Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAQUfi 11. DESK.MBER 1U!)() sóst eftir þessari stöðu félli hún til Borgaraflokksins svo út frá því sjónarhorni kom það sér ágætlega að þurfa ekki að tilnefna einn og skilja sjö jafnhæfa óánægða eftir. Menn geta þá rétt ímyndað sér hvott það hafi legið beinast við að ég hefði verið skipaður. VII. Viðbrögð forsætisráðherra sem og annarra stjórnarliða komu mér ekkert á óvart eftir að ákvörðun mín lak út því daginn eftir að ég hafði ritað forsætisráðherra umrætt bréf bað aðstoðarmaður hans um að við hittumst til að ræða efni bréfsins. Með tilliti til mín fór hann fram á að ég drægi bréfið til baka því ég mætti eiga von á því að ákvörðun mín yrði túlkuð sem óánægja mín út af bankaráðinu. Tjáði ég honum að ákvörðun mín stæði og ég ætlaði ekki lengur að sitja undir þeirri niðurlægingu sem samstarfsflokkarnir sýndu Borg- araflokknum. Minnti ég hann á, á hvaða forsendu 'eg greiddi fyrir framgangi frumvarpsins um stjóm fiskveiða og samtal okkar frá því í október. A.m.k. gerði ég heiðarlega tilraun til að fullvissa hann um að kosningin í bankaráðið væri ekkert aðalatriði heldur aðeins sýnishorn af því virðingarleysi sem okkur væri sýnd af samstarfsflokkunum. Sagði ég honum að atkvæði mitt væri ekki lengur til sölu og ég hlyti að vera maður til að standa við eig- in ákvarðanir. Ég væri búinn að fá nóg og ætlaði ekki lengur að sitja undir því að vera notaður sem gólf- þurrka af ríkisstjórninni og greiða atkvæði samkvæmt skipun misvit- urra ráðherra. VIII. Þegar ég rita þessa grein er ég jafn sannfærður og þegar ég tók ákvörðun mína að ég hefði átt að vera búinn að segja skilið við þessa ríkisstjórn fyrir löngu. í mínum huga skiptir það engu máli hvort ríkisstjórnin nýtur vinsælda eða óvinsælda meðal þjóðarinnar og hvaða pólitískan hag ég eða minn flokkur getur notið af því að tengj- ast henni. Aðalatriðið er hvort ég eigi samleið með þeim aðilum sem að ríkisstjórninni standa og tillögur sem ég eða minn flokkur setur fram hljóti sömu meðhöndjun og af- greiðslu og annarra. Á það hefur vantað í þessu ríkisstjórnarsam- starfi og þess vegna kæri ég mig ekki um að tengjast henni á þann hátt sem ég hef gert. Hvaða ákvörð- un ég tek á Alþingi verður að ráð- ast þegar að afgreiðslu þeirra kem- ur og hvað þjóðarhagur og samvisk- an býður í hvert og eitt skipti. Höfundur er formaðurþingflokks Borgaraflokksins. Jólatilboð í hádeginu alla daga í desember í desember verður sérstakt jólatilboð í hádeginu. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur, sem hver velur að vild af seðli dagsins. Forréttir Hreindýrapaté með púrtvínslauk og rifsberjum Laxaterrine með fennelkryddsósu Blandaðir sildarréttir á íssalati Súpa dagsins Aðalréttir Gufusoðin rauðsprettuflök með sveppamauki og hvítvínssósu Eldsteikt stórlúða með blaðlauk og rjómasauternssósu Grísarifja með píkantsósu Gljáður hamborgarhryggur Nautahryggsneið með perlulauk og fleski ^Eflirréttir Jólapúns með munngæti Mocca rjómais Forréttur, aðalréttur og eftirréttur frá kr. 995 án þess að slakað sé á gæðakröfunum Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 Stórgóð jólagjöf Peugeot borvél 400W m/stiglaus- um rofa, aftur ó bak og áfram og höggi, kr. 5.900. Peugeot borvél 550W m/stiglaus- um rofa, aftur á bak og áfram, é\ höggi og tösku, kr. 8.900. Peugeot juðari tenging f. ryksugu,- kr. 4.400. Vönduð verkfæri HÚSASMIÐJAN SKÚTUVOGI 16 SÍMI. 687700 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.