Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýja fangélsisbyggingin á Litla-Hrauni vígð í gær
Fyrsti áfangi framtíðarupp-
byggingar fangelsismála
HARALDUR Johannessen fangelsismálasljóri og Þorsteinn Páls-
son dómsmálaráðherra afhjúpa veggskjöld byggingarinnar við
vígsluathöfnina í gær.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Litla-Hraun, nýja fangelsisbyggingin til hægri.
Selfossi, Morgunblaðið.
NÝJA fangelsisbyggingin á Litla-
Hrauni var vígð í gær, þriðjudag-
inn 24. október, að viðstöddu fjöl-
menni í sal hussins, en athöfninni
var einnig sjónvarpað um innan-
hússkerfi fangelsisins. Fyrsta
skóflustungan að húsinu var tekin
fyrir einu og hálfu ári en bygging
þess er einn liðurinn í uppbygg-
ingu fangelsa hér á landi og er í
þeim efnum byggt á áliti fangelsis-
málanefndar frá 1992. Kostnaður
við bygginguna nemur 230 millj-
ónum en alls er gert ráð fyrir að
uppbygging fangelsisins á Litla-
Hrauni kosti 380 milljónir og er
gert ráð fyrir að þeirri uppbygg-
ingu ljúki 1997. Áhersla hefur
verið lögð á það að halda kostnaði
innan fjárheimilda og hefur það
tekist. Hafist hefur verið handa
við byggingu næsta áfanga sem
er bygging vinnu- og íþróttaskála
og senn verður hafin vinna við
endurbætur á eldra húsnæði á
staðnum og vinna vegna girðingar
umhverfís fangelsissvæðið. Þá er
á ijárlögum 10 milljóna fjárveiting
til undirbúnings byggingar nýs
gæslufangelsis í Reykjavík.
86 klefar samtals
Rými verður fyrir 55 fanga í
nýbyggingunni í klefum á fimm
deildum. I hveijum klefa er hrein-
lætis- og salernisaðstaða auk
nauðsynlegs húsbúnaðar. Kapp-
kostað hefur verið að gera klefana
eins hlýlega og kostur er og má
nefna að ekki eru rimlar fyrir
gluggum. Á hverri deild 'verður
sameiginlegt vistarrými þar sem
fangar geta tekið til máltíðir, horft
á sjónvarp og notið tómstunda. Á
neðstu hæð er fjölnotasalur og
eldhús fangelsisins sem þjóna mun
öllu fangelsinu.
Með nýrri byggingu verða tekn-
ir úr notkun 20 klefar í elstu bygg-
ingunni, sem er frá 1929, og þeim
meðal annars breytt í heimsóknar-
herbergi auk aðstöðu fyrir lækna,
sálfræðinga, lögmenn og lö'greglu.
Með nýbyggingunni fjölgar klefum
um 35 eða úr 51 í 86 klefa.
Áhersla er lögð á öryggismál í
fangelsinu og mikið þróunarverk
unnið á því sviði sem nýtast mun
í næstu fangelsisbyggingum.
Klefahurðirnar í fangelsinu eru
íslenskar en þær eru hluti af þeirri
þróunarvinnu sem fram fór við
byggingu hússins. Auk tækjabún-
aðar er lögð áhersla á þjálfun og
menntun starfsfólks fangelsisins.
250 ára kyrrstaða rofin
„Allir hljóta að vera sammála
um það að bygging fangelsa er ill
nauðsyn. Hins vegar eru afbrot
hluti af samfélagi okkar. Því mið-
ur fer þeim ekki fækkandi hér á
landi frekar en annarstaðar í heim-
inum. Við íslendingar þurfum því
að sjálfsögðu að tryggja að fang-
elsismálin séu í öruggu horfi og
einnig að aðbúnaður fanga sé
mannsæmandi. Þá verða áfram
kannaðar nýjar refsileiðir í stað
fangavistar," sagði Haraldur Jo-
hannessen fangelsismálastjóri
meðal annars í ávarpi sínu við
vígsluathöfnina á Litla-Hrauni.
Hann sagði einnig brýnt að þeir
"sem veldust til forystu í fangelsis-
málum hér á landi héldu áfram á
þeirri braut sem mörkuð hefði
verið en á undanförnum árum
hefði tekist að ijúfa 250 ára kyrr-
stöðu.
„Endurbætur í fangelsismálum
hljóta ætíð að vera hluti af þróun
íslensks samfélags og leiðarljós
þeirra sem ábyrgðina bera eins og
tíðkast hjá siðmenntuðum þjóðum.
Áríðandi er að við gerum okkur
grein fyrir að nú eru tímamót en
ekki leiðarlok,“ ságði Haraldur
Johannessen.
Fyrsti áfangi fram-
tíðaruppbyggingar
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra sagði að nú væri verið
að fagna uppskeru fyrsta áfanga
í þeirri framtíðaruppbyggingu sem
hafin væri í fangelsismálum. Hann
sagði að í þeim efnum væri ekki
eingöngu horft til ytri búnaðar
heldur einnig til inntaks starfsem-
innar. Hin nýja bygging gæfi tæki-
færi til að horfa fram á við í skipu-
lagi innra starfs, til bættrar að-
stöðu fanga til tómstunda, vinnu
og náms. Einnig til bættrar
menntunar fangavarða. Hann gat
þess að framundan væri að Ijúka
framkvæmdum á Litla-Hrauni og
hefjast handa við byggingu gæslu-
vistarfangelsis í Reykjavík.
Með kærleikann að leiðarljósi
Séra Úlfar Guðmundsson sókn-
arprestur á Eyrarbakka vígði hús-
ið og flutti bænarorð. „Drottinn
er öllum góður og miskunn hans
yfir öllu sem hann skapar,“ sagði
séra Úlfar meðal annars og einn-
ig: „Eflum okkur í því að skilja
náungann í þeim aðstæðum sem
hann er í eins og við værum í
þeim sjálfir. Leggjum okkur eftir
að hafa kærleikann að leiðarljósi."
Úlfar sagði einnig að engir
hnökrar hefðu komið upp í samfé-
laginu á Eyrarbakka vegna ná-
lægðar við fangelsið og undir þau
orð tók Magnús Karel Hannesson
oddviti sem sagði að uppbyggingin
sýndi svo ekki yrði um villst að
yfirvöld hefðu sett markið hátt í
fangelsismálum.
Sj’ö mánaða
verkfalli leikara
hjá RÚV er lokið
KJARASAMNINGUR á milli Fé-
lags íslenskra leikara og Ríkisút-
varpsins var undirritaður í húsa-
kynnum Ríkissáttasemjara síðdegis
á mánudag, en verkfall leikara hjá
Útvarpinu hefur staðið yfir í tæpa
sjö mánuði.
_ Edda Þórarinsdóttir formaður
FIL kveðst telja samninginn fela í
sér talsverða formbreytingu á fyrri
samningum varðandi leikið efni.
Hún sé ánægð með samninginn og
reikni með að hann verði lagður
fyrir félagsfund á næstu dögum. í
honum sé bryddað upp á fjölmörg-
um nýjum atriðum sem nokkurn
tíma taki að fá reynslu af.
Gildir til ársloka 1996
„Þetta er hálfgerður tilrauna-
samningur og gildir aðeins til árs-
loka 1996. Síðan mun samstarfs-
nefnd hefja störf í september á
næsta ári til að skoða hvernig breytt
fyrirkomulag hefur reynst,“ segir
Edda.
Hún segir erfitt að meta launa-
hækkun þá sem samningurinn fel-
ur í sér til prósenta, þar sem hann
feli í sér bæði tilfærslur og hækk-
anir, og í raun ótímabært áður en
félagsfundur hefur tekið afstöðu
til hans.
Hún segir að áfram verði miðað
við línufjölda í útvarpsleikritum
þegar laun leikara eru reiknuð út,
en einnig verði ákveðinn íjöldi
æfingastunda tryggður, sem sé
nýbreytni.
„Að vísu var ákvæði sem fjallaði
um þetta lágmark, en það var mjög
frumstætt og í samningnum nú er
útfærslan ítarlegri. Fjöldi klukku-
stunda sem greitt er eftir miðast
nú m.a. við stærð hlutverka," segir
hún.
Eftirlit með akstri
um gatnamót
LÖGREGLAN á Suðvestur-
landi leggur í dag og á
morgun sérstaka áherslu á
eftirlit með akstri um
gatnamót samkvæmt
ákvæðum umferðarlag-
anna, ljósabúnaði ökutækja
og stefnumerkjagjöf. Af því
tilefni vekur lögreglan at-
hygli á eftirfarandi:
Beygt við gatnamót:
Umferðarlögin kveða
m.a. á um að ökumaður, sem
nálgast vegamót á akbraut
með tvær eða fleiri akreinar
í akstursstefnu sína, skal í
tæka tíð færa ökutæki sitt
á þá akrein, sem lengst er
til hægri, ef hann ætlar að
beygja til hægri, en á þá
akrein, sem lengst er til
vinstri, ef hann ætlar að
beygja til vinstri.
Notkun stefnuljósa:
Samkvæmt umferðarlög-
unum er ökumönnum skylt
að gefa stefnumerki öðrum
til leiðbeiningar og þá
a.m.k. 30-50 metrum áður
en beygt er eða nægilega
fljótt til þess að aðrir sjái
hvert viðkomandi stefnir.
Sekt fyrir að gefa ekki stef-
numerki eða gefa þau rangt
er 1.500 kr.
Notkun
aðalljósa:
Við akstur-skulu lög-
boðin ljós á bifreiðum og
bifhjólum jafnan vera
kveikt. Ekki má nota annan
ljósabúnað en heimilað er
samkvæmt gildandi reglum.
Ónógur ljósabúnaður
varðar sektum.
Landsvirkiun
Ríkið vill
ekki auka
hlut sinn
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra segist ekki vita til að ríkið
hafí áhuga á að kaupa hlut Reykja-
víkurborgar í Landsvirkjun. Að sögn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra eru lög um Landsvirkj-
un afdráttarlaus og er gert ráð fýr-
ir að fyrirtækið sé í opinberri eigu.
Ingibjörg benti á að Landsvirkjun
væri ekki hlutafélag sem hægt
væri að’selja á opinberum markaði.
„Það geta aðrir opinberir aðilar
keypt hlut í Landsvirkjun," sagði
hún.
Öfugþróun ef borgin selur
„Ég held það hafi ekki farið fram
nein umræða innan ríkisstjórnar-
innar um kaup á hlut Reykjavíkur-
borgar í Landsvirkjun eða að selja
hlut ríkisins," sagði Friðrik. „Mér
hefur fundist að forystumenn
Reykjavíkurborgar á liðnum ára-
tugum hafi sýnt mikla framsýni og
stórhug með því að taka þátt í að
byggja UPP Landsvirkjun, sem
reynst hefur mikið þjóðþrifafyrir-
tæki. Það er því öfugþróun ef
Reykjavíkurborg ætlar að losa sig
út úr fyrirtækinu.“
Sagði Friðrik að vel mætti vera
að fleiri sveitarfélög en Reykja-
víkurborg og Akureyri ættu að
koma að fyrirtækinu og að vel
kæmi til greina að skoða eignar-
hald á fyrirtækinu með það í huga.
-----------» ♦ ♦-----
Hafnarfj ör ður
Ekki fleiri
uppsagnir á
yfirvinnu
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur
samþykkt samhljóða tillögu meiri-
hluta bæjarstjórnar um að ekki sé
ástæða til að segja fleiri bæjarstarfs-
mönnum upp fastri yfirvinnu og öll-
um fríðindum en þegar hafi verið
gert.
I tillögu meirihlutans segir að öll-
um sem hafi haft bifreiðastyrk hafi
verið sagt upp þeim hlunnindum að
undanskildum starfsmönnum sem
láta af störfum um næstu áramót
fyrir aldurs sakir. Þá var ekki talið
rétt að segja upp þeim yfirvinnu-
samningum, sem gerðir hafa verið
við stærri hópa í tengslum við gerð
kjarasamninga, t.d. leikskólakenn-
ara, verkamenn í áhaldahúsi hjá
höfninni og Rafveitu Hafnarfjarðar.
Jafnframt var samþykkt að fela
bæjarstjóra að hlutast til um að
endurskoðun starfskjara sem sagt
var upp yrði hraðað og lokið fyrir
1. desember næstkomandi.
Ekki rétt að staðið
í bókun Magnúsar Gunnarssonar,
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
segir að bréf formanns Starfs-
mannafélags Hafnarfjarðar staðfesti
fyrri bókun hans svo og athuga-
semdir Valgerðar Sigurðardóttur,
bæjarfulltrúa í hagræðingar- og
sparnarðarnefnd, um að ekki hafí
verið rétt staðið að uppsögnunum.
Það væri von hans að starfskjör
starfsmanna bæjarins yrðu leyst í
sem bestu samráði við starfsmanna-
félagið. Hann telji að samþykkja
bæri tillögu Valgerðar um að skipa
nefnd vegna þessa máls.
í bókun Magnúsar Jóns Árnason-
ar, bæjarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins, segir að tillagan staðfesti að
upphaflega tillaga meirihlutans hafi
verið illa undirbúin og lítt ígrunduð
enda hafi meirihlutinn ekki treyst
sér til að framfylgja henni að fullu.
Lögð hafi verið fram ný tillaga, þar
sem meirihlutinn dragi til baka hluta
fyrri samþykktar. Þessum sinna-
skiptum fagnaði hann.