Morgunblaðið - 16.12.1993, Qupperneq 72
m
HEWLETT
PACKARD
HPÁ iSLANDI H F
Höfðabakka 9, Reykjavík, sfmi (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
ÞREFALDUR 1. vinningur
’s?mGe9imXSÍMBRÉFN69n8l, 'pósthólf^smo^/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Greiðsla til foreldra
Tillaga um
sex þúsund
með barni
í TILLÖGU borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins sem lögð er
fram í borgarstjórn í kvöld er
gert ráð fyrir greiðslum til for-
eldra barna á aldrinum tveggja
og hálfs árs til fjögurra og hálfs
árs. Greiðslur miðist við 1. jan-
úar 1994 og eingöngu til þeirra
foreldra sem sannanlega nýta
ekki leikskólaþjónustu á vegum
borgarinnar eða aðra dagvistar-
þjónustu styrkta af borginni.
Er gert ráð fyrir að upphæð
.•neð hveiju barni miðist við rekstr-
-*#h'styrk fyrir bam á einkaleikskóla,
sem nú er 6 þús. á mánuði. Upp-
hæðin er ákveðin hveiju sinni við
gerð fjárhagsáætlunar. Lagt er til
að greiðslum verði skipt niður í
fjögur þriggja mánaða tímabil og
að útborgun fari fram mánuði eft-
ir að hveiju tímabili lýkur, í fyrsta
sinn 1. maí 1994. Þeir sem eiga
börn sem verða tveggja og hálfs á
tímabilinu hafa rétt á greiðslum
þar til börnin ná fjögurra og hálfs
árs aldri.
— Sækja þarf sérstaklega um
greiðslur fyrir hvert tímabil. Gert
er ráð fyrir að umsókn til Dagvist-
ar barna verði að berast eigi síðar
en viku eftir að greiðslutímabili
lýkur.
--------------
Hvalfjarðargöngin
Fjármögn-
un komin
veláveg
LÍFEYRISSJÓÐIR og fleiri
stofnanafjárfestar hafa gefið
viljayfirlýsingar um að þeir
muni kaupa skuldabréf að fjár-
hæð um 1.000 milljónir kr. í
fyrirhuguðu skuldabréfaútboði
Spalar hf. vegna Hvalfjarðar-
ganga. Alls er ætlunin að afla
1.580 milljóna hér innanlands
með sölu skuldabréfa. Vonast
er til að viljayfirlýsingar liggi
fyrir frá lífeyrissjóðum og öðr-
um stofnanafjárfestum um
kaup á öllum bréfunum í síðasta
lagi um áramótin.
Fyrirhugað er að um tveir þriðju
af því fjármagni sem þarf til fram-
kvæmdanna vei-ði fengnir að láni
erlendis eða samtals 2,6 milljarð-
ar. Hafa tveir erlendir bankar,
Nomura-bankinn í London og
Union Bank of Switzerland, þegar
gefið vilyrði fyrir lánveitingu
vegna framkvæmdanna. Er gert
ráð fyrir að 4-5 bankar til viðbót-
ar láni í þetta verkefni en þar af
verður einn íslenskur banki.
Um þessar mundir standa yfír
' Tokarannsóknir vegna gangagerð-
arinnar undir Hvalfjörð og eftir
áramót verður gerð ný umferð-
'arspá. Þegar niðurstöður liggja
fyrir er stefnt að því að bjóða út
verkið þannig að framkvæmdir
gætu hafist næsta sumar.
Sjá nánar viðskiptablað
bls. Bl.
Samkomulag leikskóla sjúkrahúsanna
Fallið frá stig-
minnkandi
ríkisframlagi
SAMKOMULAG hefur tekist í deilu heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra og borgarstjóra um rekstur leikskóla sjúkrahús-
anna í Reykjavík. Er þar gert ráð fyrir að framlag til rekst-
urs leikskóla Borgarspítalans verði 20 milljónir á árinu 1994
og 14 milljónir á árinu 1995. Eru það hlutfallslega sömu tölur
og gilda um rekstrarstyrki ríkisins til leikskóla annarra sjúkra-
húsa í Reykjavík. Ekki verður af áformuðum stigminnkandi
rekstrarstyrkjum ríkisins til leikskóla sjúkrahúsanna í Reykja-
vík á árunum 1996 til 1998.
í bréfi Guðmundar Árna Stef-
ánssonar heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra til Markúsar
Arnar Antonssonar borgarstjóra
frá því í gær kemur fram að ráð-
herra telji mikilvægt að eyða óvissu
foreldra þeirra barna sem skjól
hafa á leikskólum sjúkrahúsanna
í Reykjavík. Því sé mikilvægt að
fulltrúar ráðuneytisins og borgar-
innar fari yfir málið á nýjan leik
og leiti sameiginlegrar niðurstöðu.
Æskilegt væri að viðræður hæfust
þegar.
Greitt samkvæmt reglum
Eins og fyrr segir tókst sam-
komulag þegar sama dag og er
þar meðal annars gert ráð fyrir
að borgin greiði rekstrarstyrki eins
og reglur segja til um vegna einka-
rekinna leikskóla í borginni eða
með hverju barni sem á lögheimili
í Reykjavík og vistast á leikskóla
sjúkrahúss á Reykjavíkursvæðinu.
Borgin mun greiða fyrir börn
einstæðra foreldra með lögheimili
í Reykjavík og sem vistast á leik-
skólum sjúkrahúsa á Reykjavíkur-
svæðinu samkvæmt reglum sem
um það hafa verið settar. Það er
mismunur á mánaðargjaldi og
greiðsluhlutdeild foreldris.
Þá eru aðilar sammála um að
skipa vinnuhóp sem geri tillögur
fyrir maí 1995 um rekstrarfyrir-
komulag og skiptingu rekstrar-
kostnaðar þeirra leikskóla sem
samkomulagið nær til og skal mið-
að við að það taki gildi frá og með
1. janúar 1996.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorláksmessa nálgast
JON Björnsson, físksali í Stjörnufiskbúðinni, var að taka á móti
saltaðri og kæstri Þorláksmessuskötu frá Vestmannaeyjum þegar
ljósmyndarann bar að garði. Jón er einnig búinn að hengja upp
kæst skötubörð sem hörðustu skötuunnendur leggja sér til munns
með vestfirskum hnoðmör. Jón reiknar með að selja um hálft tonn
af skötu fyrir Þorláksmessu.
Prófmál ríkissjóðs gegn Félagi vatnsvirkja
Heimildum hafnað
Lögbann
áGlám
ogSkrám
uin skatt á 900 millj.
FÉLAG vatnsvirkja hf. var í
gær í héraðsdómi Reykjaness
sýknað af öllum kröfum ís-
lenska ríkisins í prófmáli sem
varðar það hvort ríkissjóður
hafi rétt til að krefjast skatt-
greiðslna af 900 milljóna króna
útborgun hlutafjár til hluthafa
POTTASLEIICIR
DAGAR TIL JÓLA
í Sameinuðum verktökum í jan-
úar 1992. í málinu var hafnað
kröfu ríkisins um ógildingu á
úrskurði ríkisskattanefndar
sem sú útgreiðsla byggðist á
en samkvæmt honum skyldi við
mat á heimild til útgáfu jöfnun-
arhlutabréfa meta verðmæti
eignarhluta Sameinaðra verk-
taka hf. í íslenskum aðalverk-
tökum ekki aðeins með hliðsjón
af stofnfé félagsins heldur
skyldi líta til hlutdeildar SV í
óskiptu eigin fé íAV. Ríkið mun
áfrýja dómi Héraðsdóms
Reykjaness til Hæstaréttar að
þvi er Gunnlaugur Claessen rík-
islögmaður sagði I samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Formlega snerist málið um 103
milljóna króna hlutafjárhækkun
með útgáfu jöfnunarhlutabréfa í
SV í júni 1990 en að henni lokinni
var hlutafé jafnharðan lækkað um
95 milljónir króna sem voru afhent-
ar hluthöfum með skattfrjálsum
greiðslum.
Ríkisskattstjóri taldi þessa út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa umfram
heimildir laga og krafðist tekju-
og eignarskatts frá hluthöfunum
af greiðslunum. Ríkisskattanefnd
kvað upp úrskurð hluthöfunum í
vil í janúar 1992 og á grundvelli
þess úrskurðar ríkisskattanefndar
var hlutafé í Sameinuðum verktök-
um hækkað með 900 milljóna
króna útgáfu skattfrjálsra jöfnun-
arhlutabréfa en lækkað um sömu
fjárhæð jafnskjótt og sú fjárhæð
greidd út til hluthafa og skyldi
greiðslan njóta skattfrelsis miðað
við niðurstöðu ríkisskattanefndar.
Til að fá þessum úrskurði ríkis-
skattanefndar hnekkt og til að fá
viðurkennda skattskyldu hluta arð-
greiðslunnar höfðaði ríkið mál það
sem dómur gekk um í gær gegn
einum stærsta hlutahafa Samein-
aðra verktaka, Félagi vatnsvirkja.
Dóm Héraðsdóms Reykjaness í
gær kváðu upp Már Pétursson
héraðsdómari og dómsformaður og
meðdómendur hans, Steingrímur
Gautur Kristjánsson héraðsdómari
og Sigurður Tómasson löggiltur
endurskoðandi.
BÚIÐ er að samþykkja lög-
bannsbeiðni Ragnars Aðal-
steinssonar hrl. á útsending-
ar íslenska útvarpsfélagsins
með Glámi og Skrámi.
Trygging af hálfu gerðar-
beiðanda, Andrésar Indriða-
sonar, var 1.000.000 króna.
Að sögn Ragnars, lögfræð-
ings Andrésar Indriðasonar, er
lagt „lögbann við því að ís-
lenska útvarpsfélagið birti í
útvarpi eða prentriti verk með
auðkenninu Glámur og Skrám-
ur, öðru hvoru nafninu eða
báðum, eða með öðru auðkenni
svo áþekku, að líklegt sé að
villst verði á þeim og verkum
gerðarbeiðanda, Andrésar Ind-
riðasonar, eða að villst verði á
höfundum verkanna“. Lög-
bannsbeiðnin var byggð á 31.
grein höfundarréttarlaganna
um titilvernd.
Málshöfðun og
skaðabótakrafa
Ragnar sagði einnig að höfð-
að yrði mál innan sjö daga.
Hann myndi gera kröfu um
staðfestingu lögbannsins og
gera skaðabótakröfu á Islenska
útvarpsfélagið fyrir hönd Andr-
ésar Indriðasonar.