Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS GREINARHÖFUNDUR ásamt Páli Óskari og Önnu Mjöll á minningar- tónleikunum um Hauk Morthens á Hótel Sögu 15. maí 1994. Minningartónleikar um Hauk Morthens Kleppur, Guð minn almáttugur Frá Jóni Kr. Ólafssyni: ÞANN 15. maí 1994 var kominn saman stór hópur af söngvurum og hljóðfæraleikurum á Hótel Sögu til þess að heiðra minningu Hauks Morthens, því hann hefði orðið 70 ára um þær mundir. Þessi samstarfshópur þátt- takenda flutti margar dægurperlur Hauks frá liðnum árum og eins og lög gera ráð fyrir var þetta mjög mikil breidd í söng og hljóðfæraleik. Allt var þetta fólk búið að fylgjast með söng Hauks í gegnum árin og vissi þar af leiðandi hvað við átti. Eg ætla nú ekki í þessari grein að telja upp nöfn allra þeirra sem komu fram en samt get ég ekki látið hjá líða að nefna tvo aldursforseta sem voru Hallbjörg Bjarnadóttir og Kristinn Hallsson. Þau voru skrautfjöður í þessum tónlistarhatti. Öll fengum við frá- bærar móttökur hjá tónleikagest- ums sem fylltu Súlnasal Hótels Sögu þetta góða kvöld. Ég er lengi búinn að hugsa um að það sé ekki spurning að gefa þessa tónleika út á geisladiski áður en líða ár og öld. Ég er handviss um að þetta efni myndi seljast eins og heitar lummur, eins og sagt var í gamla daga, hjá öllum aldursflokkum. Útgáfan væri þjóðinni til mikils sóma hvað sem öllum öðrum út- gáfum í sambandi við Hauk líður. Þessi stemmning verður aldrei endurtekin, því skora ég á alla hugsandi menn í tón- listargeiranum að láta hendur standa frma úr ermum svo þetta verði raunveruleiki. Það hefur áður verið gefið út efni í þessum dúr, nefni ég minning- artónleika um þá Guð- mund Ingólfsson og Karl Sighvatsson, svo ég taki smá hliðarspor við þetta. SG hljóm- plötur gáfu út á sínum tíma 40 ára söng- afmæli Guðrúna A. Símonar sem var alveg frábær hugmynd eins og svo margt annað sem kom frá því fyrirtæki meðan það var og hét. Mörgu góðu efni bjargaði það frá glatkistunni enda var forstjórinn mikill smekkmaður á tónlistarsviðinu. Að síðustu þetta. Haukur sagði oft við mig „að vera trúr sjálfum sér, sértu það þá ertu um leið trúr þeim sem vilja hlusta á þig“. Þess vegna er ég þess fullviss að allir myndu vilja hlusta á þessa góðu minningartónleika á geisladiski. Hann yrði veglegur minnisvarði um Hauk Morthens um langa framtíð og er þá á engan hallað. JÓN KR. ÓLAFSSON, Tjarnarbraut 5, Bíldudal. Frá Axel Haugen: í JÚLÍ sl. skrifaði ég tvær geinar í Morgunblaðið, þar sem ég deildi á stjórnvöld fyrir að ganga of harkalega fram í niðurskurði til heilbrigiðiskerfisins og var aðal- ástæðan lokun nokkurra geðdeilda Landspítala. Eins og kunnugt er, er afar erf- itt fyrir sjúklinga, hvort heldur er geðsjúka eða líkamlega veika, að fá ekki þá meðferð sem viðeigandi er í hvert eitt skipti, og enda þótt sú ákvörðun að loka bæri nokkrum af geðdeildum Landspítala um tíma sl. sumar hafi verið algerlega óaf- sakanleg, ætla ég ekki að gera hana að frekara umtalsefni hér. Það sem mig hinsvegar langar til að minnast á, er hvað hægt er að gera fyrir geðsjúkt fólk á Is- landi án þess að auka fjárveitingar svo nokkru nemi Allir vita t.d. hvaða ímynd sjúkrahúsið Kleppspítali eða „kleppur" eins og hann er kallaður í daglegu tali, hefur á sér. Og eins og allir þeir sem eitthvað vit hafa á starfsemi þessa sjúkrahúss eða annarra nútíma geðdeilda vita, stenst sú ímynd ekki samanburð við raunveruleikann. Kleppur er allt í senn stærsta geðsjúkrahús landsins og hefur þar af leiðandi á að skipa flestu starfs- fólki og sinnir einnig, eðli málsins samkvæmt, frekar stórum hluta þeirra íslendinga sem eiga við geð- sjúkdóma að stríða. Og þótt alltaf í UPPHAFI þessa árs var stigið mikilvægt skref í réttarkerfinu þegar þið settuð lög um greiðslu sem eiga að taka gildi þann 1. janú- ar 1996 og vera afturvirk til 1. janúar 1993 og eru mikið réttlætis- mál. Öll höfum við heyrt af þolend- um sem hafa ekki fengið greidda krónu af bótum, sem þeim hafa verið dæmdar, vegna þess að þeir/þær hafa ýmist ekki treyst sér eða getað innheimt þær hjá brota- manni. Nú aðeins átta mánuðum eftir að þið, þingmenn, samþykktuð lög- in einróma eruð þið í fjárlagafrum- varpinu beðnir um að ganga á bak orða ykkar með því að samþykkja að ekki sé til fé til að greiða þolend- um ofbeldismanna skaðabætur og því verði að fresta gildistöku lag- anna. Það á ekki að þurfa að hafa mörg orð um það hve mikilvæg lögin eru þolendum, en aðdragandi þeirra er nokkuð langur. Segja má að það fólk sem vinnur við að hjálpa þolendum kynferðisglæpamanna hafi vakið aðra til umhugsunar um hve mikilvægt það er þolanda að megi gera betur og endalaust sé hægt að finna einhverja vankanta á öllu fyrirkomulagi, ef menn endi- lega vilja, hef ég ekki heyrt annað en að starfsemi Kleppspítala sé viðunandi (mestan tíma ársins) og í takt við það sem almennt gerist á öðrum meðferðarstofnunum landsins er sinna geðsjúkum. Það sem háir þessum annars ágæta spítala er nafnið, og enda þótt nafnið Kleppur eða Kleppsspít- ali hafi verið þurrkað út á pappírun- um og á meðal starfsmanna og heiti nú einfaldlega geðdeildir Landspítala, eru í fyrsta lagi mjög fáir á meðal almennings sem vita það, fyrir utan að hið gamla nafn mun alltaf loða við þessa stofnun, svo lengi sem henni hefur ekki verið gefið formlega nýtt nafn. Hvaða tilfinningar fara til dæm- is um þig, lesandi góður, svona yfirleitt, þegar þú heyrir nafnið Kleppur. Ég get varla ímyndað mér að þær séu jákvæðar miðað við það viðhorf sem þessi spítali hefur á sér í þjóðfélaginu. Kleppur nýtur nefnilega þeirrar sérstöðu ásamt því að vera stærsta geðsjúkrahús landsins, að vera einnig hið elsta, og þegar Kleppur var upphaflega byggður og tók til starfa, var sú meðferð sem vist- menn hans nutu vægast sagt eng- um til sóma, en einnig þá, var hún í takt við það sem almennt gerðist á íslandi til forna, hvað varðar geðsjúka. Málið er bara það, að andinn, verða leystur undan þeirri þrauta- göngu að fara bónleið til kúgara sins til að innheimta hjá honum skaðabætur sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Ástæður þess hve illa þolendum gengur að innheimta skaðabætur mega öllum vera ljósar: Margir brotamenn eru ekki borgunarmenn, en að auki er þeim ekki í mun að greiða þolend- um sínum bætur. Mikilvægast er þó að horfa á málið frá sjónarholi þolenda. Þolandi kynferðisglæpa- manns er í langan tíma niðurbrot- inn; hræddur og óöruggur, ósjaldan einnig óvinnufær. Slíka manneskju á réttarkerfið ekki að senda á fund þess sem lagði líf hennar/hans í rúst. í ályktun fundar Kvenna- og karlakeðjunnar frá september 1993 er bent á ýmislegt sem þarf að bæta í meðferð kynferðisofbeldis- mála í réttarkerfinu, þ. á m.: „Að hið fyrsta verði gerðar ráðstafanir sem tryggi að ríkið gangi í ábyrgð varðandi greiðslur á dæmdum skaðabótum til handa þolendum kynferðisofbeldis.“ Ályktunin ásamt undirskriftum landsmanna af meðferð þeirra sjúklinga sem þar eyddu stórum hluta ævi sinnar þar sem vistmenn fengu matinn réttan til sín í stálskálum, spenni- treyjur voru daglegt brauð og önn- ur ómanneskjuleg vinnubrögð voru viðhöfð, svífur ennþá yfir nafninu Kleppur. (Ég þarf vonandi ekki að taka fram að þessi vinnubrögð hafa fyrir löngu verið aflögð.) Ég held að það mesta og besta sem hægt væri að gera fyrir Klepp og jafnframt með sem minnstum tilkostnaði, í krónum talið, væri að gefa spítalanum formlega nýtt nafn, en með því yrði stigið fyrsta skrefið í átt til þess að uppræta þá ímynd sem þessi nauðsynlega stofnun hefur á sér. Sjálfur ætla ég að halda að mér höndum hvað varðar tillögu að nýju nafni, ef til þess kæmi mætti efna til samkeppni meðal almenn- ings líkt og gert var þegar sjúkra- stöð SÁÁ hlaut nafnið Vogur. Það væri hinsvegar ánægjulegt ef yfirmenn Kleppspítala sæju sér fært að láta í ljós álit sitt á þess- ari tillögu hér á síðum Morgun- blaðsins. Öll umræða varðandi geðsjúka er af hinu góða en hún hefur verið í algjöru lágmarki undanfarin ár, og heyrst hefur að geðsjúkdómar séu feimnismál á íslandi. Með kveðju og von um að hug- myndinni verði vel tekið. var afhent þáverandi dómsmála- ráðherra, sem er einnig núverandi dómsmálaráðherra, Þorsteini Páls- syni, á 45. mannréttindadegi Sam- einuðu þjóðanna, þann 10. desem- ber 1993. Ágætu þingkonur og- karlar! Hvað hefur breyst síðan 25. febr- úar sl. þegar þið einum rómi sam- þykktuð lögin sem réttlætir að fresta gildistöku þeirra? Fyrir að- eins átta mánuðum voruð þið á einu máli um mikilvægi þess að ríkið greiddi þolendum kynferðisof- beldismanna og annarra skaðabæt- ur og innheimti þær síðan hjá of- beldismönnunum. Hugsið ykkur vel um áður en þið ákveðið að viðhalda þeirri byrði þolenda að innheima skaðabætur sínar hjá þeim sem brutu gróflega á þeim. Við vitum að ykkur er gert að draga úr út- gjöldum ríkissjóðs og biðjum ykkur því í öllum bænum að leita að fé annars staðar en hjá niðurbrotnu fólki sem á enga sök á því sem á það hefur verið lagt. Stjóm Kvenna- og karlakeðjunnar, Stjórn Samtaka um kvennaathvarf, Samtökin vinnum saman gegn ofbeldi. Haukur Morthens AXEL HAUGEN, Hæðargarði 36, Reykjavík Til þingmanna! Féijvg Löggii.ika Biikiíidasala + / •• Félag Löggiltra Bii rlioasala Félag Löcgiltra Bii ri iuasala BÍLATORG FUNAHÖFDA I Ss 587-7777 FÉLAG LÖC.GILTRA BlFRI IIMSALA VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN OG A SKRA - FRÍAR AUGLYSINGAR - RÍFANDI SALA Toyota Landcruiser disel CX árg. '93, ek. 75 þús. km., dökkgrár, sjálfsk., sóllúga, ál felgur, góöur til vetraraksturs. V. 4.480.000. Ath. skipti. Bílalán getur fylgt að hluta. ■g AMC Cherokee Laredo árg. '91, ek. 39 þús. km., dökkgrænn, 5 g., 2 álfelgur, topp bíll og verðið skemmir * ekki kr. 1.590.000. Ath. skipti. gi Toyota Touring GLi árg.'92, ek. 110 2 M, Benz 300 SE árg. '86, ek. 109 þús. “ Þús. km, dökkblár, álfelgur, flottur á j* km., drapplitur, álfelgur, sóllúga, sjálfsk., ,gj rjúpuna. V. 1.130.000. Ath. skipti. g litaö gler.lipur forstjórabíll. S * V. 2.100.000. Ath. skipti. HÖFUM KAUPENDUR AF ÖLLUM TEGUNDUM NÝLEGRA BÍLA Toyota Double Cap bensín árg. '92, ek. 105 þús. km., dökkgrænn, 5 g., góður bíll með góða reynslu. V. 1.580.000. Ath. skipti. MMC Lancer St. 4WD árg. '92, ek. 42 þús. km., hvítur, 5 g., góður í Bláfjöllin. V. 1.130.000. Ath. skipti. Nissan Patrol GR árg. '91, vinrauöur og gullsans., upphækkaður, álfelgur. V. 2.450.000. Daihatsu Charade CX arg. '92, dökkblár, ek. 46 þús. km. V. 650.000. Merceaes öens í:uu t arg 199U. vínrauður, sjálkfskiptur, sóllúga, álfelgur, hleöslujafnari, læst drif, ek. 99.000 km. Verð 2.590.000, skipti skuldabréf Toyota Corolla 1300 XLI árg. '94, rauður, ek. 22 þús. km. V. 1.070.000. Eigum einnig '93, '95 og '96 árgeröir. MMC Colt 1300 EXE '92, rauöur, fall- egur bíll, ek. 71 þús. km. V. 730.000. Skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.