Morgunblaðið - 11.12.1990, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990
Bergþór Pálsson
Tónlist
Morgunblaðið/Magnús Gíslason
Undirbúningur Hagvirkis á flutningum á tækjum við ána.
Vinnuvélar fiuttar
frá Blönduvirkjun
XIm'ftn fl •• 1
Hrútafirði.
STARFSMENN Hagvirkis vinna
þessa dagana við flutning á
vinnuvélum frá Blönduvirkjun.
Bílstjórar hafa beðið í tvo daga
í Staðarskála vegna óhagstæðra
skilyrða við flutning yfir Hrúta-
fjarðará. Fara verður yfir ána á
vaði með þung tæki þar sem Vega-
gerð ríkisins leyfir ekki undanþágur
á öxulþunga yfir brúna.
- mg
Jón Asgeirsson
Styrktarfélag íslensku óþerunn-
ar stóð fyrir tónleikum í Islensku
óperunni sl. miðvikudag og kontu
þar fram Bergþór Pálsson óperu-
söngvari og Jónas Ingimundarson
píanóleikari. Á efnisskránni voru
ellefu lög eftir níu íslensk tónskáld,
þá Sigfús Einarsson, Eyþór Stef-
ánsson, Árna Thorsteinsson, Þórar-
in Guðmundsson, Markús Krist-
jánsson, Pál ísólfsson, Emil Thor-
oddsen, Karl 0. Runólfsson og Sig-
urð Þórðarson. Þarna gat að heyra
þverskurðinn af lagsmíðatækni
þeirra sem nú er að mestu gleymd.
Seinni hluti tónleikanna var
byggður á aríum eftir Donízetti,
Verdi, Massenet, Wagner og Bizet.
Bergþór Pálsson er vel menntað-
ur söngvari og hefur tamið sér
vöndugheit í allri meðferð verkefna
sinna, sem gáfu fyrirheit um að hér
væri að vaxa upp góður lieder-
söngvari. Eftir að hafa starfað
nokkur ár sem óperusöngvari í
Þýskalandi, hefur söngmáti hans
breyst nokkuð og á þann veginn
að hann ofgerir bæði í leikrænni
ATHYGLISVERÐAR
BÆKUR
íáB*.
V5W
BILDUDALSKON GURINN
ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR
ÁSGEIR JAKOBSSON
túlkun og meðferð texta. Það er
eins og hann ætli sér að túlka til-
finningamar í gegnum textann, er
verkar oft þvingandi á röddina og
heftir jafnvel eðlilegt tónstreymi
raddarinnar.
Af íslensku lögunum var Söknuð-
ur eftir Pál, Til skýsins eftir Emil
og Minning eftir Markús, mjög vel
flutt og sömuleiðis Kvöldstjarnan
úr óperunni Tannháuser eftir
Wagner. Jónas Ingimundarson lék
fræbærlega vel, sérstaklega þó í
íslensku lögunum og fylgdi söngv-
aranum vel eftir í leik hans með
hljóðfall og hryn, sem helst var á
reiki í síðasta íslenska laginu,.Sjá
dagar koma, eftir Sigurð Þórðarson.
Bergþór Pálsson
Aðventutónleikar
Söngsveitin Fílharmónía undir
stjórn Úlriks Ólasonar, stóð fyrir
aðventutónleikum í Kristskirkju sl.
föstudag. Auk kórsins lék kammer-
sveit undir leiðsögn Szymons
Kuran. Einleikari á fiðlu var
Andrzej Kleina en einsöngvari var
Inga Backman
Tónleikarnir hófust á orgelkons-
ert eftir Handel og lék Úlrik á org-
elið en hann mun vera um það bil
að leggja niður störf sem orgelleik-
ári við Kristskirkju. Konsértinn var
þokkalega leikinn en nokkuð trufl-
aði óhreinleiki háraddanna í orgel-
inu. Söngsveitin fluttí nokkur jóla-
lög og var söngurinn sérlega fal-
legur í Ave Maríu eftir Arcadelt,
tveimur miðaldalögum í raddsetn-
ingu Róberts A. Ottóssonar og
bráðfallegu lagi eftir Atla Heimi
Sveinsson, við kvæðið Haustvísur
til Máríu, eftir Einar Ólaf Sveins-
son. Útfærslan á Nóttin var sú
ágæt ein, eftir Sigvalda Kaldalóns
og útsetning eftir Ohrvall, á frönsku
þjóðlagi, bætti litlu við annars ágæt
jólalög, sem njóta sín einkar vel í
undirleikslausum kórsöng.
Andrzej Kleina lék largo-þáttinn
úr Vetrarkonsertinum eftir Vivaldi
mjög fallega og hefði sem best
mátt leika aðeins meira. Inga Back-
man söng með f nokkrum af áður-
nefndum jólalögum en aðalframlag
hennar var arían Ladamus Te úr
c-moll messu (K-427) eftir Mozart
og tvö atriði úr Messíasi, eftjr
Hándel, Rejoice greatly og tónlesið
á undan einum áhrifamesta kór-
þættinum í Messíasi, Glory to God.
Inga gerði margt frábærlega vel,
bæði í aríunni og tónlesinu, sérstak-
lega þar sem hljómmikil rödd henn-
ar fékk að njóta sín til fulls.
Þessum ánægjulegu og hátíðlegu
aðventutónleikum lauk með því að
allir viðstaddir fluttu saman Ádeste
Fideles eða Frá ljósanna hásal, eins
og upphaf hans er í þýðingu Jens
Hermannssonar.
Guðni Þ. Guðmundsson
Nýtt orgel
Nýtt orgel hefur verið sett upp
í Bústaðakirkju og síðastliðinn
sunnudag hélt orgelleikari kirkj-
unnar, Guðni Þ. Guðmundsson, tón-
leika, þar sem gat að heyra hversu
þessi nýi gripur þjónaði sem kons-
erthljóðfæri. Á efnisskránni voru
verk eftir Buxtehude, Pachelbel,
Lindberg, J.S. Bach og Reger.
Fyrsta verkið var Preludia og
fúga í g-moll eftir Buxtehude, þar
sem meistarinn leikur sér með þetta
tvískipta form með líkum hætti og
gerist í fantasíum, þar sem tvær
fúgur eru rammaðar inn með stuttri
prelúdíu, millispili og eftirspili.
Guðni lék þetta fallega verk mjög
vel. Annað verkið var Chaconne í
f-moll eftir Pachelbel og það sama
má segja um þetta ómþýða verk,
að Guðni lék það vel og með fal-
legri raddskipan.
Til að gefa nokkra hugmynd um
raddgæði orgelsins lék Guðni Gaml-
an sálm eftir Oskar Lindberg (f.
1887), sænskan orgelleikara og
tónskáld. Lindberg lagði áherslu á
norræn þjóðlög og svipa tónverk
hans nokkuð til Sibelíusar, hvað
varðar hljómskipan. Þetta tónljúfa
verk naut sín mjög vel í yfirveguð-
um leik Guðna.
Tvö síðustu verkin, Tokkata og
fúga í d-moll eftir J.S. Bach og
Tokkata (d-moll) og fúga (D-dúr)
eftir Reger eru einkar heppileg til
að sýna hljómstyrk orgelsins og lék
Guðni verkin ágætlega, einkum þó
verk Regers, sem endar á reisuleg-
um hijómbálki.
Ljóst er að nýja orgelið í Bústaða-
kirkju á eftir að breyta miklu fyrir
allt tónlistarstarf í kirkjunni og
stuðla að fjölbreytni í tónleikahaldi
en kirkjan er að mörgu leyti heppi-
leg til tónleikahalds, þó enduróman-
in sé við lægri mörkin.
SKUGGSJA
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF
MYNDIR ÚR LÉFI PÉTURS EGGERZ,
FYRRVERANDI SENDIHERRA
GAMAN OG ALVARA
PÉTUR EGGERZ
Pétur Eggerz segir hér fyrst frá iífi sínu sem
lítill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík,
þegar samfélagið .var mótað af allt öðrum
viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann
um það, er hann vex úr grasi, ákveður að
nema lögfræði og fer til starfa f utanríkis-
þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur
hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem
hann segir frá í þessari bók.
KENNARI Á FARALDSFÆTI
MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON
Auðunn Bragí segir hér frá 35 ára kennara-
starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann
greinir hér af hreinskilni frá miklum Qölda
fólks, sem hann kynntist á þessum tíma,
bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá
kennslu sinni og skóiastjórn á fimmtán
stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol-
ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi
og í Ballerup í Danmörku.
SONUR SÓLAR
RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI
ÆVAR R. KVARAN
Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton,
sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á
undan s.inni samtíð. Meðal annarra rit-
gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf-
steinn Björnsson miðill; Vandi miðilsstarfs-
ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði
Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun-
ar; Er mótlæti í lífinu böl?; Himnesk tónlist;
Hefur þú lifað áður?
Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem
var frumherji f atvinnulífi þjóðarinnar á
síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu
áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns,
sem vann það einstæða afrek að byggja upp
frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga
manns, sem þoldi mikil áföll og marga
þunga raun á athafnaferlinum og þó enn
meiri í einkalífinu.