ii.VKV«F«r lOSUW HWJ
M 'iáai*
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar, sími 686988
VEXTIR Á VERÐBRÉFAMARKAÐI
Tegund
skuldabrófa
Vextir umfram
verötryggingu %
Vextir*
alls %
[Einingabréf
Einingabréfl 12,3% 16,3%
Einingabréf2 8,9% 12,8%
Einingabréf 3 19,4% 23,7%
Lífeyrisbréf 12,3% 16,3%
Skammtímabréf 8,5% 12,4%
| Spariskírteini ríkissjóðs
lægst 7,0% 10,8%
haest 7,3% 11,2%
|Skuldabréf banka og sparisjóða
laegst 8,5% 12,4%
hæst 9,2% 13,1%
[Skuldabréf fjármögnunarfyrirtækja
lægst 10,6% 14,6%
hæst 11,5% 15,5%
[Verðtryggð veðskuldabréf
lægst 12,0% 16,0%
hæst 15,0% 19,1%
[ Fjárvarsla Kaupþings
mismunandi eftir sam-
setningu verðbréfaeignar
'Heildarvextir allra skuldabréfa eru sýndir
miðað við hækkun lánskjaravísitölu
undanfarna 3 mánuði.
Flest skuldabréf er hægt að endurselja með
litlum fyrirvara. Einingabréf og Skammtímabréf
eru að jafnaði innleyst samdægurs. Einingabréf
má innleysa hjá Kaupþingi, Kaupþingi
Norðurlands og nokkrum sparisjóðum.
Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og flest
önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé I
Fjárvörslu Kaupþings er oftast hægt að losa
innan viku.
Seljum allar gerðir verðbréfa.
Veitum alhliða ráðgjöf varðandi
kaup og sölu verðbréfa.
Ástir samlyndra ráðherra!
Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra lætur Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra fá til tevatnsins í síðasta helgar-
blaði Þjóðviljans. Samgönguráðherra segir að „hann [þ.e. utanríkis-
ráðherra] hljóti að hafa eitthvað þarflegra að gera en að röfla um
þennan herflugvöll sem aldrei verði byggður"! Staksteinar glugga
í hnútukast samgönguráðherrans í dag.
Varafhigvöll-
ur fyrir milli-
landaflug
Jón Baldvin Hanni-
balsson utanrikisráð-
herra svaraði fyrir
skemmstu fyrirspum frá
Geir Haarde alþingis-
manni varðandi nýjan
millilandaflugvöll. í svari
ráðherra kom fram að
bygging varaflugvallar
fyrir millilandaflug hér á
landi, sem kostaður yrði
af mannvirkjasjóði Atl-
antsha&bandalagsins,
væri til athugunar í ráðu-
neyti hans. Um er að
ræða mannvirki sem
kostar 10-15 milljarða
króna.
Pressan, eins konar
Alþýðublað í sunnudags-
fotum, segir m.a. um
þetta mál:
„Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráð-
herra hefur að undan-
fomu lagt mikla áherzlu
á að varaflugvöllur á
Húsavík yrði að öllu leyti
mannaður af islenzkum
aðilum, undir íslenzkri
flugumsjón og stjóm og
verði ekki hemaðar-
mannvirki. Eina skilyrðið
af hálfu Nató sé að völl-
urinn yrði til taks ef til
styrjaldar kemur. f
skýrslu nefiidarinnar
kemur þó greinilega
fram að gert er ráð fyrir
umferð herflugvéla um
völlinn...“
Ferfram
forkönnun
málsins?
Utanrikisráðherra
segir í viðtali við Press-
una:
„Spumingin sem við
þurfum að svara nú er
einfaldlega þessi: Viljum
við fyrir okkar leyti
heimila að fram fari svo-
kölluð forkönnun á mál-
inu. Það er nú þegar
ákveðið að slík könnum
fari fram á Grænlandi.
Hún er óskuldbind-
andi...
Það liggur ljóst fyrir
að hér er ekki um neina
hemaðarframkvæmd að
ræða. Hér er um að ræða
mannvirki sem er i einu
og öllu á ábyrgð og und-
ir stjóm íslenzkra aðila
við venjulegar kringum-
stseður.
Aróðurinn gegn mál-
inu hefur fyrst og fremst
verið sá að hér sé á ferð-
inni einhver dulbúin her-
stöð. Það er alrangt. Hér
er um að ræða mannvirki
sem er nauðsynlegt, hver
svo sem kostar það og
framkvæmir, fyrir
íslenzkt millilandaflug.
Það er aðkallandi og
brýnt af öryggisástæð-
um____
Þetta mál [varavöllur
með kostnaðarþátttöku
Nató] verður úr sögunni
næsta haust ef íslenzk
stjómvöld sinna þvi ekki,
hvort sem það fer í hend-
ur Dana [Grænland] eða
axmarra".
Annað hljóð
úr horni
Helgarblað Þjóðviljans
ræðir siðan málið við
annan ráðherra,
Steingrím J. Sigfússon,
Alþýðubandalagi. Þar
segir:
„En utanrikisráðherra
lætur hafa eftir sér f
Pressunni í gær að undir-
búningur að varaflug-
velli fyrir Nató sé í full-
um gangi í utanrikis-
ráðuneytinu. Steingrim-
ur segir að þetta hljóti
að vera sjálfboðavinna
hjá utanríkisráðherra, og
sér þyki leitt að maður-
inn skuli verða að eyða
tíma sínurn i þetta; hann
hljóti að hafii eitthvað
þarflegra að gera en að
röfla um þennan herflug-
völl, sem aldrei verði
byggður."
Samgönguráðherrann
segir í Þjóðviljanum:
„Ég hlýt náttúrulega
að benda á að samgöngu-
mál heyra undir sam-
gönguráðuneytið, og það
er ekki verkefiii annarra
en mín að leggja á ráðin
og móta stefiiu um sam-
göngumál, auðvitað i
samvinnu við rikisstjóm-
ina.“
Steingrimur segir enn-
fremur i Þjóðviljaviðtali
sinu það „ljóst að engin
samstaða sé um herflug-
vöU í Flugráði" og að
yfirlýsingar utanrikis-
ráðherra gefi „tilefni til
að taka málið upp í rikis-
sfjóm...“
Eitt rekur sig
áannars horn
Það er ekki einvörð-
ungu í efiiahags- og ríkis-
Qármálum sem stjómar-
flokkamir stefita hvor í
sína áttina. Þannig Iiafa
talsmann Alþýðubanda-
Iags og reyndar einnig
Framsóknarflokks gagn-
rýnt utanrikisráðheira
fyrir það, hvem veg ís-
land greiðir atkvæði á
allsheijarþingi Samein-
uðu þjóðanna. Stóryrði
samgönguráðherrans um
utanriltisráðherra og
verk hans í tengsium við
hugsanlega forkönnun á
varaflugvelli fyrir milli-
landaflug, sem hér að
framan var vitnað til,
tala og sinu máli um ást-
ir samlyndra ráðherra i
ríkisstjórn Steingrims
Hermannssonar, „vinsæl-
asta stjómmálamanns
þjóðarinnar".
MONTRES ■ PARIS
ÚR OC SKARTCRIPIR
Jcn cgCskap
Arináhöld — neistagrindur — viðarkörfur.
Nýkomid í miklu úrvali.
GEÍSÍP
LAUCAVICI 70 - S 249J0