Morgunblaðið - 16.12.1993, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993
t ••• r* / /
Jolagjorm 1 ar
er
EKKERT MflL!
íoaan á Uk oið Jo'm Jtál
Biblía sem
börnin geta
lesið sjálf.
Fæst í næstu bókaverslun.
Félag'slegl húsnæði
eftir Jón Kjartansson
Hilmar Guðlaugsson, formaður
Húsnæðisnefndar Reykjavíkur,
skrifar í Morgunblaðið 4. desember
sl. grein um félagslegt húsnæði.
Greinin er svar við grein eftir Jón
Rúnar Sveinsson félagsfræðing hjá
Húsnæðisstofnun í Vikublaðinu frá
12. nóvember sl. Ég hef ekki séð
þá grein, enda ekki fastur lesandi
þessa vikublaðs sem ég veit ekki
til hvers er gefið út. Ég veit að Jón
Rúnar er manna færastur til að
svara fyrir sig og ætla ekki að
blanda mér í deilur þeirra í milli.
Ég hef heldur ekki löngun til að
agnúast út í Hilmar Guðlaugsson
persónulega sem ég tel mætan
mann sem Iengi hefur starfað að
húsnæðismálum og orðið mörgum
að liði þar.
Það eru nokkur atriði í grein
Hilmars sem mér þykir rétt að
ræða úr því hann gefur færi á því,
en Hilmar hefur það fram yfir
marga aðra að hann setur fram
skoðun sína skýrt og skilmerkilega
og víkur sér ekki undan að svara
fyrir hana. Það þykir mér virðingar-
vert.
Hann verður þó að taka því eins
og aðrir að til er fólk sem hefur
aðrar skoðanir en hann á hlutverki
félagslegs hbsnæðis og reyndar
húsnæðismálum yfirleitt. Ég ræði
hér einkum tvö atriði í grein Hilm-
ars. Það fyrra er: „Nefndin (Hús-
næðisnefndin) hafi ekki sinnt hlut-
verki sínu sem samstarf við félög
og félagasamtök er starfi á sviði
húsnæðismála í Reykjavík sem
skyldi“ og „Húsnæðisnefnd Reykja-
víkur hefur haldið fundi með þess-
um félagasamtökum, þar sem málin
hafa verið rædd. En mér er til efs
að það þjóni nokkrum tilgangi að
halda slíku áfram ef mark á að
taka á þeim ummælum sem menn
hafa um Húsnæðisnefnd Reykjavík-
ur.“
Hið rétta er að Leigjendasamtök-
in hafa ásamt samstarfsaðilum í
óformlegum samtökum „Þak yfir
höfuðið" átt tvo fundi með Hús-
næðisnefnd og í hvorugt skiptið að
frumkvæði nefndarinnar. Því miður
varð af þessu lítill árangur að mínu
mati vegna úreltra viðhorfa og
stífni nefndarmanna. Kirkjutúns-
málið er merkasta erindi okkar við
Húsnæðisnefnd. Þar er um að ræða
hugsanlega þátttöku borgarinnar í
uppbyggingu nýs hverfis í miðri
byggð, þar sem gert er ráð fyrir
félagslegum íbúðum að stórum
hluta. Að])essu standa ýmis samtök
svo sem Oryrkjabandalagið, Sjálfs-
björg, námsmannafélög, Samtök
aldraðra, Búseti og kannski fleiri.
Húnsæðisnefndin vísaði erindinu
frá sér og þar tel ég að hún bregð-
ist skyldum sínum um samstarf.
Það þykja mér ónýt rök að stjórn
borgarinnar hefur nýtt sér heimild-
arákvæði í lögum varðandi leigu-
íbúðir í eigu borgarinnar. Ég tel
að nefndin geti ekki neitað að vera
með í ráðum varðandi byggingu
félagslegra íbúða á vegum félaga
og samtaka þótt núverandi leigu-
íbúðir borgarinnar séu á hendi fé-
lagsmálaráðs og ég skora á nefnd-
ina að breyta afstöðu sinni.
Þegar þess er gætt að fyrrnefnt
heimildarákvæði var sett inní lög
um Húsnæðisstofnun að frumkvæði
ráðmanna Reykjavíkurborgar, er
ástæða til að spyrja: Er það stefna
Húsnæðisnefndar og kannski borg-
aryfirvalda að hamla gegn öllum
breytingum á félagslega húsnæðis-
kerfinu og standa á móti hverri til-
raun til að bæta úr því hrikalega
ástandi sem hér ríkir í húsnæðis-
málum ungs fólks og lágtekju-
manna? Það er ekki ónýtt fyrir fólk
að fá svör við þessu fyrir kosningar!
Um álitsgerð starfshóps sem
kannaði reynsluna af félagslega
íbúðarkerfinu frá 1990 þar sem
lagðar eru til nauðsynlegar breyt-
ingar á kerfinu, segir Hilmar:
„Verði þetta að veruleika er hér um
að ræða fyrsta skrefíð í þá átt að
leggja félagsíbúðakerfíð niður,“ en
tillögur um breytingar á eignar-
formi má fínna í áliti hópsins. Er
það virkilega skoðun Hilmars Guð-
laugssonar að slíkar breytingar á
eignarformi jafngildi því að leggja
kerfið niður? Ég tel þessar breyting-
ar nauðsynlegar til þess að kerfið
geti þjónað tilgangi sínum, svo
margir sem ráða ekki við kerfið
Jón Kjartansson
„Ég veit ekki um neina
aðra þjóð sem eytt hef-
ur stærstum hluta
auðæva sinna í umbúðir
utan um sjálfa sig eins
og Islendingar hafa
gert, og vanrækt í leið-
inni nýja uppbyggingu
atvinnulífsins.“
eins og það er. Ég hélt líka að
Húsnæðisnefndin ætti að vinna með
og fyrir alla þá sem vilja eða þurfa
hér í borginni, en ekki bara fýrir
fólk með ákveðnar skoðanir. Mér
þykir þetta því furðulegra sem
skoðanir fólks á þessum málum
fara alls ekki eftir svonefndum
flokkslínum. Það tel ég eitt dæmið
um ónýti núverandi flokkakerfis.
Skoðun sinni á hlutverki félags-
lega húsnæðiskerfisins lýsir Hilmar
skilmerkilega í greinarlok. Hann
segir: Félagslega húsnæðiskerfíð á
að vera þannig uppbyggt, að það
sé eingöngu fýrir fólk sem hefur
lágar tekjur og þarf sérstaka hjálp
í húsnæðismálum, svo og unga fólk-
ið sem hefur stofnað fjölskyldu og
er að byrja búskap.“ Þetta tel ég
ranga stefnu og löngu úrelta.
Unga fólkið sést varla á fast-
eignasölum, segja fasteignasalarnir
sjálfir. Þeir sem reynt hafa að
byggja íbúðir til að selja hafa flest-
ir orðið gjaldþrota. Hefur Hús-
næðisnefnd Reykjavíkur ekki enn
heyrt af gjaldþrotahrynunni fýrir
nokkrum árum? Aldrei í 15 ára
sögu Leigjendasamtakanna hefur
annar eins fjöldi ungs fólks leitað
til samtakanna í leit að leiguhús-
næði og á þessu ári, og önnur hver
íbúð sem er til leigu er einnig til
sölu. Þetta þýðir stöðuga skamm-
tímasamninga sem er óþolandi
lausn á bráðum húsnæðisvanda. Á
PSJS ávaxtapressa
Hönnun Philippe Starck
verð kr. 3.850
ALESSI
Kringlunni, sími 680633
^SfcaMEllá ÍOLAIKf
- i*feí éi «Mr M
/
i
I
K
V :
Sölustaðir:
Skátahúsið
Snorrabraut 60
Sími: 23190/15484
Jólatré-básinn ,
Jólamarkaðinum
Faxafeni 10
Veitt er 10 ára ábyrgð á endingu -
hvar annarsstaðar?
Ókeypis fallegur og veglegur
stálfótur fylgir með.
s Skátar planta tveimur trjáplöntum í
landi Úlfljótsvatns í fyrir hvert sígrænt
jólatré sem keypt er.
• Þú finnur ekki "eðlilegra" og fallegra
jólatré á betra verði.
• Ekkert vandamál að geyma -
geymslubox fylgir.
• Brennur ekki, fellir aldrei barr, og
þarf ekki að vökva!
• Ekta jólatré úr gerviefnum í fjórum
stærðum.
Umboðsaðili: Bandalag íslenskra skáta
Skíðatöskur - skótöskur - skíöapokar
Mittistöskur kr. 990
Skótöskur kr. 1.950
Bakpoki kr. 2.700
mMUTiLiFmm
GLÆSIBÆ ■ SÍMI812922
5% staðgreiðsluafsláttur,
einnig af póstkröfum
greiddum innan 7 daga.
Skíðapoki kr. 3.230
Stór taska kr. 3.560