Morgunblaðið - 14.11.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.11.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 27 Uppdiktuð sjónmengfun eftir Jakob Björnsson Meðfylgjandi mynd birtist í Les- bók Morgunblaðsins 19. okt. sl., ásamt greinarkorni eftir GS undir fyrirsögninni „Sjónmengun”. Greininni lýkur með þessum orðum: „Háspennumastrið þarna er út af fyrir sig fallegt mannvirki og minnir á sumt í nútímaskúlpt- úr. En þarna á þetta mannvirki ekki heima og verður aðeins til að spilla útsýninu . ..” Myndin er uppdiktuð sjónmeng- un, búin til af ljósmyndaranum. Með því að færa sig um nokkra tugi metra í þá átt sem myndin er tekin í, yfir fyrir háspennulín- una, hefði ljósmyndarinn getað tekið mynd af randfjöllum Lang- jökuls án þess að nokkurt há- spennulínumastur truflaði útsýnið. Vera má að myndin sé tekin af bílaslóðinni sem lögð var meðfram línunni í upphafi. Ef svo er sýnir það aðeins að sem ferðamanna- vegur liggur slóðin öfugu megin við línuna á þessum kafla. Auð- velt væri að bæta úr því; miklum mun auðveldara en að leggja lín- una annars staðar. Með sams konar rökum hefði GS getað staðhæft að fiskvinnslu- húsin nálægt höfninni í Vest- mannaeyjum ættu „ekki heima á þessum stað” vegna þess að frá vissum sjónarhornum trufla þau útsýni til Heimakletts, eða að Hallgn'mskirkja sé „út af fyrir sig fallegt mannvirki og minnir á sumt í nútímaskúlptúr” en eigi „ekki heima” á Skólavörðuholti vegna þess að frá ákveðnum stöðum séð skyggir hún á Esjuna, eða ... Upptalningin getur orðið býsna lögn. Vafalaust er að finna stað þaðan sem Snæfellsjökull sést ekki fyrir Perlunni. Með aðstoð góðs ljósmyndara er auðvelt að búa til „sjónmengun”. Sjónmengun er fyrir hendi þeg- ar illmögulegt er fyrir mannvirkj- um, eða mjög erfitt, að finna sjón- arhól þaðan sem njóta má fagurs útsýnis. Því er ekki að dreifa í dæmi því sem GS tekur. - Hugsunarhátturinn að baki skrifum þessum er býsna skyldur þeim sem felst í orðtakinu „lastar- anum líkar ei neitt...” Höfundur er orkumálnstjóri. Bók um HÖRPUÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Draumar - fortíð þín, nútíð og framtíð eftir Kristján Frímann. Á bókarkápu segir m.a. um bók- ina og höfund hennar: „Hvað boð- ar draumurinn þinn? Er hann við- vörum, eða styrkir hann ákvarðan- ir þínar í daglegu lífi? Boðar hann góða heilsu, stóru ástina, góðan vin, trausta atvinnu og öryggi eða táknar hann veikindi .og aðra óár- an, hamfarir náttúru og manna? Flestir spyija sig um tákn drauma sinna en oft verður fátt um svör. Hér er bókin sem hjálpar þér að ráða gátur draumanna, finna réttu svörin og lykla að völundarhúsi draumalífsins. Höfundur bókarinnar, Kristján Frímann, draumamaður og skáld, er fæddur í febrúar 1950 á Pat- reksfirði. í mörg ár hefur hann kannað drauma, boðskap þeirra, tákn og merki. Hann hefur ritað drauma Kristján Frímann pistla í blöð og tímarit um drauma, stjórnað útvarpsþáttum um efnið og haldið námskeið. Þessi bók er afrakstur rannsókna hans á draumum og er í senn fræðandi og skemmtileg.” £t>;s BRÉFA- BINDIN /rá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. 5 i Múlalundur 'I SÍMI: 62 84 50 Nafn: Fjölnir Stefánsson Starf: Skólastjóri Aldur: 61 Heimili: Hrauntunga 31, Kópavogi Bifreið: Mitsubishi Galant 1989 Ahugamál: Tónlist og skák / Mitt álit: „Eg hefkeypt Kjarabréf vegna þess að með þeim næ ég hámarksávöxtun miðað við lágmarksáhættu - jafnvel án þess að binda sparifé mitt í langan tíma.“ VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3, 600 AKUREYRI S. (96) 11100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.