Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 44

Morgunblaðið - 10.12.1988, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 - - ■- - - - - ^ t ■ ''_i_r : í : ... .1 r ;ia- 44 Nýja fískihöfiiin: Leggjast fyrstu skip að um hátíðarnar? ALLT bendir til þess að fyrstu skipin leggist að nýju fiskihöfn- inni milli athafnasvæða Slippstöðvarinnar og Utgerðarfélags Akur- eyringa nú um hátíðarnar, að sögn Guðmundar Sigurbjörnssonar, hafnarstjóra. „Aðstaðan þarna verður bara til bráðabirgða, en ég vona að við verðum búnir að dýpka höfnina nægiiega mikið til að geta hleypt skipum þar inn nú um jólin. Við eigum von á svo mörgum skipum að það er nauðsynlegt að nota fiskihöfnina. Aðstaða verður reyndar ekki eins góð og menn eiga að venjast. Það verður ekki rafmagn á staðnum og lýsing tak- mörkuð." Guðmundur sagði að von væri á mun fleiri skipum í höfn á Akur- eyri nú en undanfarin jól. „Flest heimaskipin verða í höfn, öll nema eitt held ég, og einnig er töluvert búið að biðja um pláss fyrir að- komuskip," sagði hafnarstjóri. Svartfiigl hf.: > Óskað eftir gjald- þrotaskiptum í gær STJÓRN Svartfugls hf., sem rak veitingastaðinn Fiðlarann í Alþýðuhúsinu á Akureyri, ósk- aði í gær eftir því að fyrirtækið Allt til jólanna Mikið úrval af inni- og útiserí- um, kertum, servíettum o.fl. Verðið kemur á óvart. SÍR HF. Furuvölium 1, Reynishúsinu, 600 Akureyri. S. 96-27788. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Arnar Sigfússonar hjá bæjarfógetaembættinu verður beiðnin fljótt tekin til úrskurðar og fljótlega eftir helgi liggur fyrir hvort orðið verður við beiðni stjómar fyrirtækisins. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður í nokkrar vikur. Hússtjóm Alþðuhússins átti á dögunum í viðræðum við forráðamenn Baut- ans hf., um að fyrirtækið tæki rekstur veitingahússins í Alþýðu- húsinu á leigu, en ekkert varð af samningum. Það sem strandaði á var að Bautamenn gátu ekki sætt sig við að ekki var boðin lengri leiga en sex vikur — sem var til áramóta. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hermann Árnason, umdæmisstjóri Lions á svæði 109B afhendir Helgu Rakel Kristjánsdóttur skjöldinn í tilefni af því að hún hlaut 1. verðlaun á íslandi í samkeppninni. Helga Rakel með verðlaunamynd sína. Alþjóðleg samkeppni Lions um gerð friðarveggspjalda: Helga Rakel Kristjáns- dóttir fiilltrúi Islands 8 Þú svalar lestrarþörf dagsins á síðum Moggans! HELGA Rakel Kristjánsdóttir, nemandi í 5. bekk Barnaskóla Akureyrar, varð hlutskörpust grunnskólanema hér á landi í myndlistarsamkeppni sem al- þjóðahreyfing Lionsklúbba efndi til um gerð friðarveggspjalda. Hún verður því fiilltrúi Islands í áframhaldandi keppni á alþjóða vettvangi. „Við Lionsfélagar vonum að þessi samkeppni hafi hvatt nemendur til að íhuga innihald friðar, og hvatt þá til umhugsunar um hvemig hver einstaklingur getur haft áhrif á al- heimsfrið eða hvaða þýðingu friður nýjar bæknr fast nú í á aðeins kr. 995 bækur jó»a Skafið af hrirtgnum SJá vjnningar á bakhlið GbjIfft, eldri bækur í jólapakkningu á aðeins kr. 495,- í heiminum hefur fyrir þá sjálfa. Við vonum að sköpunargleðin hafi hjálpað til í þessu skyni,“ sagði Hermann Árnason, umdæmisstjóri Lions á svæði 109B, er hann af- henti Helgu Rakel í fyrrakvöld ágrafínn skjöld því til staðfestingar að hún hefði hlotið 1. verðlaun á Islandi. Samkeppni þessi var ætluð öllum nemendum 5., 6. og 7. bekkja landsins. Einn sigurvegari var val- inn úr hveijum skóla, þijár myndir vom síðan valdar úr hvoru Lions- umdæmi — en þau em tvö hér á landi — og loks var ein af þeim valin úr. í umdæmakeppninni vom úrslit þau að í umdæmi 109A, sem nær frá Hvalfjarðarbotni suður og austur um til Vopnafjarðar, fengu eftirtalin börn verðlaun: Arnar Snær Davíðsson, Kópavogsskóla, hlaut 3. verðlaun, Vigdís Jóhanns- dóttir, Millubakkaskóla, Keflavík, fékk 2. verðlaun og 1. verðlaun hlaut Ólöf Eiríksdóttir, Hjallaskóla, Kópavogi. í umdæmi 109B fengu eftirtalin böm verðlaun: Þórkatla Ragnarsdóttir, Gmnnskóla Eyrar- sveitar, Snæfellsnesi, 3. verðlaun, Kristín Guðmundsdóttir, Dalvíkur- skóla, 2. verðlaun og fyrmefnd Helga Rakel 1. verðlaun. Lokastig keppninnar verður þannig að sérstök dómnefnd á veg- um alþjóðastjómar Lions mun velja sigurmyndina. Sigurvegarinn fær í verðlaun ágrafinn skjöld, jáfngildi 500 Bandaríkjadala, ferð fyrir sig og tvo úr fjölskyldu sinni til New York, en verðlaunaafhending fer fram 13. mars nk., á degi Lions hjá Sameinuðu þjóðunum. Eigendur hinna 23 úrlausnanna sem komust í úrslit hljóta sérstakt viðurkenning- arskjal, auk jafngildis 100 Banda- ríkjadala í verðlaun. Fjölnýtikatlar til kyndingar með raf- magni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýting og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig. C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timbur og olíu með innbyggðu álagsstýrikerfi, sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. Dæmi: C.T.C TOTAL Viður.. Olía.... kW 5.75 ..15 .. 15 UOSGJAFINN HF. GBÁNUFÉLAGSGÖTU 49 SÍMI23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.