Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 79

Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 79
MORGUNBLAÐJÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 79 ENGLAND Bruce Grobbelar hefur vakið at- hygli fyrir skemmtilega framkomu á velli. Grobbelaar frá Uverpool Bruce Grobbelaar, markvörður- inn litríki hjá Liverpool, hefur farið fram á að vera seldur frá fé- laginu. Hann veiktist í haust og •■■I þratt fyrir að hann FráBob sé búinn að ná sér Hennessy að fullu hefur hann 'Englandi orðið að láta sér lynda að leika með varaliðinu. Grobbelaar er 31 árs og hefur staðið sig vel í marki Liverpool, þrátt fyrir að hafa stundum gert hræðileg mistök. Hann er mjög vin- sæll á Anfield og þykir mjög litrík- ur á velli. Mike Hooper hefur staðið í marki Liverpoll í vetur og átt mjög góða leiki. „Liverpool er besta félag í heimi °g ég hafði vonast til að ljúka ferli mínum þar,“ sagði Grobbelaar í gær. „Mike Hooper hefiir ekki brugðist en það hef ég ekki heldur gert. Þetta er mál sem aðeins varð- ar mig og félagið," sagði Grobbela- ar. KNATTSPYRNA Bjöm Olgeirsson til Hugins? Miklar líkur eru á því að Bjöm Olgeirsson, leikmaður með Völsung á Húsavík, gerist þjálfari og leikmaður með 3. deildarliði Hugins á Seyðisfirði. Viðræður standa. nú á milli Bjöms og forráða- manna Hugins. KNATTSPYRNA / ENGLAND Rýmt til fyrir Guðna? Vamarmaðurinn Mitchell seldurafturtil Luton ígær TERRY Venables, fram- kvæmdastjórí Tottenham, virðist vera að rýma til f liði sínu fyrir Guðna Bergsson. Hann hefur ákveðið að selja varnarmanninn Mitchell Thomas aftur til Luton fyrir 325.000 pund. Thomas kom frá Luton fyrír tveimur árum fyrir 220.000 pund og hefur staðið sig nokkuð vel með liði Tottenham. Þrátt fyr- ir það hefur Vena- Frá Bob bles ákveðið að Hennessy selja hann aftur og ' Fnglandi hagnast um leið verulega. • Ray Harford, framkvæmda- stjóri Luton, sagði í gær að samn- ingur liðanna væri svo gott sem frá genginn og að Thomas væri tilbúinn að leika með Luton að nýju. Bresku blöðin hafa sagt að Venables sé líklega að rýma til í iiði sínu fyrir „ísmanninn," en það er nafnið sem Guðni hefur fengið I bresku pressunni. Mitcheil Thomas er á leið til Luton að nýju. Líklegt er að Guðni taki stöðu hans í liði Tottenham. SUND / EVROPUBIKARKEPPNIN Ragnheiður tvíbætti íslandsmetið í Edinborg - í 200 m bringusundi og hafnaði í 7. sæti RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi, tvíbætti eigið íslandsmet í 200 metra bringusundi á Evrópu- bikarmótinu í sundi sem hófst í Edinborg í Skotlandi í gær. Hún komst í úrslit og.hafnaði í sjöunda sæti. Ragnheiður náði sjötta besta tímanum í undanrásum í gær- morgun, synti 200 metrana á 2:33.25 mín. og bætti þá eldra metið, sem hún átti sjálf, um 1,35 sek- úndur. Hún gerði síðan enn betur í úrslitunum í gær- kvöldi er hún synti á 2:32.99 mínút- um og hafði þá bætt metið um tæpar tvær sekúndur. Gamla metið, Frá Bill Melville iSkotlandi SKÍÐI / ALPAGREINAR Miiller vann fyrsta brunið Marc Girardelli neitaði að keppa BRUNKÓNGURINN Peter Mull- er frá Sviss sigraði í fyrstu brunkeppni heimsbikarsins í karlaflokki á þessu keppn- istímabili. Keppnin fór fram í Saslong-brunbrautinni íVal Gardena á Ítalíu í gær. betta var 19. sigur hans í bruni á 12 ára keppnsferli. egar þrjátíu keppendur höfðu |æ komið í mark var talið víst að úrslitin væru ráðin. Miiller var þá fyrstur, Kanadamaðurinn Bob Boyd annar óg Pirmin Zurbriggen þriðji. Austurríkismaðurinn Armin Assin- ger hafði rásnúmer 34 og náði öllum á óvart næst besta tímanum og ýtti Zúrbriggen þar með út af verð- launapallinum. Keppnin fór fram á gevisnjó og viríist færið batna er á leið. Frammistaða Zurbriggen kom á óvart þar sem hann stóð sig hroða- lega í æfingaferðunum á fimmtu- dag. Marc Girardelli, sem hafði besta tímann í æfingaferðunum, tók ekki þátt í keppninni þar sem faðir hans Helmut, sem jafnframt er þjálfari hans, taldi að það hefði verið rangt staðið að drætti í rásröð- ina. Girardelli átti að renna sér fyrstur niður. Þeir feðgar fóru í fússi frá Val Gardena og kappinn, sem vann svigkeppni í vikunni, ætlar einnig að sleppa brunkeppn- inni í dag en keppir í sviginu í Madonna di Campiglio á morgun. Austurríkismenn hrepptu sjö af efstu 15 sætunum. Þeirra lið er nú samstillt og virðist ætla að ná sér úr lægð undanfarinna ára. Sviss- lendingar urðu að sætta sig við aðeins fjögur af 15 fyrstu sætunum. í 25 metra laug, setti hún í Aberde- en í apríl i fyrra. Daniela Brendel frá Austur- Þýskalandi sigraði í 200 m bringu- sundinu á nýju Evrópubikarmeti, 2:26.54 mínútum. Yulia Bogacheva, Sovétríkjunum, varð önnur á 2:28.51 mín. og Suki Brownsdon frá Bretlandi í þriðja sæti á 2:28.53 mín. Þess má geta að Ragnheiður var fremst Norðurlandabúa í þess- ari grein, næst á eftir henni kom sænska stúlkan, Louise Karlsson, á 2:34.88 mín. Ragnar langt frá sínu besta Ragnar Guðmundsson keppti í 400 metra skriðsundi og var tölu- vert frá sínu besta og komst ekki í úrslit - var síðastur í sínum riðli. Hann synti á 4:08.71 mín. Sigur- vegari í greininni var Kevin Boyd frá Bretlandi á 3:47.54 mínútum. í dag keppir Ragnar í 1.500 metra skrisundi og Ragnheiður í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Ragnheiður Runólfsdóttlr stóð sig vel á Evrópubikarmótinu í Edinborg i* gær. Austur-Þjóðveijar, sem ekki sendu ólympíufaranna frá Seoul, sigruðu í fímm kvennagreinum í gær. Heide Grein í 800 m skrið- sundi, Anja Eichhorst í 100 m bak- sundi, Daniela Brendel í 200 m bringusundi, Grit Múller í 400 m fjórsundi og loks sigraði austur- þýska sveitin í 4 X 100 m skrið- sundi. Sovétrikin og A-Þýskaland hafa forystu Eftir fyrri dag mótsins hafa Sov- étríkin forystu í karlaflokki með 120 stig, Vestur-Þýskaland í öðru með 107 stig og Austur-Þýskaland í þriðja með 105 stig. Austur- Þýskaland leiðir í kvennaflokki með 132 stig og kemur það ekki á óvart því austur-þýsku stúlkumar hafa unnið þessa keppni frá upphafí 1980. Vestur-Þýskaiand er í öðru sæti með 107 stig og Sovétríkin í þriðja með 104 stig. IÞROTTIR FATLAÐRA Morgunblaðið/Bjarni Haukur Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra, þriðja árið í röð. Hann setti m.a. heimsmet í 100 metra hlaupi í flokki spastiskra, hlaut gullverðlaun í 100 metra hlaupi og bronsverðlaun i 200 og 400 metra hlaupi á heimsleikum fatlaðra í Seoul. Haukur hefur einnig keppt í öðrum greinum og er núverandi íslandsmeistari í boccia. Á myndinni er Hauk- ur með Afreksbikar ÍF sem Hótel Óðinsvé gaf. Þá var Lilju M. Snorradóttur veitt viðurkenning fyrir góðan árangur á árinu en hún hlaut ein gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsleikunum. Frá Bob Hennessy ÍEnglandi ÍÞfémR FOLK M CHARLTON sigraði á enska innanhússmótinu í knattspyrnu sem fram fór í Manchester í vikunni. Sex leikmenn vom í liði og flest sterkustu félög Englands vom með í mótinu. Fyrir sig- urinn hlaut Charl- ton 51.000 pund, eða sem svarar aðgangseyri af þremur heimaleikjum liðsins. ■ IAN Rush mun líklega leika með Liverpool í nágrannaslagnum gegn Everton á morgun. Ef Rush skorar setur hann met í viðureign- um liðanna. Hann hefur gert 19 mörk gegn Everton og er jafn Dixie Dean sem gerði 19 mörk fyrir Everton. Ef Rush tekst að skora á hann metið hinsvegar einn. ■ GRAEME Sharp mun ekki leika með Everton gegn Liver- pool. Hann fór í aðgerð í gær og mun ekki leika með næstu tvo mánuðina. Wayne Clarke mun taka sæti Sharp í liði Everton. ■ WAYNE Harríson vakti at- hygii fyrir þremur ámm er Liverpool keypti hann frá Old- ham. Þá var hann aðeins 17 ára og hafði leikið fimm leiki með aðal- liði Oldham. Þrátt fyrir það borg- aði Liverpool 250.000 pand en það er met fyrir svo ungan leikmann. Síðan þá hefur lítið farið fyrir hon- um og hann hefur nú verið lánaður til Crewe í 4. deild. Þess má geta að eini leikurinn sem Harrison hefur leikið með aðalliði Liverpool var vináttuleikur — gegn Crewe. ■ BERND Strange, þjálfara austur-þýska landsliðsins í knatt- spymu, og Harald Irmscher, að- stoðarþjálfara, hefur verið vikið úr ^störfúm. Landsliðinu hefur ekki gengið sem best að undanfömu og tapaði m. a. fyrir Tyrkjum í undan- keppni HM og möguleikar Austur- Þjóðveija að komast í úrslita- keppnina dvínuðu. Manfred Zapf var ráðinn landsliðsþjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.