Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 29 JMtangunftlfifrt STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNIUM LÍFEYMSSPARNAÐ FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, hefur rétt fyrir sér í því, að tímabært er að endurskoða skylduaðild að lífeyrissjóðunum. Fyrir því má færa margvísleg rök, en veigamestu eru þau, að aukið frelsi fólks til að ákveða í hvaða lífeyrissjóð það greiðir mun hafa í för með sér aukna samkeppni á fjármagnsmark- aði. Þá er mikilvægt, að auka lýðræði í núverandi lífeyr- issjóðum þannig, að sjóðfélagar kjósi stjórnir þeirra og geti þannig haft áhrif á reksturinn. Þótt afnema þurfi skylduaðild að lífeyrissjóðum, sem byggist á kjarasamningum verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda, er samt sem áður nauðsynlegt að skylda fólk til lífeyrissparnaðar, en samkvæmt frjálsu vali hvers og eins. Núverandi lífeyrissjóðir geta að sjálfsögðu keppt um lífeyrissparnað landsmanna við tryggingafé- lög, verðbréfafyrirtæki, banka og sparisjóði. Þeir hafa meira að segja verulegt forskot á hugsanlega sam- keppnisaðila í nánustu framtíð, þar sem menn yfirgefa ekki lífeyrissjóð sinn nema eftir vandlega umhugsun. Lífeyrissjóðirnir geta ýmislegt gert til að keppa um lífeyrissparnað landsmanna, t.d. með því að stofna deildir fyrir viðbótarsparnað, sem nú er að mestu ávaxt- aður í bankakerfinu eða hjá verðbréfafyrirtækjum. Viðbrögð forustumanna lífeyrissjóðanna, bæði verka- lýðsforustunnar og forustu VSÍ, hafa verið alltof nei- kvæð gagnvart breytingum. Það er eins og lífeyrissjóð- unum séu allar bjargir bannaðar, ef breytingar verða gerðar á starfsumhverfi þeirra. En það er langt frá því. Þeir hafa verulegt forskot á samkeppnisaðila. Og það má ganga út frá því, sem vísu, að yfirgnæfandi meirihluti meðlima lífeyrissjóðanna hugsi á þann veg, að þeir vilji ekki taka nokkra áhættu í sambandi við lífeyrismál sín. Talsmenn lífeyrissjóðanna spyrja, hvort samtrygging þeirra eigi að falla niður með afnámi skylduaðildar. Engin ástæða er til slíks, enda má gera ráð fyrir, að fleiri valkostir komi sem viðbót við reglulegan lífeyris- sparnað hjá hinum hefðbundnu lífeyrissjóðum. Mikilvægt er við allar breytingar á lífeyrissjóðakerf- inu að tryggja, að ekki verði tekin óeðlileg áhætta við ávöxtun fjármuna. Nýleg dæmi eru um slíkt. Opinbert eftirlit þarf með starfsemi allra fjármálafyrirtækja, jafnt bankakerfisins sem lífeyrissjóða. UMFERÐ ARSL Y SIN TVEIR LÉTUST og þrjátíu slösuðust þegar rúta fór út af veginum í Hrútafirði síðastliðið sunnudags- kvöld. Þetta er í fjórða sinn á rúmu ári sem rúta lend- ir utan vegar og slys verða á fólki. í júlímánuði í fyrra hvolfdi langferðabíl með fjölda erlendra ferðamanna við Bólstaðahlíðarbrekku. Langferðabíll með skólabörn- um fór út af vegi í Norðurárdal í janúar í ár. Annar slíkur með rúmlega 20 börnum fór út af vegi í Reyðar- firði í maí. Á fjórum vikum, frá 24. september talið, hafa tíu einstaklingar látist í umferðarslysum. Þessa slysaöldu er ekki hægt að rekja beint til einhverrar einnar orsak- ar. Ljóst er hins vegar að þörf er hertra, fyrirbyggj- andi aðgerða. Leggja verður ríkari áherzlu á slysarann- sóknir, sem eru æskilegur undanfari fyrirbyggjandi aðgerða. Þá er brýnt að halda uppi viðvarandi áróðri í ljósvaka- og prentmiðlum, m.a. um mikilvægi þess að búa ökutæki nauðsynlegum vetrarbúnaði og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. Belti í hópferðabif- reiðum geta og að ýmissa áliti ráðið úrslitum í slysum af því tagi sem varð í Hrútafirðinum. Bitur reynslan hefur fært okkur heim sanninn um, að umferðin tekur að óbreyttu alltof stóran toll í manns- lífum og meiðslum. Eignatjón er og hrikalegt. Við verð- um að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Allir, sem að þessum málum koma, þurfa að. stilla saman krafta sína til fyrirbyggjandi aðgerða; stjórnvöld, um- ferðarráð, lögregla, tryggingafélög, fjölmiðlar og ein- staklingar. FRÁ árinu 1990 hefur þróun- in verið sú, að Flugleiðir hafa hætt flugi til Norð- fjarðar, Flugfélag Norður- lands hætti áætlunarflugi til Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar og íslands- flug hætti áætlunarflugi til Blöndu- óss, Rifs og Stykkishólms. Flugfé- lagið Ernir og Flugfélag Austurlands hafa ekki sinnt öllum þeim áætlunar- leiðum sem þeim var úthlutað. Gera má ráð fyrir því að bættar samgöngur á landi og aukin bílaeign muni hafa enn meiri áhrif á flugið í framtíðihni en hingað til. Hval- fjarðargöngin munu til viðbótar stytta akstursvegalengdir vestur og norður um land um 42 kílómetra. Loks þykir óljóst hvaða afleiðingar það hefur þegar fullt frelsi til flugs á öllum leiðum kemur til fram- kvæmda 1. júlí 1997. Leifur Magnús- son framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða gaf jafnvel í skyn að óbreyttur flugvélakostur félagsins myndi hugsanlega leiða til þess að eftir það myndu Flugleiðir eingöngu fljúga til fjögurra stærstu staðanna, þ.e. Akureyrar, Vestmannaeyja, Eg- ilsstaða og ísafjarðar. Hilmar B. Baldursson flugstjóri og formaður Flugráðs, sagði að flugþirig væri haldið í skugga þess, að í nýframkomnu frumvarpi að fjárlögum næsta árs væri kveðið á um 50% niðurskurð fjárveitinga til flugmála, úr um 400 milljónum í 205 milljónir. Með því væri flug- málaáætlun um uppbyggingu flug- samgöngukerfisins, sem unnið hefði verið eftir frá 1987, fokin út í veður og vind. Flugslysanefnd fær sjálfstæði Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði, að brýnt væri að ráðast í mörg verkefni á sviði flugmála, svo sem endurbyggingu flugbrauta og flughlaða Reykjavíkurflugvallar sem talið væri að myndi kosta 900 milij- ónir, breikkun brautarinnar á Akur- eyri, og mikið væri ógert á sviði flug- öryggismála. Þjóðin hefði hins vegar ekki efni á að veija jafn miklu fjár- magni til samgöngumála og áður vegna halla á ríkissjóði. Óhjákvæmi- legt væri að sporna við skuldasöfnun ríkis- og sveitarfélaga. Ástæðulaust væri að kveinka sér yfir því að taka þátt í að skera niður ríkisútgjöldin. Það kallaði á að því fjármagni sem til skiptanna væri yrði vel varið og betur staðið að málum en áður. Halldór sagði, að innan skamms yrði fram lagt á Alþingi frumvarp um flugslysanefnd þar sem sjálf- stæði hennar yrði undirstrikað og starfssvið hennar aðskilið frá loft- ferðalögum. Gera mætti ráð fyrir að frumvarpið yrði að lögum í vet- ur. Jafnframt væri athugun á nýjum loftferðalögum á lokastigi og gerði hann sér vonir um að frumvarp yrði lagt fram í haust eða síðasta lagi í janúar. Á allra síðustu árum hefur áætlunarflug lagst af til Grundar- arðar, Blönduóss, Stykkishólms, lafsfjarðar, Rifs, Bakkafjarðar, Breiðdalsvíkur og Suðureyrar. Áætl- unarflug til Kópaskers, Raufarhafn- ar, Gjögurs og Hólmavíkur er í nokk- urri óvissu. Á nokkrum þessara staða lagðist flug af rétt eftir að umtals- verðar fjárfestingar og framkvæmd- ir höfðu átt sér stað á við- ------- komandi flugvelli. Ljóst þykir, að sam- keppni við einkabílinn get- ur ráðið úrslitum um hvort _________ flugið á einstökum flug- leiðum heldur velli. Þannig sá Snjólf- ur Ólafsson dósent í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands fyrir sér, að eftir 5-10 ár yrði innan- landsáætlunarflugið fyrst og fremst bundið við sjö flugvelli, Isafjörð, Akureyri, Egilsstaði, Höfn, Vest- mannaeyjar, Reykjavík og Keflavík. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði, að þegar aksturstími milli staða væri um eða innan við þijár stundir virtist áætlunarflugið ekki sam- keppnisfært við landflutninga. Hörð samkeppni ríkti milli loft- og land- flutninga í farþegaflutningum ef aksturstími væri 3-6 stundir og réði tíðni flugferða þá úrslitum. Þegar aksturstími væri yfir 6 stundir nytu loftflutningar yfirburða hvað ferða- tíma og kostnað varðaðij í Hægfara aukning í farþegaflutningum Þorgeir Pálsson sagði, að á síð- ustu níu árum hefði orðið hægfara aukning á heildarfarþegaflutningum innanlands. Sveiflur milli ára væru lítilvægar þegar tekið væri tillit til þeirra miklu breytinga sem orðið hefðu á atvinnuháttum. Vestmanna- eyjaflugvöllur væri orðinn þriðji stærsti flugvöllurinn í innanlands- flugi með yfír 80.000 farþega á ári. Þá hefði farþegum um Höfn fjölgað þrátt fyrir samdrátt sem varð í flutn- ingum fyrir varnarliðið þegar rat- sjárstöðinni á Stokknesi var lokað. Er það einkum vegna aukins ferða- mannastraums. Nokkur samdráttur hefur orðið á flutningum um Húsavíkurflugvöll, líklega vegna betri vegasamgangna við Akureyri ásamt betri flugþjón- ustu við Akureyri, einkum aukinnar tíðni flugferða þangað. Vöruflutningar í lofti hafa farið hraðminnkandi á undanförnum og póstflutningar eru orðnir sáralitlir. Vegna greiðra landflutninga getur flugið aðeins keppt um forgangs- varning. Þorgeir Pálsson sagði, að afköst flugsamgöngukerfisins hefðu aukist meira en fram kæmi í farþegatölum. Að öðru leyti sagði hann samgöngu- rannsóknir á byijunarstigi í landinu og sárlega vantaði auknar rannsókn- ir á því sviði. Væri nú unnið að því að koma upp gagnasöfnum um af- köst kerfisins í farþegakílómetrum. 90% allra farþega um Reylqavíkurflugvöll Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir innanlandsflugið kom vel í ljós á þinginu. Um hann fara tæplega 90% allra farþega í innanlandsflug- inu og sagði Þorgeir Pálsson það sýna, að meginhlutverk flugsam- gangna innanlands væri að tengja landsbyggðina við höfuðborgar- svæðið. Jóhann H. Jónsson framkvæmda- stjóri flugvallaþjónustu Flugmála- stjómar (FMS) flutti erindi um fram- kvæmdir í flugmálum. Kom þar fram að margt væri ógert varðandi búnað og flugbrautir til þess að áætlunar- flugvellimir uppfylltu staðla Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar. Heild- aráætlun, um uppbyggingu íslenskra flugmála næstu 10 árin, frá í apríl sl. kvæði á um að nauðsynlegt væri að framkvæma fyrir 4,5 til 5 millj- arða á tímabilinu ef aðbúnaður ætti að vera eins og kröfur gerðu ráð fyrir. Niðurskurður á fjárlögum setti því verulegt strik í reikninginn. Framkvæmdir á Reykjavíkurflug- velli væm aðkallandi og væm nauð- synlegar endurbætur þar risavaxið verkefni, sem kosta myndi um millj- arð króna. Þá væri miðað við sömu lengdir og breiddir flugbrauta og svipaða flugumferð og farið hefði um völlinn. Endurbyggja þyrfti flug- brautir og flughlöð til að ná upp eðlilegu burðarþoli, m.a. með því að skipta um jarðveg. Veigra sér við að lenda í Reykjavík Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Flugleiða sagði, að ástand Reykjavíkurflugvallar ---------- væri farið að valda vem- legum áhyggjum. Erlendir flugmenn væm tvístígandi um að lenda þar vegna ástands flugbrautanna og væri endurbygging þeirra líklega brýnasta verkefnið í sam- göngumálum þjóðarinnar. Þá væri Reykjavíkurflugvöllur éini áætlunar- flugvöllur landsins sem ekki hefði verið byggð flugstöð á. Haukur Hauksson framkvæmda- stjóri flugleiðsöguþjónustu Flug- málastjórnar (FMS) fjallaði m.a. um áætlun FMS um notkun GPS-tækn- innar til flugleiðsögu innanlands. Takmörkuð notkun er þegar heimil til blindflugs en gert hefur verið ráð fyrir, að prófunum verði að fullu lokið á næstu áram svo hægt verði að nýta kosti GPS-tækninnar til fullnustu árið 1999. Haukur sagði helstu kosti GPS-flugleiðsögu þá að flugleiðir milli staða yrðu beinni og þar með styttri og hægt væri hægt að hefja aðflug mun nær velli en nú Fækkar áætlunarflug- völlum í 6-7? BLIKUR eru á lofti í málefnum innanlandsflugs. Þetta er niðurstaða flugþings. Morgunblaðið/RAX BLIKUR A LOFTI í INNAN- LANDSFLUGI væri. Þannig mætti stytta leiðina milli Reykjavíkur og Homafjarðar um 13 sjómílur með nýju aðflugi úr norðri. Haukur sagði hins vegar að framgangi þessa öryggismáls væri nú teflt i tvísýnu og drægist hugsan- lega um nokkur ár að nýta kosti þess til fulls á helstu áætlunarleiðum vegna niðurskurðar á fjárveitingum til flugmála. Hörður Guðmundsson forstjóri og flugstjóri hjá Flugfélaginu Ernir á ísafirði sagði að flugleiðsögukerfið á íslandi væri í molum. Hann sagði að við sjúkraflug á nóttunni reiddu flugmenn sig að miklu leyti á GPS- tæki um borð í vélum sínum. Úrbæt- ur á flugleiðsögukerfinu væra afar brýnar og miklu fremur þyrfti að hraða uppbyggingu GPS-kerfísins en seinka. Ótraustur grunnur Tómas Ingi Olrich alþingismaður og varaformaður Ferðamálaráðs fjallaði um framtíðarhlutverk flug- samgangna á íslandi. Hann kvað grunn flugstarfseminnar vera ótraustan og honum væri réttilega lýst sem mjög hálu svelli. Tryggar flugsamgöngur við útlönd og hátt þjónustustig stæðu og féllu með vel- farnaði íslenskra flugrekstraraðila á erlendum mörkuðum og hlutdeild þeirra í heimamarkaðinum fyrir millilandaflug. Auk þess væri það svo, að flestir þeir sem önnuðust áætlunarflug innanlands sæktu arð- semi til verkefna erlendis. Tómas Ingi sagði, að í heimi auk- inna alþjóðlegra viðskipta yrði það enn brýnna ef nokkuð væri að Greiðari vegasamgöngur hafa leitt til þess að áætlunarflug hefur lagst af til fjölmargra staða á allra síðustu árum, jafnvel rétt eftir að miklar fjárfestingar í byggingum --------------------------------j.------- og tækjum hafa átt sér þar stað. Agúst Asgeirsson sat flugþing, þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd. tryggja samkeppnishæfni þjóðarinn- ar með öraggum og tíðúm flugsam- göngum innanlands og milli landa. Hann sagði að ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem innleiðir frjálsa samkeppni á innan- landsmarkaði 1. júlí 1997 kynnu að hafa mikil áhrif á þróun innanlands- flugsins. Á svipuðum tíma yrðu flug- rekstrarreglur hertar, sem þrengja myndi kosti smærri flugfélaganna frá því sem nú væri og grisja flug- vélaflota þeirra eitthvað. Margir teldu, að sú þróun sem orðið hefði á þeim flugleiðum þar sem sam- keppni hefði nú þegar verið innleidd að hluta, gæfi rétta mynd af ástand- inu eins og það yrði eftir eitt og hálft ár og spáð væri mikilli verð- lækkun og talsverðum breytingum á áætlanamynstri og flugvélakosti. Það telur Tómas Ingi hins vegar ólík- legt og sagði að sérleyfiskerfið hefði leitt til millifærslu. Þegar frjáls sam- keppni yrði innleidd yrði hver flug- leið rekin á eigin forsendum. Lækk- un fargjalda á einni leið gæti því leitt til hækkunar á öðrum. Búist við harðri samkeppni með fullu flugfrelsi 19Í97 Ljóst væri, að innan greinarinnar væri búist við mjög harðri sam- keppni. Það skipti framtíð innan- landsflugsins miklu á hvaða forsend- um það stríð yrði háð. Arðsemi í inn- anlandsflugi væri lítil og margar flug- leiðir reknar með tapi. Hugsanlega yrðu breytingarnar á lélegustu leiðun- um þær að stærstu og best búnu flug- vélarnar myndu þoka fyrir minni flug- kosti og þá væri hugsanlegt að þar tækist í nokkram tilfellum að auka tíðni ferða. Svigrúm væri hugsanlega eitthvað en sennilega lítið. Lítið svig- rúm hefði hins vegar ekki hindrað verðstríð hingað til. Verðstríð og af- sláttarmarkaður væri t.d. að gera út af við hótelrekstur á íslandi. Ef verð- stríð ætti ekki að valda veralegu tjóni í innanlandsfluginu yrði að koma til veruleg fjölgun farþega. Tómas Ingi sagði áð hægt en ör- ugglega væru öryggiskröfur í flugi að vaxa. Þær myndu minnka svig- rúm til verðstríðs en kannski ekki viljann. Þá minnti hann á þann hluta farþega sem ferðaðist á kostnað annarra en sjálfs sín og væri ekki næmur fyrir verðlagi. Að mati Flug- leiða væru þeir farþegar 30-40% af heildinni og sá hópur væri því nógu stór til að setja því einhveijar skorð- ur hvað menn sættu sig við í gengis- fellingu þægindanna. Hann sagði að vissulega væri veraleg hagsbót af því fyrir almenning ef hægt væri að lækka flugfargjöld talsvert. Þegar til lengri tíma væri litið, væri það hins vegar meira virði fyrir þjóðina að forða innanlandsfluginu frá því að koðna niður í verð- og afsláttar- stríði og tryggja það, að í flugi tæk- ist að halda uppi þeirri miklu þjón- ustu innanlands og utan sem nú væri boðin og væri ómetanlegur hluti af samkeppnishæfni atvinnulífsins gagnvart öðrum þjóðum. Áhrif ferðaþjónustunnar Tómas Ingi sagði að lokum, að þróun ferðaþjónustunnar gæti haft veruleg áhrif á flugmál framtíðar- innar, innanlands sem utan. Sú at- vinnugrein sýndi hins vegar mikil merki um veikleika og arðsemi í flestum þáttum hennar mjög lítil. Að hluta til stöfuðu erfiðleikar henn- ar af því að ekki hefði tekist að skapa henni sambærilega þróunarmögu- leika og öðrum atvinnuvegum þjóð- arinnar. Forsendur opinberrar stefnu í ferðamálum skorti, s.s. markvissar og reglubundnar upplýsingar um stöðu greinarinnar og um þróun fjár- festingar í ferðaþjónustu, þekkingu á mörkuðum og markaðsmöguleik- um, Hjá greininni í heild vantaði þá grannþjónustu sem til þarf til að hafa sýn til framtíðar. Nú væri hins vegar unnið að því á ýmsum vett- vangi að koma þessum verkfæram greinarinnar upp. Ofug áhrif frelsisins í Danmörku * Hörður Guðmundsson hjá Erni sagði nær engan grandvöll fyrir óheftri samkeppni á nær öllum áætl- unarleiðum innanlands. Landshluta- flugfélögin væru engan veginn tilbú- in að taka þátt í þeirri samkeppni sem EES-samningamir byðu upp á. Það yrði að koma skikk á málin svo félögin færa ekki að beijast hat- rammlega, annars gæti það orðið flugrekstrinum til tjóns og frelsið því bjarnargreiði við almenning. Fyrst af öllu þyrfti að auka kaup- mátt og arðsemi í þjóðfélaginu ef farþegum ætti að fjölga. Fjármuna- myndun væri nær engin í innan- landsfluginu og leiguflug erlendis hefði t.a.m. haldið bæði Erni og Flugfélagi Norðurlands á floti. Efað- ist hann um að vaxandi samkeppni myndi færa flugrekstraraðilum og landsmönnum þann ávinning sem margir héldu að fyrir dyrum væri. Nefndi hann dæmi frá Danmörku þar sem aukið frelsi, sem innleitt var sl. sumar, hafði þveröfug áhrif miðað við það sem búist hafði verið við. Niðurstaðan var sú að eitt flugfélag hætti, tvö tóku sig saman og sömdu við SÁS um skiptingu áætlúnarleiða og hækkuðu síðan fargjöldin um 5% í fyrstu atrennu. Nú er allt í upp- námi þar og klögumálin ganga á víxl og almenningur nýtur ekki lægri fargjalda, síður en svo. Flestar flugvélanna á leigu vegna óvissunnar Leifur Magnússon sagði að 86,7% af farþegum i innanlandsflugi Flug- leiða færa með áætlunarflugi frá Reykjavík til Akureyrar, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egilsstaða. Hjá honum kom fram, að samtals hefðu fimm flugrekendur stundað áætl- unarflug innan lands á 19 tveggja hreyfla flugvélum sumarið 1995. Af sætafjöldanum væru 86% í skrúfu- þotum og 56% sæta væra i flugvélum með jafnþrýstiklefa. Það endurspegl- aði e.t.v. óvissuna um framtíð innan- landsflugsins, að 83% flugvélanna í innanlandsfluginu, þ.e. miðað við sætafjölda, væru í leigu frá erlendum eigendum. Leifur útilokaði nánast að Flug- leiðir myndu bæta við enn einni flug- vélategundinni til að keppa á minni leiðum eftir 1. júlí 1997 vegna ýmiss viðbótar-fastakostnaðar sem því fylgdi. Félagið myndi líklega standa frammi fyrir því eftir hálft annað ár, að skila einni af F-50 flugvélun- um því hinar þijár myndu nýtast vel til fjögurra stærstu áfangastaðanna. Sem og margir aðrir málshefjend- ur gerði Leifur Magnússon niður- skurð til flugmála að umtalsefni og spurði hvort ríkið boðaði breyttar áherslur í samgöngumálum með fjár- lagafrumvarpi ársins 1996. Þar væri heildamiðurskurður til samgöngu- mála 7,7%. Við nánari skoðun næmi niðurskurður til vegamála 6,9%, til vita-, hafna- og siglingamála 12,1% en 17,8% til flugmála þegar öll gjöld vegna flugreksturs væru skoðuð. Á sama tíma ykjust útgjöld ---------- vegna aðalskrifstofu sam- gönguráðuneytisins um 25%. Næmu heildargjöld ríkisins vegna flugmála 2.249 milljónum [rekstur og framkvæmdir á vegum FMS, hlutdeild í rekstri alþjóðaflugþjón- ustunnar, FMS á Keflavíkurflugvelli, rekstur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar o.fl.] en heildartekjur ríkis áf flugi yrðu aftur á móti hærri, eða 2.288 milljónir [sértekjur bæði FMS og Keflavíkurvallar, sértekjur flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar og hagnað- ur af fríhafnarversluninni]. Kallar á samstöðu Leifur sagði, að í reglum Alþjóða- flugmálastofnunarinnar (ICAO) væri kveðið á um grunnreglur í samskipt- um stjórnvalda og notenda þegar um væri að ræða gjöld fyrir afnot flug- valla og flugleiðsöguþjónustu. Nauð- syn bæri til að efla veralega slíkt samráð hér á landi. Dæmi væru um að ný gjöld hefðu verið lögð á flug- rekendur með nokkurra daga fyrir- vara, eða jafnvel afturvirk. Sú stefnubreyting sem fælist í fram komnu fjárlagaframvarpi kallaði á sérstaka samstöðu allra þeirra aðila sem starfa að íslenskum flugmálum. íslenska ríkið hefði skyldum að gegna á sviði flugsamgangna, bæði hvað varðar stofn- og rekstrarkostn- að þeirra mannvirkja sem þjóna flug- inu. Brýnt væri að standa vörð um eðlilegan framgang flugmálaáætl- unar, þ.e. að tekjum sem til hennar væri aflað með sérstökum gjöldum á flugrekendur verði alfarið tveggja hreyfla flugvélum varið til fram- kvæmda. Erfitt rekstrarumhverfi Ómar Benediktsson stjornarfor- maður hjá íslandsflugi gerði að umtalsefni hvernig búið væri að flug- rekstri og hvernig það sem hann kallaði fyrirvaralausar geðþótta- ákvarðanir gætu gjörbreytt grund- velli starfseminnar. Þegar núverandi eigendur hefðu fjárfest í íslandsflugi 1991 hefðu þeir valið flugvélakost til innanlandsflugsins með tilliti til þess að koma áttu til framkvæmda reglur um að tveir flugmenn skyldu vera í stjómklefa tveggja hreyfla flugvéla og því keypt 15 sæta flug- vélar í stað 9 sæta. Tveimur dögum áður en reglumar áttu að koma til framkvæmda var gildistöku þeirra fyrirvaralaust frestað. Sömuleiðis hefðu þeir fjárfest í félaginu þar sem þá lá fyrir opinber tilkynning stjórnvalda frá 1989 um að öðrum en sérleyfishafa yrði veitt allt að 20% hlutdeild í flutningum á nokkram áætlunarleiðum. Af því hefði ekki orðið. Ómar sagði það umhugsunarefni, að raunveralega niðurgreiddu út- lendingar innanlandsflugið á íslandi. Af tekjum íslandsflugs kæmu innan við 40% úr innanlandsfluginu en hlutfallið var rúmlega 60% þegar núverandi eigendur tóku við félag- inu. Hið sama ætti við um önnur áætlunarflugfélög íslensk, erlend verkefni héldu þeim á floti. Góð ferðatíðni og hófleg fargjöld lykillinn Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði, að flugsamgöngur á íslandi væra ótrúlega góðar miðað við að- stæður. Enn mætti þó gera miklar endurbætur. Miklar framfarir hefðu orðið á undanfömum árum hvað varðar flugflota, ferðatíðni og áreið- anleika þjónustunnar. Mestu varðaði um framtíðarþróun innanlandsflugs- ins, að áframhaldandi endurbætur á vegakerfinu myndu enn auka á sam- keppni loft- og landflutninga. Flugið gæti haldið sínum hlut með góðri tíðni flugferða, hóflegum fargjöldum og áreiðanlegri þjónustu. Ennfremur að besti flugfloti væri ætíð fyrir hendi, tækjabúnaður á landi og í lofti væri af fullkomnustu gerð, flug- vallarmannvirki uppfylltu staðla, menntun starfsmanna í flugi yrði efld og flugsamgöngur nytu jafn- ræðis við aðra samgönguþætti. I þessu tilliti sagði flugmálastjóri það áhyggjuefni, að frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1996 gerði ráð fyrir að helmingur af lagalega mörkuðum tekjustofnum flug- ---------- málaáætlunar yrði tekinn til annarra hluta. Gert væri ráð fyrir 205 millj- óna fjárveitingu til fram- kvæmda í stað um 400 milljóna, eða að jafnaði innan við 10 milljónir á hvern áætl- unarflugvöll landsins. í stað þess að fara til framkvæmda og endur- bóta færu peningarnir líklega að miklu leyti til viðhalds. Skársta nið- urstaðan af þeirri stefnu sem frum- varpið boðaði væri tímabundin skerðing á framkvæmdafé og frest- un um eitt ár á mikilvægum fram- kvæmdum. Versta niðurstaðan yrði áframhaldandi skerðing fram- kvæmdafjár, varanleg frestun allra stærri mannvirkjaframkvæmda og margra ára tafir á endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar sem þegar væri orðin mjög aðkallandi. 900 milljóna endurbætur í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.