Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 46

Morgunblaðið - 11.12.1990, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞFÍIÐJUDAGUÉ 11. DESEMBER 1990 46 Sameinað þing og efri deild: Þingmenn krefjast upp- lýsinga um trillukvóta Ekki fýsileg't að lesa yfir öxlina á ráðuneytismönnum, sagði Halldór Blöndal HALLDÓR Blöndal (S-Ne) talaði um þingsköp í gær, nánar tiltekið að nefndarmenn í sjávarútvegs- . nefnd efri deildar hafa ekki feng- ið í hendur heildarlista yfir tilrau- naúthlutun til smábátaeigenda. Halldór ræddi þetta mál bæði á fundi sameinaðs þings og í efri deild. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmaðurinn vekur athygli á þessu máli. Sameinað þing Á 27. fundi sameinaðs þings rifj- aði Halldór Blöndal nokkuð upp þá þingskaparumræðu sem varð fyr- ir réttum tíu dögum á fundi samein- aðs þings, en tilefni hennar var að sjávarútvegsráðherra hafði synjað sjávarútvegsnefnd efri deildar um upplýsingar varðandi kvóta smá- báta; lista yfir úthlutun til smábá- teigenda. Halldór sagði að í ræðu sinni þá hefði hann óskað eftir því að forseti þingsins beitti sér fyrir því að sjávarútvegsráðherrann léti þingnefndinni þessar upplýsingar f té. Halldór Blöndal minnti á að fleiri þingmenn í sjávarútvegsnefndum hefðu tekið undir þessa ósk. Halldór innti Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs þings eftir því hvað hún hefði gert í þessu máli. Halldór gerði einnig nokkrar athugasemdir um þingsköp og skyldur forseta Alþing- is. Guðrún Helgadóttir greindi frá því að forsetar Alþingis hefðu skrif- að þingmanninum bréf þar sem m.a. væri að þessum atriðum vikið. Guð- rún Helgadóttir las síðan bréf þetta. í því komu m.a. fram nokkrar at- hugasemdir við framgöngu þing- mannsins þennan tilgreinda fimmtu- dag. Einnig kom fram að sjávarút- vegsráðherra hefði gefið þær skýr- ingar í utandagski'árumræðum 3. desember að hér væri um tilraunaút- hlutun að ræða og í henni væru vill- ur og þess vegna algerlega óeðlilegt að slík viðkvæm vinnugögn yrðu send þingmönnum á því stigi máls- ins. Jafnframt hefði ráðherrann upp- lýst að þingmenn hefðu fengið upp- lýsingarum einstök atriði í úthlutun- inni, jafnvel um heildarúthlutun til einstakra byggðarlaga, og auk þess verið heimilt að kynna sér hvaðeina í listanum hjá starfsmönnum ráðu- neytisins. í bréfinu kemur fram að forseti geti ekki kveðið upp úr um hvort fyrirmæli ráðherra um með- ferð þessara vinnugagna í ráðuneyt- inu sé réttmæt eða ekki, en teldi þó mestu skipta þá yfirlýsingu að eng- um upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum við vinnu í nefndinni. „Forseti hefur ekkert vald til að skipa ráðherra fyrir um meðferð þessara gagna. tRáðherra einn ræður því. hvernig með þau skuli fara, en hann ber að sjálfsögðu ábyrgð á ákvörðun sinni gagnvart Alþingi. Forseti hyggst því ekkert aðhafast frekar í þessu máli.“ Les ekki yfir öxlina Halldór Blöndal sagðist ekki ætla að svara bréfi sem hann hefði fengið í hendur fyrir 10-20 mínútum. En honum þótti alveg á mörkum að almennar bréfaskriftir milli forseta og einstakra þingmanna rýmdust innan þingskaparumræðu. En það væri greinilegt af bréfinu að sjávar- útvegsráðherrann hefði ekkert gert í málinu og hygðist ekkert gera í málinu. — Og forsetinn mæti það svo að framkvæmdavaldið hefði stjórnskipunarlegan rétt'til að halda á málinu með þessum hætti. Og sá fjöldi smábátaeigenda sem hefði komið að máli við sjávarútvegs- nefndarmenn og beðið um upplýs- ingar og skýringar gæti ályktað að nefndarmenn hefðu ekki rétt á því að fylgjast með. Einnig ræddi Halldór nokkuð um tildrög hinnar fyrri þingskaparum- ræðu. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings svaraði því nokkru, skýrði m.a. mun á þingsköpum og utandagskrárumræðum. Skúli Alexandersson (Ab-Vl) gagnrýndi að lesin væru upp bréf milli þingmanna og forseta. Skúli ítrekaði að nel'ndarmenn í sjávarút- vegsnefndum þyrftu á þessum gögn- um að halda við vinnu sína í þinginu og þessi þörf hefði komið æ betur í Ijós síðustu dagana. Það væri ill- mögulegt að standa jafnfætis í um- ræðu við sjávarútvegsráðherra þeg- ar nauðsynleg gögn skorti. Stefán Guðmundsson (F-Nv) formaður sjávarútvegsnefndar efri deildar sagði að skýrt hefði komið fram að engu hefði verið leynt, þeir fulltrúar sem hefðu unnið að útreikn- ingum á veiðiheimildum til smábáta hefðu mætt á fundi nefndarinnar og engu leynt. Þessir fulltrúar voru fulltrúar sjávarútvegsráðuneytis ásamt fulltrúa Fiskifélags íslands og fulltrúi Félags smábátaeigenda. Þessir aðilar hefðu boðist til að fara yfir öll gögn hvort heldur í húsa- kynnum Alþingis eða í ráðuneytinu. Stefán furðaði sig á því að enginn hefði þekkst þetta boð og leitað til þessara manna. Halldóri Blöndal þótti ekki fýsi- legt að hlaupa upp í ráðuneyti og lesa þar yfir öxlina á einhveijum ráðuneytismanni þegar hann þyrfti á upplýsingum að halda. Það kom einnig fram að Halldóri þótti Stefán Guðmundsson ötull við að ganga erinda sjávarútvegsráðherra. Stefán Guðmundsson sór fyrir að sinna slíkum erindarekstri. Hann sagði að ef Halldór væri orðinn svo fótafúinn að hann kæmist ekki upp í ráðuneyt- ið væru menn reiðubúnir að hitta nefndarmenn í húsakynnum Alþing- is. Skúli Alexandersson sagði að þótt nefndarmenn væru sjálfsagt næmir, þá væru þeir ekki jafnnæm- ir og Stefán Guðmundsson áliti sjálf- an sig vera. Það væri nefndarmönn- um ofurverk að hafa einstakar upp- lýsingar á takteinum þegar menn leituðu upplýsinga hjá nefndarmönn- um. Hann ítrekaði þá beiðni að nefndarmenn fengju þessi gögn, vitaskuld sem trúnaðarmál. Lauk nú þessari umræðu í sameinuðu þingi. Efri deild Umræðu var þó ekki lokið, því Halldór Blöndal kvaddi sér hljóðs á 18. fundi efri deildar, en sá fundur hófst að afloknu þinghaldi í samein- uðu þingi. Halldór greindi enn á ný frá málavöxtum og fór fram á að forseti deildarinnar Jón Helgason legði til sitt liðsinni og atfylgi til að sjávarútvegsnefnd deildarinnar fengi þessar skrár sem trúnaðarmál. Skúla Alexanderssyni þótti mjög miður að Guðrún Helgadóttir forseti Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp til stjórnsýslulaga sem felur í sér nokkrar grund- vallarreglur um meðferð stjórn- sýslumála sem taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga sem og stofnana þeirra. Frumvarpið var Iagt fram til kynningar á síðasta þingi en er nú endurflutt nokkuð breytt. Samhliða verður lagt fram sjálfstætt frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Helztu atriði frumvarpsins eru: 1) Nokkrar grundvallarreglur um meðferð stjórnsýslumála. 2) Skilgreind eru stjórnsýsluhug- tök. 3) Settar eru skýrari reglur um sérstakt hæfi stjórnsýsluhafa. 4) Sett eru ákvæði um hvernig bregðast skuli við vanhæfi ráð- herra 5) Settar eru skýrari reglur um leiðbeiningaskyldu stjórnsýsluhafa. 6) Settar eru reglur um rétt máls- aðila til þess að kynna sér gögn í málum sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum. 7) Andmælaréttur málsaðila er lögfestur. sameinaðs þings vildi ekki beita sér í þessu máli og ítrekaði þá ósk Hall- dórs Blöndals að Jón Helgason beitti sér fyrir að nefndarmenn fengju þessu gögn í hendur. Eyjólfi Konráði Jónssyni (S-Rv) þótti einsýnt að Jón Helgason eða formaður sjávarútvegsnefndar kæmi og lýsti því yfir að nefndarmenn fengju refjalaust í trúnaði þær upp- lýsingar sem farið væri fram á. Stef- án Guðmundsson (F-Nv) formaður sjávarútvegsnefndar efri deildar endurtók það sem hann hafði sagt í sameinuðu þingi, m.a. um að engu væri leynt fyrir þingmönnum. Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) sagði m.a. að ef það væri óljóst hvort þingmenn hefðu aðgang að gögnum, þá væri full þörf á því að setja lög sem tækju af öll tvímæli. Guðmund- ur kvaðst myndu beita sér fyrir frumvarpi um þetta efni. Halldór Blöndal ítrekaði spurn- ingu sína til forseta deildarinnar Jóns Helgasonar um hvort hann vildi beita sér í þessu máli. Hann hlyti að geta svarað því nú. Jón Helga- son kvaðst hafa heyrt beiðnina og tekið hana til athugunar. Skúli Alexandersson vakti at- hygli á nýframlögðu frumvarpi um upplýsingaskyldu stjórnvalda, þ. á m. 6. gr: „Réttur almennings til að kynna sér gögn hjá stjórnvaldi eða stjórnsýsluhafa nær til: 1) Allra gagna, sem snerta mál sem komið hefur til afgreiðslu stjórnvalds, þar með talinna endurrita bréfa sem stjórnvaldið hefur sent, enda megi ætla að bréfin hafi borist viðtakenda. Ekki kváðu fleiri sér hljóðs og var listinn yfir veiðiheimildir smábáta ekki ræddur frekar — í þetta sinn. Tannréttingar: Ekki nákvæm- ar upplýsing- ar um kostnað Fleiri aðgerðir hér en í grannríkjum Heildarkostnaður opin- berra aðila við tannlækning- ar var 713 m.kr. árið 1988 og 922 m.kr. árið 1989. Ekki er hægt að tiunda hver hlut- ur tannréttinga er í þessum kostnaði. Þetta kom fram í svari Guðmundar Bjarnason- ar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Geir H. Ha- arde (S-Rv). Ekki liggja enn fyrir upplýs- ingar um kostnað við tann- lækningar árið 1990. Ekki liggja heldur fyrir nákvæmar tölur um hve stór hluti 6-18 barna og unglinga nýtur tann- réttingaþjónustu en líkur standa til að það sé nálægt 40%. í nágrannalöndum er þetta hlutfall 25%. Flokkun tannskekkju hefur enn ekki hafizt enda samningar um gjaldskrá tannréttara ekki í höfn. Utandagskrárumræður: Yfirvigt frysti- togara rædd Frumvarp til stjómsýslulaga 8) Sett eru ákvæði um rökstuðning stjórnsýslu ú rsku rða. 9) Settir eru tímafrestir um með- ferð mála sem lögin taka til og úrskurði. 10) Settar eru reglur um leiðbein- ingarskyldu varðandi kærumeðferð stjórnsýsluákvarðana. 11) Þagnarskylda starfsmanna í opinberri þjónustu er ítrekuð. 12) Réttur málsaðila til þess að kynna sér málsgögn nær aftur til 1. janúar 1982. 13) Lagt er til að lögin taki gildi 1. janúar 1992. Fiskveiðistjórnúhin var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Fallist var á stutta utandagskrár- umræðu að beiðni Kristins Pét- urssonar (S-Al). Að þessu sinni voru frystiskipin til umræðu. Fyrirspyrjandi vakti athygli á frétt í Þjóðviljanum síðastliðinn laugardag þar sem haft var eftir veiðieftirlitsmanni hjá veiðieftirliti sjávarútvegsráðuneytisins að yfir- vigt í afurðum frystitogara væri allt að 10% og einnig að nýtingartöl- ur syndu að miklu væri hent. Kristni þótti þetta alvarlegt mál og spurði hvort .sjávarútvegsráðherrann vildi staðfesta þetta og ef svo væri, hversu lengi þetta hefði verið ljóst og hvers vegna ekkert hefði verið aðhafst í málinu. Ráðherrann var spurður hvort hann vildi afhenda gögn um þessi mál — sem og marg- umrædd gögn um trillukvóta. MMACI Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði að sá veiðieftir- litsmaður sem vitnað væri í segði að ekki væri rétt eftir haft og hefði komið athugasemdum á framfæri við blaðið um þetta mál. Halldór greindi einnig frá því að farið hefði fram úrtak á afla tíu frystiskipa og nú hefði verið ákveðið — eins og þingheimi ætti að vera kunnugt — að breyta vigtun hvað frystitog- arana áhrærði, einnig. að teknir yrðu upp ’nýtingarstuðlar fyrir hvern og einn frystitogara frá og með næstkomandi áramótum. Hvað snerti trillukvótann endurtók ráð- herrann skýringar sínar um að ekki væri gerlegt að afhenda öll gögn sem til væru og slíku gæti hann ekki lofað. Fyrir alþingismenn hlyti aðalatriðið að vera, að fá upplýsing- ar um það sem~spurt væri um en ekki öll gögn ráðuneytanna. Þingmenn ræddu frekar sjávar- útvegsmál, fiskveiðirannsóknir og loðnuleit, nýtingu sjávarafla, og óæskilegar verkanir kvótakerfis. Til máls tóku Jón Sæmundur Sigur- jónsson (A- Nv), Málmfríður Sig- urðardóttir (SK-Ne) og Skúli Alex- andersson (Ab-Vl), Stefán Val- geirsson (SFJ-Ne), Halldór Blöndal (S-Ne). Ennfremur tóku Kristinn Pétursson og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra aftur til máls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.