Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 13 LANDIÐ Héraðshrútasýning í Árnessýslu Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson EFSTU hrútarnir á héraðssýningunni og eigendur þeirra. F.v. Magnús með Topp, Aðalsteinn með Jens og Haukur heldur í Þokka. Ræktunarstarfið skilar árangri Haustslátr- un lokið hjá Kaupfélagi Þingeyinga Húsavík - Haustslátrun er lokið hjá Kaupfélagi Þingey- inga og var alls slátrað um 40 þúsund fjár. Er það nokkuð minna en upphaflega var áætl- að vegna þess að minna skil- aði sér af utanhéraðs fé, bæði að austan og vestan, en gert var ráð fyrir að slátra til út- flutnings en sláturhús KÞ er eitt af fáum húsum í landinu sem hefur fengið staðfestingu til útflutnings. Meðal fallþungi dilka var 14,5 kg sem er um 800 grömmum minna en í fyrra én kjötið flokkaðist vel fyrir innanlandsmarkað því þessa þyngd má kalla kjörþyngd neytandans í dag. Fargað var 150 gamalám og þær urðaðar því kjötið af þeim var ekki talið hæft nema til refafóðurs en ekki er mark- aður fyrir það eins og er. Fíkniefnamál upplýst á Húsavík FIMM játuðu neyslu á hassi og einn ólöglega eign og neyslu á lyfjum á Húsavík um helgina Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík kom málið upp við venjubundið eftirlit sl. föstudagskvöld. Sex Húsvíkingar, á aldrinum fimmtán ára til fertugs, tengj- ast því. Fimm játuðu neyslu á hassl um helgina og helgina á undan. Einn var grunaður um neyslu og sölu á lyfjum og játaði hann neyslu og eign lyfj- anna. Við húsleit fundust 4 gr af hassi og 5,5 gr af amfet- amíni auk tækja og tóla til efnaneyslu. Málið telst að fullu upplýst. Syðra-Langholti - Héraðssýning á hrútum í Arnessýslu fór fram sunnudaginn 15. október að Eystra-Geldingaholti í Gnúp- verjahreppi en sýning sem þessi fer fram fjórða hvert ár. Aðeins 25 hrútar voru sýndir, þ.e. af svæðinu á milli Hvítár og Þjórsár, að undanskildum Hruna- mannahreppi en þar hefur greinst riðuveiki tvívegis. Engir hrútar komu af svæðinu vestan Hvítár - Olfusár en þar hefur einnig sums staðar komið upp riðuveiki þó alinokkuð sé síðan. Ráðunautar fóru þó um alla sýsluna og dæmdu alls 430 hrúta, flesta þó heima hjá bændunum sjálfum, þar sem reynt er að forðast samgang sauðfjár á þeim svæðum þar sem riðuveiki hefur greinst. Sá hrútur er efstur stóð á sýn- ingunni var Toppur Magnúsar Guðmundssonar í Oddgeirshól- um, sem hlaut 88,5 stig. Annar I röðinni var Jens Aðalsteins Guðmundssonar á Húsatóftum og þriðji Þokki Hauks Gíslasonar á Stóru-Reykjum, þessir hrútar hlutu báðir 86,5 stig. í kaffisamsæti í félagsheimil- inu Arnesi kom fram það álit Jóns Viðars Jónmundssonar, ráðunautar hjá Bændasamtökun- um, að hrútastofninn sem sýndur var í sýslunni nú í haust væri góður. Að mikill árangur hefði orðið í sauðfjárrækt hjá fjölda bænda á undanförnum áratugum. Einkum væru mestar breytingar á læraholdi og bakholdi. Nú er farið að mæla hryggvöðva á kyn- bótahrútum í ómsjá en sú aðferð hefur reynst vel við að mæla vöðva og fitu, sem skiptir miklu máli fyrir markaðinn. Betur þyrfti þó enn að taka á í rækt- unarstarfinu og sú slæma staða sem komin er upp í sauðfjárrækt- inni kallaði á enn frekari ræktun- arframfarir. Efla þyrfti gæðavit- und hjá öllum framleiðendum til að mæta markaðnum um sífelld gæði framleiðslunnar, ekki hvað síst þegar harðnandi samkeppni væri á milli kjötframleiðenda. Meginmarkmið þeirra allra væri að rækta upp meiri vöðva og minni fitu. Sameining veitufyrirtækja á Akranesi um áramót Akranesi - Hið nýja sameinaða veitufyrirtæki á Akranesi tekur til starfa um næstu áramót. Magnús Oddsson, rafveitustjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn veitustjóri hins nýja fyrirtækis og er nú unnið af fullum krafti að undirbúningi starf- rækslu þess. Hið nýja veitufyrirtæki, sem enn hefur ekki fengið nafn, mun yfir- taka rekstur hitaveitu, rafmagns- veitu, vatnsveitu, tæknideild og áhaldahúss, auk þess sem fyrirtæk- ið mun fara með framkvæmd hol- ræsamála og annast ýmiss konar tækniþjónustu fyrir Akranesbæ. Þessa dagana er verið að stilla upp skipuriti hins nýja fyrirtækis og fara yfir áætlanir um verkefni og rekstur þess. Fljótlega verður rætt við starfsmenn um hið nýja skipu- lag og þær breytingar sem verða á rekstri fyrirtækjanna. Tryggja á lægra orkuverð Þessi breyting sem gerð verður er í framhaldi af samningi eigenda Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar og ríkisins sem undirritað- ur var 3. apríl sl. um aðgerðir sem tryggja eiga bæjarbúum lægra orkuverð en verið hefur. Þær að- gerðir sem samið var um munu leiða til 10% lækkunar á heitu vatni 1. janúar nk. og 5% lækkun- ar til viðbótar þann 1. janúar 1997 og vonandi tekst að fylgja þeim áföngum eftir og jafnframt að byggja upp traust og öflugt orku- fyrirtæki á Akranesi. Samningur- inn sem hér um ræðir felur í sér eftirfarandi aðgerðir. I fyrsta lagi er HAB eða Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar skipt upp í þtjú fyrirtæki. Aðveitufyrirtæki og tvær bæjarveitur, á Akranesi og í Borgarbyggð. í öðru lagi skuld- binda eigendur HAB sig til að leggja fé úr Andakílsárvirkjun inn í aðveitufyrirtækið og er hlutur Akraness í þeirri fjárhæð 152 milljónir króna. Akranes mun enn- fremur leggja í aðveitufyrirtækið 370 milljónir króna. í þriðja lagi mun ríkissjóður leggja fram sem stofnframlag í aðveitufyrirtækið 180 milljónir króna. Til þess að standa við skuldbindingar Akra- nesbæjar svo og aðrar skuldbind- ingar sem tengjast rekstri Anda- kílsárvirkjunar var ákveðið að sameina fyrrnefnd fyrirtæki og stofnanir Akranesbæjar. Eignast mein- hlutann í Anda- kílsárvirkjun Akranesi - Nú liggur fyrir að Akra- nesbær mun kaupa 26,5% hlut Borgarbyggðar í Andakílsárvirkjun og tilboð hefur verið gert í hlut Andakílshrepps. Með þessum kaup- um er eignarhluti Akranesbæjar í virkjuninni um 65%. Akranesbær hefur rætt við aðra eignaraðila virkjunarinnar um kaup á hlut þeirra og kann svo að fara að innan skamms eignist bærinn alfarið Andakílsárvirkjun. Verja á hagsmuni Akurnesinga í samkomulagi sem gert var milli eigenda Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og ríkisvaldsins um aðgerðir til að tryggja orkunotend- um lægra orkuverð var gert ráð fyrir því að hlutur eignaraðila HAB í Andakílsárvirkjun renni til ný- stofnaðs aðveitufyrirtækis í eigu þessara aðila. Nokkur vandkvæði komu upp varðandi þá framkvæmd, og því liggur fyrir að Akranesbær mun kaupa eignarhlut Borgar- byggðar og hefur gert tilboð í eign- arhluta Andakílshrepps. Við aðra eignaraðila hefur verið rætt og skýrist fljótlega hvað verður um þeirra hlut. Að sögn Gunnars Sig- urðssonar, forseta bæjarstjórnar Akraness, byggist ákvörðun bæjar- stjórnar um kaup á stærri eignar- hlut í virkjunni á því að veija hags- muni bæjarbúa á Akranesi og halda því lága raforkuverði sem verið hefur í bænum. „Það væri til einsk- is að lækka orkuverð frá hitaveitu, ef raforkuverð yrði hækkað á sama tíma.“ Þess má geta að afkastageta Andakílsárvirkjunar er mjög svipuð raforkuþörf Akurnesinga. Andakílsárvirkjun er vel sett fyr- irtæki og á um 250 mkr. í sjóðnum sem væntanlega verður skipt milli eigenda, en hlutur eignaraðila HAB í þeim sjóði nemur 162,7 mkr. sem mun renna til aðveitufyrirtækisins. Önnur verðmæti virkjunarinnar eru áætluð um 450 mkr. Gunnar Sig- urðsson segir að spennandi tímar séu framundan á Akranesi. „Akra- nesbær er fyrsta sveitarfélagið á íslandi sem fer í svo víðtæka sam- einingu á hitaveitu, vatnsveitu, áhaldahúsi og tæknideild. Þessar aðgerðir eru gerðar til þess að gera búsetuskilyrði á Akranesi énn betri, sérstaklega með lækkun orkuverðs í huga. Því er mikilvægt að starfs- menn þessara fyrirtækja og bæj- arbúar allir standi saman um að þessar aðgerðir takist sem best.“ Kristniboð kynnt í Stykkishólmi Stykkishólmi - Benedikt Arnkels- son, erindreki Kristniboðssam- bandsins, hefur verið hér í Hólmin- un undanfarna daga. Hann hefur kynnt starfsemi sambandsins í skól- anum og sýnt myndir frá starfinu úti í löndum. Honum hefir verið mjög vel tekið og sagði hann frétta- ritara að það hafi verið gaman og gagnlegt að heimsækja skólann og nemendur hefðu verið athyglisgóðir og fylgst vel með. Benedikt kom einnig á Dvalar- heimili aldraðra á laugardaginn og sýndi fólkinu þar myndirnar og skýrði um leið þörfína fyrir þetta starf og ef til vill væri þörfin alltaf að aukast, enda neyðin sár. Sagði hnan frá ávinningi í starfinu í Afr- íku og að þar hefði myndast góður kjarni, sem kristniboðið styddi með ráðum og dáð. Þá tók hann þátt í fyrsta fundi kirkjuskólans hér á sunnudagsmorgninum, en þar mættu börn og foreldrar þeirra. Var mjög ánægjulegt að koma til þeirra, sagði Benedikt. Ellefu íslenskir kristniboðar í Afríku Messa var í kirkjunni á sunnudag og þar sté Benedikt í stólinn og flutti prédikun og sagði um leið frá kristniboðinu í Afríku og hve þörfin væri mikil. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur, bauð Benedikt velkominn og þjónaði fyr- ir altari. Loks um kvöldið var samkoma í Morgunblaðið/Ámi Helgason BENEDIKT Arnkelsson, erind- reki Kristniboðssambandsins. kirkjunni, þar sem Benedikt ræddi kristniboðsmálin og nú höfðu bæst í hópinn hjónin Sussie Backmann og Páll Friðriksson, sem tóku virkan þátt í samkomunni. Fluttu þau bæði erindi, en Páll stjórnaði sam- komunni og Benedikt sá um söng með undirleik á píanó kirkjunnar. Nú eru 11 manns íslenskir á kristni- boðsakrinum í Eþíópíu og Kenýu. Á ferðalaginu kynnti Benedikt blaðið Bjarma og fleiri rit sem KFUM og Kristniboðssambandið eru með í baráttu fyrir auknum kristindómi hér á landi. Þótt aðsókn hefði mátt vera meiri voru þau ánægð með komuna hingað og þakklát fyrir að fá að ræða við fólk- ið. RAYNOR KELLEY • ALLHABO opna þér nýjar leiðir VERKVER BYGGINGAVÖRUR Síðumúla 27, 108 Reykjovík • ‘ZT 581 1544 • Fax 581 1545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.