Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Um húsnæðismál MR eftir ÓlafOddsson Áð undanfömu hafa orðið nokkr- ar umræður um húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík. Þar hefur fram komið, að starfsaðstaða í skólanum er óviðunandi. Ánægju- legt er að sjá, að ýmsir mætir menn hafa lagt skólanum lið, og ber að meta það. Sérstaklega er ánægju- legt, að ýmsir nemendur skólans hafa lagt á sig mikið starf í þessu sambandi. I greinum Ástu Kristjönu Sveins- dóttur og Heimis Þorleifssonar í Morgunblaðinu í dag, 2. desember, koma fram tillögur um lausn vand- ans með byggingu bak við skólann, og tek ég heils hugar undir tillögur þeirra. Það er ekkert launungamál, að þrengsli og sá lélegi aðbúnaður, sem er sums staðar í skólanum, gera starf kennara og nemenda miklu erfiðara viðfangs og áhrifa- minna en vera þyrfti. Það kostar mikið fé að reka stóran skóla. En það er ekki skynsamlegt að minni hyggju að hafa starfsaðstöðu þann- ig, að það dragi beinlínis úr afköst- um. — Sá sem þetta ritar hefur oft áður vakið athygli á lélegum að- búnaði skóla, t.d. í útvarpi, viðtali við fréttatímarit (september ’88) og víðar. I grein í Morgunblaðinu 13. febrúar '85 hélt ég því fram, að aðbúnaður á sumum vinnustöð- um kennara væri dapurlegur og vart kennurum og þaðan af síður nemendum bjóðandi. Þar hafði ég auðvitað m.a. MR í huga. Allir vita, að miklir erfiðleikar steðja nú að voru samfélagi. Þing- menn vorir og aðrir ráðamenn verða auðvitað mjög að huga að þeim. Eg vona, að sá sem öllu ræður, veiti þeim visku, styrk og sam- heldni til að taka á þeim málum. En ég vona, að þeir gleymi ekki skólunum og þar með ekki gamla skólanum í Lækjargötu. Fyrir mörgum árum vann ég í bókasafni Alþingis við útgáfu þing- tíðinda og fleira. Það var all vanda- Ú EJk yiKMnm 1111 Ljixkm samt verk, og öll formsatriði urðu að vera með traustum hætti. Þá kynntist ég þar ýmsum þingmönn- um og störfum þeirra. Komst ég þá að því, að sú yfirborðsmynd, sem ýmsir fjölmiðlar gáfu af störfum þingmanna, var harla villandi. Það var einkum fjallað um deilur og ýfingar í þingsölum, en lítið sinnt um þá umfangsmiklu vinnu, sem unnin var í kyrrþey að undirbúningi og könnun mála. — Ég hygg að svipað eigi við nú og þá, og vil því vinsamlega beina því til þeirra, sem velviljaðir kunna að vera, að þeir kynni sér þær skýrslur, sem opin- berir eftirlitsaðilar (Vinnueftirlit o.fl.) hafa samið um húsnæði skól- ans. Þeir gætu einnig komið sjálfir (eða fulltrúar þeirra) og séð að- búnað með eigin augum. Það sem ég fer fram á, er að þeir háttvirtu menn leggi sjálfir mat á þá fullyrð- ingu að núverandi starfsaðstaða sé hvorki nemendum né kennurum bjóðandi. j Þar sem fram hafa komið hugi myndir um að gera MR að einka- skóla eða sjálfseignarstofnun, skal það tekið fram, að ég er því andvíg- ur, og sama sinnis munu flestir kennarar skólans. Ég er þeirrar skoðunar, að sjúkrahús og skólar fyrir börn og unglinga eigi einkum að vera í opinberri eigu, þótt þar megi út af bregða af ýmsum ástæð- um. En skólarnir eiga að fá sæmi- legt viðhald, og þrengsli mega ekki vera til vandræða. Að lokum skal Ólafúr Oddsson „Það sem ég fer fram á, er að þeir háttvirtu menn leg-gi sjálfir mat á þá fullyrðingu að nú- verandi starfsaðstaða sé hvorki nemendum né kennurum bjóðandi.“ ítrekuð sú ósk, að velviljaðir ráða- menn kynni sér aðbúnað í skólum, m.a. í MR, og grípi síðan til þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar kunna að reynast. Höfundur er íslenskutræðingur og kennari í MR. Húnavatnssýsiur: Lítið um umferðaróhöpp Blönduósi. í nóvember urðu þrjú um- ferðaróhöpp í Húnavatnssýslum en á sama tíma í fyrra voru umferðaróhöpp nær helmimgi fleiri samkvæmt upplýsingum frá Jóni ísberg sýslumanni Hún- vetninga. Að sögn Jóns ísberg hafa orðið 93 umferðaróhöpp það sem af er árinu. Jón ísberg vildi þakka þessa fækkun óhappa í umferðinni að- gæslu ökumanna og eins að skil- yrði til aksturs í nóvembermánuði hafa verið góð. Þau óhöpp sem urðu í umferðinni í nóvember tengjast í tveimur tilfellum ákeyrslu á búfén- að og ein útafkeyrsla varð vegna hálku. Jón Sig SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS ST PETUR ' ZOPHOltASSON VHONGS IÆK|ARÆIT FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og félll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginú áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsips með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sák- laus, hefur Verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VÍKINGSLÆKJARÆTTIV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k: og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjamasona og Kristínar Bjama- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til vom í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ÞÓRÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í íslendinga sögu] í Arons sögu Hjörjeifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. dísli Sigurðsson myndskreytti bókina. SKUGGSJA ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn Ijóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.