Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
r
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Gefin brjóstmynd af fyrsta fastafulltrúa
íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
Borgarsljóri
Eðlilegt að
Heilsuvemdar-
stöðin verði
eign ríkisins
BORGARSTJÓRI telur vel koma
til greina að Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur verði eign ríkisins.
Þetta kom fram hjá Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra
þegar hún mælti með því á
borgarstjórnarfundi á fimmtu-
dagskvöld að tillögu sjálfstæðis-
manna um að borgarstjórn lýsti
andstöðu sinni við slíkar hug-
myndir yrði vísað frá.
Salan verið rædd við ríkið
í frávísunartillögu meirihlutans
kom fram að engar sérstakar fyr-
irætlanir væru uppi um að selja
Ríkisspítölunum Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur. Ýmis rök hnigju
hins vegar að því að það væri
eðlilegt og sala hennar hefði verið
rædd við forsvarsmenn heil-
brigðisráðuneytisins. Ennfremur
sagði að það gæti tæplega talist
í verkahring borgarinnar að
leggja starfsemi á vegum ríkisins
til endurgjaldslaust húsnæði en
öll starfsemin, sem fram færi í
húsinu væri fjármögnuð af ríkinu.
Kúvending frá fyrri stefnu
í greinargerð með tillögu borg-
arfulltrúa minnihlutans er sagt að
mikill og vaxandi áhugi sé fyrir
því að Heilsuverndarstöðin verði
miðstöð og samræmingaraðili fyrir
forvamarstarf í Reykjavík og á
landinu öllu. Hugmyndir um að
Ríkisspítalarnir keyptu stöðina
fyrir sjúkrahúsrekstur skytu því
skökku við. Eftir að tillögu borgar-
fulltrúa sjálfstæðismanna hafði
verið vísað frá óskuðu þeir bókað
að frávísunin fælj í sér kúvendingu
frá fyrri stefnu. í raun hefði meiri-
hlutinn í borgarstjórn léð máls á
því að Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur yrði lögð undir aðra starf-
semi en heilsuverndar- og heilsu-
gæslustarf í Reykjavfk. Þessar
hugmyndir væru til þess fallnar
að veikja starfsemina og myndu
vafalítið leiða til stóraukinna út-
gjalda vegna heilsugæslu í Reykja-
vík á komandi árum, m.a. vegna
byggingarframkvæmda.
BRJÓSTMYND af Thor Thors,
fyrrum sendiherra í Washing-
ton og fyrsta fastafulltrúa ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, var gefin utanríkisráðu-
neytinu fyrir skömmu. Það var
Thor Thors yngri, sem afhenti
brjóstmyndina við athöfn í
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur ákveðið að kennarar í 10.
bekk grunnskóla taki ekki þátt í
að semja samræmd próf sem lögð
eru fyrir nemendur 10. bekkjar.
Við gerð prófanna verður leitað
til' grunnskólakennara sem hafa
reynslu af því að kenna í 10. bekk
og framhaldsskólakennarar í við-
komandi námsgreinum.
Fyrr á þessu ári barst umboðs-
manni barna ábending frá nem-
anda í 10. bekk grunnskóla um
að gerð og framkvæmd sam-
ræmdra prófa í lok grunnskóla
væri ekki í samræmi við ákvæði
stjórnsýslulaga.
í ágúst sl. sendi umboðsmaður
barna menntamálaráðuneytinu
Ráðherrabústaðnum, og Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra tók við henni. Hingað
kom Thor Thors yngri til að
taka við viðurkenningu ís-
lenzk-ameríska félagsins fyrir
ötult starf til styrktar sam-
bandi milli íslendinga og
álitsgerð þar sem fram kemur að
hann telji að nemendur 10. bekkj-
ar sitji ekki við sama borð ef í
hópi þeirra kennara sem semja
umrædd próf eru kennarar sem
jafnhliða hafa með höndum
kennslu nemenda í 10. bekk.
Beinir umboðsmaður þeirri tillögu
til menntamálaráðherra að í
reglugerð um fyrirkomulag og
framkvæmd samræmdra prófa
verði m.a. kveðið á um að kennar-
ar sem hafa með höndum kennslu
í 10. bekk grunnskóla megi ekki
á sama tíma taka þátt í gerð
þeirra.
í fréttatilkynningu mennta-
málaráðherra segir að á grund-
velli þeirra sjónarmiða sem fram
Bandaríkjamanna. Með sér
hafði hann bijóstmyndina af
föður sínum, sem hann færði
Islendingum að gjöf með sér-
stakri vísan til starfa hans hjá
SÞ og afmælis samtakanna.
Brjóstmyndin var í gær sett
upp í utanríkisráðuneytinu.
komi í álitsgerð umboðsmanns
bama hafi menntamálaráðherra
tekið fýrrgreinda ákvörðun. Stefnt
er að því að menntamálaráðuneyt-
ið gefí út reglugerð um gerð og
framkvæmd samræmdra prófa
fyrir lok nóvembermánaðar. Þar
verða settar nánari reglur um
þetta atriði og önnur sem varða
framkvæmd prófanna.
í menntamálaráðuneytinu er
jafnframt unnið að undirbúningi
samræmdra prófa sem lögð verða
fyrir nemendur í 4. bekk og 7.
bekk grunnskóla í samræmi við
ný lög um grunnskóla. Haft verður
samráð við fulltrúa skólastjórn-
enda og kennara um tímasetning-
ur þeirra prófa.
Styrkja
samstarf
um norður-
skautsmál
SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norð-
urlanda ákváðu á fundi sl. miðviku-
dag í Helsingborg að styrkja norrænt
samstarf um málefni Norðurskauts-
ins og leggja ráðherranefndartillögu
þess efnis fyrir komandi þing norður-
landaráðs.
Þessi ákvörðun var tekin þrátt
fyrir að nokkur óvissa sé um hvenær
norðurskautsráðið verður formlega
stofnað með aðild Bandaríkjanna,
Kanada og Rússlands, en áætlað er
að það verði í mars 1996.
Á fundi samstarfsráðherranna kom
fram að gert er ráð fyrir að áfram-
haldandi samstarf um málefni norður-
skautsins verði innan þeirra samtaka
sem fyrir hendi eru, en hugað verði
frekar að samræmdri norrænni stefnu
um málefni svæðisins og verkaskipt-
ingu, að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá Norðurlandaskrifstofu
forsætisráðuneytisins.
------» ♦ ♦-----
20 þúsund ein-
tök af Konungi
ljónanna seld
MYNDBÖND með Konungi ljónanna
eða Lion King hafa selzt mjög vel
og á fyrstu 9 dögunum frá því að
Sam-film setti myndbandið á mark-
að voru 20 þúsund eintök afgreidd
frá umboðsaðila.
Eyþór Guðjónsson, markaðsstjóri
Sammyndbanda, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann teldi ástæðu
góðrar sölu, að myndin höfðaði jafnt
til bama sem fullorðinna og talsvert
hefðu menn orðið þess varir að menn
keyptu báðar útgáfur hennar, með
íslenzku tali fyrir börnin og eins
ensku útgáfuna með íslenzkum
texta, sem gjarnan er ætluð fullorðn-
um. Eyþór kvaðst svo bjartsýnn að
ætla að með jólasölunni tækist að
selja á bilinu 25 til 30 þúsund eintök
af Konungi ljónanna.
í nóvember koma út hjá Sam-
myndböndum fleiri myndir og má
þar nefna Star Wars-myndirnar, sem
hafa verið hljóðblandaðar á ný og
koma út í THX-ómi, þá fylgja í kjöl-
farið fyrstu 8 James Bond-myndirn-
ar ásamt myndinni Speed og Mrs.
Doubtfire.
Kennarar í 10. bekk semji
ekki samræmdu prófin
Stórglæsileg
4ra herb. íbúð í Jörfabakka 22. Ný eldhúsinnr. Parket.
Verð 7,2 millj. Áhv. 4 millj., greiðslub. ca 25 þús. á mán.,
hagst. lán. Mögul. að taka bíl og/eða hesthús ög/eða
minni íbúð uppí og/eða hagstæðir greiðsluskilmálar.
Jón Egilsson, hdl.,
Knarrarvogi 4, sími 568 3737.
11RI1 19711 LÁRUS Þ VALDIMARSSON, framkvamoasuÓRI
UUL I luU'UUfa lu/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, toGGitiuR iasuignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Sérhæð - öll eins og ný
Neðri hæð 160 fm í þríbhúsi á vinsælum stað í Heimahverfi. Allt sér.
2 góð forstherb. Góður bílsk. um 30 fm. Ágæt sameign.
Inni við Sund - útsýni
Sólrík vel með farin 3ja herb. íb. á 1. hæö rúmir 80 fm. Parket. Tvenn-
ar svalir. Góð geymsla í kj. Mikið útsýni tii Esjunnar. Gott verð.
Mosfellsbær - úrvalsstaður - eigna-
skipti
Vel byggt timburhús ein hæð rúmír 160 fm auk bílsk. um 40 fm.
Ræktuð eignarlóð 1312 fm. Húsið er eins og nýtt. Útsýni.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Höfum á skrá fjölmarga trausta kaupendur að íb., hæðum, rað- og
fjölbhúsum.
Sérstaklega óskast raðhús á einni hæð.
• • •
í gamla bænum óskast
íbúðir og einbhús.
Traustir kaupendur
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
laUEAVEGI 1BS. 552 1150-552 1370
Sólveig Pétursdóttir í utanríkisumræðum á Alþingi
Mál til komið að stækka
Atlantshafsbandalagið
SÓLVEIG Pétursdóttir þingmaður
Sjálfstæðisflokks varpaði þeirri
spumingu fram í umræðum um
utanríkismál á Alþingi, hvort útbúa
ætti einhvers konar lista yfir þau
skilyrði sem ríki þurfí að uppfylla
vilji þau fá aðild að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO).
Sólveig sagði að slíkur listi kynni
að taka til ástands í mannréttinda-
málum, efnahgsástands og stöðu
samskipta við nágrannaríkin. Hætt-
<4 ,
Dömuhaustfatnaður,
stórar stærðir.
Tösku-, slæðu- og hattaúrval.
Nýjar sendlngar.
Hár;
s. 553-2347.
an við að útbúa slíkan lista væri
sú að ríki sem teldust uppfylla
umrædd skilyrði teldu sig sjálfltrafa
geta fengið aðild að NATO. Því
verði aðildarríki NATO að meta
umsóknir um aðild hveija fyrir sig
og kanna hvort viðkomandi ríki sé
reiðubúið að axla ábyrgð fullrar
aðildar og hvort núvernandi aðildar-
ríki telji þá aðild samræmast hags-
munum sínum.
Ekki opna flóðgáttir
Sólveig sagði í ræðu sinni að mál
væri að hefjast handa við stækkun
NATO. Hún_ vitnaði m.a. í loka-
ályktun þingmannafundar Norður-
Atlantshafsþingsins í byijun októ-
ber þar sem samþykkt var áskorun
til þjóðþinga og ríkisstjórna aðildar-
ríkja NATO um að hefjast handa
við stækkun sambandsins eins fljótt
og hægt er.
„Með þessu er ekki átt við að
opna eigi einhveijar flóðgáttir heldur
ber að hafa í huga að þau ríki Mið-
og Austur-Evrópu sem áratugum
saman hafa lifað undir jámhæl Sov-
étkommúnismans, en starfa nú hörð-
um höndum að því að treysta í sessi
lýðræði og markaðsbúskap, þurfa á
öflugum stuðningi Vesturlanda að
halda,“ sagði Sólveig og bætti við
að innganga í NATO fæli í sér skýr
skilaboð um stuðning Vesturlanda
við pólitískar og efnahagslegar um-
bætur í þessum ríkjum.
Hún sagði að iðulega væri talað
um að taka bæri sérstakt tillit til
hagsmuna Rússa án þess að veita
þeim þó neitunarvald í málefnum
NATO. En aukin harka í yfirlýsing-
um rússneskra stjórnvalda gegn
stækkun NATO hefði það í för með
sér að nýfijáls ríki Mið- og Austur
Evrópu yrðu sífellt ákveðnari og
ákveðnari um aðild að NATO.
„Áframhald sömu þróunar gæti
gert Vesturlöndum erfitt um vik
við stækkun bandalagsins, verði
ætlunin áfram sú að taka sérstakt
tillit til sjónarmiða Rússlands, og
því er mál að hefjast handa við
stækkun NATO,“ sagði Sólveig.
»
>
>
\
í
I
»
r
i
«
I
i
t
i