Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 43 10 daga almannavama- æfíngu lauk uni helgina 10 DAGA æfingn á vegum Almannavarna ríkisins og átta almanna- varnanefnda hinna 16 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum lauk á laugardag. Tilangurinn var að kanna skipulag og virkni Almannavarnakerfisins og þjálfa yfirfmenn kerfisins í að starfa vð óvissuástand. Mest mæddi á 125 manns en hundruð annarra komu einnig að málinu á ýmsum stigum æfingarinnar, sem var umfangsmikil og náði til tuga verkþátta og skipulagsatriða. Gengið var út frá því þessa daga að orðið hefði vart aukinnar skjálftavirkni og sprunguhrejrfinga á sprungusvæði frá Kleifarvatni og að Þingvallavatni. Eftir átta daga af skjálftum og sprungu- hreyfingum brytist út eldgos. „Þetta er virkt svæði og það var talin fræðilegur möguleiki á þess- um umbrotum, sem voni sett upp á svipaðan hátt og umbrotin í Myvantssveit 1975-1984,“ sagði Guðjón Petersen forstjóri Al- mannavarna ríkisins. „Við gátum ekki séð annað en allir meginþætt- ir gengju upp en ýmis praktísk atriði þarf að fínpússa í samstarfi milli þessara 16 sveitarfélaga, auk ijölda opinberra stofnana og einka- fyrirtækja, eins og til dæmis Flug- leiða.“ Guðjón sagði að ekki hefði verið miðað við mannfall í eldgosinu. Þótt mannvirki gætu skemmst af skjálftavirkni yrði það ekki í þeim mæli að mannslífum stafaði hætta af. „Þetta hefði hins vegar ýmis konar óþægindi í för með sér, raf- magn, hiti og sími færi af, truflan- ir yrðu á samgöngum, meðal ann- ars gæti Reykjanesbraut skemmst, og viðbrögð og varnir voru æfð,“ sagði Guðjón. Hann sagði meðal annars að í áætlunum manna hefði Akraborgin verið tekin af núver- andi siglingarleið og breytt í Keflavíkurfeiju eftir að sérstök byrggja hafði verið byggð undir hana í Keflavík á nokkrum klukku- stundum. Þá var allt til reiðu til að taka í gagnið tugi jarðýtna, og stórvirkra véla til að ýta upp varn- argörðum og verja mannvirki hraunrennsli frá „eldgosinu,“ tvo síðustu daga æfingarinnar. Næsta æfingaverkefni Al- mannavarna ríkisins verður, að sögn Guðjóns Petersen, tengt Suð- urlandsskjálfta og unnið í samráði við heimamenn í héraði. Gagnvart vá af því tagi gegndi nokkuð öðru máli en þá sem nú hefðu verið æfðar varnir gegn, þar sem ekki væri unnt að búast við viðvöruna- rtíma áður en Suðurlandsskjálfta yrði vart og því mundi slysahjálp og aðhlynning gegna þýðingar- meira hlutverki í almannavörnum. Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, tekur við viðurkenningu fyrir bók sina Síðasta orðið úr hendi Þórarins Guðnasonar, formanns dómnefndar um fagurbókinenntir. Allir liöfundarnir fimmtán fengu slíka viðurkenningu. * Islensku bókmenntaverðlaunin 1990: Fimmtán bækur eru tilnefndar FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 10. desember. Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 118,00 75,00 112,83 20,306 2.291.121 Þorskur(óst) 101,00 81,00 97,06 1,681 163.253 Smáþor.(ósl) 74,00 70,00 72,79 0,769 55.978 Smárþor. 84,00 84,00 84,00 0,634 53.256 Ýsa 130,00 92,00 126,43 6,251 790.305 Ýsa (ósl.) 111,00 71,00 94,45 4,286 404.806 Smáýsa (ósl.) 65,00 65,00 65,00 0,065 4,225 Smáýsa 59,00 59,00 59,00 0,007 413 Lýsa (ósl) 54,00 54,00 54,00 0,072 3.888 Blandað 65,00 65,00 65,00 0,618 40.170 Hlýri 70,00 70,00 70,00 0,106 7.420 Ufsi (ósl.) 20,00 20,00 20,00 0,053 1.060 Langa (ósl.) 71,00 71,00 71,00 0,448 31.809 Steinb.(ósL) 74,01 74,00 74,00 0,682 50.468 Keila (ósl.) 44,00 40,00 41,13 3,381 139.080 Ufsi 44,00 44,00 44,00 0,189 8.316 Steinbítur 79,00 79,00 79,00 0,239 18.882 Lúða 400,00 305,00 364,60 0,415 151.486 Langa 76,00 66,00 72,63 1,130 • 82.145 Keila 50,00 42,00 45,92 0,848 38.936 Karfi 49,00 49,00“ 49,00 0,154 7.546 Samtals 102,62 42,336 4.344.563 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 120,00 84,00 105,78 33,722 3.567.271 Þorskur(ósL) 89,00 76,00 88,71 1,104 97.931 Þorskursmár 85,00 85,00 85,00 0,160 13.600 Ýsa 133,00 87,00 119,25 11,624 1.386.239 Ýsa (ósl.) 96,00 45,00 77,06 7,791 600.406 Karfi 70,00 60,00 62,83 0,844 53.028 Ufsi 47,00 43,00 45,51 7,034 320.113 Steinbítur 80,00 68,00 74,13 0,412 30.540 Langa 90,00 62,00 85,31 1,721 146.826 Lúða 410,00 305,00 380,42 0,441 167.765 Skarkoli 65,00 65,00 65,00 1,936 125.840 Sólkoli 103,00 103,00 103,00 0,110 11.330 Keila 46,00 35,00 38,79 1,754 68.029 Saltfiskflök 220,00 190,00 0,0 0,0 1.500 Skata 70,00 70,00 70,00 0,053 3.710 Lýsa 50,00 45,00 45,72 1,729 79,045 Blandað 25,00 25,00 25,00 0,240 6.000 Blandað 53,00 15,00 38,62 0,284 10.968 Undirmál 85,00 48,00 80,04 1,991 159.356 Samtals 93,85 72,951 6.846.498 Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur, 28. sept. - 7. des., dollarar hvert tonn SVARTOLIA H---1—I----1—I----1—I---1---1—I----(— 28.S5.0 12. 19. 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D ■ ÁRSRIT Útivistar 1990, hið 16. í röðinni, er komið út. I ritinu eru að þessu sinni fimm greinar með efni af Suðurlandi og Vest- fjörðum. Þorvaldur Búason og Gísli Kristjánsson, báðir ættaðir fra' Hvallátrum, rita grein um gönguleiðir í Rauðasandshreppi. Gísli Hjartarson heldur áfram leiðalýsingum sínum um friðlandið á Hornströndum. Að þessu sinni fjallar hann um gönguleiðina Hest- eyri-Aðalvík-Hornvík og eru Aðal- vík gerð sérstök skil, einkum her- setu Bandamanna á Sæbóli og á Straumnesfjalli. Lýður Björnsson sagnfræðingur ritar grein með þjóðsöguívafi um Gedduvatn á Þor- skafjarðarheiði. Jóhann G. Guðna- son í Vatnahjáleigu í Landeyjum segir frá ferð á Eyjafjallajökul árið 1935 og Albert Jóhannsson kenn- ari á Skógum lýsir leiðinni yfir Fimmvörðuháls og meðfram Skógá. Loks segir Haukur Jó- hannesson jarðfræðingur frá nýja Jarðfræðikortinu í stuttu máli og félagsmálin fá_ að venju rými í bó- karlok. Ársrit Útivistar 1990 er 140 blaðsíður prýtt fjölda litmynda. Útgefandi er ferðafélagið Útivist en litgreiningu, filmuvinnu, prent- un og bókband annaðist Prent- smiðjan Oddi. Ritstjóri er Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. FIMMTAN íslenskar bækur, 7 handbækur, fræðirit, frásagmr o.fl. og 8 íslenskar skáldsögur, voru tilnefndar til íslensku bókmennta- verðlaunanna 1990 við hátíðlega athöfn í Listasafni Islands í gær. Skipuð hefur verið lokadómnefnd til að velja þær tvær bækur, eina úr hvorum flokki, sem hljóta munu verðlaunin. Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, afhendir íslensku bókmenntaverðlaunin 1990 eigi síðar en 15. febrúar á næsta ári. Þær bækur sem hér eru tilnefndar voru ásamt öðrum bókum lagðar höfunda. Eftirtaldar handbækur, fræðibækur, frásagnir o.fl. hafa verið tilnefndar til íslensku bók- menntaverðlaunanna 1990: ís- lenskar fjörur eftir Agnar Ingólfs- son, Hraunhellar á íslandi eftir Björn Hróarsson, Perlur í náttúru íslands eftir Guðmund P. Ólafsson, Skálholt 11-Kirkjur eftir Ilörð Ágústsson, Islensk samtíð 1991 er Vilhelm G. Kristinsson ritstýrði, íslenska kynlífsbókin eftir Óttar Guðmundsson og Islenska alfræði- orðabókin. Tilnefningu síðastt- öldu bókarinnar fylgir eftirtalinn rökstuðningur dómnefndar: „Íslenska alfræðiorðabókin er að hluta til frumsamið verk, að hluta til þýtt. Verkið er að mati nefndar- innar mikilvægur áfangi í útgáfu handbóka á íslensku og hinn frums- amdi hluti er veigamikill. Með vísun til þess tilnefnir dómnefndin verkið tilíslensku bókmenntaverðalaun- anna.“ Eftirtaldar fagurbókmenntir hafa verið tilnefndar til verðlaun- fram af forlögunum í samráði við anna: Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur, Svefnhjól eftir Gyrði Elíasson, Vegurinn upp á fjal- lið eftir Jakobínu Sigurðardóttur, Fótatak tímans eftir Kristínu Lofts- dóttur, Einn dag enn eftir Kristján Árnason, Hversdagshöllin eftir Pét- ur Gunnarsson, Nautnastuldur eftir Rúnar Ilelga Vignisson og Síðasta orðið eftir Steinunni Sigurðardótt- ur. í lokadómnefnd íslensku bók- menntaverðlaunanna sitja: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Helga Kress, bókmenntafræðingur, tilnefnd af Háskóla íslands fyrir hönd forseta íslands, Snorri Jons- son, tilnefndur af Alþýðusambandi íslands, Dóra Thoroddsen, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Pálmi Gíslasson, tilnefndur af Ungmennafélagi íslands. Nefndin mun skila áliti sínu snemma á næsta ári og verða verð- launin afhent eigi síðar en 15. fe- brúar. Stjórn Hraunprýði. Sitjandi frá vinstri: Ragnheiður Aðalsteinsdóttir gjaldkeri, Ester Kláusdóttir forn,. og Engilráð Óskarsdóttir ritari. Aftari röð f.v.: Þórunn Óskarsdóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Hera Guðjónsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir. Slysavarnadeildin Hraunprýði í Hafnarfirði á 60 ára afmæli HINN 17. desember nk. eru 60 ár liðin frá stofnun Hraunprýði, slysavarnadeildar kvenna í Hafn- arfirði. Þessara tímaiiióta verður minnst með afmælisfundi í dag, þriðjudaginn 11. desember, í veitingaliúsinu Skútunni í Hafn- arfirði og hefst. afmælishátíðin kl. 20.00. í tilefni afmælisins gefur Hraun- prvði út afmælisrit sem dreift verð- ur til allra íbúa í Hafnarfirði á næstu dögum. Fyrsti formaður Hraunprýði var Sigríður Sæland, ljósmóðir, en stofnfélagar voru um 50. Lengst gegndi formennsku í deildinni, eða á þriðja áratug, Rannveig Vigfús- dóttir. Núverandi formaður er Ester Kláusdóttir og eru félagskonur hátt í sjö hundruð. Hraunpiýði var önnur kvenna- deild Slysavarnafélagsins sem stofnuð var hérlendis. Deildin hefur alla tíð starfað af miklum krafti og lagt fram dijúgan skerf til slysa- varnarmála í landinu. M.a. stóð deildin fyrir því á sínum tíma að Björgunarsveit Hafnarfjarðar var stofnuð og hefur stutt dyggilega við bakið á björgunarsveit Slysa- varnafélagsins i Hafnarfirði, Fiska- kletti, frá þvi að hún var endurreist fyrir 25 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.