Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þakplötur fuku á Siglu-
firði og Skagaströnd
HVASSVIÐRI og úrkoma hömluðu
samgöngum víða um land i gær.
Hvassast var við Breiðafjörð og á
Vestfjörðum. Á Skagaströnd og
Siglufirði fuku þakpiötur af húsum
og varla var stætt utan dyra. Víða
var varað við færð eða fjallvegir lok-
aðir. Rafmagnstruflanir urðu á Vest-
fjörðum og Siglufirði.
Blikkplata fór í gegnum framrúðu
á kyrrstæðum bíl á Siglufirði og Fiat
Uno bifreið fauk til í miðbænum.
Hvassviðrinu fylgdi mikill slydda og
vatnið smaug inn um hveija smugu.
Veðurstofan spáir áframhaldandi
slæmu veðri og óttast Siglfírðingar
sérstaklega að sjór gangi á land og
flæði inn i hús á Eyrinni á háflóði
kl. 11 í dag.
Magnús Jónsson sveitarstjóri á
Skagaströnd kvaðst í gærkvöldi vita
til þess að þakplötur hefðu fokið af
tveimur íbúðahúsum og einum bíl-
skúr við Skagaveg. Björgunarsveitin
var að störfum og sagði Magnús að
þetta væri farið að nálgast það að
vera almannavamamál. Rafmagn fór
af í stutta stund í gærkvöldi og sagði
Magnús líklegt að það færi alveg af
vegna ísingar sem var farin að mynd-
ast. „Líklegt er að hringlínan slái
út en þá keyrum við á varaafli,"
sagði Magnús.
Ásdís Auðunsdóttir, veðurfræð-
ingur, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að sér þætti veturinn heldur
snemma á ferðinni. Hjá henni feng-
ust þær upplýsingar að við suður-
ströndina hefði verið mjög hvasst í
gærmorgun. Vindstrengurinn hefði
færst norður eftir þegar líða tók á
daginn. Mjög hvasst hefði orðið við
Breiðafjörð og á Vestfjörðum og
hefði hvassviðrið farið vaxandi á
Vestfjörðum í gærkvöldi. Ekki hefði
verið eins hvasst í innsveitum á Norð-
urlandi. Veður lægði sunnan- og
austanlands í gærkvöldi.
Spáð er snjókomu og hvassviðri,
10 til 11 vindstigum, við Breiðafjörð
og á Vestfjörðum i dag.
Páll Elísson, verkstjóri hjá Vega-
gerðinni, sagði að vinnufiokkur
Vegagerðarinnar hefði verið við
vinnu í göngunum í Oddskarði í gær.
Útaf í Oddskarði
Á heimleiðinni, skammt frá skíða-
skálanum, hefði vindhviða tekið í
sendiferðabíl starfsmannanna með
þeim afleiðingum að hann hefði lent
á hliðinni utan vegar á sjöunda tím-
anum í gærkvöldi. Bílstjóra og far-
þega sakaði ekki og héldu þeir ferð-
inni áfram með félögum sínum á
vörubíl frá Vegagerðinni. Bíllinn var
skilinn eftir. Veður var afleitt, hvas-
sviðri og hríð.
Björn Grétar Sveinsson í setningarræðu á þingi Verkamannasambandsins
Samningsaðilar hefji
viðræður strax
Búið er að rifta öllum trúnaði
milli aðila, sagði forseti ASI
BJÖRN Grétar Sveinsson, formað-
ur Verkamannasambands íslands,
sagði í setningarræðu sinni á 18.
þingi sambandsins, sem hófst í
gær, að ekkert hefði breyst frá því
að framkvæmdastjórn VMSÍ álykt-
aði að segja bæri upp samningum,
nema síður væri. Því ættu samn-
ingsaðilar að setjast niður strax
að loknu þingi Verkamannasam-
bandsins og hefja viðræður.
„Fundur framkvæmdastjórnar
Verkamannasambandsins sam-
þykkti á fundi sínum í Vestmanna-
eyjum að það bæri að segja samn-
ingum upp og losa þá um áramót.
Að mínu mati hefur ekkert breyst,
nema síður sé, frá því að þessi
samþykkt var gerð og i kjölfar
þess að þúsundir launafólks mót-
mæltu harðlega með útifundum og
vinnustaðafundum því mikla órétt-
læti og þeim miklu fjármagnstil-
færslum sem höfðu átt sér stað,
þrátt fyrir öll fyrirheitin. Það er
skoðun mín að strax að loknu þingi
Verkamannasambandsins eigi
samningsaðilar að hefja viðræður.
Dómstólar leysa þar ekkert. Því á
hvom veg sem dæmt yrði, væru
öll mál samningsaðila óleyst og ef
til vilPí margfalt harðari hnút og
því aðeins spurning um tíma og
aðferðir," sagði Björn Grétar.
Benedikt Davíðsson, forséti ASÍ,
ávarpaði þingið og gagnrýndi harð-
lega fjárlagafrumvarpið og fjallaði
um úrskurð Kjaradóms. „Við þess-
ar aðstæður, hvort sem samnings-
uppsagnir teljast lögmætar eða
ólögmætar fyrir Félagsdómi, þá er
augljóst að búið er að rifta öllum
trúnaði milli aðila og skapa það
andrúmsloft á vinnumarkaði að
stjórnvöld og samtök atvinnurek-
enda komast ekkert hjá því, að
taka nú þegar upp viðræður við
verkalýðshreyfinguna um leiðrétt-
ingu á kjörum þeirra, sem sömdu
í febrúar, til samræmis við það sem
síðan hefur gerst,“ sagði Benedikt.
Þing VMSÍ eru haldin annað
hvert ár en innan vébanda sam-
bandsins eru tæplega 29 þúsund
manns í 52 verkalýðsfélögum. 155
þingfulltrúar eiga rétt til setu á
þingi sambandsins sem stendur til
föstudags.
í ræðu sinni gagnrýndi Bjöm
Grétar harðlega hugmyndir við-
skiptaráðherra um afnám einka-
réttar lífeyrissjóða til að taka á
móti lífeyrissparnaði. Varaði hann
við „þessum ótrúlegu ranghug-
myndum sem settar hafa verið
fram af ráðherra bankamála og
hann vill kalla einkarétt lífeyris-
sjóðanna á lífeyrisspamaði lands-
manna,“ eins og Björn Grétar orð-
aði það.
„Eg fullyrði að fyrir launafólk
væru þetta stór skref aftur á bak,
enda málið ekki hugsað launa-
manninum til hagsbóta heldur fyrir
fjármagnsfyrirtæki til að ná í meira
áhættu- og veltufé," sagði hann.
Breyttar samskiptareglur
á vinnumarkaði
Fram kom í ávarpi Árna Gunn-
arssonar, aðstoðarmanns félags-
málaráðherra, að vinnuhópur í
ráðuneytinu, sem fjallaði um sam-
skiptareglur á vinnumarkaði hefði
tvö atriði til sérstakrar athugunar.
Annars vegar reglur um gerð kjara-
samninga og hins vegar reglur um
verkföll og verkbönn. Sagði hann
meginviðfangsefnið að leita að leið
sem tryggði að kjarasamningar
væru gerðir á sama tíma, þannig
að allir sætu við sama borð.
Morgunblaðið/Kristinn
BJÖRN Grétar Sveinsson flytur setningarræðu sína á þingi Verkamannasambandsins á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi.
Fulltrúi
fjárhags-
áætlana
ráðinn
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að ráða Jóhannes
Hauksson í stöðu íjárhags-
áætlunarfulltrúa Reykjavíkur-
borgar.
I tillögu borgarhagfræð-
ings, sem samþykkt var í borg-
arráði, er lagt til að gengið
verði formlega frá ráðningu
Jóhannesar í stöðuna. Bent er
á að í lok febrúar síðastliðins
hafi Kristján Kristjánsson látið
af störfum, sem fjárhagsáætl-
unarfulltrúi, en Jóhannes hafi
fram að þeim tíma verið nán-
asti samstarfsmaður hans og
staðgengill nokkur undanfarin
ár. Hann hafí því gegnt starf-
inu síðan Kristján hætti.
Án auglýsingar
Fram kemur að í reglum
um réttindi og skyldur starfs-
manna borgarinnar sé gert ráð
fyrir að lausar stöður séu aug-
lýstar til umsóknar nema
borgarráð ákveði annað. Að
mati borgarhagfræðings væru
allar forsendur til að Jóhannes
yrði formlega ráðinn í stöðuna
án auglýsingar enda njóti hann
verðskuldaðs trausts þeirra
sem þekki til starfa hans.
Vopnað rán
í Hafnarfirði
GRÍMUKLÆDDUR maður
vopnaður barefli réðst á eig-
anda Söluturnsins Suðurgötu
í Hafnarfirði um ellefuleytið á
mánudagskvöld og stal ein-
hveijum peningum úr sjóðvél.
Eigandinn, Ásbjörn Magnús-
son, sem er á sjötugsaldri,
veitti ræningjanum mótspymu
og lagði hann í gólfið. Hlaut
hann lítilsháttar áverka á höfði
og handlegg í átökunum.
Ásbjörn náði hanska af
ræningjanum og rakti spor-
hundur slóð ræningjans út að
Reykjanesbraut. Þar er talið
að hann hafi farið upp í bíl
og komist undan. Hann er nú
eftirlýstur af lögreglunni.
Helga Guðbrandsdóttir, eig-
inkona Ásbjörns, sagði að við-
skiptavinur hefði verið nýfar-
inn út úr búðinni þegar ræn-
inginn réðst á Ásbjörn. Ræn-
inginn stökk yfir afgreiðslu-
borðið og veittist að Ásbirni
með barefli. Ásbjöm tók á
móti honum og kallaði á hjálp
en íbúð er á efri hæð hússins.
Við það kom styggð að ræn-
ingjanum og lagði hann á
flótta.
Nýr skatt-
slgóri Vest-
fjarða
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
skipaði í gær Ragnar M. Gunn-
arsson í stöðu skattstjóra í
Vestfjarðaumdæmi frá og með
1. janúar 1996.
Ragnar sem er viðskipta-
fræðingur að mennt hefur
starfað hjá embætti ríkisskatt-
stjóra frá árinu 1986 og er
nú forstöðumaður eftirlits-
skrifstofu embættisins.
Umsækjendur um stöðuna
voru fimm auk Ragnars en
þeir eru: Agnes Karlsdóttir,
viðskiptafræðingur, Barði Ing-
valdsson, rekstrarhagfræðing-
ur, Bjarnfreður Ólafsson, lög-
fræðingur og tveir er óskuðu
nafnleyndar.