Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
50 THI5 KIP U)ON ALL AM I TOO
MY/WARBLE5..I DIPN'T TR0STIN6,
KNOW U)E U)ERE PLAYIN6 CHARLIE
FOR "KBBP5". BROOUN ?
JÉÉlá
Svo þessi strákur vann allar Er ég of fullur
marmarakúlurnar mín- trúnaðar-
ar... ég vissi ekki að við trausts, Kalli
værum að leika upp á „til Bjarna?
eignar“
NO, THERE 5 N0THIN6
WR0N6 WITH BEIN6 TRU5TIN6..
TOU'RE JUST Y0UN6..
Nei, það er ekkert að því að Ég er að vinna að því
treysta, þú ert bara ungur ...
BRÉF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Til ráðherra
í leit að siðferði
Frá Gunnari Inga Gunnarssyni:
í UMRÆÐUM um stefnuræðu for-
sætisráðherra á Alþingi fyrir stuttu,
stakk Halldór Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, upp á því, að verkalýðs-
hreyfingin og atvinnurekendur
kæmu stjórnmálamönnum til að-
stoðar við „að finna siðferðilegan
grunn, sem kjarasamningar fram-
tíðarinnar gætu byggt á,“ eins og
hann orðaði boðskapinn. Þarna kall-
ar ráðherrann eftir einhverju, sem
hann telur greinilega að sé ekki til
staðar, heldur vanti sárlega, þ.e.
siðvæðingu kjarasamninga. Af
þessum ummælum má ráða, að ráð-
herrann sé andvígur siðlausum
kjarasamningum og jafnframt, að
einhveijir slíkir hafi .verið gerðir.
Skoðum málið betur.
Siðlausir
samningar?
Getur verið, að gerðir hafi verið
siðlausir kjarasamningar, sem ráð-
herrann og allir aðrir geti skoðað
og lært af sem víti til varnaðar
öllum þeim, sem kalla nú á samn-
ingsbundna siðvæðingu þjóðarinn-
ar. Ég tel reyndar að svo sé. Og
ef það mætti verða til þess að
hjálpa ráðherranum til að endur-
hæfast við að finna nýtt og betra
siðferði í þessum efnum, þá ætla
ég að kynna fyrir honum nokkra
þætti úr nýjasta og sennilega sið-
lausasta kjarasamningnum, sem
ég þekki til. Það er nýi búvöru-
samningurinn.
Af þessum eina kjarasamningi
tel ég ráðherrann geta lært svo
mikið um siðleysi, að skoða megi
samninginn sem kennslubók handa
öllum, sem í hjarta sínu vilja „finna
siðferðilegan grunn, sem kjara-
samningar framtíðarinnar gætu
byggt á.“ Skoðum nokkur atriði.
Eg vil byija á því að biðja ráð-
herrann að skoða hinn nýja kjara-
samning sauðfjárbænda í því ljósi,
að síðustu fimm árin hafa íslenzkir
skattgreiðendur styrkt sauðfjár-
bændur með sautjánþúsund og
sexhundruð milljónum króna og
jafnframt, að hinn nýgerði samn-
ingur muni kosta skattgreiðendur
tvöþúsund milljónum krónum
meira en ef gamli samningurinn
hefði verið framlengdur.
Sauðkindin hefur forgang
Snúum okkur þá að nokkrum
þáttum.
Hinn nýi kjarasamningur sauð-
fjárbænda, upp á tólfþúsund millj-
ónir króna, er sagður verðtryggður.
Á sama tíma er bótum öryrkja og
ellilífeyrisþega kippt úr tengzlum
við almennar kjarabætur og þannig
gerðar ótryggðar.
Tólfþúsund milljónir skal sauð-
fjárræktin fá á fimm árum. Tvöþús-
und og sjöhundruð milljónir fyrsta
árið. Sama árið og ætlunin er að
auka álögur á sjúklinga sem þarfn-
ast innlagnar á sjúkrahús. Já og
sama árið og ætlunin er að stöðva
umsamdar framkvæmdir við sjúk-
rastofnanir.
Tvöþúsund og sjöhundruð millj-
ónir skulu í _sauðkindina árið sem
sex þúsund íslendingar ganga at-
vinnulausir.
Beingreiðslur til sauðfjárbænda,
ullarniðurgreiðslur og lífeyrissjóðs-
greiðslur verða óbreyttar allan
samningstímann. Þetta þrátt fyrir
að sérfræðingar geri ráð fyrir tvö-
hundruð tonna minnkun á innlendri
kindakjötsneyzlu á ári til aldamóta.
í kjarasamningnum nýja er enn
að finna fantasíuna um útflutning
á kindakjöti, þar sem skattgreið-
endur eru gerðir meðábyrgir á hug-
arórum samningsaðila.
Á meðan stórir hópar ríkisstarfs-
manna geta engan veginn lifað á
umsömdum launum fyrir fulla dag-
vinnu, er gerður nýr kjarasamning-
ur við sauðfjárbændur, þar sem
skattborgarar landsins erú skuld-
bundnir til að styrkja meðalbúið
með um eitthundraðþúsund krónum
á mánuði í fimm ár.
Hér hef ég minnst á örfá dæmi
úr nýgerðum búvörusamningi.
Sumum hef ég stillt upp í ytra
umhverfi sínu, svo ráðherrann eigi
auðveldara með að skoða þau í
stærra samhengi. Mörg önnur dæmi
hefði verið hægt að velja, en þessi
ættu að duga til að vekja athygli
ráðherrans á nærtæku og lærdóms-
ríku kennsludæmi um kjarasamn-
ing, sem skortir algerlega þann sið-
ferðilega grunn, sem kjarasamning-
ar framtíðarinnar ættu að byggja á.
GUNNARINGIGUNNARSSON,
læknir og skattgreiðandi.
Gildi hraðlest(r)ar
Frá Jóni Ögmundi Þormóðssyni:
Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins fyrir
nokkrum dögum hljóðaði ein fyrir-
sögn svo: „Gildi hraðlestar kannað."
Átt var við hraðlest milli Reykjavík-
ur og Reykjanesbæjar. Könnunin
eflaust ágætismál.
Ég mislas hins vegar fyrirsögnina
sem „OHdi hraðlestrar kannað" og
var nokkur vorkunn þar eð ég var
á hraðlestramámskeiði hjá Ólafí
Johnson í Hraðlestrarskólanum. Eft-
ir þá reynslu mæli ég með því að
sem flestir kanni gildi hraðlestrar,
þ. á m. yfirvöld menntamála hvort
ekki eigi að taka slíka kennslu upp
í skólakerfinu sem flestum til gagns,
en nemendur Ólafs, frá sextán ára
aldri og upp úr, njóta nú einka-
kennslu eins og hún gerist best.
Sem dæmi um gullkom sem menn
geta farið á mis við ef þeir lesa lítið
er eftirfarandi setning sem lítill
drengur sagði móður og másandi
við Asgeir Ásgeirsson forseta er
hann kom morgun einn í sundlaug-
arnar í Laugardal og enginn var I
miðasölunni: „Forseti, ef þú flýtir
þér núna, þá geturðu sloppið inn án
þess að borga!“
JÓN ÖGMUNDUR ÞORMÓÐSSON,
Laugarásvegi 29, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur. sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.