Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 „Yillugjarnt í bjartsýmsþokunni“ _________Bækur______________ KjartanÁrnason Geirlaugur Magnússon: Sannstæð- ur. Ljóð, 62 bls. Mál og menning 1990. Ljóð Geirlaugs verða seint talin léttúðarfull. Hann er alvarlegt skáld, erindi hans er brýnt. Tök hans á ljóð- forminu eru geysigóð. Að mínu viti eru ekki mörg skáld íslensk sem eru jafn næm á galdur tungumálsins og Geirlaugur Magnússon, honum er sérlega lagin sú list að flétta margsl- ungna merkingu inní skarpar mynd- ir. Meitlaðar setningar á borð við „hraðfleygir einhyrningar í djúpum leðursófum", „augun kúlnagöt í vegg“ eða „fnykur rotnandi orða“, ségja sína sögu. Sannstæðum skiptir Geirlaugur í þrennt. Fyrsti hlutinn er samnefndur bókinni og í honum eru hátt í þijátíu stutt ljóð. Það er einmitt hið knappa form sem lætur Geirlaugi best. Kannski má segja að ljóð hans séu æðaber: æðarnar sjást kvíslast undir húðinni (sem oft er skrápur) en sé eyrað lagt að, má jafnvel heyra hvernig blóðið streymir. En það verð- ur að hlusta vel. liggja troðningar brotgjamra tðna draumfangarar spá í stjömur kámug spil byr byr vélknúnum taugum segir í Ijóðinu undir húðinni. Heiti flestra ljóða þessa kafla heíjast ýmist á utan, inn eða innan. Þetta gerir ljóðin nokkuð samstæð — og jafnvel sannstæð; einhver þráður, einhver Geirlaugur Magnússon „sannindi" liggja í loftinu, þrátt fyrir að ljóðheimur skáldsins kunni að virðast sundurlaus og brotakenndur: más uxans söngur sigðarinnar óttablik deyjandi sólar þungstíg leiðin heim hver gæti bróður síns (utan af akrinum) Kaflanum lýkur á ljóðinu inn og út um gluggann: „blindhomin/ vörð- uð staksteinum/ mergsognum bein- um// villugjamt/ í bjartsýnisþok- unni// óvíst hvar næsta vængjatak/ grípur rimla gaddavír". Annar hluti kallast jarðtengsl. Hér kveður víða við nokkuð léttari tón, jafnvel fyndinn: „sækir líkan heim/ þessi miðaldra skógarþröstur/ sem starir kunnuglega/ gegnum gróm- fallið gler// syngur ei meir/ kominn á raupsaldurinn/ sólskríkjudraum- arnir/ beinfrosnir undir harðfenninu /.../“ Ljóðin lengjast nokkuð frá því BRÉFA- BINDIN > frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 HENTUGUR FYRIR ALLAR STÆRÐIR FYRIRTÆKJA ® Sparneytinn ® Gangviss ® Þægilegur í notkun ® Auðveldur í endursölu VOLKSWAGEN • r ) r v Fö SERBUINN SENDIBILL Stgr.verð kr. 727.080 Vsk kr. 143.080 = kr. 584.000 Fjöldi fyrirtækja hefur valið VW POLO ÁN VSK sem áður var og erindi þeirra verður stríðara, snýst stundum uppí ádeilu einsog í á flugi og krummafæti. í síðasta hlutanum eru slitrur úr samræðum útilegumanna. Hér eru sex tölusett ljóð sem tjá angist og ótta, magnleysi, ofskynjanir. En mesta ruglið er að verða glaður: „daginn sem missti vitið/ brosti framan í morguninn/ elskaði náung- ann/ fylltist ofsagleði/ hló við sólinni /.../“ Ljóð Geirlaugs Magnússonar eru oft nokkuð torræð, stundum alveg á mörkum hins óræða. Það er auðvitað ekki réttmæt krafa að ljóð verði metin á kvarða hagsýnnar skynsemi líktog hver önnur bókmenntagagn- rýni í dagblaði en þó verður alltaf að gæta þess að ekki komi brestir í samband skálds og lesanda. Sam- bandsleysi er sjaldnast einhliða frá lesandans hendi. Slíkt er reyndar engin venja í ljóðum Geirlaugs en sumstaðar þykir mér þó gæta til- hneigingar í þessa átt. Hér má nefna hluta af síðasta bálkinum og fáein ljóð önnur (inni í hatrinu, fram úr skugganum, innan um viljann). Öðru jöfnu eru ljóð Geirlaugs kraftmikil og bjóða lesandanum til sín endaþótt merking þeirra sé ekki auðráðin. Og líklega er það galdurinn: að þræða einstigið milli torræðni og óræðni. Hið torræða brýnir lesandann til átaka við ljóðið, sjálfan sig, vanann, gildin — hið óræða er bara órætt. En með óvenjulegri myndvísi og safaríku tungutaki tekst Geirlaugi jafnan að leiða lesanda sinn eftir ein- stiginu, þótt stundum hrasi maður í köntunum. Botninn finnst tíðum ef vel er leitað — en það þarf stundum að fara uppí Borgarfjörð eftir honum. Sannstæður er bók sem vinnur á við hvern lestur. Meira skólaskop Bókmenntir • Sigurður HaukurGuðjónsson Gamansögur af kennurum og nemendum. Safnað hafa: Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjóns- son. Myndskreyting: Hjördís Ólafsdóttir. Útlitshönnun: Örn Guðnason. Prentun: Steinholt hf. Bokband: Félagsbókbandið — Bókfell hf. Útgefandi: Ahnenna bókafélagið hf. Þetta er sprenghlægileg bók, af- sannar að Islendingar geti ekki verið hnyttnir, hlæi naumast nema fullir og að klúryrðum sjálfra sín, eða þá ódýrum „Háfnarfjarðar- bröndurum“ flestum stolnum frá dönskum. Hér er læðzt í kennslustofur þar sem virðulegir, hálærðir kennarar eru að bjástra við að breyta krakka- gemlingum í „menntað" fólk, lögð við eyru og kíkt yfir axlir. Það er magt að heyra og sjá í glímunni við fræði. Við kynnumst stríðnum pjökkum: Úr félagsfræðiritgerð í mennta- skóla fyrir nokkrum árum: „Litirnir í íslenska fánanum eru í nánum tengslum við skattana. Menn verða rauðir í framan þegar þeir tala um skattana, hvítir í framan þegar þeir fá álagningarseðlana og bláir í framan þegar þeir greiða skattinn." Sum svör nemenda eru oft með ólíkindum. Fyrir tveimur áratugum fékk náttúrufræðikennari í 1. bekk gagnfræðaskóla eftirfarandi svar á prófi við spumingunni: „Hvert var megininntak þróunarkenningar Darwins?" „Darwin taldi apa vera komna af mönnum og er margt í atferli þeirra sem styður þá kenningu." Á söguprófi í 4. bekk í Mýrar- húsaskóla var að finna eftirfarandi spurningu: „Hvað er haugfé?" Einn drengurinn svaraði: „Það er fé sem búið er að fara með á haugana." Hann hefur greinilega heyrt talað Myndskreyting eftir Hjördísi Ól- afsdóttur. um offramleiðslu kindakjöts hér á landi drengurinn sá. Sumir nemar eru barnslega ein- lægir: Kennslukona í skóla einum á Akureyri hafði tvívegis slitið há- sin og verið frá vinnu þess vegna um tíma. Þegar hún kom inn í bekk- inn sinn í síðara skiptið sagði ein telpan: „Mikið er gott áð þú ert ekki þúsundfætla." Enn eru líka til þeir sem lítinn tíma hafa til þess að tileinka sér fræðin: Úr dönskuprófi í 9. bekk í Hafnarfirði: Þýðið: „Skuespilleren brugte hjælp til at lære sin rolle.“ Einn nemandinn þýddi setning- una svona: „Skósmiðurinn fékk hjálp frá rollu sinni við að læra.“ Nei, hér verð ég að láta staðar numið, því lesandinn á það skilið að fá að engjast af hlátri með þessa bók í höndum. Það munu margir gera. Gömlu fólki ráðlegg ég að lesa þessa bók tannlausu, ef falskir eru gómar. Myndir snjallar, líka bráðfyndnar. Állur frágangur til fyrirmyndar. GLÆSILEGAR JOLAGJAFIR Hinar vinsœlu myndir eftir Sigurþór Jakobsson númeraðar og órifaðar ■tAKMARKAÍ) JÓLAMARKAÐURINN Austurstrœti 10 GALLERÍIÐ Víðimel 61, sími 25212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.