Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 -"TTT:r~T7t r J / ;-S r m 11'"IT- ^ I • v \—I II / l h I v r rvi'V I Reagan á sínum síðasta blaðamannafundi: Bar lof á Gorbatsjov en varaði við gyllivonum RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hélt í fyrradag sinn síðasta blaðamannafund í Hvíta húsinu og lét þá vinsamleg orð falla um Sovétríkin, þetta ríki, sem hann kallaði einu sinni „hið illa heimsveldi". Reagan, sem lætur af embætti Sovétríkin: Dearbom. Reuter. FORD-bílaverksmiðjurnar hafa átt í viðræðum við stjórnvöld í Sovétríkjunum um framleiðslu bandarískra bíla þar í landi. Kom þetta fram hjá talsmanni fyrir- tækisins á mánudag. Talsmaðurinn sagði, að fyrirtækið hefði komist að samkomulagi við Sovétstjómina um viðræðumar og yrði ekki sagt nánar frá þeim að svo stöddu. Heyrst hefur þó, að Sovét- menn vilji greiða fyrir framleiðslu Ford-bíla í borginni Gorkíj gegn því, að fyrirtækið endumýi verksmiðjum- ar, sem þar em og voru reistar á þriðja áratug aldarinnar. eftir 42 daga, kvaðst trúa því, að Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi væri að reyna að breyta Sovétríkj- unum í manneskjulegra samfélag en sagði, að Bandaríkjamenn yrðu að vera vel á verði jafnframt því að auka samskiptin við Sovétmenn. „Við verðum að vera ákveðnir Bílaiðnaðarblaðið Automotive News skýrði frá því fyrir skömmu, að líklega myndi Ford framleiða 100.000 bifreiðar af Scorpio-gerð í bílaverksmiðjunum í Gorkíj. Yrðu 50.000 þeirra fyrir herinn, 25.000 fyrir hið opinbera og almennan markað og 25.000 leigubifreiðar. Scorpio-gerðin á hugsanlega að leysa af hólmi Volgu-bílana, sem nú em smíðaðir í Gorkíj, en Volguna má kalla flaggskip sovésku bflafram- leiðslunnar. Ford er eitt af sjö banda- rískum fyrirtækjum, sem hafa sam- einast um að leita hófanna um sam- starf við Sovétmenn. og gera okkur engar gyllivonir, við verðum að vera hreinskilnir við sjálfa okkur og aðra í þeim ágrein- ingsmálum, sem mikilvægust em. Umfram allt verðum við að vera hemaðarlega sterkir," sagði Reag- an. Eftir fimmta og síðasta fundinn með Gorbatsjov í New York á mið- vikudag sagði Reagan, að „merki- leg þróun“ hefði átt sér stað í sam- skiptum stórveldanna á síðustu þremur árum. Á blaðamannafund- inum var Reagan spurður hvort hann treysti Gorbatsjov og hann svaraði því til, að hann hefði ekki ástæðu til annars. Hann sagði, að þeir Gorbatsjov hefðu áhuga á að hittast einhvern tíma síðar og bar lof á ræðu hans á allsherjarþinginu þar sem hann kynnti vemlegan nið- urskurð á sovéska heraflanum. Lagði hann þó áherslu á, að yfir- burðir Sovétmanna og Varsjár- bandalagsins í hefðbundnum her- afla væm miklir eftir sem áður en sagði, að ákvörðun Sovétmanna væri skref í rétta átt. Reagan var mjög yfirvegaður á þessum síðasta blaðamannafundi sínum í embætti og yfir öllu hans fasi var einhver saknaðarfull ró- semi. Hann sagði, að erfiðustu tímarnir á forsetaferlinum hefðu verið þegar hann gaf hernum fyrir- skipanir, sem mikil hætta fylgdi, en það ánægjulegasta væri hins vegar endurreisn bandarísks efna- hagslífs. Leysa Ford-bílar Volguna af hólmi? Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, umkringdur jólatijám á blaða- mannafundi sínum i Hvíta húsinu í gær. Frakki í geimgöngu Moskvu. Reuter. FRANSKI geimfarinn Jean-Loup Chretien, sem dvalist hefur í tvær vikur um borð í sovézku geimstöðinni MIR, fór í gær í geimgöngu. Er hann fyrsti vest- ur-evrópski geimfarinn, sem fer í gönguferð af þessu tagi. í geimgöngunni stóð til að Chretien og sovézki geimfarinn Alexander Volkov kæmu fyrir tækjabúnaði til þess að bæta fjar- skiptasamband við geimstöðina. Chretien var skotið á loft í Sojuz-fari frá Baikanor-geimferða- miðstöðinni í Sovétríkjunum fyrir hálfum mánuði, ásamt Volkov og Sergej Kríkaljov. Fyrirhugað er að hann snúi til baka 21. desember ásamt Vladimír Títov og Músa Manarov, sem dvalizt hafa samfellt í geimnum í eitt ár, eða lengur en nokkrir aðrir. Gert er ráð fyrir að Volkov og Kríkaljov verði um borð í MÍR þar til í apríl á næsta ári. Með þeim þar verður læknirinn Valerí Poljakov, sem verið hefur um borð í geimstöðinni frá í ágúst í sumar. f----U------] BókaMð LmáLS &MENNINGAR J LAUGAVEG118, SÍMI 24240 Sendum einnig árituð eintök í póstkröfu. í dag, laugardaginn 10. des., kl. 16-18 árita SigurbjömEinarsson og Sigurður A. Magnússon bókina SIGURBJÖRN BISKUP (æviogstarf í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. í bókinni lýsir Sigurður A. Magnússon á lifandi hátt æviskeiði séra Sigurbjöms og bregður um leið birtu á ýmsa málsmetandi samferðamenn hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.