Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 37
I
I
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
I
MORGUNBLAÐIÐ
JOHANN KRISTINN
GUÐMUNDSSON
+ Jóhann Kristinn
Guðmundsson
var fæddur í Kefla-
vík 27. ágúst 1909.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Suðurnesja 18.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Guð-
mundsson, f. 3.
september 1867 í
Hvaleyrarholtskoti
við Hafnarfjörð, d.
6. september 1935,
og Steinunn Jó-
hannsdóttir, f. 31.
ágúst 1870 í Litlahólmi í Leiru,
d. 18. júní 1929, en þau bjuggu
allan sinn búskap í Keflavík.
Börn þeirra auk Jóhanns voru
Steinunn Guðmunda, f. 23.
október 1906, d. 19. nóvember
1918, og Guðmundur, f. 10. maí
1913, d. 10. nóvember 1966.
Hinn 1. júní 1940 giftist Jóhann
eftirlifandi eiginkonu sinni
Guðrúnu Jónsdóttur frá Stapa-
koti, Innri-Njarðvík, f. 28. apríl
1920. Börn þeirra
eru: Jón Ragnar, f.
18. janúar 1944,
kvæntur Ásgerði
Kormáksdóttur og
eiga þau tvö börn,
Jóhann Gunnar og
Halldísi; Guðmund-
ur Steinar, f. 31.
maí 1952, í sambúð
með Sigurlaugu
Kristinsdóttur og
eiga þau tvo syni,
Jóhann Kristin og
Guðmund. Fyrir
hjónaband eignað-
ist Jóhann soninn
Karl, f. 23. apríl 1934, kvæntur
Unni Óskarsdóttur og eiga þau
tvo syni, Karl Ómar og Jón
Hafstein og eitt barnabarn.
Jóhann var vörubifreiða-
stjóri meginhluta starfsævi
sinnar en hann vann hjá Olíufé-
laginu Esso á Keflavíkurflug-
velli síðustu starfsár sín.
Útför Jóhanns verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
JÓHANN Kr. Guðmundsson er lát-
inn eftir nokkurra mánaða sjúkra-
legu, 86 ára að aldri.
Hann bar aldur sinn einkar vel
bæði í sjón og raun, var kvikur í
hreyfingum og léttur í lund. Bar-
áttan við Elli kerlingu virtist hon-
um ekki erfið. En fyrir rúmlega
ári kenndi hann þess sjúkdóms,
sem nú hefur lagt hann að velli.
Þó að glíman við Elli væri honum
næsta auðveld, þá réð hann ekki
við manninn með ljáinn, þótt hann
verðist honum nokkuð knálega í
fyrstu, enda þar um ójafnan leik
að ræða. Það er einnig svo, að á
morgni lífsins eru mönnum þau
örlög sköpuð, að dauðinn kveðji
dyra, því dauðinn er það örugga
gjald, sem lífsskuldin skal greidd
með. Dauðinn er þessi dularfulla
gáta, sem mannsandinn hefur
glímt við að leysa, bæði raunvís-
indi og dulspeki. Ef til vill er dauð-
inn aðeins uppljómaðar dyr nýs og
æðra tilverustigs. Ég hygg að Jó-
hann hafi einmitt thaft trú á að
svo væri. Þeir sem eiga slíka von
eða trú horfa óttalausir til síns
skapadægurs og þeir geta kvatt
ástvini sína hinstu kveðju fullir
trausts, án yfirþyrmandi sorgar,
þó að söknuður aðskilnaðarins geti
verið jafn sár. Von um endurfundi
veitir þó styrk.
Jóhann var fæddur í Keflavík
nokkrum árum fyrir fyrra stríð og
þar ólst hann upp og bjó síðan til
æviloka. Hann ólst upp við knapp-
an kost eins og títt var um alþýðu-
fólk, sem engar landsnytjar hafði
og bjó á mölinni, eins og kallað
var. Það dró ekki úr erfiðleikunum
hjá fjölskyldunni, en tvö systkini
átti Jóhann, að faðir hans varð
snemma heilsulaus. Jóhann varð
því kornungur að létta undir með
móður sinni með alls kyns snapa-
vinnu, sem bauðst og unglingum
stóð til boða. Þá var hann og ung-
ur drengur, er hann var sendur í
sveit á sumrin, og undi sínum hög-
um misvel í slíkum vistum.
Jóhann var harður af sér og
fýlginn sér og ákveðinn í því að
brjótast úr þeim fátæktrarfjötrum,
sem íhlaupavinna, svo stopul sem
hún gat orðið, hneppti fólk í. Þess
vegna braust hann í því strax og
aldur leyfði að taka bílpróf og upp
frá því var það ævistarf hans að
aka vörubifreiðum, fyrstu árin hjá
öðrum, en strax og færi gafst
keypti hann eigin bifreið og varð
upp frá því sjálfs sín herra. Allra
síðustu starfsárin vann hann svo
hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkur-
flugvelli.
Jóhann var alla tíð vel á sig
kominn. Hann stundaði á yngri
árum margs konar íþróttir, hlaup
og aðrar frjálsar íþróttir og knatt-
spyrnu. Var hann meðal þeirra
allra fremstu í slíkum kappleikjum
hér um slóðir um margra ára skeið
og alla ævi hafði hann óhemju
mikinn áhuga fyrir öllum íþróttum,
hveiju nafni sem nefndust, og
fylgdist mjög vel með öllu á því
sviði. Einkum voru það boltaíþrótt-
irnar, sem voru eftirlæti hans,
bæði innlendar og erlendar. Eplin
féllu heldur ekki langt frá eikinni
hvað hann varðaði á þeim sviðum.
Tveir sona hans voru afreksmenn
í knattspyrnu og landsliðsmenn í
þeirri íþrótt á gullaldarárum knatt-
spyrnunnar hér í Keflavík og þriðji
sonur hans var í hópi fremstu
handknattleiksmanna hér á landi
til margra ára og landsliðsmaður.
Sonarsynir hans feta svo í íþrótta-
spor feðra sinna. Það varð því allt
til þess að halda íþróttaáhuga Jó-
hanns vakandi og það allt til hinstu
stundar hans.
Þá hafði Jóhann einnig mikið
yndi af tónlist og lék til fjölmargra
yngri ára sinna í hljómsveit, sem
lék fýrir dansi hér í Keflavík og
víða um nágrennið. Jóhanni hlýn-
aði alltaf um hjarta og brún hans
lyftist, þegar þessi ár bar á góma
og hann minntist með hlýhug,
þeirra góðu félaga hans, sem með
honum störfuðu að þessu tóm-
stundagamni þeirra.
Jóhann kvæntist árið 1940 Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Stapakoti í
Innri-Njarðvík og bjuggu þau allan
sinn búskap hér í Keflavík. Þetta
varð hin mesta gæfuspor lífs
þeirra, enda þau hjón samhent í
hvívetna. Þau réðust snemma í að
koma sér upp eigin húsnæði á
Hringbraut 97, sem þau svo
bjuggu í æ síðan, við hinn mesta
myndarskap og rausn. Oft var
margt um manninn í eldhúsi og
stofu hjá Gunnu og Jóa við grín
og hlátrasköll, enda voru þau ein-
staklega góð heim að sækja og
áttu létta og þægilega lund, en
hnútukast og kerskniyrði óþekkt.
Við, fjölskyldan í Langholti 14,
áttum því láni að fagna að eignast
þau, Gunnu og Jóa og syni þeirra,
að góðvinum fyrir þrjátíu árum og
alla þá tíð bar aldrei skugga á þá
vináttu. Þau voru bæði alveg ein-
staklega barngóð, en af viðmóti
við böm má ráða meira í mann-
gerð og kosti fólks, en af flestu
öðru. Á þessa lyndiseinkunn þeirra
hjóna sló aldrei fölva, enda hænd-
ust börn og unglingar að þeim.
Börnunum okkar, og þó alveg sér-
lega þeim tveim yngstu, reyndust
þau eins og besti afi og amma,
hjá þeim var athvarf þeirra og
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 37
MINNIIUGAR
annað heimili ef við hjónin brugð-
um okkur frá og enn þann dag í
dag eru þau næsta daglegir gestir
á Hringbrautinni.
Nú þegar við kveðjum Jóhann
hinstu kveðju þá þökkum við þeim
hjónum, honum og Gunnu,
fjölskvalausa vináttu þeirra og
elskusemi við okkur og böm okkar.
Síðustu mánuðina gerði Jóhann
sér fulla grein fyrir því, að hverju
stefndi. Eg held að honum hafi
ekki verið neitt að vanbúnaði að
mæta skapara sínum og ef mönn-
um verður á nýju tilverustigi skip-
að til rúms eftir æði og athöfnum
þessa jarðlífs, eins og margan
grunar, þá er ég ekki í vafa um,
að vel verður tekið á móti þessum
góða vini okkar, vel að honum
búið og honum fengin verkefni við
hæfí. Við, sem eftir eram, eram
hins vegar sönnum og einlægum
vini fátækari. Við kveðjum Jóa
með sáram söknuði, en við vitum,
að þó dauðinn sé harður og honum
séu allir dagar jafn kærir þá getur
hann oft verið líknsamur og bægt
öðrum og verri örlögum frá dyram.
Við, fjölskyldan í Langholti 14,
sendum ykkur, Gunnu og sonum
Jóhanns og fjölskyldum þeirra,
innilegustu samúðarkveðjur á
stundum sorgar og saknaðar. Við
biðjum Guð allsheijar að veita ykk-
ur styrk, en Jóhanni óskum við
góðrar heimkomu á Iandi lifenda.
Halldís og Tómas.
Með örfáum fátæklegum orðum
langar mig til að kveðja mikinn og
góðan vin minn, Jóhann Kr. Guð-
mundsson.
Jafnvel þó ég hafi vitað, að Jói
lægi mikið veikur á sjúkrahúsi og
ég hafi reynt að heimsækja hann
í hvert sinn er ég kom utanlands
frá á síðustu vikum, þá varð mér
undarlega hverft við þegar mamma
hringdi til mín og tjáði mér að
hann hefði kvatt þennan heim. Já,
maður er alltaf jafn óviðbúinn því
að vinir manns látist, þótt sjúkir
séu og dauðinn það eina sem er
alveg öruggt í þessum heimi.
Ég man ekki eftir mér öðruvísi
en Jói og Gunna og heimili þeirra
væra einn af föstu punktunum í
lífi mínu. Þau voru mér eins og
besti afi og amma þó við væram
ekki tengd nokkrum blóðböndum.
Aðeins einlæg vináttubönd tengdu
fjölskyldu mína og þau sæmdar-
hjón. Reyndar var Jói eini „afínn“
sem ég man eftir. Hvergi vildi ég
vera nema hjá honum og Gunnu
þegar foreldrar mínir fóru til út-
landa og af þeirra hálfu var það
alltaf jafn sjálfsagt þótt ég geri
mér fulla grein fyrir því í dag, að
auðvitað hafi það valdið þeim miklu
umstangi að taka mig og tveimur
árum yngri bróður minn undir sinn
verndarvæng þegar svo stóð á. Það
var nú aldeilis dekrað við okkur
þar. Aldrei var nokkur hlutur af
góður fyrir mig eða okkur, en þau
höfðu þó Iag á að láta okkur hlýða
sér. í þessu voru þau svo samhent
að mér er ómögulegt að aðgreina
þessar yndislegu bemskuminning-
ar mínar sem ég á frá dvöl þeirra
hjá þeim og með þeim, og binda
þær sérstaklega öðra þeirra.
Það var oft glatt á hjalla á Hring-
braut 97 þegar við systkinin, synir
þeirra og seinna barnabörn vorum
öll samankomin þar, og við oft með
vini okkar. Þá var oft ærslast og
hlegið og kökurnar hennar Gunnu
hurfu þá éins og dögg fyrir sólu
og var þó aldrei hörgull á „bakk-
elsi“ á því myndarheimili. Ekki era
síður eftirminnilegar ferðirnar og
dvalir í sumarbústaðnum þeirra við
Þingvalllavatn og veiðiferðirnar, þó
að oftast væri aflinn rýr. Oft fór
ég með þeim í veiðiferðir í ýmis
vötn og með þeim veiddi ég minn
fyrsta fisk og naut ég þá hand-
leiðslu Jóa við að koma fiskinum á
þurrt land. Það var með ólíkindum
hvað Jói var þolinmóður og natinn
við að leiðbeina hvemig við ættum
að útbúa veiðarfærin.
Allt eru þetta ógleymanlegar
endurminningar og verða þær mér
alltaf kærar, enda man ég aldrei
eftir öðru en vinsemd og elskuleg-
heitum frá hendi þeirra Jóa og
Gunnu sem að mér sneri. Þetta
breyttist ekkert þótt ég eltist og
dveldi langtímum saman erlendis.
Það var alltaf mitt fyrsta verk er
ég kom heim að skreppa á Hring-
brautina. Vináttan, glaðværðin og
umhyggjan hafði ekkert breyst.
Endurfundirnir alltaf jafn ljúfír.
Jói var sannarlega stoltur af
sonum sínum enda mátti hann svo
sannarlega vera það, þó hann væri
ekkert að flíka því. En innst inni
held ég að Jói hafi alltaf þráð að
eignast dóttur og ég hafi notið
þess, því ekki hefði hann getað
verið mér betri þó ég hefði verið
einkadóttir hans. Alltaf umbar
hann Jói ærsl mín og brek í bemsku
er ég gisti hjá þeim, einnig bar
hann umhyggju fyrir velferð minni
er ég eltist og þegar ég eignaðist
fjölskyldu þá náði umhyggjan einn-
ig til hennar.
Það er því sár söknuður sem
fyllir huga minn er ég kveð Jóa í
hinsta sinn, þó að ég viti fullvel
að hann hefur verið leystur undan
kvöl sjúkdóms. Ég er fullviss um
að honum verður launuð góðvild
hans og manngæska í ríki Drott-
ins. Megi góður Guð blessa mikinn
vin í þessari hinstu för sinni.
Elsku Gunnu minni sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur svo og
fjölskyldu hennar nú þegar sorgin
hefur kvatt dyra hjá þeim, megi
algóður Guð hughreysta þau og
styrkja í sorg þeirra.
Bergþóra Tómasdóttir.
Með söknuði og trega í bland
við þakklæti kveð ég góðan mann,
Jóhann Kr. Guðmundsson. Þeim
hjónum, Jóhanni Guðmundssyni og
Guðrúnu Jónsdóttur til heimilis að
Hringbraut 97 í Keflavík, kynntist
ég ungur að árum. Þau vora ófá
skiptin sem ég gisti heimili þeirra
hjóna þegar foreldrar mínir voru
erlendis og ætíð lifði maður í vel-
lystingum og góðu yfiriæti þeirra
hjóna enda vandfundið fólk sem
býr yfir slíkri góðmennsku og
hjartahlýju.
Hringbraut 97 er miðsvæðis í
Keflavík og að ég held ekki að
ástæðulausu, það vita þeir fjöl-
mörgu lem heimsótt hafa Gunnu
og Jóa í gegnum tíðina. Veislur sem
hver og einn gæti verið stoltur af
eru þar daglegt brauð. Nýbakaðar
kleinur, brauð og kökur og dekrað
við mann í hvívetna, sama hvað
dagurinn heitir, sama hvað klukkan
slær. Þær era óteljandi góðu stund-
irnar sem ég átti í eldhúsinu hjá
Gunnu og Jóa, þar voru málin rædd
fram og til baka eða allt þar til
ásættanleg niðurstaða fékkst.
Jói var mikill áhugamaður um
íþróttir og sjálfur var hann bæði
góður hlaupari og knattspyrnu-
maður. Knattspyrna var hans eftir-
lætisíþrótt enda synir hans, Jón og
Steinar, frægir fyrir afrek sín á
því sviði. Jói var ekki bara.vel að
sér i íslensku knattspyrnunni, því
um árabil hafði hann fylgst með
enska boltanum og ávallt tekið
þátt í getraununum með góðum
árangri eða allt þar til heilsu hans
tók mjög að hraka.
Jói var kappsamur og metnaðar-
gjarn í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur og sætti sig ekki við neitt
hálfkák eða meðalmennsku af
neinu tægi. Á yngri áram spilaði
Jói á trommur með ýmsum hljóm-
listarmönnum. Sumir þeirra urðu
síðar landsfrægir fyrir afrek sín í
þeim geiranum eins og Sigfús Hall-
dórsson og Henning Rasmussen.
Jói kunni margar sögur af skondn-
um atvikum sem áttu sér stað á
dansleikjum fyrr á áram og minn-
ingarnar glóðu svo ljóslifandi í
huga hans eins og gerst hefði í gær.
eftir að heilsu Jóa tók að hraka
urðu ferðir mínar tíðar á sjúkrahús-
ið og þrátt fyrir að vera helsjúkur
fylgdist Jói enn með tíðindum úr
boltanum og fréttum af fólki sem
hann þekkti og þótti vænt um.
Samband þeirra hjóna á Hring-
brautinni var einstaklega gott og
gæfuríkt og stóð Gunna eins og
klettur við hlið Jóa í veikindum
hans og reyndist honum ómetan-
legur baráttuhvati í erfíðum veik-
indum.
Ég vil þakka Jóa fyrir þann sess ^
sem hann skipaði mér og þá vænt-
umþykju og hlýju sem hann sýndi
mér ávallt. Þeim hjónum fæ ég
seint þakkað ómetanlegt viðmót og
ljúfmennsku sem era aðalsmerki
þessara heiðurshjóna. Ég votta
Gunnu, börnum, tengdabömum og
bamabömum samúð mína.
Tómas Tómasson yngri.
Hann afi okkar er dáinn.
Það var ávallt gott að koma til
afa og ömmu á Hringbraut. Sökn-
uður okkar er mikill er við hugsum *-
til þess að fá ekki að spjalla við
þig lengur í eldhúsinu hennar
ömmu. Þar var alltaf heitt á könn-
unni og nýbakaðar kökur. Ekki er
hægt að tala um annað þeirra nema
að hitt sé nefnt í sama orði.
Helstu umræðuefnin voru yfir-
leitt íþróttir, því afi var mikill
áhugamaður um allar íþróttir, sér-
staklega þó fótbolta og körfubolta,
en Keflavík var hans lið.
Hann fylgdist með flestum leikj-
um, annaðhvort úti á velli, í útvarp-
inu eða sjónvarpinu. Afi og amma
voru mjög dugleg að fara í sumar-
bústaðinn sem þau áttu á Þingvöll-
um. Aldrei fóra þau nema taka
eitthvað af okkur með og var þá
farið út á vatn, veitt í soðið og
ýmislegt brallað.
Afi var áhugasamur um það sem
við voram að gera, hvort sem það
var vinnan, námið eða áhugamálin
okkar, alltaf vildi hann fylgjst með
gangi mála.
Afí var spaugsamur mjög og
hafði gaman af að gantast við okk-
ur og sem dæmi um það var þegar
Jóhann Gunnar keypti sér hest þá
vildi afí endilega að Jóhann' legði ^
hestinn undir í veðmáli um úrslit í ^
körfubolta og hafði afi betur og
„gerðist hluthafi" í honum Galsa
og var mikið hlegið að þessu uppá-
tæki þeirra. Afi fór þó nokkum
sinnum út í hesthús til þess að
gefa honum „Galsa sínum“!
Þegar að við krakkarnir vorum
að tala um hvað það væri nú mikið
fjör alltaf á þjóðhátíð í Eyjum sagði
afí okkur frá því að hann hefði nú
á sínum yngri árum verið í hljóm-
sveitinni Gula bandinu, sem við
höfðum nú oft heyrt um og bandið
leikið á þjóðhátíð í kringum 1937-
1938. Þá upphófst mikil sögustund
með afa þar sem hann lét gamminn
geisa um ævintýri á þjóðhátíð og.
hinum ýmsu böllum hér suður með
sjó og var mikið hlegið að þessum
frásögnum hans.
Afi hafði mikið gaman af undir-
búningi jólanna. Hans þáttur í und-
irbúningnum var að skreyta stof-
una, gluggana og jólatréð. Jóla-
skrautið hans var sérstakt, músa-
stigar, fuglar, jólaseríur og var allt
þetta komið vel til ára sinna.
Okkur var það alltaf mikið til-
hlökkunarefni að koma á Hring-
brautina á Þorláksmessu og sjá
allt skrautið. Afi var 86 ára þegar
hann lést. Við vitum að honum líð-
ur vel núna. Hann mun öragglega
halda áfram að fylgjast með okkur
og vernda.
Elsku amma, góður guð gefí þér
styrk á komandi stundum.
Jóhann Gunnar, Halldís,
Jóhann Kristinn og
^ Guðmundur.