Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Leitað eftir nauðasamingum við lánardrottna Örtölvutækni-Tölvukaupa Bjóða 20% afkröfum FORRÁÐAMENN Tölvukaupa hf. sem áður var rekið undir nafninu Örtölvutækni-Tölvukaup, hafa að undanförnu kannað möguleika á nauða- samingum við kröfuhafa félagsins. Ákveðið hef- ur verið að bjóða almennum kröfuhöfum að greiða 20% af kröfum. Er gert ráð fyrir að fjórð- ungur af 20% komi til greiðslu 60 dögum eftir að nauðasamingur hefur verið staðfestur, en eftirstöðvar verði greiddar með 12 jöfnum árs- fjórðungslegum afborgunum, í fyrsta sinn 1. júní 1996. Á hverja afborgun reiknist 2% vextir sem greiðist eftir á. Fram kemur í erindi félagsins til kröfuhafa að stjórnendur Tölvukaupa hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum, annarsvegar að leita nauða- samninga og hins vegar setja félagið í gjaldþrot. Ef rekstur félagsins stöðvist í gjaldþroti sé Ijóst að eigur muni rýrna mjög mikið í verði og einung- is fáist greitt að hluta upp í forgangskröfur á hendur félaginu. Miðað við verðmæti eigna félags- ins í rekstri og með viðbótarframlagi frá Wemer Rassmussyni, aðaleiganda Tölvukaupa hf., sé hins Heildarskuldir við Digital um 108 milljónir króna vegar talið mögulegt að greiða almennum kröfu- höfum 20% upp í kröfur. Þá segir að í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu Tölvukaupa hf. liggi fyrir sam- komulag á milli Werners Rasmussonar, Kúlu- legusölunnar hf. og nokkurra starfsmanna fé- lagsins um að nýtt félag yfirtaki rekstur og eign- ir Tölvukaupa hf. Með þessum hætti verði til íjármunir til þess að greiða nauðasamning Tölvu- kaupa hf. að hluta. Samkomulag þetta sé háð því að nauðasamningur náist við lánardrottna félagsins. Þess er farið á leit við kröfuhafa að þeir samþykki að félagið óski eftir heimild til að ieita nauðasamninga. í frumvarpi til nauðasamninga kemur fram að óskað hafi verið eftir því að Digital Equip- ment Corporation í Danmörku veiti sérstaka ívilnun sem felist í því að það félag samþykki sem fullnaðargreiðslu á kröfum sínum 725 þús- und danskar krónur eða jafnvirði 9 milljóna króna. Þar af greiðist 500 þúsund danskar krón- ur við staðfestingu nauðasamningsins en eftir- stöðvarnar í árslok 1996. Boðist er til að greiða 8% af heildarkröfum Digital og því ljóst að þær nema um 108 milljón- um. Þá hefur verið óskað eftir því við íslands- banka að hann samþykki að fá greiddar 10% af almennum kröfum sínum í stað 20%. Bankinn fái þriðjung greiðslunnar við staðfestingu nauða- samningsins og eftirstöðvar í árslok 1996. Loks hefur verið óskað eftir því að Werner Rassmusson og félög í eigu hans breyti kröfum sínum í víkjandi lán. Jafnframt verði þessar kröfur iækkaðar um 20%, en lánið greiðist upp eftir sjö ár frá staðfestingu nauðasamningsins. Á skuldina reiknist 2% fastir vextir og verði fyrsti gjalddagi tveimur árum og átta mánuðum eftir staðfestingu nauðasamningsins. Nýr fram- kvæmdasijóri Baugs hf •HÖRÐUR Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Baugs hf., dreifingarfyrirtækis Hagkaups og Bónus, frá og með næstu áramótum. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hörður lauk prófi frá viðskipta- deild Háskóla Is- lands árið 1983 og þá um vorið hóf hann störf í hag- deild OHuverslun- ar Islands hf. Hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri markaðssviðs félagsins í ársbyrjun 1987 ogjafnframt aðstoð- arforstjóri í apríl 1991. Hörður var ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Hofs sf. í nóvember 1994 og sem framkvæmdastjóri Orkunnar hf. í janúar 1995. Hörður sat í stjóm Olíuverslunar íslands á árunum 1989- 1991. Sambýliskona hans er Dórót- hea Jóhannsdóttir, matvælafræð- ingur og eiga þau þrjár dætur. Wall Street Journal um átökin innan Sony Interactive Entertainment * Olafur Jóhann vann en var vikið WALL Street Journal skýrði frá því í gær að Sony Corp. hafi ráðið Bruce L. Stein forstjóra og aðalstjórnanda Sony Interactive Entertainment Inc., sem Olafur Jóhann Ólafsson stýrði áður og að þar með sé lokið þriggja mánaða hræringum í kringum þetta mikilvæga fyrirtæki innan Sony. Fram kemur að ráðningin eigi sér stað þegar Sony hafi náð umtalsverð- um árangri með PlayStation sjón- varpsleikjaspilaranum. Eftirspurn sé svo mikil eftir þessu tæki, sem sam- eini hraðan leik og töngæði, að Sony muni ekki geta annað henni fyrir komandi jólavertíð. Um Ólaf segir Wall Street Journal að honum hafí verið vikið úr starfinu eftir heiftarlegan ágreining við yfir- menn Sony í Japan um verðlagningu á PlayStation-spilaranum. Ölafur, sem sé þó enn starfandi hjá Sony, hafí barist fyrir því að verð á hveiju tæki yrði 299 dollarar. Hann hafi haft sigur en með því komið sér út úr húsi hjá íhaldssömum og háttsett- um yfirmönnum Sony, samkvæmt heimildum blaðsins. Hugmynd Ólafs var þá að sjónvarpsleikimir yrði aðal- tekjulindin fremur en spilarinn. Stein starfaði síðast hjá Dream- Works þeirra Spielbergs og félaga. Morgunblaðið/Asdís Lánasýsla ríkisins hefur útgáfu árgreiðsluskírteina Aukin samkeppni við banka og sparisjóði FORSVARSMENN banka og spari- sjóða eru lítt hrifnir af þeirri ný- breytni Lánasýslu ríkisins að hefja útgáfu svokallaðra árgreiðsluskír- teina. Þeir segja hana staðfesta að ríkið ætli að halda áfram að vera í harðri samkeppni um sparifé lands- manna og sé það ekki til þess fallið að greiða fyrir almennum vaxta- lækkunum. Forsvarsmaður lánasýsl- unnar segir að með útgáfunni sé verið að koma til móts við þarfir viðskiptavina og hún sé liður í eðli- legri þjónustu við þá. Árgreiðsluskírteini eru ný tegund verðtryggðra spariskírteina ríkis- sjóðs og er nafnverð þeirra fimm hundruð þúsund, ein milljón og tíu milljónir. Á síðustu árum hafa verð- tryggð spariskírteini eingöngu verið gefin út sem eingreiðslubréf eða með einum gjalddaga í lok láns- tímans, t.d. eftir fimm,.tíu eða tutt- ugu ár. Skírteinin eru án nafnvaxta og því seld með forvöxtum, sem drag- ast frá nafnverði skírteinis við kaup- in. I stað einnar greiðslu í lok láns- tímans er andvirði árgreiðsluskír- teina greitt út ásamt verðbótum með jöfnum árlegum greiðslum næstu tíu ár frá útgáfu. Fyrsta útboð ár- greiðsluskírteina verður hjá lána- sýslunni í dag. Pétur Kristinsson, hjá Lánasýslu ríkisins, segir að með árgreiðsluskír- teinum sé lánasýslan enn frekar að koma til móts við þarfir flárfesta. Með því aukist vöruúrval á ávöxtun- armarkaði sem hljóti að vera af hinu góða. „Skírteinin eru einkum hugsuð fyrir þá, sem vilja hafa reglulegar greiðslur af sparifjáreign sinni. í stað eingreiðslu í lok lánstímans geta fjárfestar nú tryggt sér fastar, árlegar, verðtryggðar og öruggar greiðslur af sparifé sínu til að mæta ýmsum árlegum þörfum eða greiðsl- um. Aðrir ávöxtunaraðilar hafa ver- ið með svokallaða tekjusjóði en þar sem vextir hafa verið misháir hafa fjárfestar ekki getað gengið að ákveðnum greiðslum vísum úr þeim. Eigendur árgreiðsluskírteina semja um vexti í upphafi og eftir það vita þeir nákvæmlega hvaða upphæð þeir fá greidda út einu sinni á ári. Viðskiptavinum til þæginda- auka er hinn árlegi greiðsludagur hafður í bytjun maí en þá er tími athafna og óvæntra útgjalda hjá mörgum." Pétur segir að ávöxtunarmögu- leikar árgreiðsluskírteina verði svip- aðir og annarra verðtryggða spari- skírteina. „Árgreiðsluskírteinin verða boðin út einu sinni í mánuði eins og önnur spariskírteini og ávöxtunarkrafan verður því svipuð og á öðrum spariskírteinum með sambærilegan lánstíma." Heldur uppi vöxtum Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að með útgáfu á árgreiðsluskírteinum gangi ríkið enn lengra en áður I smásölu á spari- skírteinum. „Bankarnir hafa alla tíð verið á móti því hvað ríkið hefur lagt mikla áherslu á smásöluvið- skipti með spariskírteini. Með því eykur ríkið enn samkeppni við banka og sparisjóði um sparifé lands- manna. Það á stóran þátt í því að halda uppi háum vöxtum því að sjálf- sögðu neyðast bankarnir til að mæta þessari samkeppni með því að hafa innlánsvexti tiltölulega háa.“ Baldvin Tryggvason, formaður Sambands sparisjóða, tekur í sama streng og segir að með útboði á árgreiðsluskirteinum seilist Lána- sýsla ríkisins of langt í samkeppni við banka og sparisjóði. „Við erum þegar í harðri samkeppni við lána- sýsluna í smásölu spariskírteina og þarna færir hún sig enn frekar á þennan markað í skjóli ríkisins. Þessi þjónusta kostar auðvitað sitt og hvetur ekki til vaxtalækkana," segir Baldvin. Nýsköpun í mjöl- o g málmiðnaði FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- ráðherra kynnti í gær nýtt verk- efni, Nýsköpun í mjöl- og málm- iðnaði, sem ráðuneytið hefur unnið að í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Samiðn, samband iðnfélaga. Tilgangur verkefnis- ins er að auka samkeppnishæfni fiskimjölsiðnaðar og tækniþró- un í málmiðnaði með því að stuðla að samstarfi fyrirtækja á þessum sviðum um þróun tækni- búnaðar. A ukin verkefni í málmiðnaði Að sögn ráðherra mun þetta verkefni skapa málmiðnaðinum aukin verkefni. Fyrirtækjum verður veitt fagleg og íjárhags- leg aðstoð við þróun og frum- smíði á innlendum vélum, tækj- um og búnaði fyrir fiskimjöls- iðnaðinn, í tengslum við þetta verkefni. Iðntæknistofnun mun sjá um faglega þáttinn en íjár- hagsaðstoðin verður Ijármögn- uð af Iðnþróunarsjóði að stærst- um hluta auk 1,5 milljóna króna framlags iðnaðarráðuneytisins. AIIs er gert ráð fyrir að 5,5 milljónum króna verði varið til þessa verkefnis. Hver styrkur getur numið allt að 40% af þró- unarkostnaði, þó að hámarki 1 milljón króna. Myndin er tekin í vélsmiðjunni Héðni í Garðabæ þar sem verkefnið var kynnt. Slegizt um bréf í Nord- banken Stokkhólmi. Reuter. ÁHUGI á sölu sænska ríkisins á Nordbanken hefur verið svo mikill að aðeins tveir af hveijum fímm fjárfestum fá hlut í hon- um að sögn sænskra bankayfir- valda. Áhuginn hefur verið mikill bæði í Svíþjóð og Danmörku. Almenningi var 'boðið að eign- ast hlutabréf með afslætti og eftirspurnin var fimmfalt meiri en hlutabréf þau sem í boði voru að því er segir í tilkynn- ingu. Einkaijárfestar gátu sótt um allt að því 300 hlutabréf í Nord- banken með sjö króna afslætti á bréf og rúmlega 40% umsækj- enda fá 100 bréf á 85 krónur hvert samkvæmt tilkynning- unni. Hlutabréfín hækka Verð á hlutabréfum til stofn- ana verður 92 krónur. Upphaf- Iega voru bréfín boðin á 77-92 krónur. Sé bréf selt á 92 krónur jafn- gildir það því að bankinn er metinn á tæplega 20 milljarða króna. í þessari lotu eru boðin 30% hlutabréf eða 64.5 milljónir alls. Þar af hefur helmingnum verið úthlutað til alþjóðlegra fjárfesta. Hinum helmingnum verður skipt jafnt milli sænskra fjármálastofnana og almenn- ings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.