Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 23
Mp^GUNBLAÐIÐ MIÐyiKUDAGUH25.pKTÓBE;R.l?l9p 23 REYKINGAR Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. mikill skaðvaldur. Það inniheldur mikið nikótínmagn og fólk ánetj- ast nikótíninu mjög hratt. Þá brennir það upp slímhúðina og dæmi eru um að fólk hafí þurft að fara í aðgerðir vegna þess skaða sem neftóbakið veldur. Það er síst minni skaðvaldur en reyktóbakið og mér finnst mjög alvarlegt að sjá að þessi tóbaksnotkun virðist í tísku hjá íþróttamönnum, en þeir eru oftar en ekki fyrirmynd æsku- fólks.“ Hærra tóbaksverð Ein þeirra aðferða, sem heil- brigðisráðherra vill nota til að draga úr tóbaksnotkun, er að hækka tóbaksverðið. „Við eigum að hækka verðið umfram almenna verðlagsþróun. Þessi hækkun getur orðið smám saman, á 5-10 ára tímabili, en hún þjónar hins vegar ekki tilgangi sínum nema um leið sé lögð mikil áhersla á að hjálpa fólki, svo það eigi val. Verð á tóbaki á hins vegar að vera svo hátt að það komi við pyngjuna að reykja. Og til þess að ná árangri í baráttu gegn tób- aki verður stærri hluti af söluverði tóbaks að renna til fyrirbyggjandi starfs en nú er.“ Heilbrigðisráðherra tekur fólki vara við að hafa fordóma gegn reykingafólki. „Umræða um tób- aksvarnir er ekki reykingafólki til höfuðs. Frumvarp til laga um tób- aksvarnir er ekki ögrun við reyk- ingamenn, heldur ættu þeir miklu frekar að líta á það sem von; tæki- færi til að hætta að reykja. Við verðum að skerpa á löggjöfinni, til að hafa góðan grunn fyrir fyrir- byggjandi starf. Okkur ber skylda til að taka í taumana þegar raun- in er sú að reykingar ungs fólks hafa aukist verulega að undan- förnu." Ingibjörg, sem er hjúkrunar- fræðingur að mennt, segir að hún hafi séð skaðleg áhrif reykinga eigin augum. „Eg hef líka orðið vitni að baráttu fólks við að hætta að reykja og sumum reynist það mjög erfitt. Þó eru ýmis ráð og ég nefni nikótínplástur, sem hefur reynst vel. Hann er hins vegar mjög dýr og eitt af því ---------- sem ég vil kanna er hvernig tryggja megi að fólk, sem hefur ekki úr miklu að moða, geti nýtt sér hann.“ Fegin að hafa hætt Ingibjörg reykti einu sinni sjálf, en nú eru tólf ár frá því að hún Erum skyldug til að taka í taumana drap í síðustu sígarettunni. „Ég reykti aldrei mikið, en skammaðist mín alltaf fyrir reykingarnar. Ég ákvað að hætta með töluverðum fyrirvara og það gafst ágætlega. Ég byijaði að skokka reglulega um það leyti og fannst það góð skipti.“ Ingibjörg segir að þrátt fyrir allt hafi ótrúlega margt áunnist á undanförnum árum. „Lang- ferðabílar eru t.d. reyklausir, sem og flugvélar og mörg fyrirtæki og staðir, sem voru fullir af reyk áður. Ég hef af því fréttir að meira tillit sé nú tekið til þeirra sem ekki reykja um borð í fiski- skipum og allt þetta er í rétta átt.“ Heilbrigðisráðherra á sér mark- mið í tóbaksvörnunum: „Reyk- minna ísland árið 2000,“ segir Ingibjörg hiklaust. „Við verðum að stefna að því og þá er eins gott að stefna hátt. Hver og einn sem hættir að reykja skiptir máli, --------- en sérstaklega skiptir máli að unga fólkið byiji ekki. Við verðum að stöðva útbreiðslu reyk- inganna, sem eru ekkert nema smitsjúkdómur, sérstaklega í hópi unglinga. Sú unglingaveiki getur orðið ansi langvinn," segir Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðisráðherra. Gegn reyk- ingum í íþróttum og listum ALÞJÓÐLEGI tóbaksvarnardag- urinn, 4. maí, verður á næsta ári helgaður íþróttum og listum. Ingileif Ólafsdóttir, fræðslufull- trúi Krabbamcinsfélagsins, segir að íþróttahreyfingin sé óðum að taka við sér ogleggja áherslu á tóbaksvarnir. Astæða sé til að vekja einnig athygli á reykingum innan listageirans. „Ég get nefnt ballett, þar sem ekki munu vera gerðar athugasemdir við reyking- ar ungra stúlkna, samkvæmt upp- lýsingum stúlku í þessari listgrein. Þetta má rekja til þess, að þær verða að gæta mjög vel að þyngd- inni og reykja í stað þess að fá sér sælgæti." Ingileif nefndi sem dæmi, að hún hefði rætt við unglingsstúlku, sem stundi ballett og hún hefði sagt að flestar stúlkurnar reyktu. Þá hefði ballettþjálfari sagt, að reykingar væru algengar í grein- inni. „Þjálfarinn gaf þá skýringu, að stúlkurnar entust kannski í ballett í 10 ár. Það virðist því sem reykingarnar eigi að vera í lagi, af því að þetta séu „bara tíu ár“, en sjúkdómar og aðrir fylgifiskar reykinga komi fram að þeim tíma og þá ballettárunum liðnum." SUN LIFE Líftryggingar í 180 ár -nú einnig í boði á íslandi WjW ' í , r-> K\, m Jj|§l ^ í okkar vörslu cru nær tífold íslensku í járlög'iii ^ Vióskiptavinir okkar i*rii I ..‘100.000 tnn allan heiin ^ MeíSalávöxtun sjóða okkar á ári er 15% sl. 10 ár Kitt al Innin sLerstn líftryggingaléliignin Bretlamls Kitt aí 500 stærstu fyrirtækjum Evrópú i ValiiS líftryggingafélag nr. 1 í Evrópn áriíS 1994 Kynningarbæklingar á íslensku og ensku með upplýsingum um líftryggingar Sun Life eru fyrirliggjandi hjá næsta tryggingamiðlara. INTERNATIONAL Sun Life International Limited, Sun Life Court, St. James Barton, Bristol BS99 7SL. Sími 00 44 1179899000 LIFTRYGGINGA Söfnunarlíftrygging -ávöxtiin lífeyris ásamt tryggingu TJONAUPPGJOR Slysatjón - Eigrfatjón - Bifreiðatjón Löggild Vátryggingamiðlun Aðalstræti 9 -Sími 551-8354, fax 562-8370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.