Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ W- FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Reuter GRÆNFRIÐUNGAR efndu til mótmæla við aðalstöðvar fram- kvæmdastjórnarinnar á meðan hún fundaði um hvernig bregðast skyldi við tilraunum Frakka. Kjarnorkutilraunir í Kyrrahafi Frakkar ekki fyrir Evrópudómstólinn Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hyggst ekki draga Frakka fyrir Evrópudómstólinn í Lúxemborg vegna kjarnorkutilrauna þeirra í Suður-Kyrrahafi. Embættismaður, sem Reuters- fréttastofan ræddi við, sagði að framkvæmdastjómin hefði ákveðið að túlka lagaákvæði um kjarnorkutil- raunir þröngt. Þannig liti stjórnin á að kjarnorkutilraunir Frakka væru ekki „sérstaklega hættulegar tilraun- ir“ samkvæmt Euratom-sáttmálan- um. Framkvæmdastjórnin gæti því fljótlega hætt afskiptum af málinu. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómarinnar, sagði í ræðu á Evrópuþinginu í gærmorgun að tilraunirnar virtust ekki stefna heilsu þeirra, sem við þær störfuðu, eða íbúa Frönsku Pólynesíu í hættu. „Grein 34 [í Euratom-sáttmálanum] á því ekki við,“ sagði Santer. Á liðnum vikum hefur fram- kvæmdastjómin ítrekað beðið frönsk stjómvöld um upplýsingar um kjam- orkutilraunimar og tilhögun þeirra, í því skyni að meta hversu hættuleg- ar þær væra og hvort grípa beri til aðgerða, teljist þær stofna lífi og heilsu manna í hættu. „Skrifstofur framkvæmdastjómarinnar, sem mál- ið snertir, hafa skoðað öll gögnin, sem Frakkar hafa látið af hendi og það lítur út fyrir að í meginatriðum bendi upplýsingamar ekki til þess að hætta sé á ferðum," sagði emb- ættismaður framkvæmdastjórnar- innar. Ákvörðun framkvæmdastjórnar- innar var tekin degi eftir að Jacques Chirac, forseti Frakklands, greindi frá því að sennilega yrðu fjórar kjarn- orkusprengjur í viðbót sprengdar á yfirráðasvæði Frakka í Suður-Kyrra- hafí. Dagbók Bjerregaard vekur hneykslan Kaupmannahöfn. Reuter. FJOLMARGIR danskir stjórn- málamenn fordæmdu í gær bók eftir Ritt Bjerregaard, fulltrúa Dana í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, sem út kemur síðar í vikunni. Kaflar úr bók- inni, þar sem Bjerregaard, ræðir opinskátt um menn og mál- efni í ESB voru birtir í dönskum dagblöðum á mánudag. I bókinni, sem ber heitið „Dag- bók fulltrúa í framkvæmdasljórn- inni“, fjallar hún um fyrstu mán- uði sína í starfi. Fá margir stjórn- málamenn slæma útreið í bókinni. Jacques Chirac Frakklandsfor- seta segir hún á „heildina litið hafa komið illa fyrir ... ég held ekki einu sinni að hann muni vaxa með starfi sínu“. Hún sparar held- ur ekki stóru orðin þegar kemur að Helmut Kohl, kanslara Þýska- lands. „Ég fékk alls enga tilfinn- ingu fyrir manninum, hann virtist ekki taka eftir neinu. Ég held að hann hafi ekki einu sinni tekið eftir því við hvern hann var að tala,“ segir Bjerregaard. Niels Helveg Petersen utan- ríkisráðherra og margir aðrir sljórnmálamenn í Danmörku gagnrýndu þennan fyrrum ráð- herra jafnaðarmanna harðlega í gær. „Við eigum það á hættu að Ritt Bjerregaard eyðileggi með bók sinni sína eigin möguleika og möguleika Dana á að hafa áhrif á evrópska umhverfisstefnu. Bók- in er því mjög dýru verði keypt,“ sagði Helveg Petersen við Berl- ingske Tidende. Sjálf segir Bjerregaard að til- gangur hennar með bókaskrifun- um hafi verið að svipta dulúðinni af starfi framkvæmdastjórnarinn- ar. „Ég held að ég sé ekki óréttlát gagnvart neinum. Ég skrifaði bók- ina til að gera ímynd fram- kvæmdastjórnarinnar mann- legri.“ I bókinni er einnig að finna neikvæða palladóma um Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spán- ar, Martin Bangemann, fulltrúa Þýskalands í framkvæmdasljórn- inni, Michel Barnier, Evrópuráð- herra Frakka og marga háttsetta danska sljórnmálamenn. Þá segir hún samskipti Jacques Santers, forseta framkvæmda- sljórnarinnar, og Kohls vera mjög slæm. „Það er aðallega vegna þess að Kohl er sama um Santer og kemur illa og yfirborðslega fram við hann.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bjerregaard er á milli tannanna á fólki. Hún var rekin úr embætti menntamálaráðherra árið 1978 og úr embætti þingflokksformanns Jafnaðarmananflokksins 1991 í bæði skiptin fyrir mikla eyðslu og lúxuslíf, sem ekki var talið hæfa leiðtoga jafnaðarmanna. Þegar tilnefning hennar í fram- kvæmdastjórnina var til umræðu á Evrópuþinginu í fyrra sökuðu þingmenn hana um hroka og kæruleysi. Á sama tíma átti hún í hörðum deilum við Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem að hún neitaði að afsala sér eftirlaunum sínum sem ráðherra meðan hún ætti sæti í fram- kvæmdasljóminni. Bjerregaard segist, í „dagbók" sinni hafa gefið eftir að lokum en ekki vegna þess að hún hafði á röngu að standa. „Ég vildi hjálpa Poul. Hann er ekki mjög vinsæll og skoðanakann- anir koma illa út... Þeir gætu ekki rekið mig þó ég neitaði. Ég á sæti í framkvæmdastjórninni og engin ríkisstjóm getur breytt því.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra Enn míkíl þörf fyrir Sameinuðu þjóðimar DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra ávarpaði í gær hátíðarsamkomu Sameinuðu þjóðanna í tilefni af fimmtíu ára afmæli samtakanna. Hátíðarhöldunum, sem staðið hafa í þijá daga, lauk í gær en rúmlega 180 þjóðar- og stjórn- málaleiðtogar eru sam- ankomnir í New York vegna þessara tíma- móta í starfi samtak- anna. Davíð Oddsson sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að sú staðreynd að for- ystumenn allra þessara ríkja væru komnir saman undirstrikaði ekki bara glæsta sögu Sameinuðu þjóð- anna heldur einnig all mikilvæga framtíð. „Auðvitað er það svo að menn gagnrýna eitt og annað í framkvæmd Sameinuðu þjóðanna. Staðreyndin er hins vegar sú að margt hefur tekist vel og hefði far- ið verr ef Sameinuðu þjóðanna hefði ekki notið við. Þetta hefur verið gegnumgangandi þema hjá lang- flestum þjóðarleiðtogunum. Menn tala einnig mikið um að samtökin rambi um á barmi gjaldþrots vegna þess að aðildarríki hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt sáttmála samtakanna, sem þau hafa þó samþykkt af fúsum og fijálsum vilja. Áfram þörf Þá má kannski einnig segja að Sam- einuðu þjóðirnar eru ekki eins vel Reuter Yolanda Saldivar Dæmd fyrir morðið á Selenu Ilouston. Reuter. 35 ÁRA kona, Yolanda Saldivar, var á mánudag fundin sek um að hafa myrt Tejano-söngkonuna Selenu af ásettu ráði á móteli í Texas 31. mars. Saldivar stofnaðj aðdáendaklúbb Selenu árið 1991 og veitti honum forstöðu þar til fyrr á árinu þegar faðir söngkonunnar sakaði hana um fjárdrátt. Saksóknarinn sagði að Saldivar hefði skotið söngkonuna til bana í æðiskasti vegna uppsagnar- innar þar sem hún hefði ekki getað hugsað sér að lifa án söngkonunnar. Verjandi Saldivar sagði hana hins vegar hafa ætlað svipta sig lífi og lýsti drápinu sem „hörmulegu slysi“. Hún á yfir höfði sér allt að lífstíðar- fangelsi en kviðdómurinn á eftir að úrskurða um refsinguna. Selena Quintanilla Perez, sem var 23 ára, fékk Grammy-verðlaunin árið 1993 og lagði stund á Tejano, mexíkósk-bandaríska popptónlist sem nýtur feykilegra vinsælda í suð- urhluta Bandaríkjanna. rekið fýrirtæki og þær ættu að vera. Þeir sem veijast þessum síðar- nefndu röksemdum hafa m.a. bent á að allur rekstur Samein- uðu þjóðanna er svipað- ur að umfangi og rekst- ur þriggja Disneyland- skemmtigarða hér í Bandarílq'unum. Allt er þetta því afstætt," sagði forsætisráðherra. Meginniðurstaðan væri kannski sú að menn teldu áfram þörf fyrir Sameinuðu þjóðimar. Davíð Oddsson sagði samkomur af þessu bjóða upp á mörg tækifæri til að hitta menn, jafnt formlega sem óformlega. Líklega væru óformlegu samtölin mun fleiri en þau formlegu. „Það má kannski segja að þetta sé gott tækifæri til að ná mönnum út undir vegg. Formlega hittum við til dæmis for- sætisráðherra Liechtenstein, okkar smáa vinaríkis í EFTA. Hann vildi ræða okkar sameiginlegu mál varðandi Evrópska efnahagssvæð- ið, meðal annars framkvæmd samningsins, samstarfið innan EFTA og samstarfið milli EFTA og ESB. Einng fór hann yfir stöð- una í Sviss og Austurríki. Í síðar- nefnda ríkinu eru mikil vonbrigði meðal almennings með veruna í Evrópusambandinu, þó ekki verði aftur snúið þar. Það er kannski ekki að öllu leyti sanngjarnt hvern- ig fólk tekur þessu en í kosningum byggja menn oft upp væntingar Ósló. Morgunblaðið. TVEIR norskir njósnarar hurfu í Sovétríkjunum á sjötta áratugnum og Norðmenn sáu m.a. um þjálfun fínnskra njósnara sem störfuðu handan járntjaldsins. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir tvo norska biaðamenn. í bók blaðamannanna tveggja, þeirra Odd Isungset og Morten Jent- oft, kemur fram að tveir Norðmenn voru á sjötta áratugnum sendir yfir landamærin í Finnmörku og var til- gangurinn með för þeirra sá að kort- leggja hernaðarmannvirki á Kóla- skaga. Mennirnir tveir hurfu og fengu fjölskyldur þeirra aldrei að vita hver hefðu orðið örlög þeirra. Heimildarmaður fyrir þessari frá- sögn er Bjarne nokkur Knutsen, sem starfaði fyrir norsku leyniþjón- ustuna, en var opinberlega starfs- maður við landamæragæsluna í Suð- ur-Varanger frá miðjum sjötta ára- tugnum og fram til þess áttunda. CIA flutti njósnara I bókinni er einnig fullyrt að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi flutt norska njósnara og fólk sem flúið hafði frá Austur-Evrópu flug- leiðis inn í Finnland og að rússnesku landamærunum. Flugvélin var skráð í Noregi. „Það vekur áhyggjur að um þetta hafiekki verið rætt fyrr á opinberum vettvangi og að stjórnarandstaðan hafi ekki mótmælt njósnum Norð- manna á eftirstríðsárunum," segir Svein Blindheim, fyrrum herforingi sem var dæmdur í fangelsi árið 1979 fyrir að hafa ljóstrað upp hernaðar- meðal fólks sem erfitt er að rísa undir, að minnsta kosti til skemmri tíma Iitið.“ Einnig átti Davíð fund með for- sætisráðherra Búlgaríu að hans beiðni. Lýsti hann yfir vilja til að auka samstarf ríkjanna en nokkuð hefur verið um að íslenskir ferða- menn fari til Búlgaríu. „Hann var líka ekki síst að ræða við okkur sem NATO-ríki. Þó svo að Búlgarir séu ekki í fremstu röð þeirra ríkja sem sækjast eftir aðild að bandalaginu vilja þeir halda á lofti óskum þess efnis.“ Fundur með Mandela Forsætisráðherrar Norðurland- anna áttu á sunnudag sameiginleg- an fund með Nelson Mandela, for- seta Suður-Afríku og hafði hann orð á því að fyrra bragði að hann hefði hug á að sækja Island heim. Hefur Mandela áður heimsótt öll hin Norðurlöndin. Davíð sagði að þó Mandela væri orðinn fullorðinn maður væri hann kraftmikill og duglegur og allt eins mætti búast við að hann gerði alvöru úr þessu og legði lykkju á leið sína á ein- hveiju ferðalagi. Davið sagðist einnig hafa rætt við fjölda annarra ráðamanna, jafnt bandaríska sem aðra, og einnig hefðu forsætisráðherrar Norður- landanna fengið birta eftir sig sam- eiginlega grein í International Her- ald Tribune á mánudag. Reyndu þeir m.a. með þessum hætti að koma sameiginlega fram út á við þó svo að sum Norðurlandanna hefðu kosið aðild að Evrópusam- bandinu en önnur ekki. leyndarmáli. Blindheim upplýsti þá að finnskir ríkisborgarar hefðu verið fengnir til að stunda njósnir í Sovét- ríkjunum. Árið 1988 voru hins vegar gerðar opinberar dagbækur Juho K. Paasikivi, fyrrum Finnlandsfor- seta, og þar kom fram að honum hefði þegar árið 1951 verið fullkunn- ugt um að Norðmenn sendu njósn- ara til starfa í Sovétríkjunum í gegn- um Finnland. Mannerheim-riddarar ráðnir Blindheim rifjar upp að yfirmaður norsku leyniþjónustunnar í Ósló hafi komið til Finnlands um 1950 undir því yfirskyni að hann væri sendiráðs- starfsmaður. Tilgangurinn hafi hins vegar m.a. verið sá að ráða finnska njósnara. Þessi maður hafi oftlega gortað sig af því að hafa fengið til starfa nokkra „Mannerheim-ridd- ara“, finnska úrvalshermenn úr Vetrarstríðinu og síðari heimsstyij- öldinni. I bókinn sem nefnist „Verkebyll- en“ segir finnskur maður, Arvo Ju- vonen, frá því er hann stundaði njósnir fyrir Norðmenn í Sovétríkj- unum. í eitt skiptið kveðst hann hafa notað loftbelg til að komast yfir landamærin. Dæmdir í Finnlandi? Svein Blindheim fullyrðir að fram komi í dagbókum þeirra Paasikivis og Uhro Kekkonens, fyrrum forseta, að norskir njósnarar hafi ekki snúið aftur frá Sovétríkjunum og að dóm- ar hafi verið kveðnir upp yfir ein- hveijum þeirra í Finnlandi. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Sovétríkin á sjötta áratugnum Tveir norskir njósnarar hurfu í I # m c c I c € €
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.