Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 26

Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 26
2P MORGtíMíllÖÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBRR 1990 Byggðamál á Norðurlöndum eftir Askel Einarsson Þegar minnst er á skipulag sveit- arstjórnarmála, fyrirkomulag heimastjórnar í landinu, er ýmist vitnað til sjálfforræðis hinna mörgu sveitarfélaga í landinu eða farið á vit heiðríkjuvaðals og málskrúðs um hlutverk héraðsnefnda og lands- hlutasamtaka, sem nánast leika lausum hala í tómarúminu. Svo virðist sem að ísland dragi dám að því að hafa verið stifti í Danmörku. Reykjavík er eina stjórnsýslumiðstöðin í landinu, eins og áður var, þegar landið var danskt stifti. Á svonefndu landshöfðingjatíma- bili þróuðust ömtin í það að verða landshlutastjórnir. Þetta átti sér fyrirmynd-í danskri stjórnsýslu og á hinum Norðurlöndunum. Með heimastjórninni 1904 steig þjóðin út úr þéssari götu og gerði þar með eina afdrifaríkustu skyssu, sem sett hefur mark sitt á bygðaþróun á íslandi. Skýringar á þessu eru vafalaust margar, en líklegast er þó, að hér hafi ráðið miklu að kjördæmaskipan fylgdi lögsagnarumdæmum og síðar svæðum sýslunefnda og kaup- . staða. Hinir nýju valdahöfðingjar, sýslumenn og sveitarhöfðingjar voru andsnúni'r skiptingu landsins í stór heimastjórnarsvæði. Þetta er skýringin á því að margir forystu- menn sjálfstæðishreyfingarinnar vildu ömtin feig, vegna þess að þau voru talin dönsk uppfinning. Tíllögur Hannesar Hafsteins um svæðakjördæmi hlutu heldur ekki náð fyrir augum Alþingis, þar sem þær stefndu að myndun landshluta í líkingu við ömtin. Óþarft er að lýsa valdatilfærslu frá minnkandi sveitarfélögum og héruðum, sem eru nú svipur hjá sjón, eftir áratuga byggðaröskun. Dæmin eru deginum ljósari m.a. með aukinni tilhneigingu lands- byggðarinnar um aukna fjárhags- lega ríkisforsjá sem vilja þó hafa forræði sömu mála áfram. Niður- stöður þessara blekkinga eru á einn veg. Forræði fylgir ætíð yfirráðum ijármagns, og þannig er um verk- efni sem færast til ríkisins frá sveit- arfélögum. Rit Útvarðar „Byg'gðamál á Norðurlöndum" í samantekt Sig- urðar Helgasonar, fyrrverandi sýslumanns, er holl hugvekja nú þegar landsbyggðarmönnum er að verða ljóst að ekki er mögulegt að rétta við hlut landsbyggðar, nema með stjórnsýslubyltingu í landinu. - Andstaða gegn millistjórnstigi á íslandi hefur byggt á tvennu, þ.e. ótta sveitarstjórnarmanna við að forræði þeirra verði skert og and- stöðu alþingismanna, þar með stjórnkerfisins í landinu við að missa völd og áhrif. Þeim áróðri hefur verið dreift að vaxandi and- staða sé á Norðurlöndum gegn ömtum, fýlkjum og lénum, einkum frá sveitarstjómarmönnum, sem ekki vilja lúta millistiginu óg telja það til trafala. Bókin „Byggðamál á Norður- löndum“ upplýsir, að með þeirri breytingu að kjósa beint til milli- stigs í almennum kosningum hafi aukist bilið á milli þess og sveitarfé- laganna og verkefnaskil orðin gleggri. Við lestur bókarinnar „Byggða- mál á Norðurlöndum“ er þess virði að athuga fordæmi Finna. Þar tengjast sveitarfélögin ekki léns- kerfinu, en heyra beint undir ríkið. Lénskrifstofurnar fara einkum með málefni á vegum ríkisins, sem tengja má heimastjórn á verkefnum ríkisvaldsins. í Finnlandi eru svonefnd byggða- samlög. Þau annast ýmis verkefni sveitarfélaga og eru jafnvel í raun svæðisbundin samrekstur sveitarfé- laga. Á Norðurlöndum er verið að efla millistigið. Ekki á kostnað for- ræðis sveitarfélaga, heldur með til- færslu frá ríkisvaldi til heimastjórn- sýslu. Reynslan af síðustu verkefnatil- færslu milli ríkis og sveitarfélaga kallar á leiðréttingu á hlut lands- byggðarinnar, sem aðeins er mögu- legt, með lýðræðislegu millistigi. Millistig er eina tiltæka ráðið til að færa heim í hérað stóru verkefnin frá ríkisvaldinu, svæðisbundið: og tengt þjónustu við fólkið í landinu. Þetta er reynsla Norðurlandaþjóð- anna. Hér erum við eftirbátar þeirra. í ritinu „Byggðamál á Norður- löndurn" er sumt sem betur má fara. Gnákvæmni gætir í kaflanum um innlenda stjórnsýslu. Það er eins og höfundur hafi ekki gefið sér tíma til að sannreyna heimildir, með því að leita til þeirra, sem best þekkja til. Bókin hefði þurft að vera auð- NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjág. Kynningarverð til áramóta kr. 1.600. ORÐABOKAUTGAFAN veldari aflestrar t.d. með atriðaskrá og samanburðaryfirliti. Vonandi leitar „Útvörður“ víða fanga í þess- um efnum, en á Norðurlöndum og gefi síðan út heilstæðara rit um þessi efni. Byggðahreyfingin „Útvörður" hefur unnið merkilegt starf að byggðamálum, óháð pólitískum flokkum. Slík hreyfing er nauðsyn- leg til að vekja skilning og áhuga. Þetta er framlag, sem skylt er að þakka og meta. „Byggðamál á Norðurlöndum“ sanna að öðru vísi fórum við að, en frændur okkar. Raunin er sú að við erumver staddir í byggðamálum en þeir. Úti í landshlutunum vantar lýðræðislega kjörið stjórnskipulegt vald, sem er nægilega öflugt tæki fólksins til framþróunar og varnar gegn vaxandi miðstýringu. Ekki þarf spámann til að sjá það, að þjóð- in verður að stilla strengi sína upp á nýtt, ef ekki á illa að fara. Jónas Guðmundsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, skrif- aði grein í „Sveitarstjórnarmál“, þar sem hann fullyrti að það hefði ver- ið rangt að leggja niður ömtin. Þessi grein var rituð á öndverðum fimmta áratugnum. Hann benti á að ein sterkasta vörn gegn byggða- Sigurður Helgason röskun væri heimastjórnarvald og lagði því til að tekin yrði upp fylki á Islandi. Byggðahreyfingin „Útvörður" hefur með útgáfu sinni sýnt fram á það að Jónas Guðmundsson hafði rétt fyrir sér. Við erum eftirbátar annarra um nútíma stjórnhætti í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Nordlendinga. Af Mjófirðingum Bókmenntir Sigurjón Björnsson Vilhjálmur Hjálmarsson: Mjófirðingasögur III. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík. 518 bls. Með þessu þriðja bindi af Mjófirð- ingasögum hefur Vilhjálmur Hjálm- arsson lokið yfirreið sinni um Mjóa- fjörð. Ferðin hófst á Brekku, heim- ili höfundar. í fyrsta bindi (1987) var einkum greint frá Brekkubænd- um fyrr á tíð, forfeðrum höfundar og skylduliði. í öðru bindi (1988) er svo byrjað á ysta bæ sunnan fjarðar. Staðháttum og jarðarbæt- um er lýst á hveijum bæ, búskapar- háttum og fjallað var um ábúendur eftir því sem heimildir gáfust. Miklu athafnatímabili er lýst, hvalveiðum, síldveiðum og annarri útgerð. Litríkir einstaklingar svo sem Her- mann í Firði koma við sögu. í því bindi sem ijú kemur út held- ur ferðin áfram norðan fjarðar og er sami háttúr hafður á. Komið er á hvern bæ og jörð er lýst og nytja- möguleikum hennar. Þættir eru um ábúendur og æviferill þeirra er rak- inn í stærstu dráttum. Bókin skiptist í fjóra aðalþætti. í þeim fýrsta (Norðurbyggja þáttur I) er íjallað um jarðir og ábúendur frá Skógum að Brekku. Þar fær Isak nokkur Jónsson hvað mesta umfjöllun. En hans er einkum minnst vegna frumkvæðis hans að byggingu íshúsa í kringum síðustu aldamót. Af Hesteyrarþorpi er og allnokkur saga. Þar voru á tímabili nokkur býli. I öðrum þætti (Þorps- búa þáttur) víkur máli að býlum í landi Brekku og koma þar margir við sögu. Þriðji þáttur (Norður- byggja þáttur II) greinir frá bæjum austan Brekku (Rimabæir, Hof, Eldleysa, Steinsnes og Hvammur). Fjórði og síðasti hluti fjallar um byggð á Dalakálki, en svo nefnist austasti hluti norðurstrandar Mjóa- fjarðar allt að Dalatanga. Endar frásögnin á vitavörðum Dalatanga- vita. Þegar öll bindin þijú eru tekin saman er þetta mikil saga af byggð og mannlífi í rúmar tvær aldir. Þó að Mjóifjörður hafi aldrei verið stór eða mannmörg byggð er þetta engu að síður umtalsverður hluti þjóðar- sögunnar. í aðfararorðum telur þó höfundur að margt sé enn ósagt og segist hafa „fullan hug á að taka enn saman nokkrar frásagnir, meðal annars af sveitarmálum, Vilhjálmur Hjálmarsson skólahaldi, kirkju, félögum ýmsum, nokkrum örlagaatburðum, gera slysfaraannál og fleira". Þegar haft er í huga að Mjóifjörð- ur er deyjandi byggð — öll suður- ströndin í auðn og tíu heimili norð- anmegin — er það tvímælalaust mikið þarfaverk að taka saman sögu byggðar og búhátta svo sem hér hefur verið gert. Ekki er víst að öðrum reynist það fært síðar. Vilhjálmur Hjálmarsson hefuróefað verið færasti maður til þess — e.t.v. sá eini — sakir náinna kunnugleika og ritleikni. Auðvitað get ég ekki metið hvernig hann meðhöndlar heimildir, en utan frá séð er missmíði ekki að merkja. Mikill kostur er sá fjöldi mynda sem er í bókinni (og bókunum öllum) og ber það einkum að þakka fyrirhyggju eins manns fyrr á árum. Víst ber að hafa í huga að þessi bók er vart hugsuð sem afþreying- arlesefni, þó að stundum bregði fyrir skemmtilegheitum. Hún er fræðirit: lýsing jarða, býla, land- og sjávarnytja, atvinnuhátta og stuttar æviskrár fjölda manna og kvenna. Sem slík er hún gagnlegt uppsláttarrit fyrir þá sem á þurfa að halda, þjóðfræðileg og lýðfræði- leg heimild. Þar hygg ég að rit þetta standi fyrir sínu. Brottfluttum Mjófírðingum og öðrum þeim sem eiga kyn sitt þangað að rekja er hún sjálfsagt kærkomin. Myndarlega og vel er frá þessari bók gengið eins og þeim fyrri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.