Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Willy Claes sagði af sér sem framkvæmdastjóri NATO: Uffe Ellemann gaf strax í kost á sér í draumastarfið ' '111'111|!! 11 111 I! I Já, en Úffe, þú ert ekki búinn að klæða þig. Morgunblaðið/Kristinn SIGRÚN Erla Egilsdóttir kvennafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla íslands og Guðmundur Steingrímsson formað- ur Stúdentaráðs íslands taka við viðurkenningunni. Stúdentaráð HÍ fær Jafnréttisvið- urkenninguna JAFNRÉTTISRÁÐ veitti í gær viður- kenningu til Stúdentaráðs Háskóla ís- lands fyrir framtak til jafnréttismála og var það í fjórða sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt. Jafnréttisráð fékk til liðs við sig Önnu G. Olafsdóttur blaðamann, Svein Hannes- son, framkvæmdastjóra Samtaka iðnað- arins og Stefaníu M. Pétursdóttur, fyrr- verandi formann Kvenfélagasambands íslands. Með þeim störfuðu fulltrúar Jafnréttisráðs, Ellen Ingvadóttir og Stef- anía Traustadóttir í nánu samráði við formann ráðsins, Elínu R. Líndal. Að mati starfshópsins komu þrír aðilar til greina sem viðurkenningarhafar, þ.e. Plastos hf., Póstur og sími og Stúdenta- ráð Háskóla íslands. Með því að veita Stúdentaráði Háskóla íslands viðurkenn- inguna leggja starfshópurinn og Jafn- réttisráð áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk taki virkan þátt í umræðunni um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Breytingar á Reykjanesbraut Kosta 260 milljónir FYRIRHUGAÐAR breytingar á Reykjanesbraut árið 1997 eiga að kosta um 260 milljónir króna sam- kvæmt vegaáætlun, þar af um 10 milljónir á næsta ári og 248 miiljón- ir árið 1997. Þórarinn Hjaltason framkvæmda- stjóri framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogskaupstaðar segir málið á frumáætlunarstigi en í breytingunum felist gerð misiægra gatnamóta við Fífuhvammsveg. „Síðan þarf um svipað leyti að tvöfalda Reykjanesbraut frá Breið- holtsbraut að Fífuhvammsvegi, eða úr tveimur akbrautum í fjórar. Einn- ig hefur verið rætt um að mislæg gatnamót verði gerð við Breiðholts- braut,“ segir Þórarinn. Fyrirlestur um efnasmíðar í Basel Þijú af 10.000 HK-efnum markaðssett HAUKUR Kristinsson starfar hjá sviss- neska efnafyrirtæk- inu Ciba, þar sem hann stundar grundvallarrann- sóknir í lífrænni efnafræði og hélt nýlega upp á smíði 10.000. efnisins síns. Hauk- ur hefur skrifað ijölda fræði- greina í virt erlend vísinda- tímarit og haldið fyrirlestra víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann heldur sinn fyrsta fyrirlestur á íslandi á föstudaginn, 27. október, á vegurn lyfjafræðideildar Há- skóla íslands. Út á hvað gengur rannsókn- arstarf hjá alheimsfyrirtæki eins og Ciha? Hugmyndin á bak við rannsóknirnar er fyrst og fremst sú að finna nýtt efni sem hægt er að markaðs- setja og kemur fyrirtækinu að gagni. Það þarf að meðaitaii að smíða 25.000 til 30.000 efni til að koma einu á markaðinn. Það liggja því gífurlegar rannsóknir að baki hvers efnis sem reynist markaðsgengt. Ég smíðaði nýlega 10.000. efnið mitt en af þeim hafa þijú, azamethiphos, pymetrozine og dicyclanil, verið markaðssett. Flest þessi efni eru uppbyggð úr hetero-hringjum, en efnafræði líf- rænna hetero-hringja er sérsvið mitt. Það er auðvitað mjög ánægjulegt þegar efni sem maður hefur smíðað kemst á markaðinn en líkurnar á því eru svo litlar að ég hef frekar stefnt að því að stunda grundvallarrannsóknir og greina frá mínum uppgötvunum í vísindaritgerðum og taka þannig virkan þátt í þróun efnafræðinnar. Helsta hvatning mín í starfí er að fá grein birta eftir mig í vísinda- tímariti. Hvaða gagn er að efnunum þín- um sem hafa verið markaðssett? Azmethiphos er elst þessara efna. Það er varnarefni sem er notað_ gegn meindýrum í landbún- aði. Ég var ekki búinn að vera í landbúnaðarvarnarefnadeild Ciba nema í tvö ár þegar ég smíðaði það. Hin efnin, sem ég fjalla um í fyrirlestrinum í Háskóla Islands, eru nýrri. Þau eru einnig landbún- aðarvarnarefni. Pymetrozine er mín merkasta uppgötvun. Það er sterkt, sérvirkt efni sem vinnur gegn vissum skað- legum meindýrum í landbúnaði en er meinlaust gegn skordýrum sem koma náttúrunni að gagni. Það vinnur því með náttúrunni gegn óvinum hennar. Það er notað við grænmetis- og kartöflurækt og hefur reynst vel í hrísgijónarækt. Það er mjög oft fískeldi á hrís- gijónaökrum í Asíu og það er því mikilvægt að landbúnaðarvarnar- efnið spilli ekki umhverfi dýra- ríkisins. Pymetrozine stenst þær kröfur. Meindýr í land- búnaði, eins og bakter- íur í lyfjafræði, byggja smátt og smátt upp ónæmiskerfi gegn efn- um sem eiga að drepa þau. Efni og lyf verða því óvirk með tímanum. Pymetroz- ine virkar á nýjan hátt og meindýr- in geta ekki varist því. Það er selt út um ailan heim undir ýmsum nöfnum, eins og Fulfíll, Chess, Sterling og Plenum. Dicyclanil fer í framleiðslu á næsta ári. Það er óvenju sterkt og virkar á vöxt lirfu ýmissa skor- dýra. Það stöðvar vöxt lirfunnar og hún nær ekki að púpa sig. Það verður í upphafi aðallega notað í Ástralíu og Suður-Afríku gegn Blowfly-flugunni en hún sest á sauðfé og nautgripi. Efnið hefur Haukur Kristinsson ►DR. HAUKUR Kristinsson er fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann lauk stúdentsprófí frá MA 1956 og doktorsnámi í efna- fræði í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1964. Hann stundaði rann- sóknir í Ijósefnafræði við Tul- ane háskóla í New Orleans og Caltech í Pasadena í Bandaríkj- unum í þrjú ár áður en hann réðst til starfa hjá Ciba efnafyr- irtækinu í Sviss árið 1968. Pymetrozine merkasta uppgötvun einnig reynst gott landbúnaðar- vamarefni í kartöflu- og græn- metisrækt. Hvaða þátt á efnafræðingurinn í markaðssetningu efnanna sinna? Sama og engan. Ég skila mínu efni í hendur líffræðinga, þeir gefa efninu númer og athuga hvaða gagn er hægt að hafa af því. Það fær alþjóðlega viðurkennt heiti ef það reynist markaðshæft en þá er búið að nota það í ótal- mörgum tilraunum út um allan heim. Af hverju fórstu til starfa hjá Ciba og hvernig hvetur fyrirtækið sína vísindamenn? Ég vildi starfa við rannsóknir í þýskumælandi landi en hafði ekki áhuga á embætti við þýskan há- skóla. Stóru efnafyrirtækin komu því helst til greina. Ciba er númer eitt í landbúnaðarvarnarefnafram- leiðslu í heimi en hefur dottið dálít- ið niður í lyfjaframleiðslu. Það stunda mörg hundruð sérfræðing- ar rannsóknir í iíffræðideild fyrir- tækisins. ' Ég hef alveg fijálsar hendur við mínar rannsóknir, það segir mér enginn fyrir verkum og ég get einbeitt mér að því sem mér fínnst áhugavert og skemmtilegt. Frammistaðan er fyrst og fremst Iaunuð með launauppbótum. Efna- fræðingarnir fengu prósentu af sölu efnanna þeirra hér áður fyrr en það er alveg búið að vera. Það eiga svo margir þátt í því að koma einu efni á markaðinn að það er ekki réttlátt að láta efnafræðinginn njóta þess sérstaklega þótt hann hafí uppgötv- að efnið. Hvaða samband hef- urðu við Island? Ég hef alltaf haldið góðum tengslum við ísland og mér liður hvergi betur en á Húsavík. Ég hef aðallega haft samband við Vil- hjálm Skúlason, prófessor í lyfja- fræði hjá Háskóla íslands. Við höfum unnið að sameiginlegum verkefnum og Úlfur Ingi Jónsson, nemandi Vilhjálms, lauk til dæmis verkefni sem hann hóf á íslandi á rannsóknarstofunni hjá Ciba. Ég vonast til að komast í samband við fleiri við háskólann í fyrirlestr- arferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.