Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 11.12.1990, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1990 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR RANDRUP, áðurtil heimilis í Bröttukinn 12, Hafnarfirði, andaðist á elliheimilinu Grund aðfaranótt 8. desember. Börn, tengdabörn og barnabarn. t Ástkær móðir og tengdamóðir, KRISTÍN JESPERSDÓTTIR, Suðureyri, andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 8. desember. Kristján Normann, Gréta Þórs. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, áður Bræðraborgarstíg 55, lést að morgni 9. desember í hjúkrurlarheimilinu Skjóli. Börn, tengdabarn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, SVAVA SVEINSDÓTTIR, lést sunnudaginn 9. desember sl. Magnús G. Rristjánsson, Ásgeir H. Magnússon, Jóna Sigurðardóttir, Jón Hákon Magnússon, Áslaug G. Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINDÓR KRISTINN STEINDÓRSSON skiþaafgreiðslumaður, Hólmagrund 7, Sauðárkróki, andaðist í Sjúkrahúsi Skagfirðinga,.Sauðárkróki, 8. desember. Sólrún Steindórsdóttir, Kári Steindórsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þórir Aðalsteins- son - Minning Fæddur 1. janúar 1968 Dáinn 3. desember 1990 Jólin nálgast og minningin um fæðingu frelsarans er í algleym- ingi. Undirbúningur jólanna er haf- inn og einstaklingar hlakka til að eiga ánægjuleg jól í faðmi íjölskyld- unnar. Framtíðin virðist vera björt og allir kætast. Á einu augnabliki getur þó öll þessi mikla gleði snúist upp í andstæðu sína. Framtíðará- form hrynja og heimurinn er ekki sá sami og fyrr. Mánudaginn 3. desember fórst í hörmulegu slysi góðvinur okkar, Þórir Aðalsteinsson. Þóri kynntumst við haustið 1984 þegar við allir hófum nám við Versl- unarskóla íslands. Fljótlega tókst með okkur vinskapur sem haldist hefur síðan. í okkar hópi var Þórir jafnan fulltrúi gleðinnar og fram- taksseminnar. Þó svo að Þórir hafí verið rólegur og yfirvegaður að eðlisfari var ætíð stutt í góða kímni. Ófáar eru þær gleðistundir sem við áttum saman. ■Þórir var einn af þeim mönnum sem vilja hafa mörg járn í eldinum og alla möguleika opna. Lýsir það honum vel að jafnhliða flugmanns- námi sínu var hann að vinna og viðloðandi nám við Háskóla íslands. Nú þegar okkur verður hugsað til baka koma upp í hugann, hver á fætur annarri, minningarnar og minningabrotin um þær stundir sem við áttum með Þóri. Okkur verður hugsað til bridsspilanna, veiðiferð- anna og allra þeirra atvika, stórra og sm'arra, sem koma fyrir í góðra vina hópi. Einnig minnumst við þeirra vikna sem við áttum með Þóri í ferðalagi útskriftarnema Verslunarskóla Islands vorið 1988. Þórir setti sér snemma það mark- mið að verða flugmaður. Að því markmiði vann hann ötullega og mörgum stundum eyddi hann úti á flugvelli eða á lofli í flugvél sinni. Nokkrar ferðir fórum við með Þóri og höfðum gaman af. Alltaf bárum við fyllsta traust til Þóris því hand- brögðin voru örugg og fasið fum- laust. Af kynnum okkar við Þóri er okkur ljóst að þar fór maður sem lifði lífinu lifandi og hafði ekki áhyggjur í dag af vandamálum morgundagsins. Með Þóri er geng- inn góður drengur og traustur vinur sem við munum ávallt minnast. Við vottum aðstandendum Þóris okkar dýpstu samúð. Andri Á. Grétarsson, Ágúst Jónsson, Guðmundur H. Erlendsson, Jón Arnar Baldurs, Sigurður Páll Hauksson. Bróðir minn var mér yndislegur bróðir. Við áttum oft margar glaðar og skemmtilegar stundir saman. Ég er þakklát fyrir hjálpsemina þegar ég átti í erfiðleikum, bæði með námsverkefni og einnig í hinu daglega umstangi. Ég minnist þess þegar hann bauð mér og vinkonu minni í mína fyrstu flugferð í flug- vél sinni og leyfði mér að stýra flug- vélinni með sér. í sól og blíðu bæði skemmti hann mér og fræddi. Ég skil vel að flugið hafi verið hans helsta áhugamál. Það er skemmti- legt að geta flogið og séð hvað allt er öðruvísi og fallegt úr lofti. En þrátt fyrir að flugið sé skemmti- legt, fallegt og fróðlegt, þá veldur það mér nú miklum sársauka, því það er búið að taka hann frá mér. Elsku bróður mínum þakka ég fyrir fallegar og góðar stundir: Ég veit að góður Guð gætir hans og verndar. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, . líf mannlegt endar skjótt. Ólöf Okkur langar í fáum orðum að minnast vinar okkar, Þóris Aðal- steinssonar, en mánudaginn 3. des- ember barst okkur sú hörmulega frétt að vinur okkar væri Iátinn. Við kynntumst flestir Þóri í grunnskóla, en strax á þeim árum sáum við að hann var góðum gáfum gæddur og hæfileikaríkur á ýmsum t Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, EINAR J. SKÚLSON fyrrverandi forstjóri, Garðastræti 38, Reykjavík, lést í Landspítalanum 8. desember. Kristjana Þorkelsdóttir, Skúli Einarsson, Ingifríður Ragna Skúladóttir, Alexia ír Magnúsdóttir. t Móðir mín, VALGERÐUR K. TÓMASDÓTTIR, til heimilis í Furugerði 1, Reykjavík, lést á heimili sínu 2. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björg Ágústsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Keldulandi 17, sem lést í Landspítalanum 2. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 11. desember, kl. 10.30. Ágúst Sesselíusson, Kristín Ágústsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, GÍSLI R. STEFÁNSSON, Hátúni 6, Reykjavík, lést 29. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, KARL Á. ÚLFARSSON læknir, er lést 1. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag", þriðjudaginn 11. desember kl. 15.00. Henrietta 1. Haraldsdóttir, Charlotta Karlsdóttir, Jósefine Karlsdóttir, Charlotta Ó. Þórðardóttir, Úlfar Gunnar Jónsson Hulda Hrönn Úlfarsdóttir, Edda Sólveig Úlfarsdóttir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA S. GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis í Furugerði 1, lést í Hafnarbúðum miðvikudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 13. desember kl. 15.00. Halldóra Jóhannesdóttir, Kristján Kristjánsson, börn, tengdadætur og barnabarn. sviðum, til dæmis á sviði skáklistar- innar, en hann var með betri skák- mönnum í Snælandsskóla og yfir- leitt í skákliði skólans. Hann tók virkan þátt í íþróttalífi skólans og þá aðallega á sviði knattspyrnunnar og flest æskuárin æfði hann með knattspyrnufélaginu ÍK. Eftir grunnskólann lá leið hans í Verslunarskóla íslands og lauk hann þaðan stúdentsprófi vorið 1988, samhliða skólanum lagði hann stund á flugnám af miklum dugnaði. Eftir stúdentspróf hóf hann nám í Háskóla íslands en hætti fljótlega og ákvað að snúa sér alfarið að flugnáminu, en dugn- aður Þóris vakti oft eftirtekt bæði í starfi og námi. Þórir hafði ákveðnar skoðanir en var jafnframt hlédrægur og fámáll, en var vinur vina sinna, enda voru kynni okkar af Þóri mjög góð og við fráfa.11 hans er stórt skarð höggvið í vinahópinn og munum við minnast hans með söknuði um ókomin ár. Foreldrum hans og systur vottum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. Foldi geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, . hjálpi mér í himin þinn heilagur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda í hendur. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni) Jóhann, Benedikt, Guðni, Hrafn, Valdimar, Olgeir, Tjörvi og Jóhanna. Enginn má sköpum renna. Þetta kom upp í hugann þegar okkur barst harmafregnin um lát Þóris. Hann var svo ungur að árum og átti allt lífið framundan. Við bekkj- arsystkini hans minnumst góðs vin- ar og félaga og allra þeirra stunda sem við áttum saman. Nú er ið fagra iífið liðið, lengur ei bærist hjarta milt, óskipað rúm og autt er sviðið, aldrei það skarð mun verða fylt; mannkosta lifir minning ein mætari hverjum bauta-stein. (Kristján Jónsson, Ljóðmæli, útg. 1911.) Með innilegustu samúðarkveðj- um til hinna nánustu. Bekkjarsystkini úr 6. bekk X, Verslunarskólanum. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. bSófmciucil Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.