Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D
0 miiinMafr iíb
STOFNAÐ 1913
243. TBL. 83. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTOBER 1995
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Clinton Bandaríkjaforseti og Jiang Kínaforseti ræddust við í New York
Engin lausn á vax-
andi áaTeininsri
o o
New York. Reuter.
FORSETAR Bandaríkjanna og
Kína, Bill Clinton og Jiang Zemin,
áttu tveggja stunda fund í New
York í gærkvöldi. Að sögn Mike
McCurrys, talsmanns Bandaríkja-
forseta, voru viðræðurnar „mjög
gagnlegar" en eftir sem áður væru
alvarleg ágreiningsefni í samskipt-
um ríkjanna. Var m.a. fjailað um
mannréttindamál í Kína á fundi
forsetanna.
„Þessi tvö stóru ríki eiga mikið
undir því að ræðast við á upp-
byggilegan hátt og eiga náið sam-
starf þar sem það er gerlegt,“
sagði Clinton áður en fundurinn
hófst. Jiang var fáorður en gaf í
skyn að málefni Tævans væru eitt
mikilvægasta deiluefnið í sam-
skiptunum við Bandaríkjamenn.
I sumar fékk forseti Tævans
leyfi til að heimsækja Bandaríkin
þrátt fyrir hörð mótmæli stjóm-
valda í Peking. Þar á bæ er ekki
viðurkennt að Tævan sé annað en
hiuti Kína og í orði kveðnu er það
stefna Bandaríkjanna, sem ekki
hafa stjórnmálasamband við forna
bandamenn sína á Tævan, að Kína
skuli vera eitt ríki. Clinton verður
hins vegar að taka tillit til öflugs
stuðnings sem málstaður Tævana
nýtur á Bandaríkjaþingi.
Kínveijar og Bandaríkjamenn
hafa einnig átt í æ harðari deilum
vegna mannréttindabrota í Kína
og vaxandi halla á viðskiptum ríkj-
anna, Kínveijum í hag.
„Yfirskin frelsis
og lýðræðis"
Jiang flutti ræðu á afmælishátíð
Sameinuðu þjóðanna í gær og
gagnrýndi þar harkalega „viss
stórveldi" sem skiptu sér af innan-
landsmálum annarra. Þau græfu
Breytingar á héraðsstjórn Tsjetsjníju
Rússnesk stjóm-
völd friðmælast
Moskvu. Reuter.
RÚSSAR stokkuðu í gær upp hér-
aðsstjórn er þeir hafa komið á í
Tsjetsjníju og sögðu markmiðið
vera að reyna að sætta andófs-
menn í suðurhluta lýðveldisins'.
Talið er að nýi forsætisráðherr-
ann, Doku Zavgajev, sé ásættan-
legri kostur fýrir heimamenn en
forveri hans í embætti, Salambek
Khadzíjev. Neitaði helsti leiðtogi
uppreisnarmanna, Dzokhar
Dúdajev, að eiga viðræður við
Khadzíjev.
Zavgajev var forseti þings
Tsjetsjníju og leiðtogi kommún-
istaflokksins á Sovéttímanum en
var ýtt til hliðar er Dúdajev tók
við völdum.
Dagblaðið Izvestíja sagði í gær
að með þessu væri verið að reyna
að losá Tsjetsjena við menn er færu
í taugarnar á þeim og undirbúa
þannig jarðveginn fýrir kosningar.
Skotið á mótmælendur
Það skyggði nokkuð á þessar
breytingar að lögregla hóf skothríð
á um 3.000 manna hóp er kom
saman til að mótmæla hinum nýja
forsætisráðherra. Fjórir særðust í
skothríðinni.
Rússneskir fallhlífahermenn
gerðu í gær skyndiárás með sjö
þyrlum á flugvöll í grannhéraðinu
Ingúsetíu eftir að hafa fengið
fregnir af því að tsjetsjenskir upp-
reisnarmenn hefðu hertekið völl-
inn. Einn farþegi féll og tveir særð-
ust. Fregnin um uppreisnarmenn-
ina reyndist röng og sögðu stjórn-
völd í Ingúsetíu að um vísvitandi
ögrun hefði verið að ræða.
Kartöflur í geimferð
Canaveralhöfða. Reuter.
KARTÖFLUPLÖNTUR um borð
í bandarísku geimfeijunni
Colombia fóru að spíra í gær en
vísindamenn kanna nú hvort
hægt sér að framleiða kartöflur
og fleiri jarðávexti við aðstæður
þar sem þyngdarafl er nánast
ekkert.
Kannað verður hvort skortur á
þyngdarafli dregur úr framleiðslu
sterkju í jurtinni. Geimfararnir í
Columbia munu ekki nota afurð-
irnar til að drýgja forðann heldur
taka þær með sér til jarðar 5.
nóvember, þar sem gerðar verða
ýmsar rannsóknir á kartöflunum.
Þá verða þær sennilega á stærð
við greipaldin.
Vonir standa til að hægt verði
einhvern tímann í framtíðinni að
framleiða ýmiss konar matvæli í
geimnum. Reynt verður að rækta
plöntur í geimskipum á langferð-
um, einnig í geimstöðvum þeim
sem lengi hafa verið á teikniborð-
inu.
undan fullveldi þeirra og þjóðar-
einingu „undir yfirskini frelsis,
lýðræðis og mannréttinda“.
Nokkur þúsund Tævanar og
útlægir Tíbetar og Kínveijar voru
fyrir utan fundarstað forsetanna
í gær og mótmæltu stefnu
kommúnistastjórnarinnar. Ætiun-
in var upphaflega að viðræðurnar
yrðu í bókasafni New York en
Kínveijar mótmæitu vegna þess
að á sýningu í safninu eru myndir
af blóðbaðinu á Torgi hins him-
neska friðar 1989. Var þá ákveðið
að forsetarnir hittust í Lincoln-
listasetrinu.
Reuter
EINN andstæðinga Kína-
stjórnar í New York, klædd-
ur grímu með svip Clintons,
aftar er brúða í líki Jiangs.
Reuter
ALMYRKVI á sólu var í ýmsum
Asíulöndum í gær. Hófst hann í
Mið-Afganistan skömmu eftir
dögun en færðist siðan austur
eftir álfunni og var mest 100 km
breiður. Víðast hvar lagðist nið-
ur vinna og umferð meðan á
myrkvanum stóð, í eina til tvær
mínútur, en nokkuð var um að
hjátrúarfullt fólk feldi sig
innan dyra. Höfðu sumir
stjörnuspámenn spáð því, að
myrkvinn boðaði einhverjar
hörmungar en allt fór þó vel og
ekki er vitað til, að neinn hafi
skemmt í sér augun með því að
horfa á mánann gleypa sólina.
Myrtaf
handa-
hófi
AÐDRAGANDI og orsakir
morða í Bandaríkjunum hafa
breyst hratt undanfarin ár,
að sögn bandaríska blaðsins
Washington Post. 1991 fór
hlutfall morða sem framin
voru nánast af handahófi í
fyrsta sinn yfir 50%.
Samkvæmt tölfræði banda-
ríska dómsmálaráðuneytisins
hefur hlutfall morða þar sem
fjölskyldubönd eru milli morð-
ingjans og fómarlambsins
lækkað, eða úr þriðjungi
morða 1965 í 25% 1975 og
rösk 10% árið 1992. Á sama
tíma hefur hlutfall morða sem
tekst að upplýsa stórlækkað
eða úr 91% árið 1965 í 65%
fyrir þremur árum.
Byssur og fíkniefni
Afbrotafræðingar segja
þijár sömu ástæðurnar eiga
við í báðum tilfellum; aukna
byssueign, fíkniefnaviðskipti
og vaxandi ofbeldisverk ungl-
inga.
Að sögn embættismanna er
fyrr gripið til manndrápstóla
í ofbeldisverkum nú en áður
og byssuglaðastir eru yngstu
afbrotamennimir. Hefur hlut-
fall ungs fólks bæði í hópi fóm-
arlamba og afbrotamanna,
þegar um ofbeldi gegn ókunn-
ugum er að ræða, vaxið hratt.
Myrkur
um miðj-
andag
Myndin var tekin við hina
frægu byggingu Taj Mahal í Ind-
landi og sýnir sólina hverfa á bak
við tunglið og birtast síðan aft-
ur. Mest var þó um að vera í
Astleysi
dugar ekki
Madrid. Reuter.
AFRÝJUNARDÓMSTÓLL á Spáni
úrskurðaði í gær að lagalega séð
dygði hjónum ekki að bera því við
að ástin væri horfin til að fá skiln-
að.
Dómstóllinn er í borginni
Pontevedra í Galiciu-héraði í norð-
urhluta landsins. Að sögn spænska
sjónvarpsins tók dómarinn ekki
heldur tillit til þess að hjónin hafa
ekki búið saman í heilt ár og ann-
að hjónanna, ekki var sagt hvort,
hefur kvartað undan hótunum
hins.
indversku borginni Fatehpur
Sikri en hún var reist á 16. öld
og yfirgefin skömmu síðar vegna
vatnsleysis. Reiknað hafði verið
út, að þar yrði myrkvinn mestur
og því flykktust þangað sljarn-
fræðingar og ferðafólk víðs veg-
ar að úr heimi. Þegar sólin
myrkvaðist táruðust sumir eða
klöppuðu og aðrir föðmuðust og
skáluðu í kampavíni.
„Myrkvinn hefur fært okkur
hamingju," hrópaði verslunar-
eigandi nokkur á staðnum og
voru það líklega orð að sönnu
því að viðskiptin hafa aldrei ver-
ið líflegri en þessa siðustu daga.