Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Innrás orðsins KOMIN er út ljóðabókin Um eilífð daganna eftir Ólaf Stefánsson. Höfundurinn er 27 ára Hafn- firðingur og er þetta fyrsta bók hans. í ljóði sem er samnefnt bók- inni stendur meðal annars: „á jörðina féllu/ táknrænar setn- ingar/ um upp- haf//af mælsku daganna/ hóf orðið innrás/ á skáldið.“ Bókin Um ei- lífð da.ga.nna er prentuð í Prent- smiðju Ólafs Karlssonar. Um útlit og hönnun _ sá Auglýsingastofa Magnúsar Ólafssonar. Útgefandi er höfundur. Bókin er 64 síður. Hún er til sölu hjá Eymundsson og Máli og menningu og kostar 1.640 krónur. Ólafur Stefánsson Dagskrá Unglistar í dag DAGSKRÁ Unglistar, listahátíðar ungs fólks, í dag er eftirfarandi; Kl. 9-23 myndlistarsýning í Hinu húsinu. Kl. 10-18 fatahönnunar- sýning Iðnskólans í Ráðhúsinu. Kl. 10-17 Ijósmyndasýning, myndir frá maraþoni í Háskólabíói (anddyrinu). Kl. 12-16 Intemet- smiðja í Síberíu netkaffi. Kl. 13-18 hönnunarsýning Iðnskólans í Fjós- inu, Barónsstíg 4. Kl. 13-19 Lista- smiðja Unglistar í Hafnarhúsinu. Kl. 17 forsmekkur að dagskrá kvöldsins í Hinu húsinu. Kl. 20 Leiksmiðja Unglistar í Hinu hús- inu. Kl. 20 verðlaunaafhending í ljósmyndamaraþoni og stutt- myndamaraþoni í Háskólabíói sal 4, sýndar myndir frá kvikmynda- klúbbum framhaldsskólanna. Kl. 20.30 skemmtikvöld Tipp Topp, félagsmiðstöðvar fatlaðra í Tjam- arbíói. Kl. 20.30 Listakvöld MK á Ara í Ögri. KVIKIMYNDIR Itíóborgin, Sagabíó, Borgarbíó á Akur- ey r i SÝNINGARSTÚLKUR „SHOWGIRLS" ★ Leikstjóri: Paul Verhoeven. Handrít: Joe Eszterhas. Aðalhlutverk: Eliza- beth Berkley, Gina Gershon, Kyle MacLachlan og Robert Davi. 1995. DÝRASTI og jafnframt lélegasti handritshöfundur Hollywood- kerfisins, Joe Eszterhas, gerir handritið og hefur ekki áður verið heimskulegri __ í. taumlausri karl- rembu sinni. I myndinni tala karl- ar til kvenna eins og þær séu bú- fénaður og eru ofboðslega svaiir þar sem þeir reka þær berbijósta á undan sér. Konur era aftur • ýmist nautheimskar ljóskur, eiga í stórvarasömum sálfræðilegum vandamálum eða eru tilbúnar að LISTIR EINAR MÁR Guðmunds- son var nýkominn til Frankfurt frá Englandi þar sem hann hafði verið gestur bókmenntahátíðar sem kennd er við Cheltenham og umræðan snerist um bókmenntir eftir fall múrsins. Hann sagði að bókmenntasinnaðir Englending- ar væru svo sannarlega bók- menntasinnaðir og það hefði glatt sig hve gaman hefði verið að lesa fyrir þá ljóð, einkum úr „Klettinum“ (Klettur í hafi). Ljóð eftir Einar Má í enskri þýðingu Bemards Scudders era í ljóða- safninu Brashstrokes of Blue, útg. Shad Thames Books. Bókmenntaverðlaun gæðastimpill Englar alheimsins era ný- komnir út á ensku hjá sama for- lagi, „Regndropamir“ (Eftirmáli regndropanna) komu á undan. Einar Már sagðist ekki hafa fengið viðbrögð vegna „Engl- anna“ í enskum blöðum, en hann vissi að til stæði að fjalla um þá í European. Einar Már sat í sýn- ingarbás danska forlagsins Vind- rose/Borgen undir stóra vegg- spjaldi með mynd af sjálfum sér, verðlaunahöfundur Norðurlanda- ráðs, og var að kveðja fulltrúa frá Gallimard-útgáfunni frönsku. Kannski ber sá fundur árangur því að mér skilst að Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs þyki nú ótvíræður gæðastimpill sunn- ar í álfunni. Vindrose/Borgen sem gefur út bækur Einars Más í Danmörku hefur umboð fyrir hann erlendis ásamt Máli og menningu. Forleggjararnir dönsku sem settu Einar Má í öndvegi buðu upp á Gammel- dansk sem þeir sögðu að væri morgundrykkur við hæfi. Norrænt leyst úr læðingi „Um hver aldamót kemur upp norrænn áhugi,“ sagði Einar Már og höfðaði með þeim orðum til síðustu aldamóta þegar norrænar bókmenntir nutu mikils álits Þjóðverja. Hann sagði að nú væri búið að leggja grunn fyrir norrænar bókmenntir í Þýska- landi. Ekki aðeins minni forlög væru með á nótunum heldur stærri líka. Minni forlög hefðu þó skapað grandvöllinn. Við vorum sammála um að Smilla (Lesið í snjóinn eftir Peter Hoeg) og Soffía (Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder) hefðu leyst norræna áhugann úr læðingi. Báðar þessar bækur komu út hjá Hanser forlaginu sem rithöfund- urinn Michael Kriiger stýrir, en hann var gestur Bókmenntahá- tíðar í Reykjavik í haust „ótrú- lega áhugasamur og lifandi og með nefið á landakortinu", að sögn Einars Más. Englar al- heimsins koma út hjá Hanser á næsta ári. Einar Már Michael Guðmundsson Kriiger Michael Larsen Uppruni skáld- skaparins er í sagnaljóðinu Bókastefnan í Frankfurt í Frankfurt leituðu menn þríðja mannsins, norræns rithöfundar á borð við metsöluhöf- undana Peter Hoeg og Jostein Gaarder. * A meðan fullvissaði Einar Már Guðmunds- * son Jóhann Hjálmarsson um að Islend- ingar væru með arfínn í töskunni og alls ekki fulltrúar neinnar „smáþjóðar“. ENGLAR alheimsins eru fáanlegir í tveimur gerðum, venjulegri útgáfu og kilju, hjá danska forlaginu Vind- rose/Borgen. „Taug sem aldrei hefur alveg slitnað,“ sagði Einar Már um áhuga íjóðveija á norrænum og þá sérstaklega íslenskum bók- menntum. — Erum við þá í hringiðunni miðri? „Við íslendingar erum fulltrú- ar stórrar menningar, með arfinn í töskunni. Þegar að bók- menntunum kemur erum við ekki fulltrú- ar neinnar „smáþjóð- ar“. Stórborgarmenn eins og í Bandaríkj- unum og á Englandi geta verið „sveita- legri“ en við. Hjá okkur er beinn þráður í sjálfan grandvöll- inn. Stórborgar- menningin er háð tískusveiflum. Við erum stundum minntir á fámennið, en þá er því til að svara að það búa álíka margir í Reykjavík og í Flórens á endur- reisnartímunum." Verkstæði orðanna —Þú vékst að ljóðaáhuga Eng- lendinga áðan. Nú ertu að gefa út ljóðabók? „Mér finnst ljóðið vera verk- stæði orðanna, þar sém úrvinnsla málsins fer fram. Þetta er kannski norrænt viðhorf, gildir um Heinesen og fleiri norræna höfundá. Norræna skáldsagan er ljóðræn, uppruni skáldskaparins er í sagnaljóðinu að mínu áliti. Það.er oft ekki minni ljóðlist í skáldsögum en í ljóðum. Ég hef til dæmis lært heilmikið um ljóð- list með því að lesa skáldsögur Gabriels García Márquez og Giinters Grass.“ Horfst í augu við óreiðuna — Nýja ljóðabókin heitir í auga óreiðunnar. Þú skrifaðir greina- flokk með sama heiti í Lesbók Morgunblaðsins ef ég man rétt? „Heimurinn er óreiða, finnst mér. Við verðum að horfast í augu við óreiðuna. I stjórnmálum er eitthvað fyrirframgefið, en í skáldskapnum horfumst við í augu við hlutina, en ekki út frá fýrirfram gerðum kerfum." — í stjórnmálum hafa menn með öðrum orðum fundið sann- leikann? „Sannleikurinn er háspekilegt hugtak, epískur skáldskapur byggist á að breyta staðreyndum í sögu. Á hvaða leið sem við annars eram þurfum við að taka afstöðu til þess hvernig við ætlum að umgangast arfleifðina og náttúrana, með öðram orðum halda landinu í byggð. Við meg- um alls ekki glata því sem við eigum í öngstræti tískustraum- anna.“ Þriðji maðurinn fundinn? Meðan við Einar Már spjölluð- um myndaðist biðröð fólks sem vildi heilsa upp á rithöfundinn. Þytur fór um sali þegar starfs- fólk bókmenntakynningarstof- unnar dönsku lét vita að nú gæfist tækifæri til að hlusta á Michael Larsen sem ýmsir telja að geti orðið þriðji heimsfrægi maðurinn í norrænum bókmennt- um samtímans. Michael Larsen (f. 1961) er blaðamaður og rithöfundur. Sakamálasaga hans, Uden sikker viden (1994), kom út í hollenskri þýðingu nýlega og útgáfuréttur- innn er seldur til níu annarra landa. Söguþráðurinn er æsilegur og umhverfið alþjóðlegt. Blaða- maðurinn Martin Molberg heldur til Los Angeles til að grafast fyrir um hvers vegna unnusta hans var myrt og hver gerði það. Vísbendingar era fátæklegar. Margt bendir til þöss að Larsen geti tekið við af landa sínum Hoeg sem varla er þó ástæða til því að Hoeg er enn í fullu fjöri. Ég spjallaði stutta stund við Michael Larsen um norrænt ljóðasafn í spænskri þýðingu sem Danir vöktu athygli á. Þá vissi ég ekki að á hann var litið sem vonarstjörnu, þriðja manninn eft- irlýsta. Verhoeven í Vegas slasa og jafnvel drepa til að kom- ast áfram. Kvenfólk er niðurlægt og lítillækkað á allan hugsanlegan máta og engin kemst áfram nema sofa hjá rétta karlinum, hafa réttu bijóstin, glenna sig, toga og téygja sem mést. Eins og áður (Ógnar- eðli) sjá Eszterhas og Verhoeven til þess að maður hefur andúð á öllum persónum myndarinnar og varðar ekki krónu um hvað úr þeim verður. Sagan í myndinni er lapþunn og gersamlega ófrumleg samsuða úr Rocky, A Chorus Line og All About Eve. Glæsileg stúlka ætlar að verða aðalstjarnan í nektarsýn- ingum stóru hótelanna í Las Veg- as og er tilbúin að ryðja keppi- nautnum úr vegi. Elizabeth Ber- kley leikur hana og þótt hún geti dansað nektardans er ekki þar með sagt að hún geti leikið. Öll leikræn viðbrögð hennar í mynd- inni eru yfirkeyrð eins og hjá fimm ára krakka. Keppinauturinn er enn eitt lesb- ískt voðakvendi frá leirskáldinu Eszterhas. Gina Gherson leikur hana öll mjög undirförul, en af hveiju hún er norn mestalla mynd- ina og síðan valmenni allt í einu í lokin er gersamlega á huldu. Karlleikarar eins og Kyle MacLac- hlan og Robert Davi eru í því að misnota og misbjóða kvenþjóðinni. Stundum er myndin óvart fýnd- in eins og í eldheitri samfarasenu ofan í sundlaug, sem er svo ofboðs- lega sviðsett að maður skellir upp- úr. Stundum tekur lágkúran öll völd eins og í algerlega tilgangs- lausu en grófu nauðgunaratriði undir lokin, sem þó er lýsandi fyr- ir meðferðina á kvenfólki yfirleitt í myndinni. Hliðarsögur um svart- an vin sýningarstúlkunnar eru tímafrekar og væmnar. Klámfeng- in samtölin þykja sjálfsagt djörf en virka tilgerðarleg. Þannig veldur myndin miklum vonbrigðum. Verhoeven vill bijóta niður ýmis tabú skemmtanaiðnað- arins í Hollywood, sem kannski er full sléttur og felldur. En léleg- ar bíómyndir gerðar undir fölsku flaggi breyta varla nokkru. Arnaldur Indriðason Cyclo fær Gullna sporann MYND víetnamska leiksljórans Tran Anh Hung, „Cyclo“, hlaut um helgina Gullna sporann, á samnefndri kvikmyndahátíð í Flæmingjalandi í Belgíu. Eru þetta önnur alþjóðlegu verðlaun- in sem myndin hlýtur eftir að leikstjóra hennar var veitt Gullna ljónið í Feneyjum í síðasta mán- uði. „Cyclo“ fjallar um ökumann leiguvagns í Ho Chi Minh-borg, sem dregst inn í heim ofbeldis og skipulagðrar glæpastarfsemi eftir að vagni hans er stolið. Leikstjórinn Tran hefur að mestu starfað í París síðustu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.