Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ H FJOLMIÐLUN Rafræn útgáfa á vegamótum Forsvarsmenn dagblaða koma vart svo saman þessa dagana að rafræn fjölmiðlun sé þar ekki á dagskrá. Björn Vignir Signrpálsson var á ráðstefnu IFRA, alþjóðasamtaka dagblaða, í Amsterdam á dögunum og segir hana ekki hafa verið neina undantekningu að þessu leyti. TIL ráðstefnunnar voru kvaddir annars vegar fulltrúi metnaðar- fyllsta framtaks bandarísks blaða- heims á sviði beinlínuþjónustu við lesendur um þessar mundir og hins vegar fulltrúi árangursríkustu til- raunar evrópsks blaðaheims á sviði rafrænnar útgáfu. Umræðunni var þannig stillt upp að hún endurspeglaði andstæð sjón- armið sem uppi hafa verið um það hvaða leið dagblöðin ættu að fara til að fóta sig innan nýmiðlunarinn- ar. Hvort þau ættu að bjóða upplýs- ingar af síðum sínum sem hluta af heildarpakka sérhæfðra upplýs- ingalinda, þ.e. beinlínuþjónustufyr- irtækja á borð við CompuServe eða AmericanOnline, eða að fara sína eigin leið með því að bjóða upp á rafræna útgáfu á eigin spýtur í von um að slíkt gæti orðið ábatasöm aukabúgrein í framtíðinni. í reynd má segja að bæði ís- lensku dagblöðin á alnetinu hafi hingað til valið fyrrnefnda kostinn — Morgunblaðið með tengslunum við Hafsjó Strengs og DV með þátt- töku í Upplýsingaheimum SKYRR. Rafræn útgáfa Iceland Review á alnetinu er svo aftur dæmi um hina leiðina. Net hinnar nýju aldar Nýsjálendingurinn Peter Winters frá Cox Newspapers í Atlanta hefur vafalaust átt að vera fulltrúi fyrr- nefnda sjónarmiðsins en var það varla nema að takmörkuðu leyti, því svo nýstárleg er beinlínuþjón- ustan New Century Network sem hann er fulltrúi fyrir. Að henni standa níu helstu blöð og blaða- hringir Bandaríkjanna og fyrir utan Cox-blöðin Atlanta Journal og síð- degisblað þess Constitution (slóðin er http://www.ajc.corn/) til dæmis New York Times, Washington Post, Gannett-hringurinn, Knight-Ridder o.fl. Hver þessara níu eigenda hefur lagt 1 milljón dollara í fyrirtækið og eru tilbúnir að leggja því til frek- ari fjármagn þegar þess verður þörf. New Century Network hefur ver- ið í burðarliðnum í um hálft annað ár og er enn á þróunarstigi. Mark- aðurinn er þau 12 milljón heimili í Bandaríkjunum sem höfðu yfir ein- menningstölvu að ráða í árslok 1994 og þau heimili sem bætast við á yfirstandandi ári en áætlað er að tölvukaup þeirra verði um 8 milljónir tölva sem er svipuð sala og á sjónvarpsviðtækjum yfir árið. Peter Winter segir blöðin sem standa að NCN hafa hafnað þeirri leið að verða einungis „íkon“ á matseðli hinna hefðbundnu bein- línuþjónusta heldur haldi hver þátt- takandi sínum einkennum með eig- in heimasíðum hinna 72. blaða sem netið nær til víðs vegar um landið, en með miklum tengimöguleikum sín á milli. Þannig sé lögð áhersla á að hvert blað sinni upplýsinga- þörfum notandans í heimahögum, en hann geti þó hvenær sem er í gegnum tenglana við önnur blöð brugðið sér á fjarlægari slóðir til að fylgjast einhveijum atburðum þar sem áhuga hans vekja. Blöðin verða þannig nokkurs konar net- þjónar áskrifenda sinna og notkun þjónustunnar felld að áskriftar- gjaldinu, eftir því sem næst var komist. £fc i* hfc" frbw Ltet»«sr iu'ísww. i i i «* i (m 11 i BLiI frtoi* iio vctsacr ltM ÍÍ3UC Uo 3íi —Warnitig to l.Sm womcn using contrnceptive pill MOHF 1 * ir iUíoo mmm on tlir jpfll wr* Mtvisrri hy tW> Dftjiwtfefiwt nf ywtnrrUy tn * tlwnr iWtnr *t ««* {toitlhU Mmm rhi\r.gj*ig hmn4t nftnr * rcpcrr sajing ccrtair. inakcs corricd a frcatcr riik of thrambMlj. FLO playeri: Important nnuouncement conceriimg FLO. Pleose reiwJ Fautasv League Online ?.epfs' '/> Etec&cjK 7deg^r>h 3lictrc-ac Tí egrjrph « cReítrleríC. 5erfi;: Tho pl: Í>J £b j* afc" Jp jpfew Ltecaoq atccw ___________________________ x fecttto: H Hic^-' cn* jtn Vm #tes *'tótK #fe-s *hi> mak m TB OLYHPICS REPORT Pnm ISw A*ia*?*t tywv/lkt Axm* a* comwGsoum ^TÁSTSALL >vj UKllKt w«•;„-«!> K* *s lb» c 'L.uhoí fv<t tt Wfev.fi"\Vir.4 Cnxs * !f «r írrisr.bwe »f t YJ&g v? 4*-. t v'' i * rhef-ATCAt: ir tJ»-? iul Stdtri*? .-jcht xiws oroms. *gnArleh*: zhm&iz.r.t'J.Z t'tx* • T-w»srff. ýftPteasc emmccthe oambcr «f pcopic cxpccwd «ú»c O^jnpitsncxtycar aa4 rhe ninnbDe útatwcrr b thc narth in Wa*y»gtari tWs A:J 4u • ViíWLt VVATC'K Votk-vt.t»**s4.Uje£jvatSl tU.4fci tpLsriV at d»e i«ww :-. Al«jjU-' Jk3J-CWi > vIwWjl dU> ví ilre NxrJ.- jjrzas- írtt THE WOPX» OXTICKETS: • JfftR (ÍKr i anr mti tíx bsL thry wtr* i« /'•u.ri -■ ' :• ;; ./ ( - • E?«r. o.-\»«e>.llkke». 1«»- ÍK.\cv&kt\^j:bxtlati»ti<í'X3 th.-s jr. O.VJL-XX.-Í urr •!•:«.u <4 tytvta hs~z J »o j.v<hu.T *-v ».:W •<«. • T.'.err mj riift Lckctí Irr t>»r «wk -Jhiv*j *L t.:e trHstts.t« OI.YMPIC S GlTJUli: ■ ■ HStóStó. i Wmmm ‘ TVr* *.r >.r1w\ -w' tf Cler.trrr-iJ Ql?>v.-ú- 'md nhont Okmftt-fi •mr.t in litna or»i <T-<vrg<n ‘ ~~rT\ýexSJqée. Trr-'.t ri merw \r>r^'- r.':?-ýrib.~ <iVru>’Wh e .->tailr.íi f. *. itJtsf ftnd infortiwion on tf T'p tvi-m ; * "jr.vtf. ArWi*\. J~:*r -ta-arr ».4»:-e. • ~'yr- l iyr- :^nt ’irrxi 'g riri r.w rh-. föpen rg i'V/rmorii•.t 'iir.i r crg ih:-\ ny t<*. jn a t-rurtr. Vvenr.1 v- af.nrtmrnb Nýr miðill Winter leggur þó um leið áherslu á að netþjónustan sé nýr og sjálf- stæður miðill og lúti þannig öðrum lögmálum en hefðbundin dagblað- aútgáfa. Þarna er unnið með allt í senn — þ.e. þar sem flutningsgeta netsins leyfir — texta og kyrrmynd- ir, hljóð og hreyfimyndir og gagn- virka margmiðlun. Vinna allra upp- lýsinga fýrir þennan miðil hljóti að taka mið af þessum möguleikum hans. Á honum mátti því skilja að þeir útgefendur sem láta sér duga að setja efni blaðsins hvern dags meira og minna óbreytt út á netið séu eins og álfar út úr hól. Rafrænt Telegraph The Daily Telgraph er óumdeilan- lega sá fjölmiðill í Evrópu sem náð hefur mestum árangri í rafrænni útgáfu með The Electronic Telegraph (slóðin er h ttp://www. telegraph. co. uk/). Matthew Doull frá The Telegraph hefur leitt þann tíu manna hóp sem ber ábyrgð á útgáfu ET fimm daga vikunnar eða frá mánudegi til föstu- dags. I hópnum eru fulltrúar frá ritstjórn, tæknideild, auglýsingum og markaðsdeild, og þeir sjá um að veita um 30% af efni sjálfs blaðs- ins út á alnetið, en ekki þó fyrr en efnistökum hefur verið breytt og það lagað að miðlinum. Heimasíða ET fékk um 90 þúsund heimsóknir í nóvember 1994 en Doull taldist til að nú væru þeir um tíu þúsund sem guðuðu á gluggann hjá ET daglega. ET var hleypt af stokkunum eft- ir ígrundaða markaðskönnun. Á Bretlandi ráða aðeins um milljón heimili yfir einmenningstölvu, og þau voru ekki talin sérlega vænleg- ur markhópur. Þess í stað var lögð áhersla á að miða miðilinn fremur við þarfir fjögurra velskilgreindra markhópa, þ.e. við starfsmenn 300 stærstu fyrirtækjanna, þar sem vit- að er að tölvunotkun er almenn, í öðru lagi við háskólafólk, þá náms- menn og loks Breta erlendis. Þessir hópar hafa lagt grundvöll- inn að velgengni ET að mati Matt- hew Doull. Athyglisvert var að heyra að langflestir notendur ET tengjast heimasíðu þess frá vinnu- stöðum sínum — ekki heimilum. Það er ein helsta röksemdin fyrir því að ekki hefur þótt ástæða til þess að gefa ET út um helgar. Að mati Doull hefur nútímamaðurinn æ minni tíma til að leggjast í blöðin virka daga vikunnar og ET er því að öðrum þræði ætlað að mæta þörfum hins önnum kafna lesanda fyrir upplýsingar. Um helgar hefur fólk hins vegar tíma og því nærtæk- ara að keppa um þennan tíma við aðrar afþreyingu með æ vandaðri helgarblöðum. Gegnsæir notendur Matthew Doull lýsti því einnig að blöðin hafi sáralitla vitneskju um hagi hefðbundinna áskrifenda sinna. Nýir möguleikar opnast hins vegar með rafrænu útgáfunum. Electronic Telegraph er ókeypis Sprangað um vefinn BÆÐI blöð og aðrir fjölmiðlar flykkjast nú inn á veraldarvef- inn, og er ekki heiglum hent að halda utan um það allt saman. Mjög gott yfirlit yfir dagblöð á alnetinu má þó fá á heimasíðu Editors & Publishers þar sem Steve Outing fylgist grannt með allri nýliðun á þessu sviði auk þess að bjóða upp á tengla við dagblöð út um allan heim. (Slóð- in er: http://www.media- info.com/). Bandarísk blöð og fjölmiðlar voru fyrst til að tileinka sér ver- aldarvef alnetsins og hafa haldið frumkvæðinu allt síðan. Mjög mörg stóru dagblaðana í Banda- rikjunum eru hins vegar í sam- vinnu við beinlínuþjónustur á borð við CompuServe og Americ- an Online og þar með lokuð öðr- um en áskrifendum þeirra. Brautryðjendurnir á vefnum, Chicago Tribune og San Franc- isco Chronicle og Examiner eru það hins vegar ekki. Tribune (slóðin er http://www.tri- bune.com/) sérhæfir sig á netinu einkum í atvinnu- og tölvuauglýs- ingum og ritstjórnarefnið tengist þeim. San Francisco Chronicle og Examiner (slóðin er http://www.sfgate.com/) bjóða hins vegar upp á alhliða frétta- þjónustu auk ýmislegs annars. Tíu bestu Að öðru leyti er hægt að vísa á Newslink (slóðin er http://www.newslink.org/) sem er líklega yfirgripsmesta skráin yfir fjölmiðla heimsins á alnetinu og vefnum með rétt innan við 2 þúsund titla og tengla. Þar er meðal að finna lista yfir tíu bestu rafrænu útgáfur fjölmiðla í ýms- um flokkum. • Bestu svæðisbundnu útgáf- urnar eru Mercury Center, sem vísað er til í greininni, og Nando Times (http://www.nando.net/). • Besta útgáfan á landsvísu telst USA Today (http://www.usa- today.com/) sem er ennþá opið öllum hvað sem síðar verður. • Besta útgáfan á alþjóðavísu telst Electronic Telegraph sem tilgreint er í greininni. • Besta fréttaþjónustan telst Time Dailý, dagleg fréttaþjón- usta á vegum Time tímaritsins, þar sem fréttaritarar blaðsins víðs vegar um heim leggja til efnið. (http://pathfinder.com/). • Besta íþróttaútgáfan telst ESPNET (http://ESPNET. Sportsone.com/) en líklega þykir mörgum hér hún full bandarísk, og því sinnir The Electronic Te- legraph sennilega þörfum ís- leriskra íþróttaáhugamanna bet- ur, að frátöldum körfuboltanum. • Besta útgáfa ljósvakamiðils á vefnum telst CNN Interactive (http://www.cnn.com/) og fæst- ir mæla þvi mót — Iíklega er þetta ein albesta ef ekki besta heimasíða fjölmiðils á vefnum í dag. • Besta viðskiptaumfjöllunin kemur í hlut útgáfu Wall Street Journal (http://update. wsj.com/). Hún telst enn á til- raunstigi en er býsna aðgengileg og öllum opin enn sem komið er, þótt notendur verði að skrá sig inn og fá sér lykilorð, líkt og þekkist hjá The Electronic Telegraph. • Besta tölvuumfjöllunin kem- ur í hlut PC Magazine, (http://www.zdnet.com/ pcmag/). Þar er núna m.a. að finna lista og tengla við 100 bestu heimasíðurnar á netvefn- • Besta útgáfan um netlífið sjálft kemur í hlut HotWired (http://www.hotwired.com/) en sú útgáfa hefur þá sérstöðu þeirra sem hér eru nefndar að vera einungis til í rafrænu formi. Núna er þar m.a. að finna tillegg frá fjölmiðlafrömuðinum kunna, Nicholas Negroponte, og rannsóknarstofu hans, MIT Me- dia Lab. þjónusta en þegar notendendur tengjast henni í fyrsta sinn opnast þeim ekki strax aðgangur að efninu heldur verða þeir að skrá sig inn, svara margvíslegum spurningum um hagi sína og velja sér lykilorð sem opnar þeim aðganginn eftir það. Forsvarsmenn ET hafa því til- tölulega góða vitneskju um lesenda- hóp rafrænu útgáfunnar. Doull upp- lýsti til dæmis að um 17% notend- anna væru undir 25 ára aldri, 37% milli 25 og 34 ára, 24% á aldrinum 35-44 ára og 19% yfir 45 ára aldri. Matthew Doull telur eins og fleiri að enginn grundvöllur sé fyrir þvi að koma á áskriftargjöldum í þess- um nýja miðli, eins og beinlínuþjón- usturnar þó byggjast á. Það sé andstætt ríkjandi hefðum á alnet- inu. Því til rökstuðnings minnti hann á reynslu eins frumkvöðuls rafrænnar dagblaðaútgáfu, San José Mercury News (slóðin er http://sjmercury.com/). Framan af var heimasíða blaðsins öllum opin og voru reglulegir notendur blaðs- ins orðnir milli 60 og 70 þúsund þegar sú ákvörðun var tekin að loka því og taka upp áskrift. Afleiðingin er sú að notendendum hefur nú fækkað niður í um 5 þúsund. Eini raunhæfi kosturinn fyrir útgefendur rafrænna miðla til að hafa tekjur af þjónustunni eru því kostun og auglýsingar, að mati Matthew Doull. Sem dæmi um slíkt má nefna einn vinsælasta efnisflokk ET, íþróttirnar. Yfir tengihnöppun- um við hinar ýmsu íþróttagreinar gnæfir efst á skjámyndinni kostun- arborði frá bandaríska flugfélaginu United Airlines. Með því að hneppa á borðann með músinni tengist not- andinn upplýsingasíðu UA, en þar er einnig að finna tengihnappa við eiginlega heimasíðu bandaríska flugfélagsins. Þarna er kappkostað að bjóða notendum upp á hvers kyns upplýsingar um flugfélagið og flugáætlanir þess, jafnframt því sem flugfélagið gefur lesendum ET kost á að bregða á leik með þátt- töku í getraun, þar sem þeir geta unnið sér inn t.d. ferð til Bandaríkj- anna. Rafræn útgáfa á vefnum og al- netinu er í örri þróun um þessar mundir og jafnvel helstu spekingar um alnetið horfa á úr fjarlægð í forundran. Því treystir varla nokkur sér til að spá því að þessari stundu hvor þessara tveggja leiða sem nefndar hafa verið, muni verða ofan á þegar fram líða stundir og miðill- inn hefur-tekið út nokkurn þroska. Óneitanlega virðist þó leið The Electronic Telegraph hafa alnets-. hefðina með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.