Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 22

Morgunblaðið - 10.12.1988, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Islendingnrinn sem fann jarðlagasprungur undir Los Angeles: „ Vitum ekjá hyenær von er á stórskjálfta“ „VIÐ höfum það litlar upplýs- ingar um sprungurnar undir Los Angeles að það er ekki hægt að segja til um hvenær stór skjálfti kann að verða. Borgarbúar eru vanir skjálft- um og hafa tekið fréttinni um fund þeirra með ró,“ sagði Egill Hauksson, prófessor i jarðeðlisfræði við Háskóla Suð- ur-Kaliforníu (USC) I samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær hefur Egill uppgötvað tvö jarð- lagamisgengi undir Los Ange- les og telur hann að borgarbú- um kunni að stafa meiri hætta af jarðskjálfta á þeim en San Andreas-sprungunni. Uppgötv- un hans hefur vakið athygli og sagði m.a. stórblaðið New York Times frá henni í forsíðuviðtali við Egil. „Því nær sem menn eru upptök- um skjálfta því meiri verður hrist- ingurinn. Þess vegna kann borg- arbúum að stafa meiri hætta af þessum sprungum því þær eru beint undir fjölmennum íbúða- og háhýsahverfum. Sán Andreas- sprungan er hins vegar í 40 kíló- metra fjarlægð þar sem hún er næst borginni. Skjálftar geta þó orðið öflugri á San Andreas-sprungunni, eða um 8 stig á richter-kvarða, miðað við 6,5-7 stig á Los Angeles- sprungunum. A San Andreas- sprungunni eru jarðplötuskil, þar mætast Kyrrahafsplatan og Norð- ur-Ameríkuplatan. Hún er mun lengri og hreyfíst um 3,5 senti- metra á ári miðað við að hreyfing- in nemur 2-5 millimetrum á aust- ur-vestur sprungunni undir Los Angeles. Mér hefur tekizt að sanna að á þessum sprungum hafi verið samfelld hreyfing, örsmáir slq'álftar, undanfarin 10 ár. Áreið- anlegar mælingar með skjálfta- mælum ná ekki lengra aftur í tímann en sprungumar eru líklega fjögurra milljóna ára gamlar. Því verður að fylgjast með þeim í nokkur ár áður en hægt verður að segja til um með einhverri vissu hvenær stór skjálfti verður næst á þeim. Við vitum ekki hvenær síðast varð stórskjálfti á þeim, hvort það var fyrir rúmum 200 árum eða 2000, eða hvenær von er á þeim næsta. Saga byggðar hér bc ekki nema 200 ára. Það er því erfítt um vik að meta hver hættan er,“ sagði Egill. - Hefur uppgötvun þín ekki skotið borgarbúum skelk í bringu? „Hún hefur vakið nokkra at- hygli fjölmiðla og áttu t.a.m. 5-6 sjónvarpsstöðvar við mig viðtal á þriðjudag og sýndu frá fyrirlestr- inum. Viðbrögð flölmiðlanna hafa ekki einkennzt af æsingi, þvert á móti. Hér fylgjast fréttamenn náið með og eru vel að sér. Þeir hugsa um að koma upplýsingun- um til skila en reyna að róa fólk- ið um leið. íbúar Los Angeles skilja þá hættu sem kann að vera jarð- Egill Hauksson skjálfta samfara, aðeins rúmt ár er frá því öflugur skjálfti olli hér talsverðu tjóni. Mikið er gert af því að undirbúa borgarbúa fyrir skjálfta og mikill áróður er rekinn fyrir réttum viðbrögðum fyrir og í skjálfta, bæði á heimilum og vinnustað. Menn eru m.a. hvattir til að styrkja gamlar byggingar og til þess að eiga alltaf góðar vatns- og matarbirgðir til þess að geta lifað af hjálparlaust í nokkra daga eftir stórskjálfta. Það hefur verið rannsakað og leitt í ljós, að því meiri sem skilningur manna á skjálftahættunni er, eðli skjálfta og hugsanlegum afleiðingum, því skynsamlegar bregðast þeir við. Ég lít því svo á að ég sé einungis að auka fróðleik manna með því að koma þessum uppgötvunum mínum á sprungunum undir borg- inni á framfæri. Mig langar að nota tækifærið og biðja Morgunblaðið að koma á framfæri kveðju til vina minna og kunningja heima á íslandi. Einnig vil ég hvetja ráðamenn til þess að veita dijúgu fjármagni ti! rannsókna á Suðurlandsskjálftan- um, sem vinir mínir Sveinbjöm Bjömsson, Páll Einarsson og Ragnar Kjartansson hafa barizt fyrir að fá. Meiri vitneskja um hugsanlegan Suðurlandsskjálfta eykur líkumar á að menn lifi hann af,“ sagði Egill Hauksson að lok- um. Egill er fæddur í Reykjavík árið 1949, sonur Ásu Ársæls- dóttur og Hauks Herbertssonar, sem rak Herbertsprent og verzl- unina Stellu í Bankastræti, sem Ása og dóttir hennar reka nú. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969, hélt þá til Noregs og tók próf í hagnýtri eðlisfræði frá há- skólanum í Þrándheimi 1974. Kom þá heim og vann hjá Raunvísindastofnun háskólans í tvö ár, en hélt til framhaldsnáms í New York haustið 1976. Egill lauk doktorsprófi í jarðskjálfta- fræðum frá Columbia-háskólan- um þar í borg 1981. Hann vann við jarðskjálftarannsóknir í Al- aska á vegum skólans til hausts- ins 1983 en þá fluttist hann til Los Angeles og tók við núverandi stöðu við Háskóla Suður-Kali- forníu (USC). l2 Big Faults Found Deep Under Los Angelesi By SANDRA BLAKESLEE Sporial to The Ncw York Timcs LOS ANGELES, Dec. 5 — In a find- kg that may unsettle the nerves of mil- Iions of Southern Californians, geolo- fgists have discovered two major faults Ldeep below some of the most densely [eveloped parts of the Los Angeles netropolitan area. The area affected includes the down- ftown se£tion, the WjJj^ire Boulevard fanta Los Angeles area may lie deep under- ground and have yet to be discovered, presumably doubles the risk that a devastating earthquake will eventually occur in the metropolitan area, said Don Anderson, director of the seis- mology laboratory at the California In- situte of Technology. But scientists do not know enough about these faults to calculate the actual risk. State disaster officials, who have of thejajfliBíindings ' Unlike the region’s previously knownl faults, which produce visible featur^ on the earth’s surface, the new fauj are “in the basement” and have | such features at ground level, said Egill Hauksson, a research assistaril professor of geophysics at the Univer-j sity of Southern California. Dr. Hauksson is scheduled to give report Tuesday describing the faull which are 6 to 10 miles beneath tn| streetsjf Los Angeles, at a session o|j eophysicajJÉÚPn’s j Forsíðufrétt og viðtal stórblaðsins New York Times við Egil Haukson um uppgötvun hans á jarð- lagamisgengjum undir Los Angeles. Hörður Karlsson opnar sýningu á Kjarvalsstöðum HÖRÐUR Karlsson listmálari, sem um langt árabil hefur verið búsettur í Washington, opnar málverkasýningu á Kjarvalsstöð- um, laugardaginn 10. desember nk. kl. 17.00. Hún nefnist Fjórar árstíðir, II. Hörður er Reykvíkingur, sem fór ungur vestur til Bandaríkjanna og Mexíkó til listanáms. Hann var í fjölda ára forstöðumaður mynd- smíðadeildar Alþjóðagjaldeyris- JNNLENT sjóðsins í Washington. Málverk og myndverk Harðar hafa verið sýnd víða um lönd; þtjár sýningar í Bandaríkjunum, ein á Spáni og er þetta þriðja einkasýning hans í Reykjavík. Hörður hefur hlotið margar við- urkenningar fyrir myndverk sín og má þar m.a. nefna fyrir Frímerki Sameinuðu þjóðanna til heiðurs Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1961, Frímerki Pósts- og símamálastofn- unar Evrópu (CEPT) 1962 og 50 ára afmæli Flugpóstþjónustu Ban- aríkjanna 1968. Málverkasýningin Fjórar Árstí- ðir, II er opin daglega frá kl. 14.00—22.00 fram til 24. desember nk. Hörður Karlsson í vinnustofu sinni. Þýskur skóla- sérfræðing1- ur á íslandi DR. Wolfgang Edelstein dvaldist í vikutíma hér á landi nú nýlega í boði Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, til við- ræðna um ýmis stefhuatriði varð- andi íslenska skólastefhu. Edelstein er forstöðumaður Max Planek-rannsóknastofnunarinnar í þroskavísindum og skólarannsókn- um í Vestur-Berlín. Hann var vísindalegur ráðgjafi menntamála- ráðuneytisins á árunum 1966-’83 og hafði einkum skólaþróun og end- urnýjun námsefnis á sinni könnu. Á næsta ári lýkur viðamikilli rannsókn Edelsteins á þroskaferli íslenskra skólabama, sem staðið hefur í tíu ár. ÞRJÁR FALLEGAR SÖGUBÆKUR FYRIR BÖRNIN BRÁDUM KOMA BLESSUÐ JÓUN Einstaklega falleg og vönduð bók með sögum um jólaundirbúning, tilhlökkun, jólahald og fleira sem tengist jólunum. í bókinni eru ennfremur fjölmargar jólavísur, leikir og skemmtanir. Bók sem iðar af sannkallaðri jólagleði. Stefán Júlíusson þýddi, valdi og endursagði efnið. TVÆR HEIÐU-BÆKUR Bækurnar um Heiðu eru líklega með þekktustu barnasögum, sem komið hafa út. Bækurnar tvær sem hér um ræðir heita HEIÐA FER AÐ HEIMAN og HEIÐA HEIMSÆKIR AFA og eru þær endursagðar á góðu máli með skýru letri. Fallegar, litprentaðar bækur í þýðingu Óskars Ingimarssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.