Morgunblaðið - 14.11.1991, Side 48

Morgunblaðið - 14.11.1991, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Treystu fremur á þitt eigið frumkvæði en óhóflegar lán- tökur til að komast út úr kyrr- stöðunni. Þú kannt að verá'á öðru máli en ráðunautur þinn varðandi ákveðið vafaatriði. Naut (20. apríl - 20. maí) Því meira sem þú ýtir á fólk núna því meiri mótspymu mætirðu. Máiamiðlun er eina færa leiðin út úr ógöngunum. Leitastu við að vera í takt við ástvini þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þegar þú hefur kraflað þig í gegnum erfiða kaflann í verk- efninu sem þú hefur með hönd- um verður sléttur sjór fyrir stafni. Láttu tímabundna erfið- leika ekki buga þig. Krabbi (21. júni - 22. júlí) Það er ekki víst að það falli í góðan jarðveg að blanda saman leik og starfí núna. Sinntu hugðarefnum þínum, en forð- astu að ráska með annað fólk í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Leyfðu öðrum á heimilinu að ráða með þér. Óvíst er að þú getir tekið ákvörðun um skemmtiferðlag í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Reyndu að festast ekki um of í sama farinu núna. Kynntu skoðanir þínar, en stattu ekki of fast á þeim gagnvart öðru fólki. Vog (23. sept. - 22. október) Flýttu þér ekki um of ef þau kaupir eitthvað núna. Það gæti hefnt sín illilega ef þú létir dómgreindina ekki ráða ferð- inni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Viljastyrkur þinn er öllum aug- Ijós núna. Þú vilt eingöngu fara þínar eigin leiðir í dag, en öðr- um kann að finnast það bera vott um óbilgirni. Siakaðu að- eins á kröfum þínum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Ef þú hreinsar upp smáverk- efnin sem hafa hvílt á þér und- anfarið öðlastu meiri hugarró og getur einbeitt þér á nýjan leik. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þó að þú sér tryggur vinum þínum þarftu ekki endilega að heyja baráttuna fyrir þá. Gættu þess að efna ekki til úlfúðar í kvöld, en vertu innan um fólk. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Stattu við sannfæringu þína, en reyndu að forðast að lenda i illdeilum þess vegna. Haltu ifram á sömu braut og þú hef- ir fetað að undanfömu. Fiskar 19. fcbrúar - 20. mars) ’SZ Þú hefur vissar efasemdir um •áðgjöf sem þú færð núna. Ferðalag er á dagskrá þinni mnan skamms. Sýndu umburð- irlyndi þegar fólk viðrar skoð- mir sínar, jafnvel þótt þær séu ilíkar þínum. Sljörnuspána á að lesa sem dœgradv'ól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. GRETTIR (£KlJ7Vcj)/°)P mmm® ÍA i Feature X ^ / / UV3 Í l 1 /dJFP' ^ \\\ \l//r f/ * f (J 0) ^ !■ é f ■ lial JL ® 3 [7AV7Í3 |o-z5 :::: T/MlillWII if-XéT* ■ r*iu m g TOMMI OG JclMIMI CCDHIM AMH rtrdJtlMAIMU SMÁFÓLK UIMAT W0ULP \ Y0U 5AY IF I TOLP YOU I UJA5 THINKINé OF LEAVIN6 HERE? Hvað myndirðu segja, ef ég segði þér, að ég væri að hugsa um að fara héðan? Með'grátstafinn í kverkunum, ha? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sigur B-sveitar Bandaríkj- anna í kvennaflokki í Yokohama var sannfærandi. Þær unnu A- sveit Bandaríkjanna örugglega í undanúrslitum og síðan austur- rísku Evrópumeistarana í sjálf- um úrslitaleiknum með um 100 IMPa mun. Erfiðasti leikur sig- urvegaranna var í 8-sveita úr- slitum gegn bresku konunum. Á tímabili leit út fyrir að þær bresku hefðu unnið með 2ja IMPa mun eftir að keppnisstjóri úrskurðaði Bretum í hag í þessu spili: Austur gefur, allir á hættu. Norður Vestur ♦ ÁD1064 V62 ♦ Á98 ♦ D92 ♦ 9 VÁ93 ♦ D10742 ♦ ÁG53 Austur Suður ♦ G52 V K54 ♦ KG53 ♦ K86 ♦ K873 VDG1087 ♦ 6 * 1074 I opna salnum höfðu banda- rísku konumar stansað í 2 spöð- um á spil AV og tekið 11 slagi: 200. Hinu megin gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 spaði Dobl Redobl 3 hjörtu Pass Pass Pass Þrjú hjörtu fóru tvo niður, 200 í AV, svo spilið féll. Miðað við þá niðurstöðu höfðu bandarísku konurnar unnið leikinn með 5 IMPa mun. En þá átti eftir að taka kæru Breta f þessu spili inn í myndina. Þær töldu sig hafa fengið villandi upplýsingar um merkingu 3ja hjarta sagnar suð- urs. Öðru megin tjalds hafði suður sagt vestri að sögnin væri veik. Hinu megin sagði norður réttilega að staðan væri órædd. Eftirá taldi austur sig eiga fyrir dobli á 3 hjörtu ef hún hefði vitað að sögnin væri hindrun. Keppnisstjóri féllst á þá rök- semd og breytti skorinni í 500 til AV fyrir 3 hjörtu dobluð, tvo niður. Sem þýddi 7 IMPa sveiflu til Breta og sigur í leiknum. Bandaríkjamenn vfsuðu úr- skurði keppnisstjóra auðvitað til dómnefndar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að AV ættu ekki rétt á bótum, en sektaði þó um NS 3 IMPa fyrir að gefa ekki tæmandi upplýsingar. Þeg- ar upp var staðið unnu þær bandarísku því leikinn með tveimur IMPum! Umsjón Margeir Pétursson í fyrstu umferð þýsku bundes- lingunnar í vetur kom þessi staða upp í skák hins unga lettneska stjórmeistara Aleksei Shirov (2.610), sem hafði hvítt og átti leik, og enska stórmeistarans John Nunn. Svartur lék síðast 25. - h5-h4? 26. He6! — Rh6 (Það var ekki gott að þiggja skiptamunsfórnina, eftir 26. — Bxe6, 27. Rxe6 verður næsti leikur hvíts 28. Dxg4+) 27. Bh7+ - Kg7, 28. Dd3! - Bxe6, 29. Dxc3 - Bg8, 30. Bb2! og Nunn gafst upp, því hann tapar drottningunni eftir 30. — Bxh7, 31. Re6+. Shirov, sem teflir fyrir Ham- borg, bytjaði afar vel í bundeslig- unni, daginn eftir vann hann rússneska stórmeistarann Júrí Razuvajev. ________________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.