Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993
Forsýning á Aladín
til styrktar blindum
TEIKNIMYNDIN Aladdin verður forsýnd í Bíóborginni í kvöld,
fimmtudaginn 16. desember, kl. 20. Allur ágóði sýningarinnar renn-
ur til styrktar sjónverndarátaki Lionshreyfingarinnar. Myndin er
með íslensku tali og voru leikararnir Felix Bergsson, Edda Heiðrún
Backman, Laddi, Arnar Jónsson, Rúrik Haraldsson, Orn Arnason,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Magnús Ólafsson valdir til að túlka per-
sónurnar á íslensku.
Það þurfti ekki einasta að velja
hæfustu leikara í talsetninguna;
skipa þurfti kór sem stæðist ýtrustu
kröfur. Jónas Þórir var ráðinn til
að halda utan um kórstjóm, en til
liðs við sig fékk hann Bergþór Páls-
son, Guðlaug Viktorsson, Sigurð
Steingrímsson, Elsu Waage, Ingu
Backman og Jóhönnu Linnet, allt
reynda söngvara. Textahöfundur-
inn Þorsteinn Eggertsson sá um að
snara söngtextanum yfír á íslensku
en Magnea Matthíasdóttir sá um
þýðingu á almennum texta.
Teiknimyndín Aladdín hefur
slegið í gegn um allan heim enda
er að fínna í henni sjaldgæfa blöndu
sem höfðar beint til allra aldurs-
hópa. Minnstu munaði að myndin
markaði tímamót í sögn Óskars-
verðlaunanna, en um tíma var það
hald manna að Robin Williams fengi
tilnefningu sem besti leikari í aðal-
hlutverki, þrátt fyrir að hann gerði
ekki annað en að tala fyrir teikni-
myndapersónu.
Frumsýning myndarinnar verður
á annan í jólum. Myndin vérður
sýnd bæði talsett á íslensku og einn-
ig verður hún sýnd ótalsett fyrir
þá sem vilja.
Athugið að myndin er sýnd í
Bíóborginni, ekki Bíóhöllinni eins
og auglýst hefur verið.
Atriði úr myndinni Aladdín.
Morgunblaðið/Sverrir
Forsætisráðherra og forsvarsmenn Handverks kynntu í gær áform um eflingu heimilisiðnaðar, hand-
verks- og listmunagerðar.
Fjármagni veitt til efiingar heimilis- ög listiðnaði
Tuttugu milljónum kr.
veitt í reynsluverkefni
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti í gær reynsluverkefnið Hand-
verk sem hefur það markmið að efla handverksiðnað í landinu, það
er heimilisiðnað og handverks- og listmunagerð. Alþingi hefur veitt
20 miHjónum til verksins og annast Byggðastofnun umsýslu fjárveit-
ingarinnar. Talið er að 800-900 einstaklingar hafi nú tekjur af gerð
handverksmuna af ýmsu tagi.
„Þessi vaxtarbroddur hefur komið
fram fyrir atbeina duglegs fólks, en
ekki hins opinbera," sagði Davíð
Oddsson um það starf sem ætlunin
er að efla með Handverksáætluninni
næstu þrjú árin. Áætlunin var unnin
í tengslum við ákvörðun Alþingis um
að fela forsætisráðherra að kanna í
samvinnu við fræðsluyfírvöld, sam-
tök listamanna og Heimilisiðnaðarfé-
lag íslands hvernig efla mætti heimil-
isiðnað. Nefnd var sett á laggimar
1991 og skilaði hún áliti í nóvember
1992 og var álitinu skilað í hand-
gerðri möppu.
Fjármagnið sem fengist hefur til
verkefnisins er hluti milljarðsins sem
samið var um í kjarasamningum að
varið skyldi til atvinnuskapandi verk-
efna. Einnig er reiknað með að Hand-
verk afli sértekna til rekstursins.
Handverk verður fyrst og fremst
þjónustuaðili og samstarfsvettvang-
ur einstaklinga og fyrirtækja sem
vinna að hönnun og gerð handverks-
og listmuna. Handverk á einnig að
efna til fræðslu og eflingar gæðavit-
undar framleiðenda. Þá á Handverk
að veita þeim, sem þess óska, aðstoð
við hönnun, vöruþróun og markaðs-
setningu framleiðslunnar.
Þriggja manna verkefnisstjóm
hefur verið skipuð og sitja í henni
Helga Thoroddsen, verkefnisstjóri í
Þingborg, Eyjólfur Pálsson hönnuður
og Jóhanna Pálmadóttir, kennari á
Hvanneyri. Áform em um að ráða
nefndinni starfsmann og koma upp
tengiliðum út um landið til að tryggja
að starfsemin nái til sem flestra og
verði sem fjölbreyttust.
Meginhlutverk Rannsóknarráðs ríkisins er að efla atvinnulífið
Aherslubreytingar
vegna breyttra að-
stæðna í efnahagslífi
RANNSÓKNARRÁÐ rikisins hefur breytt áherslum sínum í ljósi
breyttra aðstæðna í íslensku efnahagslífi, að sögn Vilhjálms Lúðviksson-
ar, framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs ríkisins. Ráðið telur meginhlut-
verk sitt vera „að efla islenskt atvinnulif með tækniþekkingu, rannsókn-
um og þróunarstarfi, og aðstoða sljómvöld við mörkun og framkvæmd
stefnu á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar.“ Megináherslan er nú á
það sem kemur út úr rannsóknunum í stað þess sem lagt er til rann-
sóknar.
Vilhjálmur segir að Íslendíngar
verði að átta sig á hvemig þeir ætli
að koma sér út úr þeirri kreppu sem
nú plagi íslenskt atvinnulíf. í því
efni yrðum við af alefli að huga að
nýsköpun í atvinnulífí í ljósi breyttra
skilyrða og byggja í þeim efnum á
þeirri flárfestingu sem við hefðum
lagt í á undanfömum árum. Aðstæð-
umar kölluðu á ný vinnubrögð.
Áherslu þurfí að leggja á þekkingu
og fæmi í stað fjárfestingar í tækjum
og mannvirkjum og bæta þurfí stjóm
á verkefnum sem horfí til nýsköpun-
ar. „Við þurfum að byggja á þeirri
fjárfestingxi sem við höfum lagt í á
undanfömum áratugum í þekkingu
manna og menntun. Við þurfum að
beina athyglinni að þeim auði sem
býr í þekkingunni og hætta að ein-
blína á auðlindimar. Um þetta snýst
þessi nýja stefnu okkar og með henni
höfum við skilgreint hlutverk okkar
dálítið öðru vísi en áður, en í lögunum
um Rannsóknaráð segir einungis að
hlutverk ráðsins sé að efla rannsókn-
ir og þróunarstarfsemi í landinu,"
sagði Vilhjálmur.
Kraftarnir sameinaðir
Hann sagði að í anda þessara
breyttu stefnu leggi ráðið áherslu á
að greina mikilvægl viðfangsefna í
rannsóknum á íslandi, að sameina
krafta atvinnulífs, stofnana og
sljómvalda til öflugrar nýsköpunar
og að auka hlut fyrirtækja í rann-
sóknum og þróunarstarfi. Þessu fylgi
að meira sé horft til þess hverrar
niðurstöðu sé að vænta af rannsókn-
unum, en ekki sé lengur horft ein-
göngu á það hversu miklum fjármun-
um og mannskap sé varið til rann-
sóknanna. „Áður var aðaláherslan
lögð á að reyna að nýta auðlindim-
ar, en nú Ieggjum við áherslu á að
skapa með almennari hætti betri for-
sendur til að nota þekkingu til fram-
dráttar fyrirtækjum og uppbygging-
ar atvinnulífsins. Þetta þýðir að vís-
indi, tækni og nýsköpun þurfa að
vera samofín stjórn efnahagsmála
og stefnu fyrirtækja. Stjómvöld og
atvinnulíf þurfa að átta sig á hvem-
ig við eigum að nota þekkingu til
þess að styrkja samkeppnisstöðu
okkar. Það verður að byggjast á
grunni þess sem einstök fyrirtæki
eru að gera og um leið styrkir það
samkeppnisstöðu okkar sem heild-
ar,“ sagði Vilhjálmur.
Vöruþróun í fiskvinnslu
Hann sagði að Rannsóknarráðið
reyndi því að beina athyglinni að
þeim sviðum þar sem eftir einhverju
væri að slægjast. Það hefði áður
verið gert með góðum árangri. Á
árinu 1987 hefði til dæmis komið
út skýrsla um frystitogarabyltinguna
sem þá hefði verið í uppsiglingu og
hvað hún þýddi fyrir tækni í frysti-
húsum í landi. Skýrslan hefði reynst
mjög sannspá hvað varðaði nauðsyn-
legar breytingar á vinnslutækni í
frystihúsum til að koma í veg fyrir
að vinnslan flyttist út á sjó í of mikl-
um mæli, en það hefði raskað hag-
kvæmni milli vinnslugreina. Þar hefði
verið tekið á nýjum möguleikum sem
fyrirsjáanlegir voru til dæmis hvað
varðaði meiri sérgreiningu í vöruþró-
un. í ljósi slíkrar greiningar væri
reynt að nota það fé sem væri til
ráðstöfunar þar sem þörfin væri
mest fyrir það og mestar líkur til
að það kæmi að gagni.
Hann sagði að sams konar vinna
hefði farið fram varðandi möguleik-
ana í fiskeldinu. Á fyrra helmingi
níunda áratugarins hefði Rannsókn-
aráðið látið vinna skýrslu um mögu-
leika fískeldis. Niðurstaðan hefði
verið sú að ekki hefði verið næg
þekking fyrir hendi, við værum ekki
tilbúnir og það þyrfti að vinna frek-
ari rannsókna- og þróunarvinnu áður
en hægt væri að leggja í stórfjárfest-
ingu. Stjómvöld hefðu verið látin
vita um þessa niðurstöðu, en ekki
hefði verið hlustað og afleiðingamar
þekktu allir. Síðan hefði verið fylgst
með þróuninni með reglulegum at-
hugunum á stöðunni í fískeldinu og
sú síðasta væri alveg ný. Á þeim
grunni ætti nú að útbúa það sem
væri kallað markáætlun, en hún
fælist í því að biðja þau fyrirtæki sem
eftir væru í fískeldi að leggja niður
fyrir sér þau markmið sem þau teldu
sig geta náð í aukinni framleiðni og
lækkun kostnaðar með því að stunda
markvissa rannsóknar- og þróunar-
Vilhjálmur Lúðvíksson
Morgunblaðið/Sverrir
starfsemi og með því að nýta sér
niðurstöður úr fyrirliggjandi rann-
sóknum. Þetta er nú í undirbúningi
í samstarfí fyrirtækja og viðkomandi
vísindamanna og síðan verður reynt
að meta frá einum tíma til annars
hvaða árangur hefur náðst og hvem-
ig hann skilar sér til viðkomandi fyr-
irtækja. Svipuð vinnubrögð væri
hægt að hafa á öðrum sviðum. „Með
þessum háetti viljum við greina mikil-
væg viðfangsefni og síðan sameina
krafta fyrirtækja, stofnana og vís-
indamanna til að vinna að nýsköp-
un,“ sagði Vilhjálmur.
Samvinna um fjármögnun
Hann sagði að þetta þyrfti að
gera í auknum mæli á mörgum svið-
um, og meðal annars skoða ný svið.
Það gilti til dæmis um ferðaþjón-
ustuna. Það þyrfti sennilega að
leggja aukna rækt við rannsókna-
og þróunarstarf þar, því áhugi á
landinu gæti skilað sér á. mörgum
öðrum sviðum en eingöngu í hefð-
bundinni þjónustu við ferðamenn.
Áhugi ferðamanna sem hingað
kæmu byggðist á sérkennum lands
og þjóðar og væri oft af fræðilegum
toga eða byggðist á leit að óvenju-
legri reynslu. Slík sérkenni væri
hægt að draga betur fram með skipu-
legu þróunarstarfi og rannsóknum á
áhugasviðum einstakra markhópa.
Vilhjálmur sagði að reynt væri að
laða að fjármagn til verkefna eins
og nokkur kostur væri. Á síðasta ári
hefðu um 25% fjármagnsins til verk-
efna komið úr Rannsóknasjóði og til
viðbótar hefði tekist að fá peninga
frá ýmsum aðilum, til dæmis frá
Húsnæðisstofnun, Framleiðnisjóði
landbúnaðarins og frá ráðuneytum
allt eftir eðli verkefnanna. Með þessu
tækist að auka umsvifín langt um-
fram það sem fjárframlög úr sjóðnum
segðu til um. Til dæmis kæmu nú
um 36% af fjármagni frá fyrirtækj-
unum sjálfum og fyrirtæki væru
þátttakendur í þremur fjórðu þeirra
verkefna sem fengju stuðning.
„Tæknimenn í fyrirtæki"
Rannsóknarráðið er um þessar
mundir að auglýsa nýjar tegundir
styrkja úr Rannsóknasjóði til fyrir-
tækja sem kallast „Tæknimenn í fyr-
irtæki". Ætlunin er að styrkja fyrir-
tæki til þess að ráða sérfræðimennt-
aða menn til sín til að byggja upp
tækniþekkingu og skipuleggja rann-
sókna- og þróunarstarf innan fyrir-
tækjanna. Markmiðið er að hvetja
þau til að bæta aðstöðu sína til að
innleiða nýja tækni og nýta þau tæki-
færi í samstarfi við innlendá og er-
lenda aðila. Styrkirnir eru ekki ætl-
aðir til starfa í hefðbundinni starf-
semi fyrirtækisins og almennri
stjórnun, heldur fyrst og fremst til
að efla tæknilega innviði fyrirtækis-
ins og getu til nýsköpunar og þannig
stuðla að aukinni samkeppnishæfni
til lengri tíma litið. Veittir verða
fímm styrkir árlega og nema þeir
hálfum launakostnaði, samkvæmt
tilteknum launaflokki.