Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990
Sigurður Líndal lagaprófessor á fundi um bráðabirgðalögin:
Stjórnmálamcnn hafa ýtt
forsetanum til hliðar
Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson vilja af-
nema heimild til setningar bráðabirgðalaga
BÆÐI Þorsteinn Pálsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins og Jón
Baldvin Hannibalsson utanrikis-
ráðherra lýstu þeirri skoðun yfir
á fundi Orators, félags laganema,
á Hótel Sögu í gær að afnema
ætti heimild til setningar bráða-
brigðalaga. Sigurður Lindal próf-
essor taldi að umstangið í kjölfar
samnings BHMR og ríkissíjórnar-
innar sýndi að stjórnmálamenn
hefðu ýtt forsetanum til hliðar.
Hann færi með löggjafarvaldið
þegar Alþingi starfaði ekki en
það virtist hafa gleymst. Fram
kom hjá Sigurði að hann teldi að
forseti íslands hefði getað neitað
að gefa út bráðabirgðabirgðalög-
in í sumar og hefði forsætisráð-
herra þá verið tilneyddur til að
kalla þing saman til að fjalla um
málið.
Þorsteinn Pálsson sagðist telja
það hvað alvarlegast í þessu máli
að ríkisstjórnin hefði verið búin að
ákveða að fella sjálf eigin bráða-
birgðalög með því að ijúfa þing og
setja þau svo aftur eftir þingrof. I
raun væri með þessu verið að fótum
troða stjórnarskrá landsins og væri
helst að leita samsvörunar í stjórn-
artíð J.B.S. Estrups í Danmörku
seint á síðustu öld en óhófleg notkun
bráðabirgðalaga þá hefði leitt til
þess að heimild til slíkrar lagasetn-
ingar hefði verið þrengd. Jón Bald-
vin mótmælti því að setja hefði átt
sömu bráðabirgðalögin á ný því um
hefði verið að ræða víðtækari lög
sem fryst hefðu allar kauphækkanir
Sjö ára drengs
var saknað:
Fannst um
miðja nótt
í fylgd með
fullorðn-
um manni
SJÖ ára drengs var leitað
Reykjavík á laugardagskvöld.
Hann fannst á fjórða tímanum
að morgni sunnudags í fylgd
með manni á þrítugsaldri sem
er vanþroskaður andlega og
hafði hann verið að ferð með
drenginn frá því um klukkan
sex daginn áður.
Drengurinn fór að heiman frá
sér við Njáisgötu síðdegis ásamt
bekkjarsystur sinni sem býr við
Laugaveg, að heimili hennar.
Þegar hann var ekki kominn
heim og hafði ekki fundist um
klukkan ellefu að kvöldi hringdi
móðir hans ájögreglu sem þegar
hóf leit auk. í ljós kom að dreng-
urinn og telpan höfðu hitt mann
þennan á leið að heimili hennar.
Laust eftir klukkan hálfþrjú
sá hjálparsveitarmaður til ferða
manns við Barónsstíg ásamt
ungum dreng sem kom heim og
saman við lýsingu á þeim sem
saknað var. Maðurinn var hand-
tekinn og drengurinn færður
móður sinni og í læknisskoðun.
Niðurstöður hennar þóttu ekki
benda til að hann hefði orðið
fyrir miska eða beðið varanlegt
tjón af.
Maðurinn, sem haldið hafði
drengnum hjá sér þennan tíma,
er andlega vanþroskaður, að
sögn lögreglu. Hann var í vörslu
lögreglu en var látinn laus að
loknum yfirheyrslum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þorsteinn Pálsson í ræðustól á fundi Orators, félags laganema, í gær.
fram yfir kosningar. Sigurður Líndal
sagði að ekki væri óeðlilegt að sett
væru slík bráðabirgðalög að loknu
þingrofi, sem tæki giidi um leið og
þingrofsboðskapurinn, þótt spyija
mætti hvort þingrofsheimildin væri
of víðtæk.
Þorsteinn sagðist telja að öll lög
í landinu þyrftu að styðjast við sið-
ferðisvitund almennings og þá kröfu
yrði að sjálfsögðu einnig að gera til
bráðabirgðalaga. í sumar hefði ríkis-
stjórnin notað lagasetningarvald sitt
til að fella hluta samnings úr gildi
sem hún hefði sjálf gert. Einnig
væri í raun verið að hnekkja niður-
stöðu dómstóls, það er að segja Fé-
lagsdóms. Ljóst hlyti því að vera að
bráðabirgðalögin færu í bága við
almenna siðferðisvitund. Þorsteinn
fann lögunum það einnig til foráttu
að Alþingi hefði setið heilan vetur
án þess að ríkisstjórnin sæi ástæðu
til að breyta samningnum við BHMR
með lögum og þó hefði stjórnarand-
staðan margspurt hana um það
hvort þjóðarsáttarsamningamir
gæfu ekki tilefni til þess. Einnig
hefði nýlega komið á daginn að þeim
upplýsingum hefði vérið haldið
leyndum fyrir Alþingi að ríkisvaldið
hefði samið við aðila vinnumarkaðar-
ins bak við tjöldin um að fella
BHMR-samningana úr gildi. Jón
Baldvin mótmælti þessu og sagði
að hann og aðrir ráðherrar hefðu
spurt forsætisráðherra og íjármála-
ráðherra á ríkisstjórnarfundi hvort
ekki væri tilefni til að endurskoða
BHMR-samninginn eftir febrúar-
samningana og hefðu báðir svarað
því til að það væri skilningur ijár-
málaráðuneytisins og BHMR að.
umrædd hækkunarákvæði samn-
ingsins frá því í maí 1989 kæmu
ekki til framkvæmda ef þau röskuðu
kjörum á almennum vinnumarkaði.
Sagði utanríkisráðherra að lögfræð-
ingar í þjónustu ríkisins sem leitað
var til hefðu tekið undir þetta.
Þorsteinn sagði að hingað til
hefðu stjórnvöld hlutast til um breyt-
ingu á kjarasamningum með al-
mennum hætti, þ.e.a.s. afnumið
samningsbundnar verðbætur, fram-
lengt kjarasamninga eða bannað
verkfall og sgtt mál í gerð. í BHMR-
samningnum væri hins vegar um
sérstakt inngrip að ræða sem beind-
ist gegn afmörkuðum hópi og væri
slíkt vafasamt því lög ættu að hafa
almennt gildi. Sú spurning vaknaði
hvort ákvæði samninga ASÍ um
hækkun launa ef aðrir hópar hækk-
uðu stæðust fyrst BHMR-menn
mættu ekki semja um slíkt. Jón
Baldvin sagðist líta svo á að bráða-
birgðalögin hefðu almennt gildi því
ASI og VSÍ höfðu lýst því yfir að
4,5% hækkun launa til handa BHMR
myndi ganga yfir alla línuna. Afnám
.Jiækkunarinnar hefði því komið jafnt
niður á öllum. Jón Baldvin sagðist
telja þá skoðun fráleita sem fram
hefði komið hjá lögfræðingi BHMR
að leyfa hefði átt hækkunina til
BHMR en setja bráðabirgðalög á
afgang landsmanna. Þá fyrst hefði
allt farið í bál og brand. Jón Bald-
vin sagðist ekki geta tekið undir það
að lög hefðu verið sett á dóm heldur
hefði samningi, sem væri réttar-
heimild, verið breytt og þarmeð for-
sendu dómsins. Sigurður Líndal
sagðist álíta að að formi til væri
ekki um það að ræða að lög hefðu
verið sett á dóm. í reynd væri hins
vegar óneitanlega miðað á þennan
sérstaka samning þótt óbeint hefðu
lögin áhrif á alla launþega.
Þorsteinn sagði að hann teldi
tímabært að afnema heimild til setn-
ingar bráðabirgðalaga. Jón Baldvin
tók undir þá skoðun. Sigurður Líndal
sagðist seint þreytast á að benda á
að framkvæmdavaldið færi ekki með
vald til setningar bráðabirgðalaga
heldur væri það forseti íslands sem
hefði það vald þegar Alþingi starf-
aði ekki. Samkvæmt stjórnarskránni
hefði forsetinn það aðalhlutverk að
veija stjórnarskrána en stjórnmála-
menn væru búnir að ýta honum til
hiðar. Sigurður gerði einnig að um-
talsefni þá skoðun manna að í stjórn-
skipun Island vantaði ráðherra sið-
ferðilegt aðhald. Sigurður taldi þetta
ekki rétt því til væri nokkuð sem
héti ábyrgð ráðherra. Þar væri um
refsiábyrgð að ræða, ábyrgð gagn-
vart Alþingi og í þriðja lagi gagn-
vart kjósendum. Einhvern veginn
hefði þetta þó orðið útundan og í
öllum nágrannalöndum hefði fjár-
málaráðherra sagt af sér við svipað-
ar aðstæður og skapast hefðu í kjöl-
far samningins við BHMR. Og hann
ætti í öllu falli að gera það ef bráða-
birgðalögin reyndust ekki hafa
meirihlutastuðning á Alþingi.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Eitt atriða úr leikritinu Sand-
greifarnir.
V estmannaeyjar:
Sandgreif-
ar á sviði
V estmannaeyj um.
LEIKFÉLAG Vestmannaeyja
frumflutti fyrir skömmu nýtt
íslenskt leikrit, Sandgreifana,
eftir Björn Th. Björnsson í leik-
gerð Agústs Hauks Jónssonar.
Leikritið byggir á æskuminn-
ingum Björns frá Eyjum og er
leikgerð Ágústs Hauks frum-
raun hans á því sviði og er hann
jafnframt leikstjóri.
Leikgerðin er byggð upp á frá-
■ sögn sögumanns sem tengir saman
marga stutta þætti. Sögusviðið er
Vestmannaeyjar á árunum upp úr
1930 og aðalpersónurnar strákar
sem eru að slíta barnsskónum. Fjall-
að er um ýmis uppátæki þeirra og
hvernig þeir höfðu ofan af fyrir sér.
Flest hlutverkin eru í höndum
barnungra leikara sem fara á kost-
um og skila hlutverkum sínum með
prýði.
Aðalpersónuna, Bidda Björns,
leikur Guðmundur H. Guðjónsson.
Hann er á sviðinu nær alla sýning-
una og skilar hlutverki sínu sérlega
vel
Áhorfendur þeir sem lögðu leið
sína í Bæjarleikhúsið skemmtu sér
konunglega og voru á einu máli um
ágæti sýningarinnar.
Grímur
'©
INNLENT
Ólafur Ólafsson, landlæknir:
Meðferð geðsjúkra fanga til hneisu
Landlæknir gerir sér ekki grein fyrir þeim mun sem er á öryggisgæzlu og
meðferð á almennum geðdeildum, segir Tómas Helgason
ÓLAFUR Ólafsson, landlæknir, kemst þannig að orði í grein í nýjasta
hefti Læknablaðsins að meðferð geðsjúkra afplánunarfanga og örygg-
isgæslufanga hér á landi sé til mikillar hneisu. Segir hann dæmi þess
að „fárveikir geðsjúkir öryggisgæslufangar hafa orðið að dúsa í illri
fangelsiseinangrun í 10 til 20 ár án nægilegrar geðlæknismeðferðar
ög hjúkrunar.“ Tómas Helgason geðlæknir segir aftur á móti að land-
læknir geri sér ekki grein fyrir þeim mun sem er á öryggisgæslu og
meðferð á almennum geðdeildum.
Landlæknir segir íslendinga, eina
Norðurlandaþjóða, ekki bjóða um-
ræddu fólki annað en fangelsisvist-
un. Hann segist oft hafa orðið að
aðstoða dómsyfirvöld við að fá pláss
„fyrir fárveika, geðsjúka fanga
(sjúkdómsgreinda af íslenskum geð-
læknum) á norrænum geðdeildum.
Sem dæmi um hvað erlendir kollegar
álíta um meðferð okkar hefur það
nokkrum sinnuin komið fyrir að
sjúklingar hafa ekki verið sendir
aftur til íslands þó að þeir hafi ver-
ið álitnir útskriftarfærir, þar eð við
höfum ekki haft önnur hús að bjóða
en fangelsi! Kollegar okkar erlendis
hafa því kosið að vista þá áfram.“
Ólafur segir: „Sú stefna, sem
prófessor Tómas Helgason [yfir-
læknir á Kleppi] er meðal annars
fulltrúi fyrir, að neita alfarið geð-
sjúkum öryggisgæsluföngum um
nauðsynlega vistun á geðdeildum,
hefur valdið þessari hneisu." Land-
læknir segir ennfremur að Tómas
„virðist jafnvel afneita sjúkdóms-
greiningum íslenskra geðiækna og
telja að þessir „geðsjúku afbrota-
menn“ séu ekki sjúkir . . .“
Ólafur segir að varðandi sjálf-
stæði lækna um útskrift megi benda
á að „ef sjúkum fanga í öryggis-
gæslu heilsast betur mun það koma
fram í áliti lækna og þá ekkert þvi
til fyrirstöðu að dómsmálayfiivöld
losi um fangann. Þetta kerfi við-
gengst á geðsjúkradeildum í ná-
grannalöndum og ætti að duga okk-
ur líkt og þeim.“
Morgunblaðið leitaði álits Tómas-
ar Helgasonar prófessor á grein
landlæknis, í fréttabréfi lækna 1.
desember síðastliðinn. Tómas sagði:
„Landlæknir gerir sér ekki grein
fyrir þeim mun sem er á öryggis-
gæslu og meðferð á almennum geð-
deildum. Hann heldur greinilega að
það sé af illmennsku sem læknar
geðdeildanna vilji ekki taka við þeim,
sem hafa verið dæmdir til öryggis-
gæslu eða öðrum úr fangelsum nema
dómi sé aflétt. Öryggisgæsla krefst
aðstöðu og mannafla, sem ekki er
fyrir hendi á almennum geðdeildum
og á ekki að vera vegna þess að
slíkur búnaður eyðileggur meðferða-
rumhverfi deildanna," segir Tómas
Helgason. „Ekki hefur staðið á þjón-
ustu geðlækna við þá sem dvelja í
fangelsum þegar eftir hefur verið
leitað. Hins vegar hafa yfirvöld ekki
enn komið upp sérstökum deildum
sem þarf fyrir öryggisgæslu og þar
af leiðandi verið óánægja með þjón-
ustuna.
Islenskir geðlæknar liafa gert til-
lögur um hvernig ætti að búa að
mönnum sem dæmdir hafa verið í
öryggisgæslu vegna geðtruflana og
þeim sem hafa truflast í fangelsi og
ekki er hægt að sleppa úr afplánun.
Má hér minna á tillögur sem nefnd
undir forystu Ingvars Kristjánssonar
gerði á árinu 1982. Eru þær svipað-
ar tillögum sem áður hafa verið
gerðar. Tillögurnar gerðu ráð fyrir
að þeir sem hlut ættu að máli fengju
nauðsynlega meðferð og umönnun
meðan á gæslunni stæði við aðstæð-
ur sem ekki spilltu fyrir þeim mikla
fjölda sem þarf á aðstoð almennu
geðdeildanna að halda.
Því miður hefur ekki verið farið
eftir þessum tillögum svo að mál
þessa fólks eru enn í sama ólestri
og verið hefur. Vonandi verður nú
tekið til hendi og bætt úr þessum
vanda án þess ' að gengið verði á
þjónustu almennu geðdeildanna eins
og ýjað hefur verið að.“