Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995; AÐSENDAR GREINAR MORQUNBLAÐIÐ Hvers eiga Hafnfirðingar aðgjalda? MÁLEFNI Hafnar- fjarðar hafa verið ofar- lega í umræðunni að undanförnu og sem fyrr kemur það ekki til af góðu. Tvær nýlegar uppákomur innan bæj- arins, annars vegar málefni Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. og hins vegar uppsagnir á launakjörum bæjar- starfsmanna, bera vott um flaustursleg og lítt ígrunduð vinnubrögð - jafnvel annarleg vinnu- brögð. Þá hefur mis- munun bæjaryfirvalda á milli fyrirtækja innan bæjarins valdið réttmætri gremju margra atvinnurekenda. Sveitarstjómarlög hafa verið þverbrotin og þeir sveitarstjómar- menn sem reynt hafa að spyrna við fótum og leita álits þess ráðu- neytis sem fer með sveitarstjórnar- málefni hafa engin viðhlítandi svör fengið um ábyrgð sveitarstjórnar- manna. Sveitarstjórnarmenn virð- ast því geta tekið þær ákvarðanir sem þeim sýnist og valsað með skattpeninga almennings án þess að bera þar nokkra ábyrgð. Bæjarábyrgðir og fyrirframgreiðslur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur á liðnum ámm gengist í ábyrgðir fyrir nokkur fyrirtæki hér í bæ. Þessar ábyrgðir hafa flestar fallið á bæjarsjóð. Sú venja sem flest hinna stærri sveitarfélaga hafa til- einkað sér, sem er að láta banka- stofnanir meta lánshæfni fyrir- tækja, hefur því miður ekki verið viðhöfð í þeim meirihlutum sem Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði hef- ur átt aðild að. Þær ábyrgðir sem bæjarsjóður hefur nú þegar þurft að gangast við eru m.a.: 1. Skerseyri hf., ábyrgðarveit- ing þann 6. júni 1991 kr 20 milljón- ir. Félagið varð gjaldþrota og tap bæjarfélagsins um 29 milljónir króna. 2. Byggðaverk hf., ábyrgðar- veiting þann 4. mars 1993 kr. 70 milljónir. Bæjarsjóður yfirtók ábyrgðimar sem voru komnar í um 98 milljónir króna. Til tryggingar ábyrgðinni var bæjarsjóði afhent tryggingarbréf, samtals að nafn- verði 73 milljónir króna með veði í fjórum fasteignum. Beint tap bæjarsjóðs vegna þessara ábyrgð- arveitinga verður líklega milli 40 og 50 milljónir króna. 3. Miðbær Hafnarijarðar hf. Þann 13. nóvember 1992 sam- þykkti bæjarráð að veita félaginu einfalda bæjarábyrgð fyrir skulda- bréfum að fjárhæð 120 milljónir til 17 ára með föstum 9,7% vöxtum, sem tryggð voru með veði í hótel- hluta fasteignarinnar Fjarðargötu 13-15, krónur 100 milljónir og með veði í bílakjallara undir húsinu krónur 20 milljónir. Einnig átti eignarhaldsfélagið að veita viðbót- arveð að fjárhæð 50 milljónir króna í verslunar- og þjónusturými húss- ins þegar það væri fokhelt. Núver- andi meirihluti Alþýðuflokks og Jóhanns G. Bergþórssonar hefur nú ákveðið að leysa til sín hótel- ■ tuminn og bílakjallarann. Tap bæj- arsjóðs vegna þessara ábyrgða mun líklega nema milljónatugum. 4. Hagvirki-Klettur hf. fékk fyr- irframgreiðslur hjá bæjarsjóði upp á tugi milljóna króna. Fyrirtækið er gjaldþrota og vegna viðskipta við fyrirtækið tapar bæjarsjóður um 50 milljónum króna. Bæjarábyrgðir þessar voru veitt- ar í tíð Alþýðuflokks- ins með fulltingi þeirra sem nú sitja í meirihluta bæjar- stjómar Hafnarfjarð- ar. Reynsla okkar Hafnfirðinga af ábyrgðum sem fallið hafa á bæjarfélagið eiga því að vera öðr- um sveitarfélögum víti til varnaðar. Það er skoðun mín að banna eigi sveitarfé- lögum að veita bæjar- ábyrgðir. Þetta byggi ég á töpuðum fjár- munum hafnfirskra skattgreiðenda í stjórnartíð Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði svo og slælegri eftirlits- skyldu ráðuneytis sveitarstjórn- armála um málefni sveitarfélaga. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði og skuldafenið • Á liðnum árum hafa skuldir bæj- arsjóðs stóraukist og er nú svo kom- ið að skuldir bæjarsjóðs og stofnana hans eru um fjórir milljarðar króna. í skýrslu um fjármál sveitarfélaga, sem út kom í janúar 1990 um fjár- mál sveitarfélaga sem unnin var Sveitarstjórnarmenn virðast geta tekið þær ákvarðanir sem þeim sýnist, segir Magnús Gunnarsson, og valsað með skattpeninga al- mennings án þess að bera þar nokkra ábyrgð. að tilstuðlan félagsmálaráðuneytis- ins í þeim tilgangi að kanna fjár- hagsstöðu verst stöddu sveitarfé- laganna og orsakir bágborinnar stöðu segir m.a. um orsakir versn- andi fjáhagsstöðu sveitarfélaga.: A) Of miklar fjárfestingar. B) Mikill fjármagnskostnaður vegna skuldasöfnunar síðustu ára. C) Fyrirhyggjuleysi í fjármálastjóm sumra sveitarfélaga. Úrbætur A) Rekstrargjöld verði dregin saman þar sem þau eru of há. B) Framkvæmdir sveitarfélaga verði sem mest fjármagnaðar af sam- tímatekjum. C) Settar verði ákveðnar viðm- iðunartölur um nettóskuldir og fram- legð sveitarfélaga. D) Aukin áhersla verði lögð á menntun og þjálfun stjómenda sveit- arfélaga. Það hefði væntanlega farið betur ef bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins hefðu í einhvetju tekið þessum ábend- ingum, því í árslok 1989 voru skuld- ir bæjarsjóðs Hafnafjarðar um 1 milljarður króna en voru um 4 millj- arðar í árslok 1994. Ár eftir ár hafa því skuldir bæjarsjóðs aukist, en þó keyrði um þverbak á kosningaárinu 1994, en þá fór fjárhagsáætlun ársins gjörsamlega úr böndum og umfram- keyrsla ársins á annan milljarð króna miðað við upphaflega áætlun. Meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags tókst því á við gríðarlegan vanda bæjarsjóðs og og á haustdög- um 1994, þremur mánuðum eftir að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubanda- lag tóku upp meirihlutasamstarf í bæjarstjóm, varð bæjarsjóður að taka lán að upphæð 1,3 milljarða króna Magnús Gunnarsson til að forða bæjarsjóði frá greiðslu- þroti sem beint má rekja til ótrúlegr- ar óstjórnar Alþýðuflokksins á fjár- málum Hafnfirðinga um árabil. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins hafa verið ótrúlega ósvífnir að ætla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalag að hafa stóraukið skuldir bæjarsjóðs um hundruð millj- óna, þrátt fyrir að sömu bæjarfulltrú- ar haldi því jafnframt fram að meiri- hlutinn hafi ekki ráðist í neinar fram- kvæmdir á sama tíma. Slíkur mál- flutningur dæmir sig sjálfur og Hafn- fírðingar eru ekki svo skyni skroppn- ir að þeir meðtaki slíkan þvætting. Meira að segja fyrrverandi félags- málaráðherra, Rannveig Guðmunds- dóttir, skrifaði grein í Morgunblaðið í sept. sl. og leyfir sér að taka undir málflutning bæjarfulltrúa Alþýðu- flokks í Hafnarflrði á þessari dóma- dagsvitleysu. Nei, í Hafnarfírði hefur krötum tekist með ótrúlegu fýrir- hyggjuleysi og óstjórn að steypa bæjarfélaginu í gífurlegt skuldafen. Og enn er haldið áfram með ótrúlegu fy rirhyggj uley si. Miðbær Hafnarfjarðar hf. Nú liggur fyrir að meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að bæjarsjóður yfírtaki hót- elturninn í Miðbæ af Miðbæ Hafn- arfjarðar hf. ásamt því að kaupa bílakjallarann. Bæjarábyrgðir sem þessi menn veittu Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. eru því fallnar á bæjar- sjóð og meirihlutinn valdi þá leið að ganga til samninga við Miðbæ Hafnarfjarðar hf. um yfirtöku þess- ara eigna. Fjallað hefur verið ýtar- lega um málefni Miðbæjar Hafnar- flarðar hf. og viðskipti bæjarsjóðs við fýrirtækið og hef ég þar litlu við að bæta. Það sem mig undrar þó fhest þegar litið er á málið í heild sinni að fýrirtæki sem stofnað er með einnar milljónar króna hlut- afé skuli hafa verið treyst til að ráðast í byggingarframkvæmdir sem kosta um 800 hundruð milljóna króna. Rekstrarforsendur í fyrir- tækjarekstri eru að stofnendur fyr- irtækja leggi fram töluvert eigið fé og axli ábyrgð á þeim skuldbinding- um sem þeir takast á hendur. Ábyrgðarveiting ofangreindra bæj- arfulltrúa sem veitt var Miðbæ Hafnarfjarðar hf. á árinu 1992 að upphæð 120 milljónir króna var því að mínu mati algjörlega út í hött. Krafa Guðmundar Árna, þáverandi bæjarstjóra, og félaga hans í Al- þýðuflokknum á byggingu hótels hefur einnig án nokkurs vafa, leitt hlutafélagið Miðbæ Hafnarfjarðar hf. í þá gjaldþrotastöðu sem blasti við félaginu. Raunar er það furðu- legt að hugmyndir um hótel í Mið- bæjarbyggingu skuli hafa verið haldið svo hátt á lofti í ljósi þess að ný hótel í Reykjavík áttu við verulegan rekstrarvanda að stríða og hugmyndum fjársterkra aðila um byggingu hótels í hjarta Reykja- víkur var slegið á frest eftir ítarlega könnun á rekstrarforsendum. Það er líka furðulegt í máli sem varðar hag allra bæjarbúa að bæj- arfulltrúar skuli ekki hafa haft að- gang að ársreikningum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Bæjarsjóður hef- ur lagt fyrirtækinu ábyrgðir og kemur síðan með beinum hætti til bjargar fyrirtækinu en bæjarfull- trúar hafa engan möguleika á að kanna stöðu fyrirtækisins. Þá geta Hafnfírðingar einnig velt því fyrir sér hvort eðlilegt geti talist eftir þessa björgun bæjarsjóðs upp á tugi milljóna króna að félagið er enn eigandi að eignarhlutum í hús- inu. Þá er það óskiljanlegt að meiri- hlutinn skuli kaupa bílakjallara byggingarinnar þar sem álit bæjar- lögmanns liggur fyrir um að þing- lýst kvöð á bílakjallara tryggir óheftan afnotarétt bæjarbúa að bílakjallaranum um ókomin ár. Bæjarsjóður mun auk þess þurfa að greiða töluverðan rekstrarkostn- að vegna þessara kaupa. Það er því ekki að tilefnislausu að spurt er „Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda?“ Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Hnfnarfirði. Áhrif fjáriaga á hag aldraðra ÞAÐ ER venjan að fjárlög ríkisins, sem lögð eru fram í október ár hvert, veki athygli landsmanna. Þetta á ekki síst við nú á tím- um, þegar þau koma svo víða við og hafa svo víðtæk áhrif á afkomu margra. Þetta á ekki síður við um aldraða þegna þjóð- félagsins, sem lifa á líf- eyrisbótum og uppsöfn- uðum feng af langri starfsævi. Þar er eins og víða í þjóðfélaginu-misjafnt á komið og misskipt veraldarauðnum. Allt sem hefur áhrif utan frá, svo sem ákvörðun fjárlaga um breyting- ar á lífeyri, hefur því oft djúptæk áhrif, þó að þeim, sem hærri laun hafa, finnist um litla upphæð að ræða. Þá munar um þetta sérstak- lega þegar margt stefnir að sömu rýrnun teknanna, en útgjöld aukast. Það má segja að áhrif fjárlaga 1996 flokkist í 3 aðalatriði: • 1. Skert réttindi fólks milli 67 og 70 ára, svo og þeirra sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóði. • 2. Áhrif fjármaghstekna á lífeyr- isgreiðslur á sama hátt og aðrar tekjur. • 3. Aftenging á sambandi upp- hæða lífeyris og launakjara í landinu eins og nú er, en þess í stað sé upp- hæð lífeyris ákveðin á Alþingi á for- sendum fjárlaga hvert ár. Þetta eru allt mjög mikilvægir þættir, sem snerta afkomu lífeyris- þega, þó að síðasti liðurinn veki mestan ugg. Skert réttindi lífeyrisþega Þar er um tvennt að ræða: • 1. Lífeyrisþegar 67-70 ára hafa notið sömu réttinda og aðrir, en eiga nú að greiða sömu gjöld og yngra fólk fyrir notendagjöld. Þó að ákvæðið sé ioðið um aukna aðstoð við þá sem mest þurfa er þarna árás á kjör þeirra, sem hafa orðið að hætta störfum og tekjur þeirra rýrn- að. • 2. Þá er fyrirhuguð breyting á almannatryggingarlögum, þannig að þeim, sem ekki hafa sinnt skyldu um greiðslu í lífeyrissjóði, skuli reiknast tekjur eins og þeir hefðu gert það og fengið aukinn lífeyri. Þetta mun svo skerða lífeyri þeirra, þó að tekjur séu ekki fyrir hendi á móti. Innritunargjöld á spítala eru fyrirhuguð og snerta aldraða meira en aðra. Fjármagnstekjur Það hefur lengi legið í loftinu að fjármagnstekjur yrðu skattlagðar. Býst ég við að flestir — ekki síður aldraðir — telji þetta ekki óeðlilegt enda sé miðað við „rýmilega" upp- hæð, sem menn mega geyma til elli- áranna. Væntanlega kemur þetta til framkvæmda á árinu 1997. En nú bregður svo við að óbeint á að leggja strax á ellilífeyrisþega þennan skatt, með því að þessar tekjur eigi að skerða tekjutryggingu viðkomandi nú strax frá 1. janúar 1996. Þar sem ekki eru komnar ákvarð- anir um fjármagnsskatt í landinu finnst sennilega flestum að þetta hefði getað fylgst að, svo að sam- ræmi væri í reglum og útfærslu, en aldraðir ekki látnir greiða þetta 1-2 árum á undan öðrum þjóðfélags- þegnum. Samband launa í landinu og ellilífeyris Mér er sagt að allt frá 1946 hafi tengsl ellilífeyrisgreiðslna og launa- kjara í landinu fylgst að og viður- kennt verið að slíkt sé eðlilegt, þar sem þeir öldruðu hafi þegar greitt til þjóðfélagsins öll sín gjöld og þar á meðal til lífeyris- og sjúkratrygg-’ inga. Þegar þeir eldast eigi þeir að njóta þeirra rétt- inda, sem þeir greiddu fyrir á sínum starfs- aldri. Hér er ekki um ölmusu að ræða, heldur áunnin réttindi. í fjár- lagafrumvarpi stendur að nú eigi að afnema vísitöluviðmiðanir og sjálfvirka tengingu við verðlag og laun og því eigi Alþingi að ákveða við afgreiðslu íjárlaga bótafjárhæðir almanna- trygginga í hvert sinn eins og önnur útgjöld. Hér gleymist að Al- þingi ákveður ekki launakjör á vinnumarkaði (nema Alþingis) held- ur hefur það verið gert á öðrum vettvangi vinnumarkaðarins sem Alþingi þarf að taka tillit til. Lífeyris; greiðslur almannatrygginga eru laun þessa fólks, sem nýtur þeirra og þeirra lifibrauð. Það yrðu því mesta kollsteypa ef alþingismenn ættu í hvert sinn að ákveða þessi „launakjör“ í öllu því basli, sem eðli- lega er alltaf að koma saman fjárlög- um. Það er löng reynsla fyrir fyrra kerfi um tengsl launa og lífeyrisbóta Aldraðir hafa greitt til samfélagsins, þar á meðal til lífeyris- og sjúkratrygginga, langa starfsævi, segir Páll Gíslason, og eiga að njóta þeirra réttinda sem þeir hafa í raun greitt fyrir. og breyting á þvi verður ekki fram- kvæmd nema að vel athuguðu máli. Verði þetta gert má búast við hörðum viðbrögðum í þjóðfélaginu vegna óvissu í framtíðinni. Fátt er hægt að gera öldruðum verra, en skapa óvissu og öryggisleysi. Það má reikna út, að ekki er um stórar upphæðir að ræða nú, en ég tel að þetta sé versta ákvæðið í fjár- lögunum til framtíðar. Skerðing nú á lífeyrisgreiðslum er samt reiknuð að vera um 2,2% á grunnlífeyri og 2,5 til 3,4% á öðrum tekjubótum, þeirra sem verst eru settir. Alls er talið í fjárlagafrumvarpinu að útgjöld lífeyristrygginga lækki um 1115 millj. kr. frá því sem orðið hefði að óbreyttum lögum. Sé reikn- að með 25.000 lífeyrisþegum er þetta um 44.000 kr. á hvern mann á ári. Flesta ellilífeyrisþega munar verulega um þá peninga. Sátt í þjóðfélaginu Aldraðir hafa ekki verið kröfuhóp- ur eða þrýstingshópur í þjóðfélaginu, sem þeir hafa átt drýgstan þátt í að byggja upp. En ég býst við að þeim fínnist nú á hlut sinn gengið með þeim atriðum sem hér eru nefnd. Ég held að við viljum Iáta sparnað og ráðdeild vera ráðandi í fjármálum þjóðarinnar eins og á heimilum okk- ar. Við munum því flest styðja sparn- aðaráform, sem fram koma, en finnst að það eigi að vera samræmi í því, að það komi sem jafnast niður á landsmönnum. Ég vil biðja alþingismenn og þá sérstaklega fjárlaganefnd Alþingis að taka þessi atriði til gaumgæfi- legrar athugunar. Höfundur er læknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Páll Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.