Morgunblaðið - 11.12.1990, Side 51

Morgunblaðið - 11.12.1990, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 Kalkúiii ,'v - - '7*v- ___i Fyrsta skipti sem ég sá kalkúna var á íjórða áratugnum austur á Seyðisfirði. Þar spígsporuðu þessir fuglar í garði Jóhanns Ellerup, apótekara. í huga mínum varðveittist mynd af mjóum fótum, stórum búk, Iitlum haus með lafandi húðtotu. Já, mér fannst þetta ekki fríðar skepnur og svo voru þær líka svargráar á litinn. Danskir apótekarar og bakarar ræktuðu kalkúna á þessum tíma. En allt frá árinu 1949 hefur Jón Guðmundsson, bóndi á Reykjum, ræktað kalkúna og það eru hvítii' fuglar. Ekki var þó verið að hugsa um fríðleika fuglanna, þegar þessi litur var valinn, heldur er Qöðurstafurimi hvítur og því hamurinn mun fallegri og þar með girnilegri á þeim fuglum. Spánveijar kölluðu kalkúna indverskan kjúkling, þegar þeir sáu hann fyrst, en þeir héldu þá að þeir hefðu siglt til IndlandSj en voru þá komnir til I xíkó. I Evrópu var kalkúni fyrf á borð- um árið 1570 í giftr arveislu Karls IX., en varð ekk dgengur í matargerð fyrr en ur 1630 og voru það franskir Je jítar sem ræktuðu þá á bóndaba í héraðinu Bourges, og í Frakklandi voru kalkúnarnir kallaðir Jesúítar. Enn er talsvert um villtan kalk- úna í Mexíkó og Guatemala. Hann var taminn þar þegar á dögum Azteka, og þeir matreiddu kalkún- ann með sérkennilegri sósu. Það er mögnuð sósa úr pipar, maís, tómötum, hvítlauk, möndlum, anís, kanil, negul, koriander, ses- amfræi og svo punkturinn yfir i-ið - súkkulaði. Langan tíma tekur að matreiða kalkúna og í hann er sett fylling til þess að hann þorni síður og bragðgæði aukist. Við þurfum að láta kalkúnann þiðna alveg áður en við matreiðum hann. Best er að geyma hann í kæliskáp á með- an. Það tekur minnst 2—3 daga. Við þurfum að taka innyflin innan úr honum strax og hann er orðinn það þíður að það sé hægt. Inn- yflin steikjum við og sjóðum í sósu. Misjafnt er hvað er notað í fyllingu en mér finnst best að nota perur, apríkósur, lauk, furu- hnetur og brauð og svo örlitla salvíu (sage, ekki of mikið, þetta er sterkt krydd). Svo þarf að pensla fuglinn oft með smjöri. Hann þarf langa steikingu. Gott er að setja álpappír yfir vængi og læri svo að það þomi síður. Sósuna búum við svo til úr soðinu af innyflunum og er gott að bragðbæta hana með víni, t.d. koníaki eða þurru sherryi, en mér finnst best að nota portvín, en þeir sem ekki vilja nota vín í mat, geta sem hægast notað góða sólberja- eða rifsberjasaft eða bara hrært rifsberjahlaup út í. Meðlæti með kalkúna er mismun- andi, t.d. stappa úr sætum kártöfl- um og mýrarberjasósa (cranberri- es). Þau hafa fengist í Hagkaup- um og víðar. Hér er uppskrift af henni og einnig af auðveldu ' salati. Ef notaðar eru venjulegar kartöflur getum við hvort sem er haft þær bakaðar eða soðnar og alls konar soðið grænmeti hentar vel með þessum hátíðisrétti. Ábætisréttur fylgir ekki í þessum þætti enda birtust allir jólaábætis- réttimir mínir í jólamatar- blaði Daglegs lífs 7.'des. sl. Fyllingin í kalkúnann 150 g þurrkaðar apríkósur 1 dl rúsínur 2*/2 dl (1 peli) portvín 'A formfranskbrauð í sneiðum 100 + 30 gr smjör 1 stór laukur nokkrar greinar fersk steinselja 3 seljustilkar (sellerí) 1 kg pemr 300 g furuhnetur (pinenuts), fást í Kornmarkaðinum og Heilsuhús- inu og kannski víðar, nota má pecan- eða valhnetur 1 tsk. salt 1 tsk. salvía (sage) 1. Skerið apríkósurnar smátt, s etjið í kmkku ásamt rúsínum. Hellið portvíni yfir. Hristið kmkkuna öðra hverju í 1—2 daga. 2. Skerið skorpuna af brauðinu, skerið sneiðarnar síðan í litla teninga á stærð við ‘A sykur- mola. 3. Afhýðið pemrnar og skerið í álíka stóra ten- inga og brauðtening- ana. Afhýðið laukinn og saxið fínt. Skerið stilkseljuna þvert í þunnar sneiðar. Takið stilk- ana af steinseljunni, saxið hana en geymið stilkana. 4. Setjið 100 g af smjöri á pönnu, hafíð hægan hita. Setjið brauð- teningana í smjörið og brúnið örlítið. Takið þá af pönnunni og geymið. 5. Setjið 20 g af smjör á pönn- una, sjóðið laukinn og stilkselj- una í því í 5 mínútur. Hafið hægan hita, þetta á ekki að brúnast. 6. Setjið peruteningana og fum- hnetumar út í ásamt rúsínun- um, apríkósunum og portvín- inu í kmkkunni, brauðtening- unum og saxaðri steinseljunni. Hafíð minnsta straum, en setj- ið lok á pönnuna og látið þetta standa á hellunni í 10 mínútur. 7. Blandið salti og salvíu saman við. Kælið síðan að mestu. Fylltur kalkúni 1 kalkúni, u.þ.b. 4'A kg V2 sítróna 2 tsk. salt mikið af nýmöluðum pipar 100 g smjör 1. Þerrið kalkúnann vel að utan og innan, nuddið hann síðan vel að innan með sundurskor- inni sítrónunni. Stráið salti og pipar inn í hann og nuddið því inn í hann að utanverðu. 2. Fýllið kalkúnann frá báðum endum. Saumið síðan opin saman. Notið bómullarþráð og rúllupylsunál eða stóra stoppu- nál. 3. Þrýstið vængjunum og lærun- um að búknum og reyrið sam- an með bómullarþræðinum. 4. Hitið bakarofn í 150° C, setjið kalkúninn í steikingarpott eða í skúffuna úr bakarofninum og steikingarpappír yfír. 5. Bræðið smjörið, penslið kalk- únann á 20—30 mínútna fresti. Leggið álpappír yfir bringuna svo að hún þorni ekki. Steikið þannig í 4 klst. Takið álpappír- inn af. Aukið hitann í 200° C síðustu 20—30 mínúturnar. Hægt er að vinda hreina grisju upp 'ur smjörinu og leggja yfir fuglinn, það sparar manni að pensla hann. Sósan Innyfli úr fuglinum 1 msk. smjör — 2 msk. matarolía 1 lítri vatn ‘/2 tsk. salt 1 seljustilkur 1 meðalstór gulrót stilkarnir af steinseljunni 4 piparkorn 1—2 tsk. soyasósa 1 tsk. milt sinnep hveitihristingur 1 msk. hreinn rjómaostur l‘/2 dl þeyttur ijómi 1 dl portvín (eða rifssaft) 1. Setjið smjör og olíu á pönnu og brúnið innyflin úr fuglinum. 2. Setjið í pott ásamt vatni, salti, piparkornum, seljustilk í bit- um, gulrót í sneiðum og stein- seljustilkum. Sjóðið í 1—1‘/2 klst. 2. Síið soðið. Setjið í pott. 3. Skolið steikingarpottinn að innan með örlitlu vatni og setj- ið saman við. 4. Búið til hveitihristing og jafnið í sósu, setjið portvín, sinnep, soyasósu og ijómaost út í sós- una. Hrærið vel saman og lá- tið ijómaostinn leysast vel upp. 5. Þeytið ijómann og setjið sam- an við. Mýrarberja/perumauk, Cranberries 1 pk. mýrarber, 340 g ‘/2 kg perur 1 dl sykur 'h dl vatn 1. Afhýðið perur og stingið úr þeim kjarnann, skerið í sneið- ar. Setjið í pott. 2. Setjið mýrarber, sykur og vatn saman við. Sjóðið við hægan hita í 15 mínútur. Meijið þá með kartöflustappara. Fljótlegt og gott ávaxtasalat 1 heildós kokteilávextir 2 epli 250 g súr/sætar rauðrófur U/2 dl þeyttur ijómi 1 dós sýrður ijómi 1. Afhýðið eplin og skerið í litla bita. Skerið rauðrófumar í litla bita. 2. Þeytið ijómann, blandið saman við sýrða rjómann. 3. Síið kokteilávextina, setjið þá ásamt eplum og rauðrófum út Leiðrétting í síðasta þætti, þriðjudaginn 4. desember, birtist uppskrift af hunangskökum. í upptalningunni vantaði fjölda eggja í uppskriftina en þau eiga að vera tvö. En ekki nóg með það. í hinni uppskriftinni Sírópskökudeig er hjartarsaltið tvítekið. Því meira svindl, því stærri vinningur eftir Guðna A. Einarsson Nú á tímum umræðu um fisk- veiðistefnu og úthlutun kvóta á smábáta og bindingu skarkola í kvóta, er ekki laust við að spurning- ar vakni hjá manni um það réttlæti sem við búum við hér á íslandi. Á ég þar við þá kenningu sumra í láglaunastéttum landsins, að þeir sem steli mest sé hampað hæst. Á undanförnum árum hafa veiðar á skarkola og steinbít verið undan- þegnar takmörkunum í kvótalög- um. Hefur því verið tilhneiging hjá þeim sem hafa verið þrengdir vegna kvótaleysis, að landa þorski og öðr- um tegundum innan kvóta sem teg- undum utan kvóta. Nú þegar skar- koli er settur í kvóta og síðar þegar steinbítur og aðrar tegundir fylgja á eftir, hafa þessir aðilar öðlast nýja aflareynslu og verður nú út- hlutað kvóta samkvæmt því. í stuttu máli, þeim sem hefur tekist að stela þorski undan kvóta og landa honum sem kola, bæði innan- lands og utan, verður nú veitt umb- un erfiðis síns fyrir utan andvirði þorsksins sem þeir seldu á sínum tíma. Þeir fá úthlutað varanlegum kvóta út á allt svindlið, því stærri sem svikin voru meiri. Heyrt hef ég um mann sem gerði út þijátíu tonna bát. Hann hreykir sér af því að hafa sent út til Eng- lands fimmtán gáma af þorski eitt árið, sem var skráð sem aðrar teg- undir, þ.e. skarkoli, steinbítur og fleira. Áf þessu sést að ekki er um neinar smátölur að ræða. Ekki eru svona fregnir kannski mjög traust- ar heimildir, en hitt er staðreynd að sjálfum hefur mér verið boðið af umboðsmanni erlendis, að senda þorsk út og skrá hann sem ýsu, þannig að ekki fer liturinn á roðinu fyrir brjóstið á þeim körlum, svo mikið er víst. Rétt er að taka fram að ekki þáði ég boðið enda enginn hagur í því þar sem mitt skip var á afla- marki en ekki sóknarmarki og báð- ar tegundirnar innan aflamarksins. Sama er að segja um úthlutun kvóta á báta undir tíu tonnum. Þar hefur maður heyrt að menn á bátum yfir tíu tonnum hafi landað á nafni báta undir mörkunum, þ.e. báta á banndagakerfinu sem nú fá úthlut- að kvóta út á þann afla. Sama gild- ir um sóknarmarksskip sem komið hafa þorski og öðrum tegundum í kvóta undan í nafni tegunda utan kvóta, og öðlast nú aflamark á ut- ankvótategundunum samkvæmt því. Allt ber þetta að sama brunni, því stórtækari sem svikin hafa ver- ið því meiri verður kvótinn. En hvað er til ráða, hvernig á Guðni A. Einarsson að skipta því niður sem í boði er? Staðreyndin er sú, að bæði skar- koli og steinbítur voru í kvóta þeg- ar kvótinn var settur á árið 1984. Þar er til viðmiðun sem hægt er að nota, þ.e. úthluta eftir afla- reynslu áranna 1981-1983 til þeirra sem gerðu út skip þá og úthluta síðan þeirri aukningu sem orðið „Kvótakerfið er og hef- ur verið slæmt, en ekki bætir það ef menn geta unnið stórkostlega vinninga, með því einu að hafa svindlað nógu djöfullega á kerfinu á undanförnum árum.“ hefur á veiðum þessara tegunda með tilliti til aflareynslu síðustu ára. Að úthluta kvóta til útgerða en ekki skipa er til þess að ekki skipti máli hvort menn hafi skipt um eða selt frá sér skip á tímabilinu. Ef skip með steinbíts- eða kolakvóta árið 1984 hafa verið seld, hafa þau verið ódýrari vegna þess að heild- arkvótinn varð minni þegar þessar tegundir voru teknar út úr. Kvótakerfið er og hefur verið slæmt, en ekki bætir það ef menn geta unnið stórkostlega vinninga, með því einu að hafa svindlað nógu djöfullega á kerfmu á undanförnum árum. Það_ á að vera krafa allra rétt- látra Islendinga að það verði ekki látið viðgangast. Höfundur erskipstjóri á Suðureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.