Morgunblaðið - 11.12.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 11.12.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRBÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 „Ertu æstur í að tala við þessa valkyiju“ Sérstæð ljóðabók sérstæðrar konu „ERTU æstur í að tala við þessa valkyrju," sagði Jakobina Þor- móðsdóttir við blaðamann Morgunblaðsins og hló við þar sem við sátum á stofugólfinu og töluðum saman um ljóðabók hennar Horfnir dagar. Hún er likamlega fötluð þannig að hún getur hvorki setið eðlilega né gengið og hún hvorki heyrir né sér, en hún talar við fólk með því að hönd hennar er lögð við barkakýli viðmælenda hennar og hún nemur titringinn af barkakýli manna og les mál þeirra. Maður þarf ekki að tala lengi við Jakobínu til þess að skynja að hún er gamansöm, víðsýn og hnyttin í tílsvör- um. Ljóðabók hennar er fui! af lífsgleði, eins kouar óður til náttú- runnar, manna og málleysingja og niður fornsagnanna dynur í mörgum ljóða hennar. Jakobína fékk hrörnunarsjúk- dóm, sem kom í ljós þegar hún var tveggja ára gömul. Smám saman missti hún sjón, heyrn og jafnvægi og 17 ára gömul var hún í hjóla- stól, blind, heyrnarlaus og lömuð. Hún lærði blindraletur en getur ekki notfært sér það, þar sem fing- ur hennar hafa kreppst að lófum. „Ég yrki ekki daglega og stund- um líður langur tími á milli þess sem ég yrki kvæði,“ sagði Jakob- ína,“ sérstaklega ef ég yrki sögu- ljóð. Þetta kemur þó í skorpum og stundum er ég mjög fljót að gera vsur. Stundum yrki ég eina og eina linu og svo er að raða þeim sam- an.“ í ljóðabók hennar eru 65 ljóð, en bókina er hægt að kaupa með gírógreiðslum í nær öllum bönkum, útibúum og sparisjóðum á landinu og einnig í Pennanum í Reykjavík sem styrkir framtak skáldkonunn- ar með því að taka ekki sölulaun. „Ég er hérna með verndargrip," sagði Jakobína og benti á spjótsodd i bijóstvasa sínum, „og ég á fullt. koffort af alls konar gömlum hlut- um sem ég keypti á fornsöiu. Mér finnst líka skemmtilegast að skrifa söguljóð, en sem stendur er ég að skrifa söguljóð um ambátt og þræl á höfuðbóli. Einnig er ég um þess- ar mundir að skrifa sögur af kisun- um mínum, eins konar endurminn- ingabók þeirra." Ég bað hana að segja mér eina sögu og það stóð ekki á því: „Hún sat í eldhúsglugganum og starfs- stúlkan sat við eldhúsborðið að lesa dagblað. Á borðinu var líka ávaxtaskál full af perum og app- elsínum. Allt í einu stekkur Embla á borðið. Hún rakst fyrst á ávaxta- skálina, skálin valt á hliðina og ávextirnir út um allt. Svo lenti hún á blaðinu og rann fram af borðinu með blaðinu. Embla lenti síðan beint á maganum á gólfinu og blaðið undir henni. Það var eins og að fljúga á töfrateppi. Stúlk- unni brá en Emblu brá ennþá meira. Svo fór Embla inn i stofu að sofa og þá er sagan búin. En nú þarf ég að spyija þig einnar spurningar. Skrifaðir þú ekki við- talið við Aðalheiði í Laugaseli í Þingeyjarsýslu?“ Ég játti því og þá sagði Jakobína að það hefði verið lesið fyrir sig og hún myndi það. „Ég er svo minnug," hélt hún áfram og það var magnað að finna hve allt fas hennar og tjáning var eðlilegt og óþvingað þrátt fyrir fötlun hennar. „Ég er svo mikið náttúrubarn,“ svaraði hún þegar ég hafði á orði að náttúrustemmningar væru ríkar í ljóðum hennar. Hún er 28 ára gömul og sagðist vera byijuð að skrifa endurminningar sínar, „en ég tek því rólega," sagði hún, „þótt ég sé alltaf að skrifa. Ég er búin að skrifa tvær aðrar ljóðabækur, í torfbænum og Valkyijan, og svo endurminningar kisanna minna. Jú, ég hef skrifað jólaljóð, það er í þriðju ljóðabókinni minni og er svona. Um stund sat hún og hugs- aði málið og fletti upp í tölvunni sinni eins og móðir hennar, Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir, orðaði það: Nú dýrkum við álfa og dísir dýrmætasta hátíðin er. Skært mánaljós skógarveginn lýsir sólin hækkar á lofti, því fögnum vér. Sitja álfarnir allfögrum kertaljosum hjá inni holtunum sínum í. Orlagagyðja jólanna svifur himninum á, eyglóin hækkar á lofti, við fögnurn því. - á.j. 1 S Metsölublað á hverjum degi! Ríthöfundar með pennann á lofti í verslunum Eymundsson Guðmundur.J. Guðmundsson - Baráttusaga, í Eymundsson í Austurstræti föstudaginn 7. desember kl. 15-17. 'Tryggvi Emilsson - Blá augu og biksvört hempa, í Eymundsson Austurstræti föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Eitiar Már Guðmundsson - Rauðir dagar, Eymundsson í Kringlunni föstudaginn 7. desember kl. 15-17. Steinunn Sigurðardóttir - Síðasta orðið, Eymundsson í Kringlunni laugardaginn 8. desember kl. 14-15. Bubhi og Silja Aðalsteinsdóttir - Bubbi, í Eymundsson í Austur- stræti, laugardaginn 8. desember kl. 16-18 og í Eymundsson á Eiðistorgi sunnudáginn 9. desember kl. 15-17. Erlingur Þorsteinsson - Ævi- minningar Erlings Þorsteins- sonar, í Eymundsson við Hlemm laugardaginn 8. desember kl. 14-16. Megas og Þórunn Valdimarsdóttir - Sól í Norðurmýri, í Eymundsson Austurstræti ktugardaginn 8. desember kl. 14-16. Jón Óttar Ragnarsson - Á bak við ævintýrið, Eymundsson við Hlemm föstudaginn 7. desember kl. 15-17 og Eymundsson í Kringlunni laugardaginn 8. desember kl. 15-16. EYMUNDSSON B Ó_ K A V E R _ _S__ L________________U_ __N AUSTURSTRÆTI ■ VIÐ HLEMM ■ MJÓDD KRiNGLUNNl ■ EIDISTORGI 91-1888» 91-29311 91-76650 91 687858 91-611700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.