Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 16

Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Með leyfi þagnarinnar Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Eg vildi ganga í buxum Höfundur: Lara Cardella Þýðandi: Nanna Rögnvaldardótt- ir Útgefandi: Iðunn Lara Cardella var aðeins 19 ára þegar hún vann til fyrstu verðlauna í bókmenntasamkeppni með þessari bók. Lara er ítölsk og víst er að ekki voru allir landar hennar sam- mála dómnefndinni, því bókin vakti upp harðvítugar deilur þegar hún kom út. Bókin segir frá Annette sem er kölluð Anna. Hún býr í foreldrahús- um og á einn eldri bróður. Verk- skiptingin á heimilinu er rækilega njörvuð niður; faðirinn vinnur utan húss og móðirin innan húss. Þetta er bara svona í þessu þorpi. An- tonio, bróðir hennar, nýtur forrétt- inda; samkvæmt hefðinni er séð til þess að hann njóti alls hins besta sem völ er á. Faðir Önnu var líka frumburður og þegar Vannina, systir hans, segir Önnu sögu sína, kemur í ljós að forréttindin voru slík á því heimili að faðir Önnu fékk kjöt, þegar ekkert hinna barnanna sex fékk neitt að borða. Hann átti líka kost á menntun, sem hann GULLFALLEGAR Herra LOÐHÚFUR TILVALIN JÓLAGJÖF Safalinn, Laugavegi 25, 2.hæö. Sími 17311 hafði engan áhuga á og sleppti. Vannina var yngst og þegar að henni kom, var ekkert aflögu; hvorki ást né möguleikar. Hún var afgangsstærð og stelpa og þessi þröngi heimur sem Anna og Vann- ina alast upp í, fjárfestir ekki í kvenfólki. Saga kvennanna í bókinni er óhugnanleg. Þær eru „nokkuð" ftjálsar sem börn, en um leið og kemur fram á gelgjuskeið eiga þær um þrennt að velja; ganga í klaust- ur — loka sig inni frá samfélaginu, gerast hórur — útskúfa sig frá sam- félaginu, eða hlýða og giftast þeim manni sem faðirinn velur. Allir möguleikarnir jafn slæmir. Því hjónaband í þessu litla samfélagi er ekki eins og hjónabönd í okkar norræna heimi. Karlmaðurinn á konuna; hann getur gengið að henni eins og honum sýnist, gengið í skrokk á henni ef hann vill — hann getur nauðgað henni, barið og lim- lest. En það er ekki aðeins eiginkon- an sem er ruslakista ofbeldishneigð- arinnar, heldur hefur hann óheftan aðgang að dætrum sínum. Ekki lagalegt leyfi, heldur vegna þess að þögnin leyfir það; þögnin um aðstöðu kvenna og líf á þessum slóðum. Eiginkonan segir ekkert, Sæktu þér þrótt í ríki náttúrunnar með Magna hvítlauksperlum! Hvítlaukur hefur um aldir notið vinsælda sem heilsujurt en hann er ekki algengur í daglegum kosti íslendinga. Nú er komið ráð við því. í hverri Magna hvítlauksperlu eru 10 mg af lyktarlausu hvítlauksdufti, sem svarar til 3 g af ferskum hvítlauk. Er ekki tími til kominn að þú leysir starfsorku þína úr læðingi og sækir þér þrótt í ríki náttúrunnar? mm p®rDyir - náttúrulega! Lara Cardella því hún óttast mann sinn og umtal- ið sem fylgir í kjölfarið; konurnar hylma yfir með körlunum með þögninni. En Anna, sem á unglings- árunum hefur ákveðið að ganga í klaustur, til þess að fá að ganga í buxum, þar sem hún í einféldni sinni heldur að það sé nóg til að öðlast sama rétt og karlmenn; þessi Anna rýfur þögnina. Hún rýfur þögnina, eftir að for- eldrar hennar gera hana brottræka af heimilinu fyrir að kela við strák því þarmeð er hún orðin „puttana“, eða siðlaus kvenmaður. Það ætlaði hún sér reyndar, eftir að hún komst að því að nunnur ganga ekki í bux- um innan undir kuflinum, eins og prestarnir. Hún er send í fóstur til Vanninu föðursystur sinnar og Vincenzion, eiginmanns hennar. Sá hafði mis- boðið Önnu þegar hún var rétt um tíu ára og fátt óttast hún meira en hann. Þegar Anna segir frá því, segir hún það dauðvona ömmu sinni, sem deyr þremur dögum seinna. Og Anna fær sannarlega að heyra að hún hafi drepið ömmu sína ... Þetta er óhugnanleg saga; saga um samfélag sem dæmir konur: Það er þeim að kenna að þær eru barð- ar — þær hafa unnið til þess, það er þeim að kenna að þeim er nauðg- að — þær hafa beðið um það, það er þeim að kenna, ef fullorðnir karl- menn misnota þær í æsku — þær voru á röngum stað á röngum tíma. Og litla þorpið sem Anna býr í er slúðurpottur — sem aðeins slúðrar um konur, aðallega þó ungar stúlk- ur. En sagan er vel skrifuð og mjög skiljanlegt að hún hafi vakið upp mikla ólgu og reiði á Ítalíu þegar hún kom út og þýðingin virðist ágætlega úr garði gerð; málfarið hnökra- og tilgerðarlaust. Fra fjarlægum tímum og stöðum Bókmenntir Grandavegi 42, Reykjavík, sfmi 91-28777. Ingi Bogi Bogason Kristján Árnason: Einn dag enn. (97 bls.) Mál og menning 1990. Klassískir og nýklassískir straum- ar bylgjast um þessa meðallöngu ljóðabók. Þótt það kunni að hljóma þversagnarkennt felst nýstárleiki bókarinnar einmitt í því hve yfir- bragð hennar er hefðbundið. Öll ljóð- in, hvort sem þau eru frumsamin eða þýdd, hafa hefðbundið snið: end- arím, ljóðstafi og taktfasta hrynj- andi. ”Bókinni er skipt í þtjá nokkurn veginn jafnlanga hluta: I. Undir ósonlagi, II. Þrettán þankabrot um lífið og III. Þýdd ljóð. ”Fyrsti hlutinn geymir ljóð af margvíslegum toga. Heiti ljóðanna bera með sér sundurleitan vettvang og viðfangsefni: I kvikmyndahúsi, Morgunn, Narkissos, Tilraun um manninn. Tvö meginskaut sýnist mér megi greina í þessum ljóðum. Annars vegar eru það takmarkanir mannsins, ábendingar um afglöp hans og útúrboruhátt, jafnvel hvatn- ing til hans um að rífa sig upp úr flatneskjunni (t.d. Hellislíf og Nark- issos). Hins vegar eru hér ljóð sem íjalla um afmörkun mannsins í tímanum og fela í sér áminningu um að nýta hvetja stund. „Fer þetta kannski bráðum að verða búið?“ seg- ir í sonnettu, samnefndri fyrsta hlut- anum, Undir ósonlagi. Niðurstaða ljóðsins er heldur nöturleg: Og einu má gilda hvort steftian er röng eða rétt, við ríghöldum bara í fylginaut vom sem er núið og syngjum vort síðasta vers undir ósonlagi. Annar hlutinn er heilsteyptastur. Hann er safn þrettán sonnetta seny allar eru tilraun til að útskýra inntak lífsins með einum eða öðrum hætti. Segja má að tilraunin takist í heild þótt einstaka ljóð þessa hluta standi frekar sem haglegur kveðskapur en snjöll hugsun. Vera má að seinasta ljóðið, XIII, beri frumlegustu merk- inguna. Upphafslínan er svo: „Sé dauðinn líf, er líf þá ekki dauði?“ en ljóðinu lýkur með þessum erind- um: , Og mun þá nokkur lá mér, þótt ég lesi og leggi út af grein hjá Jóhannesi sem boðar okkur: Hver sem ekki hatar sitt líf í þessum heimi og honum deyr, hann hreppir ekki það sem varðar meir en leysist upp og sálu sinni glatar. Þriðji hluti bókarinnar er samsafn þýddra Ijóða sem „spanna næstuni Kristján Árnason 2.700 ár bókmenntasögunnar" eins og segir á bókarkápu. Elsti höfund- urinn er gríska skáldið Tyrtajos (f. um 675 f. Kr.), yngstur er Englend- ingurinn Philip Larkin (1922-1985). ”Eins og gefur að skilja er yrkisef- nið hér býsna sundurleitt en þó virð- ast mannlegar takmarkanir ýmiss konar setja afgerandi svip á ljóðaval- ið. Töluvert er íjallað um ósætti manns og umhverfis: Heimurinn skiptist hér í tvennt, annars vegar er „ég“ og hins vegar „allir hinir“: Aðeins tvennt Um margar götur var gengið í gegnum Ég, Þú, Við, en ekkert andsvar fengið um endanlegt stefnumið. Til lítils er svara að ieita, þér lærist það smátt og smátt, um aðeins eitt að skeyta sem öliu kynni að breyta og ómar úr fjarska: þú átt. Því snjórinn mun bráðna, og blómið mun blikna á sama veg. Það er aðeins tvennt til: tómið er til og hið markaða Ég. (Gottfried Benn) Það er ljúft að játa að skáldskap- ur Kristjáns eykur við fjölbreytni íslenskra nútímaijóða um leið og hann verður aðgengileg skuggsjá í menningarheima sem liggja misfjar- lægir í rúmi og tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.