Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 55

Morgunblaðið - 16.12.1993, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DBSEMBER 1993 55 SJONARHORN Megi’un, þjálfun og líkamlegt atgervi Sennilega er vart tímabært að taka fyrir megrun nú við upphaf mestu matarhátíðar ársins sem er á aðventu og um hátíðirnar. Ef tekið er mið af reynslu liðinna ára munu í kjölfar hátiðanna koma fram auglýsingar og grein- ar í blöðum og tímaritum um hvernig fjarlægja megi aukakíló- in á auðveldan hátt. Megrunar- kúrar verða vinsælt lestrarefni enda boða þeir flestir stórkost- legan árangur verði þeim fylgt eftir. Fjölmargir þekktustu megrun- arkúrarnir eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum, en þar er megrun orðinn arðbær iðnaður. Þessi iðn- aður hefði sennilega ekki náð slíkri stöðu á markaðnum vestra ef megr- unarkúrarnir væru jafn áhrifaríkir og af er látið. Vaxtarlag stórs hluta þjóðarinnar segir sína sögu. Til fróðleiks og skemmtunar er ekki úr vegi að rifja upp nokkra þessara frægu megrunarkúra. Fyrst má hinn fræga telja: Kali- * forníukúrinn og æfíngarprógramm- ið sem byggir á þeirri grunnfor- sendu að þeir sem eru í megrun geti borðað meira en samt losað sig við aukakílóin með aukinni líkams- þjálfun. Kúristum er bent á að fylgja neysluáætlun bandaríska manneldisráðsins. Kolvetnakúrinn inniheldur 1.100 kaloríur, þar með taldar 200 kalor- íur í kolvetnaauðug sætindi sem eiga að hemja löngun í kolvetni. F-kúrinn er trefjaríkur með 1.000-1.500 kaloríum. Kúristar geta valið fæðu úr ýmsum fæðuteg- undum en eiga að sleppa ávaxta- safa og öðrum kaloríuauðugum drykkjum. Þeir eiga síðan að auka trefjaneysluna með heimatilbúinni „trefja-fyllingu“ sem samanstendur af heilkornum, möndlum og þurrk- uðum ávöxtum. Leiðarvísir Pritikins til varanlegs missis aukakílóa. Sá kúr inniheldur mikið af kolvetnum en lítið af fitu. Mismunandi kaloríuneysla, 700- 1.200 kaloríur eru leyfilegar fyrir einstaklinga með mismunandi þarf- ir. Neysla alkohóls, salts, niðursoð- inna matvæla er óæskilegt. Lögð er áhersla á mikilvægi aerobic- æfinga. Hinn fullkomni Scarsdale- heilsukúr samanstendur af prótein- auðugum en kaloríulitlum kúr sem lagt er til að fylgt sé í hálfan mán- uð í senn. Fyrir utan morgunverð er ekki lögð til neysla á annarri fæðu þann tíma. Eftir tvær vikur mega kúristar skipta yfir í ákveðið megrunarfæði að fitu og kolvetnum undanskildum. Alkohól, matarolía, majones, smjör og smjörlíki eru á bannlista. Síðan koma megrunarkúrar þar sem neyslan byggir á framleiðslu ákveðinna fyrirtækja. Shaklee- megrunarkúrinn byggir á drykkjum og megrunarfæði fyrirtækisins svo og tækjum og tólum og leiðbeining- um í bæklingum og af tónböndum o.s.frv. Svipað má segja um Cam- bridge-kúrinn, hann byggir einnig á kaupum og neyslú á drykkjum og fæðu sem fyrirtækið framleiðir sjálft. Megrunarstofur eru víða, þær bjóða fólki upp á aðstoð, líkams- þjálfun, þyngdarmælingar og leið- beiningar um breytt mataræði með þeim fæðutegundum sem í fram- boði eru á markaðnum. Þegar hinir ýmsu matarkúrar eru bomir saman virðist fjölmargt lyst- ugt vera komið á bannlista í lengri eða skemmri tíma. Margir hafa prófað alla þessa kúra með misjöfn- um árangri, það er því ekki úr vegi að kanna betur þá þætti sem vitað er að geta leitt til árangurs í barátt- unni við aukakílóin. Líkamsþjálfun skiptir máli Flestum ber saman um að lík- amsþjálfun skipti máli þegar byggja á upp líkamann og viðhalda æski- legri þyngd. Charles B. Corbil, pró- fessor við íþróttakennaradeild Ariz- ona-háskóla, var eitt sinn spurður hversvegna líkamsþjálfun sé mikil- væg þegar farið er í megrunarkúr. Hann sagði að til að losna við 1 pund af fitu þurfi að eyða 3.500 kaloríum, annað hvort með aðhaldi í mataræði eða með líkamsæfíng- um. Með því að neyta færri kaloría í fæðu jafnframt líkamsþjálfun, sé hægt að léttast án þess að sleppa uppáhaldsréttunum. Munurinn á ofþyngd og offitu Yfírvigt þýðir áð viðkomandi er þyngri en hæðin segir til um. Offita þýðir að of mikil fita er á líkaman- um. Vöðvar vega meira en fita og taka minna pláss, svo viðkomandi getur litið betur út og verið bæði þrekinn og þungur án þess að vera of feitur. Líkamsþjálfunin hjálpar fólki til að eyða fitu og byggja upp vöðva. Jafnvel þó að fólk losni ekki við eitt einasta kíló hjálpar líkams- þjálfunin að byggja upp líkamann og bæta vaxtarlagið. Eðlileg líkamsfita karla og kvenna Hjá meðal karlmanni er lagt til að líkamsfitan sé 10-20 prósent af líkamsþyngd og 20-30 prósent hjá konum. Corbin sagði það mun mikil- væg.ara að hver skilgreindi fyrir sig æskilega þyngd og héldi sig svo við hana, fremur en að vera alltaf að bera sig saman við aðra. Best væri að æskilegri þyngd væri náð við 25 ára aldur og henni síðan haldið við. Góð líkamshreysti Hið fullkomna líkamlega atgervi byggir á 11 þáttum. Sex eru tengd- ir hæfni eins og samhæfingu, fimi, jafnvægi, hraða, styrk og snerpu. Þetta eru þættir sem hjálpa fólki að keppa í íþróttum. Vandamálið er, að þetta eru meira og minna meðfæddir hæfileikar. Hæfni breyt- ist ekki hversu mikið sem þjálfað er. Til að ná hinni fullkomnu hreysti verður fólk að hafa meira til að bera en hæfnisþáttinn. Fimm þætt- ir líkamlegs atgervis sem eru mikil- vægastir, það eru heilsutengdir þættir: Þeir eru heilbrigði hjarta- og æðakerfisins, vöðvastyrkur eða vöðvaþrek, sveigjanleiki og grannur líkami. Líkamsþjálfun bætir útlit og eykur vellíðan Hver og einn hefur mismunandi hæfileika til að ná settu marki, en allir hafa ávinning af því að bæta sig á þessum sviðum. Líkamsæfing- ar leiða til þess að fólk fær betra útlit, því líður betur, það verður jafnvel heilbrigðara og á auðveldara með að gera margt sem það gat ekki gert áður. M. Þorv Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990.— Gagnleg og glæsileg jólagjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáfan 21" Supertech litasjónvarp með textavarpi og flötum skjá. Stgr. verð kr. 47.400.- afb. verð kr. 49.900,- Komið og sjáið með eigin augum nsn (ffO MUNALÁN Greiöslukjör viö allra hæfi Heimilistæki SÆTÚNl 8 • SlMl: 69 15 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.