Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
MIÐVIKU D AGU R 25. OKTÓBER 1995 39
ÞÓRHALLUR
HÖSKULDSSON
+ Sr. Þórhallur Höskuldsson
fæddist á Skriðu í Hörgár-
dal 16. nóvember 1942. Hann
lést i Reykjavík 7. október síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju 16. októ-
ber.
DAUÐANUM fylgir þögn. Stund-
um getur hún verið friðsæl og vel-
komin, þegar löngu sjúkdómsstríði
lýkur. Að þessu sinni var hún þung-
bær. Mér fannst raunverulega sem
lagt væri ok á herðar mér með níð-
þungri byrði. Þórhallur, svo dýr-
mætur „bróðir“ og samstarfsmað-
ur, á fullri ferð í starfi sínu fyrir
kirkju og meðbræður, er horfinn.
Byrði mín er þung. Þess vegna
hlýtur hugurinn að vera hjá nán-
ustu ástvinunum, sem bera þyngstu
byrðina. Við slíkar aðstæður lífsins
er aðeins ein leið fær: Leiðin upp.
Leiðin til skaparans og endurlausn-
arans, sem heyrir andvörpin: „Guð,
það er gott að þú ert hér, því að
Þórhallur, bróðir okkar, er dáinn“.
Mynd birtist í huga mér, eina
biblíumyndin úr sunnudagaskóla
bernskuáranna, sem ég hef varð-
veitt. Hún er geymd í gömlu, slitnu
Biblíunni minni. Myndin er af Jesú,
sem situr og faðmar bugaðan læri-
svein, sem krýpur við fætur hans.
Yfir vaka englar og aftan á mynd-
inni standa orð Jesú: „Komið til
mín, allir þér sem erfíði hafið og
þungar byrðar, og ég mun veita
yður hvíld.“ (Matt. 11:28.) í þess-
ari mynd sé ég sjálfa mig, síðan
alla fjölskyldu Þórhalls, — og einnig
Þórhall, í hinni himnesku hvíld. Um
leið fínn ég, að orð Jesú eru sönn.
Hann tekur byrðina á sig og veitir
hvíjd.
í þögn dauðans birtast allar
gömlu, dýrmætu minningarnar. Nú
í haust eru 19 ár síðan samskipti
mín við Þórhall og fjölskyldu hans
hófust, er ég gerðist æskulýðsfull-
trúi í kirkjunni. Þórhallur varð mér
strax sem bróðir og heimili hans
stóð mér opið. Þar mætti ég vináttu
og hlýju þeirra sem stóðu honum
næst og styrktu hann í lífí og starfí,
sem voru Þóra Steinunn, kona hans,
Björg, móðir hans, Kristján, stjúp-
faðir hans, og einnig börnin, Björg
og Höskuldur. Á heimilinu ríkti ein-
lægur kærleikur og ég fékk að vera
þátttakandi í heimilislífi og á Ijúfar
minningar m.a. frá vambasaumi og
laufabrauðsgerð og gleðinni er
yngsta barnið, Anna Kristín, fædd-
ist.
Þórhalli var umhugað um að vera
mér styrkur og veita mér innsýn í
sem flesta þætti kirkjustarfsins.
Starf hans og framganga öll, hvern-
ig hann vann hin margvíslegu störf,
hvernig hann ræddi um fólkið,
helgihaldið, vandamálin, kirkjusið-
ina, æskuna og fagnaðarerindið,
varð mér hinn dýrmætasti skóli.
Eftir að ég sjálf varð prestur fyrir
tæpum 8 árum hef ég búið að þeirri
margvíslegu reynslu, sem ég eign-
aðist i návistum við Þórhall. Ég
þóttist viss um, að síðar á ævinjaj
yrðum við aftur í meira návígi og
ég átti auk þess eftir að þakka
honum fyrir svo margt. Nú er það
um seinan.
Þegar ég seint og um síðir gifti
mig var mér einkar dýrmætt að
finna, að Þórhallur umvafði eigin-
mann minn sömu, sönnu umhyggj-
unni. Þegar þeir hittust síðast um
miðjan september áttu þeir það
sameiginlegt að hafa farið á sjúkra-
hús nýlega með magasár. Þórhallur
hafði leiðbeiningarorð í garð Óla
míns, en mátti greinilega ekki vera
að því að hlúa að sjálfum sér.
Þórhallur var lærisveinn Jesú,
auðmjúkur þjónn, sem vildi hjálpa
þeim sem hann lifði innan um. Mér
fannst oft því líkast sem hann hefði
sogkraft á hina þurfandi og alltaf
hafði hann tíma, líka þegar hann
var orðinn 2 tímum á eftir áætlun.
Um allt land hef ég hitt fólk, sem
býr að því alla tíð, að hafa notið
umhyggju Þórhalls.
Starfsdegi hins ljúfa bróður er
lokið. Aldrei sá ég hann reiðast eða
æsa sig. Hann var alltaf jafn róleg-
ur og yfírvegaður en fastur fyrir,
stundum jafnvel um of. Það sýndi
þó umfram allt festuna og sannfær-
inguna, sem lá að baki því starfí
sem hann vann. Hann varð mér á
svo margan hátt ljúf fyrirmynd.
Mér er minnisstætt atvik, er ég
var í návist Þórhalls fyrir mörgum
árum og hann fékk kveðju frá
starfsbróður, sem sendi honum af
tilefni árnaðar- og blessunaróskir
og notaði orðalag Biblíunnar, sem
þar á við Pál postula, að hann væri
af Guði „útvalið ker“. Þórhallur hló
við, því honum fannst þetta vera
stór orð, sem áttu við postulann.
Atvikið hefur leitað á huga minn.
Ég þarf ekki að líta lengra en í
eigin barm til að finna, hve mikill
postuli Þórhallur var. Spor hans eru
djúp og greinileg í kirkju Krists á
íslandi — og í lífí margra einstakl-
inga.
Stundum fannst mér Þórhallur
eiga of mikla þjónslund. Mér fannst
hann vera of önnum hlaðinn á
kostnað fjölskyldunnar og ganga
um of á varaorku sína. Með því
kenndi hann mér hversu mikilvægt
er að kunna að segja nei, að kunna
að takmarka verkefnin og taka frí.
í samvistum við hann fann ég svo
oft, að hann gekk skrefí lengra í
þjónustu sinni en ég hefði getað.
Eitt slíkt atvik varð mér þó einkar
dýrmætt með árunum. Höskuldur,
sonur hans, var 5 ára gamall, grét
af þreytu og sagðist ekki geta geng-
ið upp á efri hæðina til að hátta.
Þá kom pabbi, tók drenginn í fang-
ið og bar hann upp. Atvikið lýsir
lífí Þórhalls i hnotskurn. Með föður-
legri umhyggju bar hann þreytta
og þurfandi sem erindreki Krists.
Megi minningamar um kærleiks-
ríkan og fórnfúsan eiginmann, föð-
ur, son og bróður verða okkur öllum
fyrirmynd og huggun.
„Drottinn gaf og Drottinn tók.
Lofað veri nafn Drottins."
Stína Gísladóttir.
t
afa,
Útför föður okkar, tengdaföður,
langafa og sambýlismanns,
KARLS R. GUÐMUNDSSONAR
úrsmiðs,
Selfossi,
fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn
27. október kl. 14.30.
Bogi Karlsson, Kristín A. Guðmundsdóttir,
Kolbrún K. Karlsdóttir, Jóhannes Ásgeirsson,
Erli'n K. Karlsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson,
Sigríður Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN SÆMUNDSSON
vélstjóri,
Holtsgötu 23,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
föstudaginn 27. október kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Slysavarnafélag íslands.
Elín Rós Hermannsdóttir,
Áslaug Guðrún Aðalsteinsdóttir,
Benedikt Aðalsteinsson,
Heimir Aðalsteinsson,
Sæmundur Aðalsteinsson,
Margrét Aðalsteinsdóttir,
Gyða Kristín Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hrönn Helgadóttir,
Erlingur Tómasson,
Herdís Snorradóttir,
Halldóra Valgarðsdóttir,
Örn Hilmarsson,
Ragnar Bjarnason,
t
Ástkær eiginmaður, faöir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON,
Holtsgötu 34,
lést 28. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Ingibjörg Guðjónsdóttir,
dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu
og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmannfe míns, föðurs, tengdaföð-
urs og afa,
FRIÐRIKS HÖJGAARD,
Hafnarbyggð 53,
Vopnafirði.
Sérstakar þakkir til systkina og vandamanna.
Elvar Höjgaard,
Ellý Höjgaard,
Vigdís Agnarsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
afi, fósturbróðir og mágur,
RÖGNVALDUR ÞORLÁKSSON
verkfræðingur,
Hörpulundi 7,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í
Garðabæ föstudaginn 27. október
kl. 13.30.
Thora Þorláksson,
Sveinn Rögnvaldsson,
Guðný Rögnvaldsdóttir,
Þóra Hallgrímsdóttir,
Þuríður Hallgrímsdóttir,
Anna Guðný Hallgrimsdóttir,
Snorri Hallgrímsson,
Sigrfður og Thomas R. Robson,
Elín Guðbjörnsdóttir.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns,
STURLAUGS KRISTINS
DANIVALSSONAR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilhelmína Hjaltali'n.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR EIÐSSONAR
bónda,
Hreiðarsstaðakoti,
Svarfaðardal.
Ófeigur Sigurðsson,
Júlíus Sigurðsson,
Eiður Sigurðsson,
Sigurgeir Sigurðsson,
Jóhann Guðjónsson,
Elín Guðjónsdóttir,
Sumarrós Guðjónsdóttir,
Edda Valgeirsdóttir,
Erla Gestsdóttir,
Elsa Axelsdóttir,
Ingvi Antonsson,
Sigurður Guðmundsson,
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sigursveinn Hallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eig-
inmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
BRYNJARS EYDAL
Hagamel 52,
Reykjavík.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Brynhiidur Eydal,
Anna Inger Eydal, Jóhannes Magnússon,
Guðfinna Eydal, Egili Egilsson,
Matthi'as Eydal, Bergþóra Vilhjáimsdóttir,
Margrét Eydal, Friðrik Sigurðsson,
Helen Brynjarsdóttir, Eyjólfur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug í veikindum og við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS HELGA SVEINBJÖRNSSONAR,
Urðarbraut 12,
Blönduósi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningardeildar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri og Héraðssjúkrahússins á Blönduósi.
Helga Sigri'ður Lárusdóttir,
Björg Helgadóttir, Jóhann Guðmundsson,
Lárus Helgason, Sigríður K. Snorradóttir,
Ragnhildur Helgadóttir, Gestur Þórarinsson,
Erna Ingibjörg Helgadóttir, Birgir Jónsson,
Sveinbirna Helgadóttir, Valdemar Friðgeirsson,
Vigdís Eirfka Helgadóttir, Helgi Örlygsson,
afabörn og langafabarn.